Morgunblaðið - 08.10.1957, Blaðsíða 1
20 siður
Líkur til, oð Verkamannaílokk-
urinn haldi meirihlufa sínum
Ein
ísl.
mesta frægðarför
íþróttamanna
Færrí kusu í Noregi en 1953
OSLÓ, 7. okt — I dag fóru fram kosningar til norska Stórþings-
ins og var kjörfundi lokið kl. 20 eftir íslenzkum tíma. Veður var
hið bezta í norður-, austur- og suðurhluta landsins, en rigning á
vesturströndinni. Minni þátttaka var í þessum kosningum en 1953.
Þé kusu 3% fleiri en nú.
Eins og kunnugt er, hefur Verkamannaflokkurinn haft
stjórnarforystu síðan 1935, en ekki þykir víst, að honum
takist að fá meirihluta í kosningunum í dag. Þó bentu fyrstu
tölur úr sveitunum til þess, að litlar breytingar mundu
verða á fylgi flokkanna.
6 flokkar
Ellefu flokkar áttu menn í
kjöri í þessum kosningum, en að-
eins sex þeirra eru taldir hafa
möguleika á þingmönnum. Þeir
eru: Verkamannaflokkurinn, sem
fékk 77 þingmenn : síðustu kosn-
ingum og hreinan meirihluta,
Hægri flokkurinn, sem fékk 27
þingmenn, Vinstri flokkuriim
með 15 þingmenn, Bændaflokk-
urinn 14, Kristilegi flokkurinn 14
og Kommúnistaflokkurinn, sem
fékk 3 þingmenn í síðustu kosn-
ingum. — I kosningunum 1953
fékk Verltamannaflokkurinn
46.66% greiddra atkvæða.
Rétt fyrir klukkan 23 í gær-
kvöldi var atkvæðatala flokk-
anna þessi: Verkamannaflokkur-
inn hafði fengið 66,270 atkv. eða
42,2% (hafði í sömu kjördæmum
67.700 eða 41.7%), Bændaflokk
urinn 33.338 eða 20% (32.641 —
18.7%), Hægri 14.160 eða 9.1%
(15.205 — 9.4%), Kommúnista-
flokkurinn 2.607 eða 2.1% (3.907
— 3%), Kristilegi flokkurinn
23.237 eða 14.2% (24.247 —
14.2%), Vinstri 17.351 eða 11.2%
(19.139 — 11.8%).
S'iðustu fréttir:
ÞEGAR blaðið fór í prentun um
fjögur leytið í morgun voru
lokaúrslit í norsku kosning-
unum ekki kunn, en allt benti
tU, að Verkamannaflokkurinn
mundi halda meirihluta sínum á
þingi. Hafði hann unnið talsvert
á. Bændaflokkurinn hafði einnig
unnið á í kosningunum, en aðrir
flokkar höfðu tapað fylgi, eink-
um Kommúnistaflokkurinn. —
Þó að Verkamannaflokkurinn
hefði unnið á, hafði hann tapað
einu þingsæti til Hægri flokks-
ins. Það var í Upplöndum, þar
sem Verkamannaflokurinn fékk
4 menn kjörna, Bændaflokkurinn
2 menn og Hægriflokkurinn 1.
Síðustu tölur, sem Mbl. fékk,
áður en það fór í prentun, voru
þessar:
I Ósló hafði Verkmannaflokk-
urinn fengið 88 þús. atkv., Hægii
flokkurinn 83 þús. atkv., Komm-
únistaflokkurinn 7000 atkv,
Kristil. fl. 10 þús. atkv. og Vinstri
fl. rúmlega 11 þús. (t síðustu
kosningum fékk VerkamannaO.
alls rúml. 117 atkv. í Ósló, Hægrí
fl. tæpl. 100 þús., Kommúnista-
flokkurinn 17 þús., Kristilegi fl.
rúml. 16 þús. og Vinstri rúmlega
17 þús.)
Allt landið: Verkamannaflokk-
urinn hafði fengið 379 þús. atkv.
(hafði í sömu kjördæmum 371
þús.), Bændafl. 103 þús. atkv.
(100 þús.), Hægri 93 þús. (95
þús.), Kommúnistafl. 24 þús. (35
þús.), Kristil. fl. 96 þús. (98 þús.),
Vinstri 86 þús. (89 þús.). Verka-
mannafl. hafði fengið 47%
greiddra atkv. (hafði 45,4% í
sömu kjördæmum), Bændafl.
12,8% (12,4%), Hægri 11,5%
(11,9%), Kommúnistafl. 3%
(4,4%), Kristil. fl. 12% (12,8%)
og ViVnstri 10,6% (tæpl. 11%).
Kprnorku-
spreimngar
WASHINGTON, 7. okt. — í dag
sprengdu Bandaríkjamenn kjarn
orkusprengju í Nevada. Var hún
að styrkleika til eins og 20 þús.
tonn af TN’P. — Japanskir vís-
indamenn hafa skýrt frá því, að
mælar í Japan hafi sýnt, að
Rússar hafi sprengt kjarnorku-
eða vetnissprengju um helgina
síðustu.
Japanskir vísindamenn
segja, að það hafi fallið mik-
ið af geislavirku regni í Jap-
an skömmu eftir miðnætti að-
faranótt mánudags og megi
rekja það til kjarnorkuspreng
ingar Rússa.
Tass-fréttastofan rússneska gaf
í gærkvöldi út svohljóðandi til-
kynningu: „öflug vetnissprengja
var sprengd í mikilli hæð á
sunnudaginn. Góður árangur.
Þessi sprengjutilraun stendur í
sambandi við áætlanir um að
framleiða betri kjarnorku- og
vetnissprengjur.
Pieven reynlr stjórnar■
myndun — hiður um
árs vopnahié
PARÍS, 7. okt. — Franski stjórn-
málamaðurinn Pleven, fyrrum
forsætisráðherra, hefur tekið að
sér að reyna stjórnarmyr,\!un í
Frakklandi eftir að Mollet hefur
tilkynnt Coty Frakklandsforseta,
að hann treysti sér ekki til þess.
Pleven er leiðtogi hins litla
frjálslynda flokks UDSR.
Stjórnmálafréttaritarar gera
ekki ráð fyrir þvi, að Pleven
hafi mikla möguieika á að mynda
stjórn. í dag hvatti hann stjórn-
málamenn í Frakklandi að sliðra
sverðin í eitt ár og taKa höndum
saman um að leysa hin aðkall-
andi vandamál landsins. Eru þar
efst á blaði efnahagsmálin og
Alsírmálin.
Askorun !il
Títós
WASHINGTON, 7. okt. — Fjöl-
margir bendarískir menntamenn
og rithöfundar hafa sent Júgó-
slavíustjórn áskorun um það, að
fullnægja ekki dóminum yfir
Djilas. Meðal þeirra, sem skrif-
uðu undir áskorunina, var
Eleanor Roosevelt.
Eins og kunnugt er, var Djilas
dæmdur á laugardag í 7 ára
fangelsi í viðbót við þann fang-
elsisdóm, sem hann hafði áður
hlotið. Djilas var í þetta skipti
dæmdur fyrir bók sína „Hin
nýja stétt“, þar sem vegið er að
rótum kommúnismans.
I áskorun menntamannanna
er sagt m. a., að fangelsi hljóti
að vera áhrifalaus gegn hugsjón-
um.
Ræðir við Tító
BELGRAD, 7. okt. — Sjúkoff,
landvarnaráðherra Sovétríkj-
anna, kemur í opinbera heim-
sókn til Júgóslavíu á morgun.
Gert er ráð fyrir, að fyrsta verBT
fcans í Belgrad, verði að ganga
á fund Títós og ræða við hann.
3 menn komn með 4 gullveiðkun
og 2 silfuiveiðluun
ÞAÐ má segja um íslendingana sem valdir voru í lið Norðurlanda
til frjálsíþróttakeppnmnar við Balkanlöndin í Aþenu, að þeir hafi
þangað komið, séð og sigrað. Þeir þrír, Hilmar, Vilhjálmur og Val-
björn koma heim með 4 gullverðlaun, og 2 silfurverðlaun. Hilmar
sigraði í 100 m og var í sigursveitum Norðurlanda í 4x100 og 1000 m
boðhlaupum og varð annar í 200 m hlaupi. Vilhjálmur sigraði með
yfirburðum í þrístökki og Vaibjörn varð 2. í stangarstökkj með
sömu hæð og sigurvegarinn.
Með yflrburðum
Norðurlöndin unnu keppnina
j með 243 stigum gegn 177. Er það
mun meiri stigamunur en rnenn
| höfðu búizt við. Það eru ekki
hvað sízt íslendingarnir sem á ó-
vart komu, og eiga þeir þar allir
hlut að máli. Víst bjuggust menn
við sigri Vilhjálms, en hann er
mestur yfirburðasigurvegari móts
ins.
it fslenzkur sigur
Síðasta daginn sigraði Vil-
hjálmur í þrístökki stökk 15,95
metra, sem er 5. bezti árangur
heims í þrístökki í ár. Annar
varð Norman Svíþjóð með
15,03 m.
Hilmar varð 2. í 200 m á 21,6
sek. Bunæs Noregi (17 ára)
sigraði á 21,4 sek.
Valbjörn varð 2. í stangar-
stökki stökk 4,30, sömu hæð og
Sutinen Finnlandi sem sigraði.
Þessi för þremcnninganna
er einhver mesta frægðarför
ísl. íþróttamanna.
9 /
Oflugra
eldsneyfi
WASHINGTON, 7. okt. — Bahda-
rískir vísindamenn hafa tilkynnt,
að þeim hafi tekizt að finna upp
eldsneyti fyrir eldflaugar, sem
er mun öflugra en það, sem hefur
verið notað hingað til. Eldflaug-
ar, sem nota þetta eldsneyti geta
flogið þrisvar sinnum hraðar en
hljóðið.
Jan Tulejski í Reykjavíkurhöfn
Póiskir sjóliðar, sem hér
voru, leita hœlis í Höfn
KAUPMANNAHÖFN, 7. okt. —A
Dönsk blöð skýra frá því, að
nokkur sjómannsefni á pólska
skólaskipinu Jan Tulejski, sem
verið hefur í Kaupmannahöfn,
hafi strokið í land og beðið um
hæli í Danmörku sem pólitískir
flóttamenn. — Skólaskipið kom
til Kaupmannahafnar í sambandi
við opnun í Forum á ýmiss konar
fiskvarningi og lá við Löngulínu.
—o—
Þess má geta, að skólaskipið
Jan Tulejskí kom til Reykja-
víkur í sumar, en áður hafði það
komið við í Vestmannaeyjum.
För skipsins hingað til lands var
farin í því skyni, að sjómannsefn-
in gætu kynnt sér kennsluna í
Sjómannaskólanum og heimsóttu
þau hann. Á skipinu, sem er 700
lestir að stærð, voru 30 skóla-
piltar, en alls voru á skipinu 54
menn. Ekki segir í fréttum, hve
mörg sjómannsefni leituðu hælis
í Danmörku.
StæriA «;crvituii«;l
MOSKVU — Frá Moskvu berast
þær fregnir, að rússneskir vís-
indamenn vinni nú að því af
miklum ákafa að undirbúa för
stærri gervitungla út í himin-
geiminn. í þeim verði fleiri og
flóknari mælitæki, sem munu
veita ómetanlegar upplýsingar
um jörðina og loftrúmið í kring-
um hana.
Enn óeirðir ? 'llandi
VARSJÁ, 7. okt. — Enn í völd
dró til nokkurra tiðinda i Varsjá,:
þegar fólksfjöldi safnaðist saman
i miðhluta borgarinnar. Lögreglu
menn dreifðu mannfjöldanum,
en áður kom til nokkurra átaka.
Allmargir menn voru handteknir.
i ,ú. utti Wyzsinski kardin--
áli préuikun í Varsjá. Margir
stúdentar voru viðstaddir. Kar-
dínálinn talaði nokkur orð til
þeirra og bað þá sýna stillingu,
föðurlandið ætti i erfiðleikum
en von væri á betri tíma.
r i