Morgunblaðið - 08.10.1957, Side 2

Morgunblaðið - 08.10.1957, Side 2
2 MOItCVPlBL 4ÐtÐ Þriðjudagur 8. október 1957 Gjaldeyríserfiðleik- ar tefja Hhöahita- veituna TÍMINN gerir á sunnudaginn að umtalsefni hitaveitulagninguna í Hlíðarnar og telur það sök meiri- hluta Sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn, að dráttur hefir orðið á framkvæmdunum frá því sem í upphafi var gert ráð fyrir. Sannleikurinn. er hins vegar nokkur annar en Tíminn vill vera láta. Undanfarnar þrjár vikur hefir verið töf á hitaveitufram- kvæmdunum. Ástæðan er sú, að allan þann tima hefir vantað asfaltkítti undir hellulokin á hita veitustokkunum. Fyrir þvl fékkst ekki leyfi til að byrja með og þegar leyfið loks fékkst hjá fjárfestingaryfirvöldunum töfðu gjaldeyrisgreiðsluvand- ræði málið enn. Efni þetta er nú á leið til lands- ins með Reykjafossi og verður þá loks bundinn endir á töfina á framkvæmdum við Hlíðahita- veituna. Töfina getur Tímiun kennt sínum eigin mönnum og samstarfsflokkum sínum í fjár- íestingarmálunum. Reykjanesmótið SL. SUNNUDAG var Reykjaness Mótinu lýkur n. k. sunnudag. mótinu í knattspyrnu haldið á- fram í Sandgerði, þar sem völl- urinn í Keflavík var ónothæfur sökum bleytu. Keppt var í suðaustan roki og rigningu. KFK vann IKF með 3:1 og UMFK vann Reyni 4:3. — Sfefán íslandi hei&raBur á margvíslegan hátt ÞAÐ VAR mikill hátíðarblær yfir sýningu óperunnar Tosca í Þjóðleiknúsinu síðastliðið sunnu- dagskvöld. Er það mál margra þeirra er fylgst hafa með sýning- unum frá upphafi að þetta hafi verið glæsilegasta og bezt heppn- aða sýningin á óperunni til þessa. Hér var um að ræða afmælis- sýningu Stefáns íslandi, en hann varð fimmtugur þann dag. Jafn- framt var þetta í síðasta sinn, sem Stefán syngur hlutverk sitt í óperunni hér að þessu sinni, en hann er á förum utan og tekur annar við hlutverki hans. f lok sýningarinnar var Stefán Beykjmriknrbær byggði 1956 — ríkið greiddi iramlag sitt 1957 í MORGUUNBLAÐINU sl. föstu- dag er frá því skýrt, að ríkið hafi enn ekki greitt neitt af framlagi sínu fyrir þetta ár til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis í Rvík Þar er einnig sagt, að framlag til framkvæmdanna í fyrra (alls kr 3.780.000,00) hafi ekki verið greitt bænum fyrr en á þessu ári. Á sunnudaginn er prentuð í Þjóðviljanum smágrein eftir Sig- urð Sigmundsson, en hann hafa kommúnistar gert að formanni Húsnæðismálastjórnar. Greinar- höfundur segir „smá missagnir" í frásögn Morgunblaðsins og virð- ist skrifa í því skyni að leiðrétta þær. Formaður Húsnæðismálastjórn ar segir m. a.: „Hið sanna er að á þessu ári hefur Reykjavíkurbær fengið greiddar upphæðir úr sjóði þeim, sem ætlaður er til útrýmingar heilsuspillandi íbúða, eins og hér segir: 23. janúar 1. apríl . 29. maí ... kr. 900.000.00 — 360.000.00 — 2.520.000 00 Samtals kr. 3.780.000.00“ Með þessu er staðfest frá- sögn Morgunblaðsins af fjár- greiðslunum á þessu ári, — en því hins vegar Ieynt, að pen- ingarnir eru framlag ríkisins til framkvæmda, sem gerðar voru í fyrra. Orðið missögn á því ekki við frásögn Mbl., — og reyndar ekki heldur við skrif Sigurðar Sig- mundssonar. Útúrsnúningur er betra orð til að lýsa vinnu- brögðum hans. Þá getur formaður Húsnæðis- málastjómar þess í grein sinni, að langmestur hluti framlags ríkissjóðs til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis fari til Reykja víkur. Mbl. sagði frá þessu á föstudag, en gat þess um leið, sem formaðurinn minntist ekki á, að Reykjavík er samt eini stað- urinn, sem ekki hefur fengið allt það fé frá ríkinu, sem hann átti rétt til. Þetta sýnir hvort tveggja í senn: hinar geysimiklu fram- kvæmdir í Réykjavík á þessu sviði — og litlar aðgerðir annars staðar á landinu. Höfuðstaðurinn fær ekki nema 1 kr. frá ríkinu á móti hverjum 4—5 kr., sem hann leggur fram. Þó stendur skýr- um stöfum í 16. gr. húsnæð- ismálalaga nr. 42 frá 1957, sem undirrituð voru af sjálfum Hannibal Valdimarssyni, að framlög ríkis og bæjar skuii vera jafnhá. Loks getur Sigurður Sigmunds son þess, að í rauninni megi ekki borga út fé það, er hér um ræðir, fyrr en lokið er smíði hinna nýju íbúða. Hafi því ver- ið gert betur við Reykvíkinga en lög gera ráð fyrir. Ærlegra hefði verið að bæta því við, að sá hátt- ur hefur frá upphafi verið hafð- ur á þessum greiðslum að borga féð út, þó að íbúðirnar séu ekki fullfrágengnar. Bókstafstúlkun á ákvæðinu stríðir algerlega á móti heilbrigðri skynsemi. Er ekki um neina nýja greiðasemi að ræða, heldur einungis sams konar fram kvæmd gallaðs lagaákvæðis og áður hefur tíðkazt. Húsnæðismálastjórn er ætl- að mikið hlutverk í þjóðfélag- inu, og forstaða hennar er vandasöm. Skynsamlegra ráða virðist ekki að vænta frá for- manninum í þessari stofnun, ef hann glímir við vandamálin með álíka glöggskyggni og hann hefur haft til að bera, er hann skrifaði grein sína fyrir Þjóðviljann. Og islenzk- ur almenningur getur ekki borið traust til manns, sem ritar útúrsnúningsgreinar í blöð kommúnista, þegar birt- ar eru staðreyndir um húsnæð ismálin til athugunar fyrir borgarana. Að lokum skal formannin- um bent á, að nú er tækifæri fyrir hann til að sýna vask- leika sinn með því að knýja farm hækkun á framlagi til útrýmingar heilsuspillandi i- búða á fjárlögum næsta árs. Þar reynir á þá báða, Sigurð og Hannibal — að Eysteini ógleymdum. Reykvikingar bidtt. íslandi margkallaður fram og hylltur með dynjandi lófataki. Barst honum mikill fjöldi blóma, m.a. frá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Þjóðleikhús- stjóri Guðlaugur Rósinkranz á- varpaði afmælisbarnið að lokinni sýningu og færði Stefáni lárvið- arsveig frá Þjóðleikhúsinu. Að lokinni ræðu Þjóðleikhússtjóra var Stefán íslandi hylltur ineð ferföldu húrrahrópi og dynjandi lófataki. Þorsteinn Hannesson ávarpaði Stefán af hálfu samsíarfsfólks hans úr óperunni og kvað það ekki aðeins hylla hann sem söngv ara og mikinn listamann heldur sem hinn góða félaga og sam- starfsmann. Bað hann Stefán þiggja rósavönd að þessu tilefni. Að síðustu flutti Stefán íslandi nokkur þakkarorð. Kvaðst hann vilja þakka þjóðleikhússtjóra, þjóðleikhúsráði og öllu samstarfs fólki fyrir þá ánægju er hann hefði haft af því að mega vera hér staddur á þessum tímamótum í lífi sínu. öll var þessi hátíðasýning og athöfnin að henni lokinni talandi tákn um hinar geysimiklu vin- sældir er hinn ástsæli listamað ur Stefán íslandi nýtur . meðal þjóðarinnar. I GÆRKVOLDI efndi Karlakór Reykjavíkur ásamt þeim söngvur um, sem með alðalhlutverkin fara í Tosca til hljómleika í Gamla Bíói til heiðurs Stefáni fslandi á 25 ára óperusöngvaraafmæli hans. Karlakór Reykjavíkur söng þrjú lög og Stefán söng einsöng í „Panis Angelius" með kórnum og einnig „Ökuljóð". Þá sungu einsöng Guðmundur Jónsson, Guðrún Á. Símonar, Kristinn Hallson aog Þorsteinn Hannesson. Magnús Gíslason ávarpaði Stefán og árnaði honum heilla, en áheyrendur hylltu hinn ást- sæla s öngvara ákaflega. Barst honum fjöldi blóma og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Nehru gagnrýnir dvöl RauÖa hersins í Ungverjalandi Hrósar Eisenhower íyrir afsföóuna í kynþáffamálum TÓKÍÓ, 7. okt. — Nehrú, for- sætisráðherra Indlands, sem er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Japan, hefur sagt, að rússneski gervihnötturinn hafi engin áhrif á gang alþjóða- mála. Hið eina, sem hann gerir, sagði Nehrú, er að sýna mönnum fram á, að vísindin eru komin svo langt, að styrjaldir eru ó- hugsandi. Þá benti hann á, að breitt bil væri milli vísindanna og stjórnmálaþroska manna. Vísindin eru farin að leggja und- ir sig alheiminn, sagði bann, en mennimir hafa aðeins stjóirn- málaþroska steinaldarmanna. Ef vel á að fara, verður að brúa þetta bil. Menn verða að fara að hugsa um stjórnmál í sam- ræmi við hinn nýja tíma, sagði Nehrú. Þá sagði hann, að Rússar hefðu engan rétt til að hafa her í Ungverjalandi og hrósaði loks Eisenhower fyrir það, hve hann stóð trúan vörð um hagsmuni blökkumanna í Arkansas. Þúsundir manna hafa séð gervi hnöttinn með berum augum LUNDÚNUM, 7. okt. — Þúsund- ir manna i Ástralío sáu gervi- hnöttinn í dag eða hluta af flug- skeytinu, sem þaut með hnöttinn út í himingeiminn. — Moskvu- utvarpið skýrði frá því í dag, aí það væri ekki aðeins gervihnött- urinn, sem færi með ofsahraða kringum jörðina, heldur einnig eldflaugin. Bæði hnötturinn og eldflaugin eru í sömu hæð, en fjarlægðin á milli þeirra er um 1000 km. — Enn heyrast hljóð- merkin frá gervihnettinum, en þó hefur mjög dofnað yfir þeim. Þegar Ástralíumenn sáu hnött- inn, var hann eins og skær stjarna á himninum, en fór með ofsahraða, minnti einna helzt á þrýstiloftsflugu. Fólkið sá 200 þúsund með Asiui nfl úenzu NEW YORK, 7. okt. — Asíu- inflúenzan er nú að taka á sig öll einkenni faraldurs í mörgum fylkjum Bandaríkjanna. Um helgina var tilkynnt, að um 200 þús. manns hefðu fengið veik- ina í New York einni. — Sjúk- dómurinn hefur verið vægur. hnöttinn með berum augum. Einnig hafa borizt fréttir frá Nýja Sjálandi, Kaupmannahöfn, Hong Kong og jafnvel víðar um það, að menn hafi séð hnöttinn. KL. 16 SÍÐDEGIS í gær hafði gervihnötturinn farið fjörutíu sinnum kringum jörðina. Forseti og sendi- herra á íslendinga- fundi i Höfn Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ var haldinn sameiginlegur fundur í félagi íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn og íslendingafélag- inu. Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson og forsetafrú, komu á fundinn. Forsetinn flutti ræðu og lýsti ánægju sinní yfir þvi að fá tækifæri til þess að hitta svo marga af þeim íslend- ingum sem eru búsettir í Kaup- mannahöfn. Á fimdinum var hinn nýi sendiherra fslands í Kaupmanna- höfn, Stefán Jóhann Stefánsson, boðinn velkominn. Sendiherrann sagði fréttir frá íslandi. —Páll. Sextugur i dag: Ingvar Pálmason skipstjórí Menntaskólinn að Langarvatni MENNTASKÓLINN á Laugar- vatni var settur á sunnudaginn klukkan 5 síðd. Hófst setningarathöfnin með því að sóknarpresturinn, Ingólf- ur Ástmarsson að Mosfelli, flutti bæn, en því næst tók til máls skólameistarinn Sveinn Þórðar- son, er bauð kennara og nem- endur velkomna til starfs. Verða í vetur í skólanum rúmlega 90 nemendur. Sú breyting verður á kennaraliði skólans að Eiríkur Jónsson er verið hefur stærð- fræðikennari, lætur af störfum en við tekur Ingólfur Ásmunds- son (skákmaður). Sr. Friðrik Friðriksson var viðstaddur athöfnina og ávarpaði hann skólanemendur með nokkr- um orðum. INGVAR Pálmason skipstjori, Barmahlíð 20 hér í Reykjavík á í dag sextugsafmæli. Hann er einn af mestu aflamönnum lands- ins, frábær dugnaðarmaður og vel að sér um allt, sem lýtur að sjó- sókn og siglingum. Ingvar er Norðfirðingur að ætt, fæddur í Neskaupstað og úpp- alinn þar eystra. Er hann bróður- sonur Ingvars Pálmasonar al- þingismanns og mun heitinn í höfuð honum. Hann tók þegar í æsku að j stunda sjóinn og varð kornungur jskipstjóri á vélbátum á Austfjörð- j um. Árið 1938 fluttist hann hing- að til Reykjavíkur. Hér s.vðra hélt hann skipstjórn áfram og nú á stærri skipum. Var hann frá- bærlega heppinn skipstjórnandi, aflasæll og dugmikill sjómaður. Það sem einkennir Ingvar Pálmason er nákvæmni hans og rík athyglisgáfa. Hann flanar aldrei að neinu heldur b.vggir ákvarðanir sínar á rólegri yfir- vegun og heilbrigðri skynsemi. í sjómennsku sinni og skip- stjórn hefur honum orðið mikið gagn að víðtækri þekkingu sinni á fiskigöngum og fjölmörgum undirstöðuatriðum í sambandi við fiskileit og fiskimið. Sl. tvö ár hefur hann verið á Varðskipinu Ægi til aðstoðar við hinar vísindalegu fiskirann- sóknir, sem skipið hefur starfað að undir stjórn vísindamanna. í allri framkomu er Ingvar Pálmason hið mesta prúðmenni, hægur og stilltur en fastur fyrir og öruggur til framkvæmda. Árið 1920 kvæntist hann Frið- rikku Sigurðardóttur, hinni ágæt- ustu konu. Eiga þau þrjú myndar leg börn. Auði húsfrú í Reykja- vík, Pálma fiskiðnfræðing um- boðsmann SÍF í Ríó de Janeiro og Sigurð, sem enn stundar nám. íslenzkri sjómannastétt er sómi að mönnum eins og Ingvari Pálmasyni. Vinir hans og venzla- menn árna honum allra heilla sextugum. S. Bj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.