Morgunblaðið - 08.10.1957, Qupperneq 11
Þriðjudagur 8. október 1957
MORfíVIVB f 4ÐIÐ
11
Merkilegar Nato-heræfingar / Danmörku
Almenningur fylgd-
ist meb jbeim af
miklum áhuga
Effir Pál Jónsson
Kaupmannahöfn í sept. 1957.
NATO-heræfingunum í Dan-
mörku er nú svo að segja lokið.
Siðastliðna daga hafa æfingarnar
verið í því fólgnar, að herskip
hafa verndað skipalestir milli
Danmerkur og Noregs. Ef til ó-
friðar kemur, þá skiptir það
miklu, að hægt verði að halda
þessari leið opinni.
A meðan æfingarnar fóru fram
í Kattegat, var rússneskur drátt-
arbátur, sem heitir „Steregustsij"
á sveimi á æfingarsvæðinu. Rúss-
arnir gerðu sér auðsjáanlega far
um að fylgjast með því, sem
þarna gerðist. Þegar danska frei
gátan „Hrólfur kraki“ og nokk-
ur önnur herskip fóru frá æfinga
svæðinu til Frederikshavn á
Norður-Jótlandi, þá fór „Stereg
ustsij“ á eftir þeim. í Frederiks-
havn er önnur af tveimur NATO-
höfnum í Danmörku. Hin er í
Korsö við Beltissund. „Steregu
stsij" nam staðar um stund í
hafnarmynninu. Á þilfarinu
stóðu Rússar með sjónauka fyrir
augurn. Þeim var uðsjáanlega á-
hugamál að kynnast þessari
NATO-höfn.
Innrás rauSgula hersins
Heræfingarnar í Danmörku
byggðust á því, að menn hugs-
uðu sér, að óvinalier réðist inn í
landið. Búizt var við, að fyrst
yrði gerð innrás í Sjáland, lík-
lega suðurhluta eða austurhluta
þess.
I árásarhernum, hinum svokall.
aða rauðgula her, voru hermenn
frá Bandaríkjunum, Bretlandi,
Kanada og Hollandi. Honum
stjórnaði Mac Donald hershöfð-
ingi frá Kanada. Blái herinn varð
ist árásinni. Þetta var aðallega
danskt lið undir stjórn danska
hershöfðingj ans Kragh, en hann
varð þó að fá Þjóðverja sér tii
hjálpar.
Tveim dögum áður en aðalárás
in nófst, setti rauðguli herinn
nokkra tugi spellvirkismanna á
iand, suma úr skipum við strend-
ur landsins, aðra úr flugvélum
viðsvegar í landinu. Þeir áttu að
eyðiieggja brýr, orkuver og önri-
ur ’flc nnvirki, aður en aðalárásin
var har.n. Viða veiitu f.mmtuher
aendarmenn þeim aðstoð.
Þáttur heimavarna rliðsins
í hverjum bæ, hverju þorpi og
hverri sveit í Danmörku er
heimavarnarlið. í því eru óbreytt
ir borgarar, sem bera vopn á
striðstímum. Heimavarnarliðið
var þessa dagana á verði um
land allt. Tókst því með aðstoð
annarra óbreyttra borgara að
handsama meira en helming spell
virkismannanna. En ef þarna
hefði verið um raunverulegt
stnð að ræða, þá hefði þeim þó
m.a. tekizt að eyðileggja stórt raf
orkuver á Norður-Sjálandi og að
sprengja Stórstraumsbrúna
lengstu brú í Evrópu, í loft upp’
Aðalæfingarnar í Danmörkú
fóru fram á Suðaustur-Sjáiandi
nánara sagt á Stevns. Þar réðist
rauðguli herinn inn í iandið.
Fyrst^ gengu nokkur hundruð
manns á land á ströndinni nálægt
fiskiþorpinu Rödvig. Þeir komu
i tveimur landgöngubátum. Þeg-
ar bátarnir voru komnir svo að
Se.g'* i.a “Pp 1 flæðarmálið, opnað-
stefni bátanna og
500 Skotar oðu í land. Hollenzka
beiúskipið „De Zeven Provinci-
en , tvær bandarískar freigátur
og nokkur mmni herskip vernd
uðu landgönguna.
Þessi landgönguher mætti svo
að seaa enSri mótspymu Þar
v°ru til varnar aðeins nokkrir
Brezkir landgönguliðar gera „innrás".
menn úr heimavarnarliðinu, en
þeir biðu fljótt lægri hlut.
j Það var látið sem rauðguli her-
i inn hefði eyðilagt hið nýja virki
! á Stevns áður en landgangan fór
! fram.
j ■ Það voru njósnir um þetta
virki, sem gerðu að verkum, að
Danir ráku starfsmann við
rússneska sendiráðið úr landi í
fyrra. Hann reyndi að múta
dönskum liðsforingja til að gefa
Rússum upplýsingar um Stevns-
virkið.
FalJhlifahermenn svifa til jarðar
Rúmlega klukkustund eftir
landgönguna hjá Rödvig var
byrjað að landsetja 2.300 rauð-
gula hermenn úr loftinu. Fyrst
komu sex flugvélar með 680
brezka hermenn. Þegar flugvél-
arnar voru komnar niður í 400
metra hæð, opnuðust dyrnar á
þeim og hermennirnir stukku út,
tveir og tveir í einu. Fallhlífarn-
ar spenntust fljótt út og þeir sigu
skjótt til jarðar. Áður en margar
mínútur voru liðnar, höfðu þeir
aJiir gripið til vopna og skipað
sér í fylkingu.
Að þessu búnu komu 12 aðrar
flugvélar með „jeppa“ og fall-
byssur, sem varpað var niður
með fallhlífum. Þessir þungu
munir sigu fljótt til jarðar, hver
þeirra í 6—8 fallhlífum. Nokkrir
hermenn voru líka landsettir úr
þessum flugvélum. Tæpum tíu
mínútum eftir að þeir höfðu jörð
undir fótum sér, sátu sumir
þeirra í „jeppunum", en aðrir
höfðu fylkt sér við fallbyssurn-
Seinna komu fleiri flugvélar
og landsettu þarna með fallhlíf-
um rúmlega 1.600 bandáríska her
menn. Þetta er stærsta landsetn-
ing úr lofti á Norðurlöndum.
Tveir Rússar á ferli
Kragh hershöíðingi, yfirmaður
bláa hersins, bjó sig nú í skyndi
undir árás á þennan „óvinaher",
og nokkrum dögum seinna beið
raubguli herinn algeran ósigur.
Maður sem tók pat' i þessum
æíingum sagði mér, að félagar
hans hefðu rekizt þarna á æf-
ingarsvæðinu á tvo utJendinga í
borgarabúningi. Var fyrst hald-
ið, að þetta væru brezkir eða
bandarískir spellvirkismenn úr
rauðgula liðinu. En það kom
brátt í ljós, að báðir mennirnir
voru Rússar. Eklci ætti að vera
erfitt að gizka á erindi þeirra
þarna.
Almenningur í Danmörku hef-
ur fylgt þessum æfingum með
mikilli athygli. Þær hafa að nýju
sýnt Dönum, að Atlantshafs-
bandalagið lætur sér varnir Dan
merkur miklu skipta.
Hlustað á útvarp
„Innrásarsveitir" svu„ til
jarðar í falllilífum.
ÉG hlusta stöku sinnum á barna
tíma þeirra systra, Helgu og
| Huldu Valtýsdætra. Mér finnst
I þær annast þessa þætti mjög vel
J og held ég að yngstu hlustendun-
um líki vel þessi skemmtun. Það
er mikill vandi að lesa upp fyrir
börn svo að vel fari, bæði verður
efni og meðferð þess að vera vel
valið og vel gert. Þær systur lesa
ágætlega. Söngur og músík önn-
ur, er hæfilega mikil, en hefur
oft áður verið allt of mikil hjá
öðrum er þættinum hafa stjórn-
að. —
Ferðaþáttur Rósbergs G. Snæ-
dals er hann nefndi Skroppið
í Skáiahnjúksdal var vel saminn
og fróðlegur. Þegar ég var ung-
lingur kom ég í Gönguskörð og
suma dalina þar suðvestur af, t.
d. að Kálfárdal, er við fórum í
stóðrekstra þangað. Er þar víða
grösugt um hásumar, en ömurleg
hefur vistin verið par í strjál-
býlinu. Hafa margir búið þar við
fátækt og erfið lífskjör, eins og
Snædal lýsti svo vel. Er ekki eft-
irsjón að því, þótt slíkir afdalir
og snjóakistur fari í eyði, a. m. k.
meðan nægilegt betra land er til
handa íbúum lands vors.
Sagan: Yfir brúna, eftir Gra-
ham Green, sem Indriði Gíslason,
cand. mag., þýddi og las er ágæt
í sinni röð, eins og vænta mátti
frá manni, sem talinn er standa
nálægt því að fá bókmennta-
verðlaun Nobels, munaði víst
litlu að hann fengi þau nýlega,
að því er sagt var.
Á mánudaginn var dánarminn-
ing er Jón Þórarinsson tónskáld
flutti um Jan Sibelius, hinn
fræga tónsnilling, sem jarðsung-
inn var þann dag. Voru leikin
tónverk eftir Sibelius á undan og
eftir, þar á meðal Finlandia, sem
mér finnst mest til koma allra
verka Sibeliusar. Taldi Jón Þór-
arinsson að af verkum hans
myndu sinfóníurnar lengst lifa.
Ef til vill verður það svo meðal
sérmenntaðra tónfræðinga, en
meðal alþýðu manna og meðal-
gáfaðra á tónlist, geri ég ráð fyr-
ir að hin smærri sönglög lifi
lengi. Sibelius er ólíkur öðrum
tónskáldum, fer sínar götur. —
Gera má ráð fyrir að menn eigi
eftir að læra mikið af honum, ef
menn komast af þeim refilstig-
j um, sem margir nútímatónlistar-
menn virðast komnir á, einkum
hinir yngstu menn. — Þátturinn
Um daginn og veginn féll niður.
Var það alger óþarfi, hefði hæg-
lega verið unnt að koma erindinu
um Sibelius fyrir á öðrum tíma
dags en sá vinsæli þáttur er
venjulega fluttur.
— • —
A þriðjudag var svo önnur
minningarræða, er Gísli Sveins-
son, fyrrum sendiherra, flutti
ræðu um hin nýlátna konung
Norðmanna, Hákon VII. Var það
snjöll ræða eins og vænta mátti,
enda Gísli Sveinsson ræðuskör-
j ungur alþekktur og var persónu-
lega kunnugur konungi frá þeim
tíma er hann (Gísli) var sendi-
herra í Ósló. Bar hann konungi
mjög vel söguna og dáðist að
skapfestu hans og. dug og þreki,
er hann sýndi á hörmungatímum
þeim er yfir Noreg dundi á ríkis-
stjórnarárum hans 1940—1945. En
sem betur fór var ríki nazista og
kvislinga brotið á bak aftur.
Þess var getið hér í blaðinu, að
Dómkirkjan hefði ekki verið
fullskipuð er minningarathöfn
um konung fór fram á þriðjudag-
inn. Þetta er eðlilegt. Almenn-
ingur er orðinn því svo vanur,
er slíkar athafnir fara fram,
hvort sem er í kirkju eða sam-
komusal, að svo mörgu fólki er
boðið (venjulega sama fólkinu),
að lítið eða ekkert rúm er fyrir
aðra, og tekur því ekki að ómaka
sig.
— • —
Á miðvikudaginn, 2. okt., flutti
Haraldur Jóhannsson erindi er
hann nefndi: För til rústanna í
Qumran. Var það fróðleg frásögn
um hið ömurlega land við Dauða-
hafið, um borg Essenanna og af-
drif hennar, landfræðileg og
söguleg lýsing, á þessari löngu
horfnu menningu, sem valda-
græðgi, grimmd, eldur og vopn
afmáðu.
Á fimmtudaginn flutti Skúli
Þórðarson magister erindi um
Sorba, en það er slafneskur þjóð-
flokkur, sem um langan aldur
hefur búið í Austur-Þýzkalandi
og Saxlandi og haldið sérstöku
máli, þrátt fyrir miklar ofsókn-
ir, einkum á Hitlers-tímabilinu.
Dagskrá Sambands íslenzkra
berklasjúklinga var á föstudag-
inn. Starfsemi félags þessa er hin
merkasta og hefur náð undra-
verðum árangri. Fyrir tæpum
tveim tugum ára stofnuðu nokkr-
ir sjúkir menn félagið í þeim til-
gangi, að koma upp vinnuhæli
fyrir berklaveikt fólk, er náð
hafði sæmilegri heilsu, svo að
það væri fært um að vinna létt
störf nokkurn hluta dagsins. Það
má segja að þjóðin tók tveim
höndum þessum félagsskap, guð
og gæfan var með þeim og er
Reykjalundur einn hinn stórkost-
legasti varði á leið til menningar
og mannbóta, sem þessi öld læt-
ur eftir sig hér á landi, enn sem
ltomið er. Ágætir menn hafa lagt
hönd á plóginn, má þar fremstan
telja Odd Ólafsson lækni. — Dag-
skráin var ágæt. Fyrst flutti Ól-
afur Geirsson læknir fróðlegt og
gott erindi. Björn Th. Björnsson
stjórnaði þætti frá Reykjalundi,
þar sem talað var við brautryðj-
endur í starfi þar, fróðlegan og
eftirtektarverðan þátt. Lárus
Pálsson las upp tvö úrvalskvæði
Davíðs Stefánssonar og Þórður
Benediktsson flutti ræðu. Auk
þess sungu þau Kristinn Hallsson
og Guðrún Símonar af mikilli
list. —
— • —
Laugardagsleikritið, Móður-
hjartað, eftir Leck Fisher, í þýð-
ingu Ragnars Jóhannessonar, er
ágætt. Þar eru engir öfgar, fólk-
ið, sem þar er lýst, er alveg mann
legt, hvorki betra né verra en
gerist. Góð móðir bregzt aldrei
og sem betur fer eru þær margar.
Anna Guðmundsdóttir fór snilld-
arlega með aðalhlutverkið og
hinum hlutverkunum voru einnig
gerð góð skil.
Sálnahirðar þeirra Suðurnesja-
manna verða að herða á róðrin-
um, ef vel á að fara andlegri af-
komu sauðanna, sem þeir eiga að
gæta, sé það rétt, sem prestur sá
er morgunhugvekj ur flutti þessa
viku, segir. Tók hann það tvisvar
fram í morgunbænum, að Suður-
nesajmenn væru sérstaklega
hættulega staddir í andlegum
efnum!
Enda þótt allmörg ágæt erindi
hafi verið flutt í útvarp síðustu
tvær vikur, verður þó ekki ann-
að sagt, en lítið er um lífgandi
og skemmtilega þætti. Hefur
: sjaldan verið daufara yfir útvarpi
en nú. — Ef til vill eru þeir, for-
j ráðamennirnir þar, að sækja i
sig veðrið undir veturinn. Von-
andi er svo, því þessi dæmalausa
deyfð, sem varð síðan þættir
Gunnars G. Schram hættu, er
óþörf með öllu.
Þorsteinn Jónsson.