Morgunblaðið - 08.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVKBlAÐIfí Þriðjixdagur 8. október 1957 Itfeuaendur M.A. flelri en nekkru sinni fyrr Vernharður Þorsteinsson gefur stofnfé Stúdentasjóðs Akureyri, 2. október. í DAG var Menntaskólinn á Akureyri settur við hátíðlega at- höfn í samkomusal skólans. — Flutti Þórarinn Björnsson skóla- meistari setningarræðu. Minntist hann í upphafi máls síns Magneu Pétursdóttur ráðskonu, er lézt skyndilega s. 1. sumar. Hafði hún verið ráðskona heimavistar skól ans í samfleytt 11 ár og notið mikilla vinsælda. Risu nemend- ur og gestir úr sætum til virð- ingar hinni látnu. Við ráðskonu- starfi tekur nú Elínbjörg Þor- leifsdóttir frá Hrísey. Munu um 200 nemendur sækja máltíðir í mötuneyti skólans á komandi vetri. Þá gat skólameistari þeirra litlu breytinga er verða á kenn- araliði skólans. Jónas Snæbjörns- son teiknikennari fer í orlof, en við starfi hans tekur Steingrím- ur Sigurðsson, en smíðakennslu mun Oddur Kristjánsson stunda- kennari við Gagnfræðaskólann annast Höfðingleg gjöf Skólameistari skýrði og frá þvi að Vernharður Þorsteinsson kennari hefði fært skólanum að gjöf fimmtfu þúsund krónur til stofnunar sjóðs er bæri nafnið Stúdentasjóður Menntaskólans á Akureyri. Er sjóðurinn tileinkað- ur stúdentum, sem útskrifast hafa frá skólanum á árunum 1928—1952 en á þeim árum var Vernharður fastur kennari skól- ans. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur til framhaldsnáms erlendis einkum í þeim greinum, sem lítt eða ekki eru kenndar við Háskóla íslands. Einnig getur komið til greina að kennarar hljóti styrk úr sjóðn- um til framhaldsmenntunar er- lendis. Þakkaði skólameistari hina höfðinglegu gjöf. Nemenðum f jölgar Nemendur hafa aldrei verið fleiri í skólanum en í vetur, eða 340 talsins og er það um 40 fleira en var s. 1. vetur. Deildum fjölg- ar nú um eina og varða alls 14. Nálega eru fullbúnar tvær nýjar kennslustofur á hinum gömlu Suðurvistum. í miðskóladeild verða 83 nemendur en í mennta- deild nær 260. í heimavist munu búa um 185 nemendur og er það nær 30 fleira en var í fyrra. Hafa aldrei verið fleiri nemendur í heimavist skólans enda er nú að fullu lokið vesturálmu nýja heimavistarhússins. Eftir að skólameistari hafði boðið kennara og nemendur vel- komna ávarpaði hann nemendur og fórust m. a. orð á þessa leið: Menntaskólinn á Akureyri ætl- ast til þess að þið lifið fagur legu lífi. Það er kannske erfitt að skilgreina, en allir finna þó hvort lif þeirra er fagurt eða ófagurt. Kjör íslenzkra náms- manna eru nú ólík því, sem áður var. Þá áttu fáir kost skólagöngu og áttu við fábrotnar og erfiðar aðstæður að búa. Samt er ef til vill vandameira nú en nokkru sinni fyrr að vera námsmaður i skóla. Þessu veldur of mikil fjölbreytni. Það er svo margt, sem kallar að, hugurinn tvístrast. En einbeiting hugarins er einmitt höfuðnauðsyn við allt nám. Og þessi einbeiting er nú ein hin mesta karlmennskuraun i hinu ókyrra lifi, er sífellt kallar og glepur. Mjög mikilsvert er og þessu nátengt, að temja sér frá upphafi reglubundið, samfellt starf. Gleðin af náminu og sú máttarkennd, sem öllum er nauð- synleg, fæst einmitt við það að kryfja til mergjar hverja náms- grein og skilja þau lögmál, er þar ríkja. Skilningsgleðin á samhengi hlutanna er einkenni hins sann- menntaða manns, sagði skóla- meistari. —vig. Korskunámskeið VIÐ Háskóla íslands verða eins og í fyrra vetur tvö námskeið í norsku fyrir almenning. Nám- skeið fyrir óæfða (byrjendaflokk ur) hefst í kvöld 8. okt. kl. 20,15 (8,15) í VI. kennslustofu Há- skólans, og eru nemendur beðnir um að hafa með sér Linguaphone bók í norsku, sem fæst í Hljóð- færahúsinu við Bankastræti, þar að auki stilabók. Námskeið fyrir æfða (framhaldsflokkur), þar sem aðaláherzlan verður lögð á lestur norskra bókmennta (leik- rit eftir Ibsen og Bjömson, smá- sögur og ljóð eftir Vesaas og Garborg) hefst næstk. fimmtu- dagskvöld 10. okt. kl. 20,15 (8,15) á sama stað. (Nemendur, sem áður hafa lesið eitthvert annað Norðurlandamál, mega líka taka þátt i þessum flokki). Allar bæk- ur að undantekhum Linguaphone bók og stílabókum eru keyptar hjá kennara. Kennslan er ókeypis en hún verður vikulega á ofan- nefndum dögum kl. 20,15—21,45. öllum er neimill aðgangur. Ivar Orgland, sendikennari. Nýja bíó sýnir um þessar mundir hina stórmerku óperukvik- mynd „Aida“, sem byggð er á samnefndri óperu eftir Verdi. Myndin hér að ofan er af Sophiu Loren sem Aidu og Luciano della Marra í hlutverki Radames. Fríverzlun Evrópu ú fiundi F.5.X. « KVIKMYNDIR ■> // Fjallið' TJARNARBÍÓ sýnir nú þessa amerísku litkvikmynd, sem gerð er eftir samnefndri sögu eftir Henri Troyat og komið hefur út á íslenzku undir nafninu Snjór í sorg. Myndin gerist í frönsku ölpun- um. Flugvél hefur rekizt á háan fjallstind, sem gnæfir yfir lítið sveitaþorp, og þykir vafalaust að farþegar allir hafi farizt. Bræður tveir í þorpinu, Zachary Teller (Spencer Tracy). gamall fjalla- garpur og Christopher (Robert Wagner), sem er miklu yngri, ákveða að klífa tindinn, en af næsta ólíkum hvötum: Hinn yngri til að ræna líkin, en Zach- ary af því að hann óttast að bróð ir hans týni lífinu í þessari glæfraferð án hans aðstoðar — og fer hann þó nauðugur. — Er upp á tindinn er komið, kemur í ljós að emn farþeganna, ind- versk stúlka er á lífi. Christopher rænir líkin og hyggst ráða stúlk- una af dögum og verða nú mikil átök með þeim bræðrum. — Lýk- ur ferðinni með því að Zachary kemst niður í þorpið með stúlk- una, en Christopher kemur ekki. — Fjallið hefur gleypt hann. Það er míkil spenna í þessari mynd, svo að mjög tekur á taug- ar áhorfandans og hún gefur góða hugmynd um hinar miklu j þrekraunir fjallgöngumanna og vinnubrögð þeirra, en hún er nokkuð langdregin því að mest- ur hluti hennar fer í að sýna er þeir bræður klífa fjallið. Myndin er ágætlega tekin og vel leikin, einkum er þó leikur Spencer Tracy afburðagóður. ALMENNUR félagsfundur í Fél. ísl. iðnrekenda var nýlega hald- inn í Þjóðleikhúskjallaranum. Var fundarstjóri kjörinn Ás- björn Sigurjónsson. Hófst fundurinn með því að Sveinn B. Valfells gerði grein fyrir þeim málum, sem félags- stjórnin hefur aðallega fjallað um undanfarið. Eru það aðallega gjaldeyriserfiðleikarnir og verð- lagsmálin. Hefur félagsstjórnin átt mörg viðtöl við hlutaðeigandi ráðherra og yfirvöld, varðandi þessi mál. Dr. Jóhannes Nordal, hag- fræðingur, flutti erindi um aðal- dagskrármálið, Fríverzlun Evrópu. Hóf hann mál sitt með því að gefa yfirlit um aðdrag- andann að samstarfi Vestur- Evrópuþjóðanna á sviði efnahags mála, sem hófst á árinu 1948. Hefur þróunin verið sú að öll löndin innan Efnahagssamvinnu stofnunar Evrópu (OEEC) hafa stefnt að æ nánara efnahagssam- starfi og einnig hafa einstök lönd innan OEEC gert sérsamninga um náið samstarf á ýmsum svið- um. Síðustu viðburðir á þessu sviði er samningur sá sem Vestur- Þjóðverjar, Frakkar, ítalir og Beneluxlöndin hafa gert um sameiginlegan markað og má segja að hann sé upphafið af þeim viðræðum, sem fram hafa farið og standa enn um fríverzlun Evrópu. Síðan rakti ræðumaður í stórum dráttum sögu málsins og hvernig það stendur nú í dag. Drap hann meðal annars á ýmis sérsjónarmið, sem fram hafa komið og kvað mjög erfitt að gera sér á þessu stigi málsins grein fyrir því hver endanleg niðurstaða þessara viðræðna yrði. Þá vék ræðumaður að því, að til mála hefði komið, að tryggja með sérstökum samning- um hagsmuni þeirra þjóða, sem verst stæðu að vígi, þegar frí- verzlunin kæmi til framkvæmda, m. a. með stofnun banka eða Iánasjóðs, sem hefði það að mark miði að veita fjármagni í líf- vænlegar atvinnugreinar í þeim löndum, sem eigi hefðu af eigin ramleik bolmagn til þess að gera þessar atvinnugreinar sam- keppnishæfar á hinum stóra markaði. Að lokum vék ræðu- maður að því, hvaða þýðingu fríverzlunin mundi hrafa fyrir efnahagslíf íslendinga og drap einnig á hvaða afleiðingar það mundi hafa, ef íslendingar hyggð ust standa utan við slíkt sam- starf. Ræðu dr. Jóhannesar var mjög vel tekið, síðan tóku til máls Kristján Friðriksson, Óskar Norð mann, Pétur Sigurjónsson, Ás- geir Bjarnason, Axel Kristjáns- son og Sveum B. Valfells. Báru þeir fram ýmsar fyrirspurnir, sem frummælandi svaraði jafn- harðan. Síðan fóru fram umræður um gjaldeyrismálin og hafði Gunn- ar J. Friðriksson framsögu um málið. Samþykkt var svofelld tillaga: „Almeanur fundur í Félagi ísL iðnrekeuda haldinn 5. okt. 1957, vill vekja athygli á því að á tímum gjaldeyriserfiðleika er sérstök nauðsyn, að nýta til fulls, möguleika iðnaðarins til gjald- eyrissparnaðar og bendir jafn- framt á þá staðreynd, að iðnað- urinn stendur undir mikilli tekju öflun í ríkissjóð og útflutnings- sjóð með greiðslu skatta, tolla og 9% söluskatts, sem iðnaðurinn greiðir einn allra atvinnuvega. Skorar fundurinn því á við- skiptayfirvöldin að hlutast til um, að fullt tillit sé tekið til gjaldeyiisþarfa iðnaðarins, þannig að eigi verði samdráttur i iðnaðarframleiðslunni vegna erfiðleika á hráefnaöflun". Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Fjögur augu. Eftir Friðjón Stefánsson. Heimskringla. Smásögur Friðjóns Stefánsson- ar hafa þann kost, nú sem fyrr, að þær eru vel unnar, í þeim er fáu ofaukið. Þá eru þær sérstæð- ar að efnisvali og efnismeðferð; þær leyna einatt á sér. Höf. getur enn ekki talizt mikið skáld, en hann fer vel með sitt pund, kann vel til verks og er vaxandi höf- undur. „Heimspekingurinn og skáld- ið“, fyrsta sagan, er fremur dauf. Höf. nær sér ekki á strik í henni, þrátt fyrir dágóð vinnubrögð. Heimspekingurinn er laglegasti efniviður, en höf. verður of lítið úr honum. „Hildigunnur“ er aft- ur á móti góð saga, sár harmleik- ur undir kyrru og hversdagslegu yfirborði. Helztu kostir þessa höf- undar eru fólgnir í vandaðri frá- sögn hans. Persónusköpunin er innan frá, en nær sjaldan ytri mynd, getur þó orðið ógleyman- leg, þegar bezt lætur, eins og í hinni meistaralegu sögu „Fjögur augu“ sem er aðeins hálf þriðja blaðsíða, en bezta verk bókar- innar. „Erfingjar landsins" er saga um fátæk börn, allgóð, en nær naum- ast tilgangi sínum á listrænan hátt; getur þó orðið holl hug- vekja. „Blóm" er einnig mis- heppnuð saga, þar vantar þau listabrögð, sem snerta lesand- ann. Efnið er gott, en höf. nær einhvern veginn ekki tökum á því. „Yfir landamærin" fer einn- ig gjörsamlega úr reipunum í meðferðinni, þótt upplagið sé at- Péturs biskups! — Að lokum er: „Sólargeisli í myrkri“: stutt sál- fræðileg „stúdía", mitt á milli húsgangs og bjargálna. Gorkí hefur skrifað sögu um sams konar efni, af mikilli list. Fríðjón Stefansson hyglisvert. „Sinustrá" veita höf. uppreisn æru; lýsing kvenper- sónunnar er prýðileg, blær og gerð sögunnar hrífandi: enn hið kyrra yfirborð og ólga í djúpinu; vel gert. Þá er „Sumarmorgunn" ein af beztu sögunum í safni þessu, og mun auka hróður ská'ds ins. Það er meistaralega vel gerð J SKIPAUTGCRB RIKISINS SKJALDBREIÐ Vestur um land til Akureyrar, hinn 12. þ.m. — Tekið á móti flutn ingi til Súgandaf jarðar Húna-flóa og Skagafjarðarhafna. Ólafsfjarð ar og Dalvíkur í dag. — FarseðÞ ar seldir á föstudag. SKAFTFELLINGUP fer til Vestmannaeyja í kvöld, næsta ferð föstudag. — Vörumót- taka daglega. mynd af mannlegu lífi, eymd þess og gleði. „Síðasta tromp“ er sömu artar, en ekki eins vel heppnuð. Betur hefir tekizt með: „í húsi líkkistusmiðsins*, þar nær höf. góðum tökum á vandmeð- förnu efni og árangurinn er snjöll saga. „Marsbúinn" er fremur léleg saga, en ekki leiðinleg. „Sonur er mér fæddur": riss. „Samtið- aráhrif": slæm, minnir á sögur Af.S DRONNINC ALEXANDRINE fer frá Kaupmannahöfn föstudag- inn 11. þ.m. til Færeyja og Reykja víkur. — Flutningur óskast til- kynntur sem fyrst til skrifstofu Sameinaða í Kaupmannahöfn. Skipaafgreiðsla Jes Zinaen Erlendur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.