Morgunblaðið - 08.10.1957, Page 14

Morgunblaðið - 08.10.1957, Page 14
M MORcrvnr **mð ÞriSjudagur 8. október 1957 Kvenmaður vön gufupressun getur fengið góða atvinnu nú þeg- ar. — Tilb. ásamt upplýsingum um fyrri störf, send ist blaðinu fyrir miðvikudagskvöld merkt: „6905“. Til sölu Þriggja herb. íbúð á hæð við Samtún. Félagsmenn, er óska að kaupa íbúðina snúi sér til skrifstofunnar í Hafnarstræti 8 fyrir 14. okt. n.k. B.S.S.R., sími 23873. fílA' /f,tf£fífCAAf IVOfílO AíBWAYS <7. ffeiGÆsa/v <t /VrcrrPD rr.t.r Frá 15. október gengur í gildi vetraráætlun okkar og gefst viðskiptavinum okkar þá gott tækifæri til að ferð- ast ódýrt til Bandaríkjanna. Ennfremur getum við boðið viðskiptavinum okkar beinar ferðir til Osló, Stokkhólms og Helsinki í hinum stóru og þægilegu Douglas DC-6B flugvélum. Allar frekari upplýsingar varðandi hin ódýru fargjöld til Bandaríkanna og flugferðir til Norðurlanda veitir skrifstofa vor, Hafnarstræti 19, sími 10275. Fylgist með tímamim Vetraráætl. Flugfélagsins UM þetta leyti árs verða nokkur þáttaskipti í starfi Flugfélags ís- lands er sumaráætlun lýkur og vetrarstarfið tekur við. Sumaráætlun innanlandsflugs lauk 30. sept. sl. en sumaráætlun utanlandsflugs lauk 5. okt. Sumarstarfið hefir að þessu sinni gengið mjög vel. Veður hef ir verið hagstætt til flugs mestan hluta sumars enda tafir fátíðar. Sumaráætlunin hófst 1. maí. Flog ið var til og frá 20 stöðum innan- lands. Farþegafjöldinn á tímabil- inu 1. maí til 30. sept. var í inn- anlandsfluginu 41.643, en var á sama tíma í fyrra 37.436, svo að aukning er 9 af hundraði. Sýna þessar tölur greinilega hve geysi þýðingarmikill þáttur innan- landsflugið er. Með vetraráætlun er hófst 1. okt. fækkar ferðum nokkuð frá því sem var í sumar. Til Akureyrar verða tvær ferð ir á dag, þrjá daga vikunnar, en ein ferð alla aðra daga. Til Vest- mannaeyja verður flogið alla daga. Til ísafjarðar er flogið alla daga nema sunnudaga og þriðju daga. Til Egilsstaða er flogið alla daga nema sunnudaga og mið- vikudaga út október en frá 1. nóv. verður flogið þangað á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Náðst hefir sam- komulag um bílferðir í samb. við komu flugvélanna á Egilstaða- flugvöll, þannig að eftir komu flugvélanna á mánudögum og föstudögum verða bílferðir til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Norðfjarðar. Þannig verður þessu hagað út októbermánuð en eftir 1. nóv. falla þessar ferðir niður en í stað þeirra verður sams konar ferð alla fimmtudaga. umboösmenn:- KRISTJÁN O SKAGFJÖRD H/F REYKJAVK. Rafsuðumenn geta fengið atvinnu hjá oss. j Uppl. á skrifstofunni Hamar hf. Til sölu timburhús, 5 herbergi og eldhús á eignarlóð við Sólvallagötu. — Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar & Guðmundar Péturssonar Aðalstr. 6, (Morgunblaðshúsið, símar 1-2002, 13202 og 1-3602 Þægilegast er að kauDa Bláu Gillette Blöðin í málmhylk junum. Engar DaDDÍrsumbúðir og alltaf tilbúin til notkunar. Sama verð. Aðeins kr. 17.00 pr. stk. Til að ná sem beztum árangri, þá notið einnig nýjustu Gillette rakvélina.. Vél No. 60 kostar aðeins kr. 41.00. Bláu Gillette Blöðin Globus h.f. Hverfisgötu 50, sími 17148 H a ust laukarnir eru komnir Túlipanar, páskaiiljur, krókusar o. fl. tegundir. Plöntuskeiðar og pinnar til niðursetningar. Lauíhrífur og önnur verkfæri. Onnumst einnig niðursetningu og haustfrágang. GRÓÐRASTÖÐIN við Miklatorg — Símar 19775 og 24917 Til Þingeyrar og Flateyrar er flogið á þriðjudögum. Til Pat- reksfjarðar og Bíldudals á fimmtudögum og til Siglufjarðar á mánudögum. Til Blönduóss og Sauðárkróks þriðjudaga og laug ardaga og til Fagurhólsmýrar og Hornafjarðar mánudaga og föstu daga. Til Kirkjubæjarklausturs er flogið á föstudögum. Rétt er að vekja athygli á því að brott- farartími flugvéla breytist með vetraráætluninni. Sumaráætlun í millilandaflug- inu hófst einnig 1. maí. Daginn eftir komu hinnar nýju Viscount millilandaflugvélar til landsins og hóf önnur þegar á- ætlunarflug en hin var notuð til þjálfunar flugmannanna í mán- aðartíma. Frá 1. júní hafa þær svo annazt millilandaflugið. Þar sem sumaráætlun er enn ekki lokið (endar 5. okt.) eru heildar- tölur um farþegafjölda ekki enn fyrir hendi. íslendingar hafa sýnt það í sumar að þeir, ekki síður en aðrir, kunna að meta kosti Viscount fluvélanna, því farþega fjöldi hefir farið fram úr því er bjartsýnustu menn gerðu sér von ir um í vor. Þess má geta í þessu sambandi að í júlí fluttu Gullfaxi og Hrímfaxi 4171 farþega milli landa. Á sama tíma í fyrra voru millilandafarþegar 2187, svo að aukningin er hér 90.71%. Með vetraráætluninni milli landa, fækkar ferðum nokkuð. Farnar verða fimm ferðir fram og til baka vikulega. Til Kaup- mannahafnar eru fjórar ferðir: Tvær um Glasgow og tvær um Osló. Ein ferð vikulega til Lond on og komið við í Glasgow í heim leiðinni. Til Hamborgar verða 2 ferðir í viku um Osló og Kaup- mannahöfn. Gullfaxi flaug nýlega frá Rvík til Kaupmannahafnar á 3 klst. 34 mín. Er hér um fljótustu ferð ís- lenzkrar flugvélar að ræða sem enn er vitað um. Flughraði var að meðaltali 620 km á klst. mið að við yfirborð jarðar. Flogið var í sex km hæð. Flugstjóri var Gunnar Frederiksen. I Sll-BCOTE Notadrji|Tit — þvottalögur ★ ★ ★ Gólfklútai- — borðklútar — plast — uppþvottaklúta-- fyrirliggjai.di ★ ★ ★ Ólafur Gíaiason t Co. h.f. Sími 18370.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.