Morgunblaðið - 08.10.1957, Side 16

Morgunblaðið - 08.10.1957, Side 16
16 MORCUNBl AÐIÐ Þriðjudagur 8. október 1957 ustan Edens eftir John Steinbeck stjómin vildi ekki segja okkur það. Þýzki herinn var okkur svo margfalt frerari, að engin von var um sigur fyrir okkur. Keisarinn var kænn sem refur eg slóttugur. Nú var hann að undirbúa innrás í Ameríku. En var Wilson fús til að segja okkur hið sanna? Nei, það var hann ekki. Og venjulega voru þetta sömu óheillafuglarnir og þeir, sem sögðu að einn Ameríku- maður væri jafnoki tuttugu Þjóð- verja. Fámennir flokkar Englendinga í undarlegum einkennisfötum (en þeir voru snotrir) fóru um þvert og endilangt landið og keyptu allt það sem ekki var naglfast og þeir borguðu fyrir það og borguðu vel. Margir þessara kaupahéðna voru krypplingar, en þeir báru engu að síður einkennisbú.iing. Meðal margs annars keyptu þeir baunir vegna þess að baunir eru auðflutt ar og þær skemmast ekki, en ei'u góðar til manneldis. Verðið á baun unum var tólf og hálft cent pund- ið og þær voru ill-fáanlegar. Og bændurnir óskuðu þess að þeir hefðu ekki skuldbundið sig til að selja baunauppskeru sína fyrir á- kveðið verð, jafnvel þótt það væri tveimur centum hærra, en það hafði verið fyrir sex mánuðum. □------------------□ Þýðing Sverrii Haraldsson □------------------□ Þjóðin og Salinas-dalurinn breyttu söngvum sínum. Fyrst sungum við um það, hvernig við skyldum gera Helgoland að helvíti fyrir Þjóðverja og hengja keisar- ann og ryðjast inn í landið og má út öll spor eftir hina bölvuðu út- lendinga. Og svo fórum viö skyndi lega að syngja: — „In the War red curse stands the Red Cross nurse. She is the rose of No Mans Land“, og við sungum: — „Hello, central, give me Heaven, because my Daddy is there", og við sung- um: „Just a baby’s prayer at twilight, when lights are low. She climbs uppstairs and says her prayers — Oh, God, please teU my daddy thaddy must take care“. „Við höfum eflaust líkst áköfum, en óreyndum litlum snáða, sem fær högg á nefið í fyrstu slagsmálun- um sínum og það er sárt og við óskuðum þess að það væri um garð gengið. XLIII. Kafli. I. Seint um sumarið kom Lee inn með stóru markaðskörfuna sína. Lee hafði gerzt amerískur íhalds- maður í klæðaburði eftir að hann fluttist til Salinas. Hann gekk venjulega í svörtum klæðisfötum, þegar hann fór eitthvað út. Skyrt urnar hans voru hvítar, flibbarnir háir og harðir og hann hafði bein- línis tekið ástfóstri Við mjó, svört hálsbindi eins og þau sem á sínum tíma voru einkennandi fyrir sena- tora Suðurríkjanna. Hatturinn var svartur, brotlaus með háum, kringlóttum kolli. Klæðaburður Lees var í einu og öllu ólastanleg- ur. Adam hafði einu sinni haft orð á því, hversu mjög Lee bærist á í klæðaburði og Lee hafði brosað: „Ég verð að gera það“, sagði hann. — „Maður verður að vera mjög ríkur, til þess að klæða sig jafnilla og þú. Hinir fátæku eru neyddir til að klæðast snoturlega“. „Það mun nú samt enda með því að þú lánar okkur peninga". „Má vera“, sagði Lee. Þetta kvöld setti hann þungu körfuna á gólfið: — „Ég ætla að reyna að búa til melónusúpu", sagði hann. — „Kínversk mat- reiðsla. Ég á frænda í kínverska hverfinu og hann kenndi mér það. Frændi minn stundar flugeldagerð og fan-tan“. „Ég hélt að þú ættir enga ætt- ingja hér“, sagði Adam. „Allir Kínverjar eru skyldir og þeir sem heita Lee ei'U mínir nán- ustu ættingjar", sagði Lee. — „Frrendi minn er Suey Dong. Ný- lega varð hann að taka sér hvíld frá störfum heilsu sinnar vegna og þá kynnti hann sér matargerð. Maður setur melónu í pott, sker efsta hlutann gætilega af og spt- ur í hana heilan kjúlding, æti- sveppi, kastaníuhnetu- g lauk og ofurlítið engifer. Að ’ /í búnu setur maður afskorna hlutann á sinn stað aftur og sýður allt sam- an eins hægt og mögulegt er, í tvo daga. Þá er það orðið hreinasti herramanns réttur". Adam lá aftur á bak í stólnum, spennti greiparnar aftur fyrir hnakka og horfði brosandi upp í loftið: — „Ágætt, Lee“, sagði hann. „Þú hlustaðir ekki á það, sem ég var að segja“, sagði Lee. Adam rétti sig við í sætinu: — „Maður heldur af maður þekki sín eigin börn“, sagði hann — „en svo kemur bað upp úr kafinu, að maður þekkir þau all-, ekki“. Lee brosti: — „Eru það ein- hver sérstök atriði í tilveru drengj anna, sem hafa sloppið undan eft- irtekt þinni?“ Adam hló við: — „Það var hrein asta tilviljun, að ég skyldi komast að því“, sagði hann. — „Ég hef fylyist með tízkunni í snyrtivörum <■ Nýkomnar þýzkar hnakka- spennur fjölbreytt úrval Bankastræti 7 — Sími 22135 MARKÚS Eftir Ed Dodd auðvitað veitt því athygli, að Ar- on hefur ekki oft verið hér inni hjá okkur í sumar. En ég hélt bara, að hann væri einhvers stað- ar úti að leika sér“. „Leika sér?“ sagði Lee. — „Ar- on hefur ekki leikið sér í mörg ár“. „En í dag hitti ég svo hr. Kil- kenny", hélt Adam áfram. — „Það er, skal ég segja þér, skólarektor- inn. Hann hélt að ég vissi það allt. Veiztu hvað drengurinn er að gera?“ „Nei“, sagði Lee. „Hann hefur hugsað sér að- ljúka lokaprófunum á einu ári. — Hann ætlar að taka próf inn í há- skólann í haust og spara sér þann íg heilt ár. Og Kilkenny er viss um að honum muni takast það. — Hvað segir þú um þetta?“ „Undarlegt", sagði Lee. — „Og hvers vegna gerir hann þetta?“ „Auðvitað til þess að spara sér I eitt ár“. „Og hvers vegna vill hann gera það?“ „Strákurinn er metnaðargjarn, Lee. Þú hlýtur að skilja það“. „Nei“, sagði Lee. — „Það hef ég aldrei skilið“. „Og hann hefur aldrei minnzt á þetta', sagði Adam. — „Skyldi bróðir hans vita nokkuð um það?“ „Aron vill sjálfsagi að það komi okkur á óvart. Það er bezt að látast ekki vita neitt“. „Þú hefur líklega á réttu að standa. Og á ég að segja þér nokk uð, Lee — ég er hreykinr af hon- um. Mjög hreykinn. Þetta eru sannarlega gleðileg tíðindi. Ég vildi óska að Cal hefði líka ákafa löngun til einhvers“. „Kannske hefur hann það“, sagði Lee. — „Kannske á hann líka sitt leyndarmál". „Kannske. Við höfum a. m. k. ekki séð hann oft undanfarið. — Heldurðu að það sé ekki skaðlegt fyrir hann að vera svona mikið einn og út af fyrir sig?“ „Cal er að reyna að finna sjálf an sig“, sagði Lee. Ég held að svoleiðis persónulegur feluleikur sé ekki með öllu óalgengur. Og sumdr eru í honum alla sína ævi“. „Hugsaðu þér bara annao eins“, sagði Adam. — „Tveggja ára námsefni á einu ári. Þegar hann kemur og segir okkur það, þá verð um við að hafa einhverja gjöf handa honum". „Gullúr", sagði Lee. „Já, alveg rétt sagði Adam. — „Ég ætla að kaupa það brúðlega og láta grafa á það, svo að það verði alveg tilbúið. Hvað ætti að standa á því?“ „Það færðu að vita hjá gull- smiðnum", sagði Lee. — „Eftir tvo daga tekur maður kjúklinginn út, sker kjötið af beinunum og lætur það svo aftur á sama stað“. „Um hvað ertu að tala?“ „Melónusúpuna", sagði Lee. „Eigum við iæga peninga til að kosta hann til háskólanáms, Lee?“ „Ef við erum sparsamir og hann ekki mjög eyðslusamur". „Það verður hann sjálfsagt ekki“, sagði Adam. „Ég hélt nú heldur ekki að ég myndi verða það — en ég hef sarnt orðið það“. Lee skoðaði ermina á jakkanum sínum með óblandinni aðdáun. 2. íbúðarhús sóknarprestsins við St. Pauls biskupakirkjuna var stór og mikil bygging. Það var miðað við prtsta sem áttu mann- marga fjölskyldu. Séra Hrólfur var maður ókvæntur með fábrotn- ar lífsvenjur, sem notaði aðeins minnsta hlutann af hinu mikla húsrými. Þegar Aron þarfnaðist staðar, þar sem hann gæti setið við lestur, lánaði prestur honum stórt herbergi og hjálpaði lionum við námið. Séra Hrólfur var hrifinn af Aroni. Honum geðjaðist vel að hinu sviphreina, fríða andliti drengsins, slétíu vöngunum, mjóu mjöðmunum og löngu, beinu fót- ieggjunum. Hann hafði mestu á- nægju af því að sitja inn í her- berginu og horfa á andlit Arons, þegar hann lagði sem mest að sér við lesturinn. Hann ski'di það vel, að Aron gat ekki stundað námið heima hjá sér, þar sem ándrúms- loftið hvatti ekki til erfiðrar, and- legrar iðju. Séra Hrólfur fann að Aron var hans andlegi sonur, framlag hans til kirkjunnar. Hann skynjaði hið erfiða, sársaukafulla andlega stríð, sem drengurinn háði og reyndi að leiðbeina honum úr öldurótinu inn á lygnan sjó. Samtöl þeirra voru löng og ná- in og persónuleg. — „Ég veit ð ég er gagnrýndur“, sagði séra Hrólfur. — „Ég er katolskari í trú minni en margir aðrir. Enginn getur komið og sagt mér að skrift ir séu þýðingarminna sakramenti en hin heilaga kvöldmáltíð..Og þú mátt alveg trúa því, sem ég segi — ég mun innleiða þær að nýju, en gætilega of: smátt og smátt“. „Þegar ég verð búinn að fá kirkju, ætla ég líka að gera það“, sagði Aron. „En til þess þarf bæði lagni og lipurð“, sagði prestur“. „Ég vildi að við hefðum í okk- r.r kirkju — ja, ég á ekki gott með að segja það. Ég vildi að við hefð- um eitthvað í líkingu við grámunk ana eða Augústusarmunka. Ein- hvern stað til að flýja í. Stundum finnst mér ég vera svo óhreinn og ataður. Mig langar til að komast burt frá óhreinindunum og verða hreinn“. „Ég ski' tilfinningar þínar", sagði séra Hrólfur — „en ég get ekki verið þér sammála í þessu. Ég get ekki trúað því að frelsari okkar, Jesús Kristur, vilji að þjón- ar hans flýi frá skyldum sínum hér í heimi. Hugsaðu um það hvernig hann krafðist þess að við prédikuðum fagnaðarerindið, hjálp uðum sjúkum og snauðum, já, legðumst jafnvel niður í aur og SHUtvarpiö Þriðjudagur 8. október: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20,30 Erindi: Norrænar nýlendur í Ameríku (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). — 21,50 Tónleikar: Malcuzynski leikur píanóverk eftir Szymanowski, — Paderewsky, Chopin, Scriabin, — Debussy, Rachmaninoff og Pro- kofieff (plötur). 21,20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21,40 Tón leikar (plötur). 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; XIX. (Elías Mar les). 22,25 „Þriðjudagsþátturinn". —• Jónas Jónasson og Haukur Mort> hens hafa umsjón *'~ns með hönd- um. 23,20 Dagskrárlok. 1) - Ö, litli vinurinn. — Hann hefur fengið þungt högg á höfuðið. Þú ættir að fara xaeð hann til dýralæknis. 2) — Þetta lagast, Sirrí, hann er ekki beinbrotinn. 3) — En hann getur ekki verið við sýninguna í dag. 4) — Þar fer síðasta von okk- ar um að sigra Lovísu. Freyfaxi sýnir ekki listir sínar einn. — Þetta var mikil óheppni. Miðvikudagur 9. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 19,30 Lög úr óper- um (plötur). 20,30 Erindi: — Fimmtíu manna förin til Machinac (Pétur Sigurðsson erindreki). — 20,50 Einsöngur: Mado Robin syngur óperuaríur eftir Bellini (plötur). 21,10 Upplestur: „Ekki nema fjögur?“ smásaga eftir Arthur Omre, í þýðingu Árna Hallgrímsson (Þorsteinn ö. Step- hensen). 21,35 Tónleikar (plötur). 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir“ eftir Agöthu Christie; XX. (Elías Mar les). — 22,25 Létt lög (plötur). 23,00 Dagskrár- lok. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.