Morgunblaðið - 08.10.1957, Qupperneq 20
227. tbl. — Þriðjudagur 8. október 1957-
Cunnar Thoroddsen horgarstj. flytur ávarp
Fimdir „Varðar" um framtíð Reykjavíkur hef jast í kvöid
Tiilögnr orkrnnólnnefndar iélngs-
ins verðn til nmrseðn
Frummælendur verðo BJörgvin Sigurðs-
son, Eirikur Briem og Jóhannes Zoega
LANDSMÁLAFELAGIÐ VÖKÐUR hefur ákveðið fundarhöld um
bæjarmál undir nafninu: Framtíð Keykjavíkur. Fundir þessir eru
vandlega undirbúnir með skipun nefnda, er taka bæjarmálin til
meðferðar og gera í þeim tillögur, er verða til umræðu.
Þessi fundahöld hefjast í kvöld með fundi í Sjálfstæðishúsinu
kl. 8,30. Á þessum fundi verða til umræðu tillögur orkumálanefndar
Varðar um mál Rafmagnsveitu, Hitaveitu og Vatnsveitu Reykja-
víkur. Frummælendur verða: Björgvin Sigurðsson hdl., Eirikur
Briem verkfræðingur og Jóhannes Zoega verkfræðingur.
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri mun flytja ávarp.
Bæjarmálastarf Varðar
Á sl. vori ókvað stjórn Varð-
arfélagsms að skipa nefndir til
þess að taka til meðferðar helztu
þætti bæjarmálanna og gera í
þeim tillögur er yrðu síðar rædd-
ar á félagsfundi. Eru nú 4 nefnd-
ir starfandi innan félagsins að
þessum málum. Hverri nefnd
hafa verið settir ákveðnir mála-
flokkar til að vinna að.
Orkumálanefnd hefur haft til
meðferðar mál Rafveitu, Hita-
veitu og Vatnsveitu Reykjavík-
ur. Skipulagsneínd fjallar um
skipulag bæjarins, gatna- og hol-
ræsagerð, lóðamól, umferðamál,
fegrunarmál og strætisvagna. Fé-
lagsmálanefnd hefur með skóia-
og menntamál að gera, íþrótta-
mál, heilbrigðis- og hreinlætis-
mál, húsnæðismól, framfærslu-
mál, barnaheimili og leikvelli.
Atvinnumál tekur fyrir atvinnu-
vegi bæjarbúa, hafnarmál o. fl.
Framtíð Reykjavíkur
Gert er ráð fyrir að haldinn
verði félagsfundur um tillögur
hverrar nefndar. Umræðuefrii
þessara funda mun sameiginlega
bera nafnið: Framtíð Reykjavík-
ur. Ekki er að efa, að tillögur
nefndarmanna verða hinar at-
hyglisverðustu. Þær eru um mál,
er snerta hvern og einn borgara
þessa bæjar og framtíð bæjarfé-
lagsins. Má því búast við, að
Varðarfélagar og annað Sjálf-
stæðisfólk taki virkan þátt í
þessu bæjarmálastarfi félagsins
með því að sækja hina fyrirhug-
uðu fundL
Fyrsti fundur
Orkumálanefnd félagsins hefur
nú skilað tillögum sínum ásamt
mjög ýtarlegri greinargerð. Hef-
ur nefnd þessi unnið mikið og
gagnmerkt starf. Nefnd þessa
Drukkinn sjómað-
ur rændur á götu
DRUKKINN sjómaður var all-
grátt leikinn hér á götum Reykja
víkur á sunnudagskvöldið. Hann
var þá á ferð niðri í Tryggva-
götu. Þrír Ungir menn gáfu sig
þar á tal við hann, og fór hann
með þeim inn í port nokkurt. —
Voru þeir þar litlu stund, og fór
vel á með þeim og sjómannin-
um, sem er nokkuð við aldur. —
Síðan kvöddu þeir hann og
hröðuðu sér á brott. — Þá rétt
eftir varð sjómaðurinn þess vís-
ari, að rúmar 400 krónur í pen-
ingum, sem hann hafði haft á sér
voru horfnar . Ekki hefur tekizt
að hafa uppi á þjófunum.
skipuðu þeir Björgvin Sigurðs-
son hdl. formaður. Eiríkur Briem
verkfræðingur, og Páll Þorgeirs-
son stórkaupmaður.
Á fundinum í Sjálfstæðishús-
inu í kvöld verða tillögur Orku-
málanefndarinnar til umræðu og
munu 5 nefndarmanna hafa fram
sögu fyrir þeim.
Með þessum fundi hefjast
Orkumálanefnd Varðarfélagsins. — Talið frá vínstri: Jóhannes Zoéga verkfr., Eiríkur Briem verk-
fræðingur, Björgvin Sigurðsson hdl., Hannes Pa’sson skipstjóri og Páll Þorgeirsson stórkaupm.
fundarhöld Varðar um framtíð®*
Reykjavíkur. í því tilefni mun
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
flytja ávarp í npphafi fundar. —
Gert er ráð fyrir að bæjarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins mæti á
fundinum.
Allt Sjálfstæðisfólk er velkom-
ið á fundinn meðan húsrúm
leyfir.
Varðskip geiur tekið tog-
ara eftir ratsjámælingum
t GÆR var í Hæstarétti kveðinn upp sögulegur dómur. Er það
íyrsti dómurinn, sem uppkveðinn er þar í landhelgismáli, þar sem
staðarákvarðanir hins ákærða togara eru byggðar einvörðungu á
ratsjármælingum varðskipsmanna.
€>-----------------
Mælt með ratsjá Ægis
Má það sem hér um ræðir var
höfðað gegn brezka togaranum
„Cape Cleveland“, en varðskip
kom að honum að veiðum innan
fiskveiðitakmarkanna. — Mæl-
ingar framkvæmdu varðskips-
menn, en hér var um varðskipið
Ægi að ræða, með ratsjártæki
skipsins.
Fundinn sekur
Urðu dómsniðurstöður í Hæsta
rétti þær, að skipstjórinn var
sekur fundinn og mælingar varð-
skipsmanna eigi vefengdar. En
forsendur dómsins eru afar ýtar-
legar og gera dómendur grein
fyrir dómsorði á fimm folíósíð-
um (sem næst 3 dálkar í Mbl.)
og mun blaðið birta þær for-
sendur.
300 Amphetamin
töflum stolið
AÐFARANÓTT sunnudagsins
var stolið eiturlyfjum í Austur-
bæjarapóteki, Amphetamini, sem
var meir að segja blandað víta-
míni!
Svo virðist sem þjófurinn hafi
framið innbrotið í apótekið í
þeim tilgangi að ná í Ampeta-
minið, því öðru stal hann ekki.
Alls voru það 300 töflur, sem
þjófurinn stal. Að sögn kunn-
ugra er dagskammtur amph-
etamínista um 10 cöflur, þannig
að þessar 300 töflur mundu pá
nægja slíkum manni í 30 daga.
2-3 millj. kr. tjón í frysti-
húsbruna suður í Keflavík
STÓRTJÓN varð hér í bænum
á sunnudaginn er hið stóra hrað-
frystihús Hraðfrystistöð Kefla-
víkur, sem stendur við höfnina.
brann. Mun hið beina tjón sem
orðið hefur vafalítið nema 2—3
milljónum króna — það eru
skemmdir á hraðfrystihúsinu
sálfu og 3000 kössum af hrað-
frystum fiski, og einnig eyðilagð-
ist nokkuð af frystri beitusíld. —
Fullvíst er talið að eldunrn hafi
komið upp einhvern tíma nætur-
innar, aðfaranótt sunnudagsins,
því er að var komið var hið
stóra hús nær alelda stafna á
milli. Maður í næsta húsi vaknaði
við hvelli, en þá voru það rúðurn
ar í frystihúsinu sem voru að
springa vegna hitans. Endurbygg
ingu frystihússins verður hraðað
svo sem föng eru á, en útveggir
og stafnar eru ósprungnir.
Slökkvilið bæjarins var strax
kallað á vettvang og einmg var
slökkviliðið á Keglavíkurflug-
velli beðið að koma til hjálpar,
svo brátt var komið öflugt lið
brunav^rða til starfa.
Það var á áttunda tímanum á
sunnudagsmorguninn að eldisins
varð vart. Var eldurinn þá orð-
inn mjög magnaður enda var
vindur allhvass af sunnan.
Slökkvistarfið beindist einkum
að því að verja frystiklefana, í
húsinu vestanverðu. Tókst að
^verja þá að mestu frá skemmd-
Þeoaa nijnd tok ljósmyndari Mbl. Gunnar Ruuar í gærmo.
bruuna hraðfrystihúsi.
JlUtu ( utj
um. Þar vor vorii í geymslu í
einum klefanum um 1000 tunnur
af beitusíld og er hún að mestu
óskemmd. Þarna hafði amsriski
herinn einn geymsluklefa og
geymdi þar matvæli. Björguð-
ust þau óskemmd.
Eins og kunnugt er brann frysti
hús á flugvellinum og er nú verið
að byggja nýtt frystihús þar. í
frystiklefa sem næst var vinnu-
salnum voru geymdir um 3000
kassar af hraðfrystum fiski og
skemmdist hann.
í austurhluta hússins var mót-
tökusalur, vinnusalur og vélasal-
ur. Þar yfir var timburloft as-
bestklætt. Gereyðilagðist þessj
hluti hússins..
Slökkvistarfi var að mestu lok-
ið um kl. 3 og var þá þakið fallið
niður í vinnusalinn. Stafnar og
útveggir standa. Ekkj er unrt að
segja hversu miklar skemmdir
urðu á vélum en menn gera sér
vonir um að þær séu ekki eins
illa farnar og búast mátti við.
Var þegar, er eldur var slökktur,
byrjað að hreinsa til í rústum
vélasalarins.
I Undir norðurhlið frystihússins
voru geymsluhús og háspenr.u-
stöð. Þessi hús tókst að vevja
skemmdum. Allan seinni hluta
dagsins hefur verið unnið að því
að flytja óskemmdar vörur úr
frystihúsinu í geymslu í önnur
frystihús.
Hraðfrystihús Keflavíkur, sem
er nærri 900 fermetrar að flatar-
máli, var byggt af Sverri Júlíus-
syni, en núverandi eigandi er
Einar Sigurðsson.
Verkstjóri stöðvarinnar, Har-
aldur Guðjónsson, gat þess er ég
átti tal við hann í dag, að í ráði
væri að hefjast þegar handa með
endurbyggingu stöðvarinnar og
yrði lagt allt kapp á að hraða
verkinu svo, að stöðin verði aftur
vinnslufær í byrjun næstu ver-
tíðar. Eldsupptök eru ókunn, en
flestir hallast að því að kviknað
hafi í út frá rafmagni.
Unnið hafði verið í húsinu til
kl. 19,30 á laugardag við fiskað-
gerð, en eftir það var engmn í
húsinu. Þetta er annar frystihúsa
bruninn hér á þessu ári, en á sl.
vertíð brann Draggi og fiskað-
gerðarhús Hraðfrystihúss Kefla-
víkur, en það stendur skammt
frá Hraðfrystistöð Keflavíkur.
Frystihúsið var vátryggt hjá
Brunabótafélagi íslands og Trygg
ingamiðstöðinni
Aðeins tjónið á hraðfrysta fisk-
inum 3000 kössum, er metið á um
500,000. — Ingvar.
Heimsókn í Yoga
Sjá bls. 13.
VEDRIÐ
Suðvestan stinningskaldi. Skúrir