Morgunblaðið - 23.11.1957, Blaðsíða 8
8
MORCT’NfíT 4ÐIÐ
Laugardagur 23. nóv. 1957 l
JW0?píít®>W>i!)
(Jtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðaintstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Emar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjatd kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
STJÓRNARFLOKKARNIR BERA
ALLIR ÁBYRGÐINA
FYRIR fáum dögum voru
hér í blaðinu nefnd
fimm dæmi um stefnu-
leysi ríkisstjórnarinnar í utan-
ríkismálum. Síðan hafa orðið
nokkrar umræður um flest þess-
ara atriða og hefur í þeim verið
staðfest allt, sem Morgunblaðið
á sínum tíma sagði.
í fríverzlunarmáli Evrópu og
handritamálinu reyndi Alþýðu-
blaðið raunar að afsaka ríkis-
stjórnina. En það gat engu hagg-
að í frásögn Morgunblaðsins.
ITrræðaleysi menntamálaráð-
herra út af því, að danska stjórn-
in skuli ekki einu sinni virða
svars málaleitun hans um nefnd-
arskipun í handritamálinu, verð-
ur ekki minna, þótt hann láti
málgagn sitt kenna íhaldsflokkn-
um og vinstriflokknum í Dan-
mörku um, að úr nefndarskipun-
inni hefur ekki orðið. Okkur ís-
lendinga skiptir það sáralitlu
máli, hvort óvirðingin, sem í
svarleysinu felst, er þessum
flokkum að kenna eða klofningi
innan sjálfrar dönsku ríkisstjórn-
arinnar, sem vissulega veldur
hér þó mestu um. Islenzka ríkis-
stjórnin ræður sjálf sínum eigin
viðbrögðum og þegjandi þátttaka
fulltrúa hennar í hátíðahöldun-
um vegna flutnings handritanna
milli húsa í Kaupmannahöfn mun
seint verða talin henni til lofs.
★
Um afstöðu Islands í varnar-
samtökum Atlantshafsþjóðanna
og það tiltæki að leita til þeirra
um lánsfjárútvegun, hefur tölu-
vert verið rætt undanfarna daga.
Óhugsandi er, að þær erlend-
ar ríkisstjórnir, sem léð hafa
máls á þessu — og samkvæmt
umsögn Þjóðviljans eru það eink-
um Bandaríkjastjórn og Bonn-
stjórnin þýzka —, geri það í öðr-
um tilgangi en þeim, að tryggja
þar með þátttöku íslands í banda
laginu og áframhald varna hér
á landi. Það er öllum vitað, er
þessi mál þekkja, að þegar talað
er um að efla þurfi fjárhags- og
stjórnmálasamvinnu Atlantshafs-
ríkjanna, þá á sú samvinna að
koma til viðbótar varnarsam-
vinnunni en ekki í hennar stað.
Hvernig sem menn að öðru leyti
líta á þessar tiltektir ríkisstjórn-
arinnar, þá er víst, að með mót-
töku láns, sem aflað er á þenn-
an veg, eru íslending^r því að
binda sig enn fastari böndum
við varnarsamtökin en nokkru
sinni áður.
Menn skildu og Þjóðviljann sl.
miðvikudag svo sem hann væri
að skýra frá því, að nú væri
kommúnistar búnir að sætta sig
við, að ekkert yrði gert í upp-
Sögn varnarsamningsins á þessu
kjörtímabili. I gær mótmælir
Þjóðviljinn eindregið þessum
skilningi. Hann fullyrðir: „Her-
inn verður að vera horfinn af
landi brott, áður en þessu kjör-
tímabili er lokið.“
Með þessu er að vísu gefið til
kynna, að ekkert þurfi í málinu
að gera um eins eða tveggja ára
bil. Er það verulegur afsláttur
á fyrri yfirlýsingum, þótt hann
sé ekki eins mikill og mönnum
hafði skilizt af miðvd.greininni
að til stæði. En á flökti komm-
únista í þessu máli til og frá,
taka menn nú orðið lítið mark.
Ljóst er, að þeir muni sætta sig
við hvað sem er í þessu sem
öðru á meðan húsbændurnir í
Moskvu telja það hagkvæmt fyr-
ir sig að eiga fulltrúa í a. m. k.
einni ríkisstjórn innan Atlants-
hafsbandalagsins. Enda lýsti
Einar Olgeirsson þeirri stefnu
ótvirætt í greininni, er birtist í
Rétti, skömmu eftir að hann kom
úr síðustu sumardvöl sinni í boði
kommúnista austan járntjalds.
Hinni íslenzku deild kommún-
ista er ekki sjálfrátt í þessu máli
fremur en öðrum. Því fremur
verður að krefjast þess af ríkis-
stjórninni í heild, að hún segi
skýlaust til um, hver stefna
hennar er í varnarmálunum.
Stjórnarblöðin hafa vikið sér
hjá að ræða landhelgismálið, en
Lúðvík Jósefsson mun að und-
anförnu hafa reynt að læða því
út, að aðgerðarleysi hans og rík-
isstjórnarinnar í þeim málum
væri að kenna Sjálfstæðismönn-
um. Af því tilefni skal skýrt
fram tekið, að stjórnin hefur gert
allar ákvarðanir í þeim efnum án
samráðs við Sjálfstæðismenn og
því algerlega á sína eigin ábyrgð.
Hvort aðgerðarleysið er að kenna
sundurlyndi innan sjálfrar stjórn
arinnar eða aðrar orsakir koma
til, er annað mál, sem ekki skal
rætt að sinni. Hitt er víst, að
þau dæmi, sem þegar hafa verið
rakin, eru ekki hin einu um
stefnuleysi stjórnarinnar í utan-
ríkismálum. Rík ástæða er til
að bæta þar enn einu dæminu
við og mætti þó lengur telja.
★
Það mál, sem nú skal að vikið,
er afurðasalan og viðleitni Lúð-
víks Jósefssonar viðskiptamála-
ráðherra í að beina henni sem
mest til landanna austan járn-
tjalds. Um það verður Lúðvík
ekki sakaður um stefnuleysi, því
að þar er vissulega ljóst, hvert
hann stefnir. En sundurlynd-
ið milli stjórnarliða og vinglið
innan ríkisstjórnarinnar lýsir sér
í því, að með fárra daga milli-
bili kenndi Þjóðviljinn Bjarna
Benediktssyni um, að viðskiptin
við Rússland hafi rofnað á ár-
unum 1948—-53, og Alþýðublað-
ið sagði: „í utanríkisráðherra-
tíð aðalritstjóra Morgunblaðsins
voru viðskiptatengslin við Sovét-
ríkin fastast bundin“.
Þótt Alþýðublaðinu þyki nú
nóg um þessi viðskipti, þýðir
ekki að kenna öðrum um.
Því að staðreyndin er eins og
Einar Sigurðsson benti á hér í!
blaðinu sl. sunnudag, að „í ár
var freðfiskútflutningurinn auk- I
inn til Ráðstjórnarríkjanna um
25%“. j
Eðlileg viðskipti við Rússland
eru æskileg. En sú þróun, sem
hér er orðin, er þjóðinni stór-(
hættuleg. Enda er Þjóðviljinn nú ;
þegar farinn að ógna íslending-
um með markaðslokun fyrir
austan járntjald, ef þeir finni:
að gerðum valdhafanna þar. Sú .
vísbending Þjóðviljans ætti að
nægja öllum til að sjá, hver voði
er á ferðum með því háttalagi, ■
sem Alþýðublaðið vill nú kenna
öðrum um, en Alþýðuflokkur-
inn og Framsókn bera fulla á-
byrgð á.
UTAN UR HEIMI
Ur ýmsum áttum
ChurchiII stundar
leikfimi
Bandaríski öldungadeildarmað-
urinn, Theodore Green, sem hér
var fyrir skemmstu, og er nú á
ferðalagi um önnur NATO-lönd,
snæddi málsverð með Churchill
Churchill
í London í vikunni. Gréen er nú
níræður, en Churchill 83 ára.
Ræddu öldungarnir m. a. um
það hvernig bezt væri að halda
kerlingu Elli í hæfilegri fjarlægð
sem lengst. Green sagði Churchill
að hans ráð væri 20 mínútna
morgunleikfimi á hverjum
morgni.Churchill kvaðst mundu
reyna þetta, en hafði víst ekki
meira en svo trú á „meðalinu".
Filip prins
í nánara samband við
almenning
Filip prins, er sagður berjast
fyrir því með oddi og egg að
slakað verði enn til muna á
öryggisráðstöfunum sem jafnan
eru gerðar, þegar drottningin og
hann eru á ferð utan dyra —
til þess að auðvelda þeim að
komast í náið samband við al-
menning.
Eftir heimkomuna frá New
York er hann sagður hafa skotið
á fundi með yfirforingja Scotland
Yard og yfirforingjum í lífverði
drottningar svo og eigin lífverði
og lagt fram ýmsar tillögur í
þessu sambandi. Þá er og sagt,
að Filip muni vilja koma á reglu-
legum blaðamannafundum, þar
sem hann og drottning ræða við
blaðamenn.
Of langt nafn
Það er góð og gild regla allra
bréfritara að rita fullt nafn und-
ir öll bréf — nema þá til nán-
ustu ástvina. Þessi regla gildir
líka í Honolulu. Það lætur því
undarlega í eyrum, að fulltrúi
hjá stóru fyrirtæki í Honolulu
var fyrir skemmstu rekinn úr
starfi vegna þess að stjórnend-
um fyrirtækisins fannst maður-
inn eyða allt of miklum tíma í
að rita nafn sitt undir viðskipta-
bréf. Hann hafði það eitt fram
að færa sér til málsbóta, að
hann ritaði nafn sitt ekki oftar
en nauðsyn krefði — og aðeins
einu sinni undir hvert bréf. En
málið skýrist ef til vill, þegar
við sjáum hvert nafn mannsins
var: Floud Kuikalakauokala
Kaeliiawikanamu le Kamumaui-
halakapipa Hoopit. Snyrtilegt
nafn — finnst ykkur ekki?
Columbus var ekki til
fyrirmyndar
Það mun hafa lengi verið rætt
í Vatikaninu að taka Columbus
í tölu helgra manna. Talið er,
að skriður hafi verið kominn á
málið og frekari framkvæmda
skammt að bíða, þegar francisk-
usarmunkur einn, faðir Scipioni,
gróf það upp, að Columbus hafði
átt barn utan hjónabands. Þar
með var málið úr sögunni.
Ekki allt unnið með eld-
flaugum
Þessi stutta saga er sögð í
Prag:
Kennari skýrir fyrir bekknum
hina miklu framþróun á sviði
vísindanna í Ráðstjórnarríkjun-
um — og segir: í dag ganga tveir
rússneskir gervimánar umhverfis
hnöttinn okkar. Á morgun verða
vísindamennirnir „okkar“ komn-
ir til tunglsins og þar næsta dag
munum við fara lengra út í geim-
inn og heimsækja aðra fjarlæg-
ari hnetti....
Lítill drengur stendur þá á
fætur aftarlega í skólastofunni
og spyr: Hr. kennari, hvenær
getum við þá heimsótt Vín-
arborg?
Gomulka var úrræða-
beztur
Við byltingarhátíðahöldin í
Moskvu lentu erlendu kommún-
istaforingjarnir í slæmri klípu.
Allir áttu þeir að fara til graf-
hýsis Lenins og Stalins og leggja
þar einn blómsveig — og votta
byltingarleiðtoganum Lenin á
þann hátt virðingu sína. En áttu
þeir að láta sem þeir hefðu ^
Gomulka
gleymt Stalin? Já, það var
spurningin.
Ekki þorðu tékknesku komm-
únistarnir að setja Stalin hjá, því
að á borðann, sem hnýttur var
um kransinn þeirra, var letrað:
Lenin og Stalin — frá tékkriesku
flokks- og stjórnarsendinefnd-
inni.
Austur-þýzku kommúnistarnir
gleymdu Stalin alveg, því að á
þeirra krans var einungis ritað
nafn Lenins. Ungverjarnir hafa
verið á báðum áttum, og fóru
varlega í sakirnar, því á þeirra
krans var letrað:Til Lenins, hins
mikla ódauðlega leiðtoga október
byltingarinnar .... og Stalins,
þekktasta skipulagsmanns bylt-
ingarinnar".
En Gomúlka leysti málið á
auðveldastan hátt, því að á hans
krans var ekkert letrað — og
geta því stalinistar eignað Stal-
in hann, en aðrir Lenin.
Mörg bidskýIi
verða nú reist
Á FUNDI með blaðamönnum 1
gær skýrði forstjóri SVR, Eiríkur
Ásgeirsson frá því að 11 biðskýli
hefðu verið smíðuð á þessu ári og
væri nú búið að koma 8 þeirra
fyrir en þrjú bíða endanlegrar
staðsetningar. Þá minnti hann á
að bæjaryfirvöldin hefðu fyrir
nokkru úthlutað til 10 öryrkja
söluturnaleyfum, en þeir turnar
yrðu jafnframt biðskýli. Mundu
þetta verða lagleg lítil hús 30—35
ferm.
Forstjórinn kvað það rétt vera
sem fram hefði komið í blöðum
að nokkuð bæri á skemmdarverk-
um í skýlunum sem þegar væru
tekin í notkun, en einnig hefði
þess alloft orðið vart að skemmd
arverk væru framin í strætis-
vögnunum svo sem sætin skémmd
og eyðilögð með hnífum.
Hjólbarðarnir eru dýrir og þess vegna er áríðandi fyrir bif-
reiðaeigendur að slíta börðunum vel og jafnt. Erlendir sér-
fræðingar á þessu sviði segja, að nauðsynlegt sé að færa barð-
ana milli hjóla með vissu millibili til þess að nýting þeirra
verði fullkomin. Ef reiknað er með fjögurra hjóla bifreið og
einu varahjóli, á skiptingin milli hjólanna að fara fram á
þann hátt, sem myndin sýnir. (Vagahljólið er aftan á bifreið-
inni). Ef ekið er á malbiki á færsla þessi að fara fram eftir
hverja 5000 km, en ef ekið er á möl má ekki líða jafnlangur
tími á milli.