Morgunblaðið - 12.12.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.1957, Blaðsíða 11
T'immtudagur 12. des 1957 MORCVl\BT4ÐlÐ 11 A thyglisverðar tillögur í kjördœmamálinu FUS Vörður á Akureyri ræðir málið AKUREYRI, 9. des. — Síðastlið- inn sunnudag efndi FUS Vörður til almenns fundar í Landsbanka- salnum á Akureyri og var fund- arefni kjördæmamálið. Magnús Björnsson, formaður félagsins bauð fundarmenn velkomna og stýrði fundi. Frummælandi var Gísli Jónsson, menntaskólakenn- ari. Rakti hann í upphafi máls síns kjördæmaskipun á Islandi frá því Alþingi var endurreist og fram til okkar daga, með þeim breytingum er á henni hafa verið gerðar. Nú er svo komið að þingmenn eru kjörnir með fernum hætt.i: 21 í einmenningskjördæmum ó- hlutbundinni kosningu, 12 í tví- menningskjördæmum hlutfalls- kosningu, 8 í Reykjavík hlutfalls kosningu, og 11 uppbótarþing- menn. Með núverandi kosningafyrir- komulagi gæti hreinlega svo far- ið, sagði ræðumaður, að meiri- hluti fengist á Alþingi út á mÍK- inn minnihluta kjósenda. Því til sönnunar benti hann á að við síð ustu kosningar hefði legið við borð, að samsteypa tveggja flokka fengi meirihluta með rösk lega 28 þús. atkvæði á móti um það bil 54,500 atkvæðum hinna flokkanna. Flestir væru sammála um að kjördæmaskipuninni þyrfti að breyta og hefði m. a núverandi ríkisstjórn tekið það upp í málefnasamning sinn hvex-jar sem efndii-nar yrðu. Frummælandi minntist þvx næst á uppbótarþingsæti og gerði grein fyrir reglum sem gilda um úthlutun þeirra. Vita kjósendur oft og einatt ekki hvaða fram bjóðendur flokks síns þeir eru raunverulega að styðja. Hitt er þó mun verra, er aukið fylgi get- ur orðið til þess að fækka þing- mönnum flokksins, en fjölga þing mönnum annarra flokka að sama skapi. Við kosningarnar 1949 i Suður-Múlasýslu jók Alþýðu- flokkurinn t. d. allmikið fylgi sitt, einkum á kostnað Sósíalista- flokksins. Varð það til þess, að Lúðvík Jósefsson, sem verið hafði þingmaður kjördæmisins féll, en tveir Framsóknarmenn voru kjörnir. Þetta skerti þó ekki þingmannatölu Sósíalistaflokks- ins, sem fékk uppbótarsæti i staðinn. En fækkaði hins vegar uppbótai-sætum Alþýðuflokksins um einn þingmann. Fylgisaukning Alþýðuflokksins I S.-Múl. 1949 varð því til þess að fjölga þingmönnum Fram- sóknarflokksins, en fækka þing- mönnum Alþýðuflokksins að sama skapi. Þá vék frummælandi að þeim leiðum, sem einkum hefðu komið til álita til bóta á núverandi kjör- dæmaskipun. Gísli Jónsson 1. Landið allt eitt kjördæmi með hlutfallskosningu og engum uppbótarsætum. Gallinn á þessari skipan væri einkum sá, að kosningin yrði um of ópersónuleg og jafnvel þó svo sýnist að með þessu ætti að fást fullkominn jöfnuður væri það ekki tryggt. Tók frumm. dæmi úr síðustu sveitarstjórnarkosningum þvi til sönnunar. Ennfremur væri rétt- ur landsbyggðarinnar gagnvart. mesta þéttbýlinu ekki nægilega tryggður. 2. Landið allt einmennings kjördæmi og engin uppbótarsæti Taldi frummælandi að sú kjördæmaskipan væri að mörgu leyti ákjósanleg. Kosningin væri þá meira persónubundin en flokksbundin, en þó einkum það, að slík kjördæmaskipan hlyti ó- hjákvæmilega að leiða af sér tveggja flokka kerfi með meiri festu og hreinni línum í stjórn- málalífinu. Þar sem tveggja flokka kerfið er komið á eru samsteypustjórn- ir fátíðar. Vita þá kjósendur að loknu kjörtímabili betur en ella hvei'jum ber að þakka það senx vel fer og kenna það sem miður fer. Hins vegar væri hætta á að réttur minni flokkanna væri fyr- ir borð borinn. En þeir myndu þá að likindum sameinast gegn stærri flokknum og væri þá komið á tveggja flokka kerfi, eins og áður segir. Frummælandi taldi litlar líkur á, að samkomulag væri um að skipta landinu í einmennings- Umræður á þingi S.Þ. og óeirðir á Kýpur New York 9. des. (Reuter) — Um ræður hófust í dag á þingi S. Þ. um Kýpur-málið. Fyrstur tók til máls 'Sir Alan Noble fulltrúi Breta. Hann sagði að Bretar hefðu ítrekað reynt að komast að sáttum í Kýpur-deilunni. Þeir hefðu t. d. leyst Makarios erki- biskup úr haldi. Þeir hefðu fallizt á að framkvæmdastjóri S. Þ. tæki að sér sáttastarf. Ætíð hefðu þeir verið reiðubúnir að ganga fram til samkomulags, enda væru bæði Grikkir og Tyrkir vinir Breta og bandamenn. En það eru, sagði hann Grikkir og skæruliðar á Kýpur sem hafa hafnað öllum sáttaboðum. Utanx-íkisráðherra Grikkja Ev- angelos Averoff tók næst til máls. Hann lýsti yfir vonbrigðum yfir ræðu brezka fulltrúans. Kvaðst hann hafa vænzt þess að Bretar kæmu nú fram með eitthvað nýtt til að reyna að leysa Kýpurdeil- una. Þar hefðu Grikkir og Kýpur búar orðið fyrir miklum vonbrigð um. Miklar óeirðir hófust enn á Kýpur í dag í sambandi við það að mál eyjarskeggja er nú tekið til umræðu á vettvangi S. Þ Er vitað að 75 manns særðust í óeirð um þessum sem urðu í næstum hverri borg og bæ. Vopnað brezkt herlið bældi uppþotin niður og beitti skotvopnum á þremur stöð- um. Það voru mest unglingar, sem stofnuðu til uppþotanna. Kristmann Cuðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR kjördæmi og þó enn síður hvernig skipta skyldi. Benti hann á að með svipuðum fólksflutning- um og verið hafa hér á landi undanfarna áratugi þyrfti þetta fyrirkomulag því sífelldra endur- bóta við. 3. Landinu skipt í nokkur stór kjördæmi með hlutfalls- kosningum og engum uppbótar- sætum. Gat hann þess, að um þessa skipan hefði hann gert uppá- stungur áður og birtust þær ! „íslendingi" 13. sept. sl. Höfuð atriði þeirra væru: Landinu öllu skipt í 7 kjördæmi með 5—12 þingmönnum 1 hverju. Fyrst eru 5 kjördæmi frá Borgarfjarðar- sýslu að Árnessýslu og Vest- mannaeyjum. Á því svæði koma 11—1500 atkvæði á hvern þxng- mann. Þá Gullbringu- og Kjósar- sýsla hin forna með Hafnarfirði, Keflavík og Kópavogi. Koma þar 2000—2500 atkvæði á þingmann. Og loks Reykjavík með 3000— 3500 atkvæði á þingmann. Með þessu móti er gengið til móts við þær röksemdir að lands byggðin eigi af ýmsum sökum að hafa ríkaiú áhrif á löggjafann en mesta þéttbýlið og þó einkurn höfuðborgin sjálf. Með þessum hætti er kosningin ekki heldur gerð alveg ópersónu- leg og horfir í lýðræðisátt frá því sem nú er. Lét Gísli Jónsson þess að lok- um getið að þetta síðasta bæri að skoða sem uppástungu og um- ræðugrundvöll, fremur en hann gerði það að ákveðinni tillögu sinni. Þakkaði hann stjórn Varðai fyr ir frumkvæði það sem félagið hefði átt að þessum fundi erda væri hér hreyft hinu mesta nauð synjamáli sem þjóðin yrði að bera gæfu til að sameinast um að leysa farsællega. Næstur tók til máls Jónas G. Rafnar, þakkaði greinargóða framsögu og rakti gildandi reglur um kjördæmaskipan. Kvað hann kjördæmaskipunina hafa verið ólýði-æðislega svo áratugum skipti. Hefði Framsóknarflokkur- inn jafnan staðið gegn breyting- um á henni. Enda væri það í samræmi við hagsmuni flokksins. Árið 1931 hefði Framsóknarflokk urinn fengið þingmeirihluta með 35% atkvæða og ailtaf siðan haft þingstyrk umfram það scm hon- um bæri að atkvæðum til. Þá væi'u kjördæmin orðin mjög mis- munandi að stærð eins og sjá mætti af því að Gullbi-ingu- og Kjósarsýsla hafði nær 7700 kjós- endur við síðustu alþingiskosn- ingar, en fékk kjörinn einn þing- mann eða sama og Seyðisfjörður með 440 kjósendur. Taldi ræðu- maður nauðsynlegt að kjördæma málið yrði gaumgæfilega endur- skoðað og skipan þeirra mála færð til þess vegar að kjósendur fengju notið réttar síns án tillits til flokks eða búsetu í landinu. Árni Jónsson tilraunastjóri tók til máls og kvað tillögur Gísla Jónssonar mjög til bóta. í þeim væri tekið fullt tillit til dreif- býlisins og því ætlaðir hlutfalls- lega fleiri þingmenn en fjölbýl- inu. Þar sem þeim bæru meiri áhrif á þingið og stjórn landsms, vegna örðugri aðstöðu en þeim i er þéttbýlið byggðu. Árni hallað- ist að tillögum um einmennings- kjördæmi en raddir hefðu verið uppí um að slíkt gæti verið vafa- samt vegna fólkst'lutninga í land- inu. Gæti hann því vel fallizt á tillögur Gisla. Auk framangreindra, kvöddu sér hljóðs, Jakob Ó. Pétursson og Bjarni Jónsson. Kom öllum sam- an um að tillögur Gísla væru mjög athyglisverðar og mikil nauðsyn bæri til þess að þetta stórmál yrði tekið til gaumgæfi- legrar meðferðar. í lok fundarins þakkaði formaður, Magnús Björnsson, ræðumönnum fyrir framlag þeii’ra til fundai'ins svo og Varðarfélögum og öðrum fund argestum 'fyrir komuna og kvaðst vænta þess, að þessi fundur yxði til þess, að sýna nauðsyn um- ræðna um hið mikilvæga þjóðmál sem kjördæmaskipunin væri. — vig. Yfir blikandi höf. Eftir Sigurð Einarsson. Rangæingaútgáfan. Hinn ágæti klerkur í Holti undir Eyjafjöllum hefur á efri árum gerzt allfyrirferðarmikill á Parnassinu íslenzka. Ekki alls fyrir löngu gerði hann leikrit, sem almenningi þótti svo gott, að taka varð það úr umferð í Þjóðleikhúsinu, því útlit var fyr- ir áframhaldandi húsfylli af völd um þess. Tvær ljóðabækur hans: „Yndi unaðsstunda“ og „Undir stjörnum og sól“, hafa þegar sett hann í fremstu röð íslenzkra ljóð skálda, og ekki mun sú spilia metum hans, sem nú kemur fynr almenningssjónir. Bókin hefst á Hátíðaljóðum, kveðnum af tilefni níu alda af- mælis biskupsstóls í Skálholti. Það er veigamikill flokkur, ort- ur af móði, og ætlaður til söngs. Bezt þykja mér kvæðin um Þor- lák helga og Odd Gottskálks- son, en Hugleiðing er og áhrifa- mikið ljóð. Þá er Þjóðhvöt, drápa flutt forseta Islands, herra Ás- geiri Ásgeirssyni, hljómsterk og hátíðleg. En á eftir kemur bless- Sigurður Einarsson uð hressing, er nefnist: „Ver- öld, kæra vina mín“: „Yndisgjörn var öndin mín, yfir förnum vegi ljómar. Hýrleit börn og blóm og vín, bjartar stjörnur, meyja rómar. Því er best að harma ei hátt, halli vestur degi prúðum, jarðar gestur get ég brátt glaður sezt að hinztu búðum. Veröld, kæra vina mín, varmur blær og morgunþýður yfir skæru engin þín ennþá tær og mildur líður. Ýmsra gæða átti ég hnoss, yzt hjá græði vitar brunnu, þar sem bæði bros og koss, blóm og kvæði saman runnu. „Fimm sögur“ ÞESSI ameríska kvikmynd, sem Nýja bíó sýnir um þessar mundir, var sýnd hér fyrir nokkrum árum við mikla aðsókn og hrifningu áhorfenda. Er myndin byggð á fimm smásögum eftir hinn ágæta ameríska rithöfund O’Henry (d. 1910), er talinn var einn af fremstu smásagnahöfundum Ameríku á sinni tíð. Hér er því um fimm sjálfstæða söguþætti að ræða, næsta ólíka að efni, en sem eiga það sammerkt, að þeir eru allir bráðsnjallir og að minnsta kosti einn þeirra, hinn síðasti (jólagjafirnar) hrein perla. - Það yrði of langt mál, enda ekki rétt vegna væntanlegra áhorfenda, að rekja hér efni þáttanna. Hins veg ar er ekki úr vegi að geta þess, að leikstjórarnir eru jafnmargir og sögurnar og leikendur fjöl- Mér er einum, ekki þér, um þau mein og slys að kenna, enn sem treinast innra í mér og í leynum hugans brenna". Gott kvæði er Cambridge, þótt sumstaðar sjáist þar smíðaförin. Sterkara og safaríkara er „Látra- bóndinn'1, en í: „Fögur er jörðin í feigs manns augum“ er voldug stemmning, sem snertir lesandann djúpt. Mikið og gott kvæði er „Sæmundur fróði“, lýsing Sæ- mundar skáldlegt afrek. „Litazt um af Holtsheiði“ sterk mynd, og „Nýárskveðja til Hönnu“ ljúft ljóð. Þá eru tvær lýriskar perlur: „Alóaha" og „Dúfa mín góð, dúfa mín blá“, afrek í ljóða- list, sem verða lesandanum ó- gleymanleg. „Caramia" er snoturt kvæði, „Vorar rætur í lifandi jörð“ prýðisvel gert, og „Hægt hníg- ur sól“ fögur stemmning. „Förunautur" er eitt af snilld- arljóðum bókarinnar, en „Kreppa“ sýnist mér það lakasta. „Yfir blikandi höf“, sem er síð- asta kvæðið, er eitt af þeim beztu: „Er náttskýjaknerrirnir brunuðu húmsins bláfirrð með brjóstið kvöldroða vafið, ég dreymdi mig burt frá bænum og öllum heima og barst út á skínandi hafið“. Ómur hafsins varð ómálga rödd míns hjarta undinn þess bljúgustu vonum og leyndustu sorg. Eggjan, sem bauð að kætast hvorki né kvarta, kvölin, sem deyddi friðinn í hugar míns borg. Þrálátur niður, sem karpaði kergju í daginn og kapp í minn stopula vilja. Barnshugans máttugi, myrki tregagrunur, að manns er að þola og skilja“. Enn er ónefnt kvæðið: „Sögnin um Þessevs", sem er mjög at- hyglisvert. Ég býst við að endir þess verði mörgum minnisstæð- ur, enda snilld: „Því finnst mér þú, Aþena, nefna nöfn vor og segja: — Þeir sem nenna að lifa og þora að deyja, skapa einir þau verk, sem á jörð eru nokkurs nýt.“ Því verður víst ekki mótmælt, að Sigurður Einarsson hafi nennt að lifa, og það hygg ég, að hann muni verða í hópi þeirra sem þora að deyja — er nauðsyn krefur. margir, þeirra á meðal margir af þekktustu og mikilhæfustu kvik- myndaleikendum sem nú eru uppi, svo sem Charles Laughton, sem leikur aðalhlutverkið í fyrstu sögunni af frábærri snilld, David Wayne, Anne Baxter, Gregori Rat off, Fred Allen, Oscar Levant, Jean Crain og Farley Granger o. fl. o. fl. — Ég sá ekki þes^a mynd þegar hún var sýnd hér á árum áður og er því .þakk- látur Nýja bíói fyrir að hafa tekið hana aftur til sýningar, því að myndin, eða réttara, myndirnar allar eru afbragðsvel gerðar, vel á efninu haldið og leikurinn allur hinn ágætasti. Tel ég ekki nokk- urn vafa á því að myndin verði mikið sótt nú eins áður, enda ,er hún vissulega þess virði. Ego. 4- KVI KMY N Dl R *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.