Morgunblaðið - 19.01.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.01.1958, Qupperneq 6
6 MOnCUTS Til. 4 ÐIÐ Sunnud. 19. janúar 1958 lílfar Þórðarson lœknir: ,Hvernig hafið þið farið að þessn ?’ ÞAÐ er ekki ætlunin með þess- um línum að ræða um allar þær framkvæmdir sem hæst hef- ur borið undanfarin ár í heil- brigðismálum höfuðborgarinnar. Hvorttveggja er að það hefur þeg ar verið gert skilmerkilega í dag- blöðunum og svo hitt að verkin sjálf tala hér öðru betur til þeirra, sem vilja sjá og skilja. Það ætti að vera óþarfi að minna Reykvíkinga á Heilsuverndar- stöðina, sem undanfarið hafa átt þess kost á og notfært sér varn- ir gegn lömunarveikinni í þeirri stofnun, þar sem þessar ráðstafanir voru framkvæmdar. Þeir vita að hér er hjúkrunar- spítali borgarinnar til húsa með lyflæknisdeild, sem vel er sam keppnisfær við beztu deildir er- lendis af tilsvarandi stærð. Slysa varðstofan, sem tekur á móti fjölda manns daglega, er hér líka til húsa, er í alla stað eins fuil- komin og vel búin og tilsvarandi staðir í stórborgum erlendis. Um barnaverndina og berklavarn- irnar, sem einnig eru hér til húsa, er óþarfi að ræða. Svo grónár eru þessar stofnanir orðnar í bæjarlífinu. Sama er um ráðlegg ingarstöð barnshafandi kvenna og geðverndarstöðina. Nú má segja að hið ágæta starfslið þess- ara deilda hafi fengið þau skil- yrði til starfs, er fullnægja hæfi- leikum þeirra. Einnig er hér til húsa skrifstofa borgarlæknis fyr- ir margþætta starfsemi embættis- ins. AJIt þetta er velflestum kunnugt og óþarfi að kynna í einstökum atriðum. Við skulum athuga í þess stað nokkrar hlið- ar á næstu stórframkvæmdum bæjarins á heilbrigðismálasvið- inu, en það er Bæjarsjúkrahúsið, sem nú rís óðum upp suður í Fossvogi. Sjúkrahús ætti fljótt á litið ekki að vera svo erfitt við- fangsefni fyrir húsameistara og starfslið þeirra. Þessu er þó ekki þannig varið. Til þess að tryggja gott fyrirkomulag, sem gen auðvelt að skipuleggja og sam- ræma verk starfsliðsins þarf að leggja mikla vinnu og nákvæmni fram áður en endanlegar ákvarð- anir eru teknar. í þessu sambandi er það Ijóst, að ekki er nóg að hugsa um ástandið eins og við þekkjum það í dag, heldur þaif hér að skyggnast inn í framtíð- Vinnið oð sigri Sjólfstæðis- flokksins Allt Sjálfstæðisfólk í Reykja- vík er hvatt til að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn bæði á kjör- degi og fyrir kjördag. Skrásetning á sjálfboðaliðum fer fram í skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Sjálfstæðishúsinu dag lega kl. 9—12 og 13—19. Fólk er áminnt að láta skrá sig til starfa sem fyrst. Kefln- vík Úlfar Þórðarson ina eftir því sem bezt verður hægt að gera sér grein fyrir, hverja stefnu læknisfræðin eða öllu heldur hinar ýmsu greinar læknisfræðinnar kunni að lík- indum að taka, á næstu áratug- um. Snöggar breytingar og fram- farir hafa orðið í læknisfræðinni undanfarin ár, og hillir undir aðrar ef til vill ennþá mikil- vægari. Þær framfarir verðum við að tileinka okkur eða gera mögulegt að notfæra okkur þær í hinum nýju sjúkrahúsum. Að þetta tekur alveg sérstaklega til jafn fátækrar þjóðar og við er- um, ætti að vera öllum ljóst og er sjálfsagt að viðurkenna það En hvað sem því líður, hvernig tekst að leysa þann hnút, þá er hitt Ijóst, að sú meginregla er vafalaust rétt, sem fylgt hefur verið af bæjaryfirvöldunum fram til þessa, að gera strang- ar kröfur til húsbygginga sinna, hvað snertir vöndun og frágang og láta það ekki hafa nein áhrif á sig þó það betra sé í bili dýrar a en það lélegra. Viðhaldskostnað- ur og rekstur stofnana af þessu tagi eru atriði sem eru þyngri á metunum en yfirleitt er álitið Þetta hafa bæjaryfirvöldin gert sér ljóst og eiga þakkir skilið fyrir það. Með þessa vitneskju í huga er skemmtilegt að geta þess að í sumar er leið sýndi ég erlendum lækni sérstaklega ým- islegt af því, er ég hefi nefnt hér að ofan og auk þess bæinn almennt. Að lokum sagði hann við mig: — Eftir að hafa séð allt það, sem fyrir augun hefur borið í dag, langar mig til að fá svar við einni spurningu, sem í rauninni eru margar spurningar: Hvernig hafið þið farið að þessu? —- Þannig spurði maður, sem er þegn þeirrar þjóðar, sem öðrum fremur er annáluð fyrir dugnað og framkvæmdir og smekk í framkvæmdum. Þessi maður hef- ur auk þess, á síðustu árum, haft alveg sérstakt tækifæri til að fylgjast með uppbyggingu mann- virkja og er ekki óvanur að sjá röskleg handtök og vel unnin verk. Það er óblandin ánægja á slíkri stund að vera Reykvík- ingur. Haiadtökur á Spáni MADRID 18. jan. (Reuter). — Spænska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að 44 spænskir borgarar hefðu nýlega verið hand teknir í borgunum Madrid, Sara- gosa og Valencia. Þeir eru sak- aðir um að hafa stofnað í landinu kommúnistadeildir, sem hlýði fyr írmælum frá Moskvu. í tilkynningu ráðuneytisins segir, að hinir handteknu viður- kenni að þeir hafi hlýtt fyrirmæl- um frá Moskvu í póiitísku starfi sínu. Nokkrir hinna handteknu höfðu ólöglega verið þátttakend- ur í æskulýðsmóti kommúnista í Moskvu. Þar að auki voru full- trúar þeirra á kommúnistaráð- stefnunni, sem haldin var í Prag í vetur. Segir í tilkynningunni, að for- ráðamenn alþjóðakommúnismans hafi fyrirskipað þessu fólki að leynast í stúdenta- og verkalýðs- félögum Spánar og framkvæma þar undirróður, sem stefndi að ringulreið. Meðal annars hafði hópur þessi samið áætlun um „þjóðlegan vakningardag", sem skyldi fólg- inn í því, að efna til mótmæla- aðgerða og verkfalla. Hinir handteknu voru 27 i Madrid, 13 í Saragosa og fjórir í Valencia. Þeir höfðu víðtæk og náin samskipti við aðalstöðvar kommúnista í Moskvu og Prag, áttu m. a. mikil bréfaviðskipti austur á bóginn. „Allir eru sammála um nauðsyn þessarar verksmiðju" þegar Faxa-verksmiðjan var óska- barn Framsóknarmanna SÚ var tíðin að Faxa- verksmið^an 1 Örfirisey var óskabarn Framsókn- armanna í bæjarstjórn og utan hennar. Fyrir 10 árum síðan var það eitt aðaládeiluatriði Tímans á hendur meirihluta- stjórn Sjálfstæðismanna að Reykjavíkurbær skyldi ekki ráðast 1 bygg ingu þessarar verk- smiðju einn, heldur að- eins leggja að nokkrum hluta fé í hana. En nú er þessi tími lið- inn. Nú eyðir Tíminn stórum hluta af forsíðu sinni til þess að skrifa um Faxa-hneyksli og til- lögur Þórðar Björnsson- ar um að Reykjavíkur- bær selji hluta sinn í Faxa, enda sé ekki annað en tap af verksmiðjunni. f þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja stuttlega upp af- stöðu Framsóknarmanna til Faxa verksmiðjunnar, um það bil sem hún var stofnuð. Árið 1948 töldu Framsóknar- menn sjálfsagt að þessi síldar- sbrifar úr 1 daglega lifinu j KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðismanna á Suðurnesjum er í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík og er hún opin dagiega frá kl. 10 tit 10. — Sími 21. Sjálfstæðismenn á Suðurnesj- um er hvattir iil að hafa sam band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi kosn ingarnar. Allir á sjó VELVAKANDI brá sér inn í eina af bókaverzlunum bæjar ins fyrir nokkrum dögum til að líta á blöðin, sem komu með Gullfossi. Þar var þá fyrir góð- kunningi hans, — maður, sem ber hag lands og þjóðar mjög fyrir brjósti og hefur því allra manna mestar áhyggjur sem eðlilegt er. Hófst nú samtal, sem var eitt- hvað á þessa leið: Kunninginn: „Það er mikið af Færeyingum á götunum þessa dagana.“ Velvakandi: „Já, eru þeir ekki að fara á skipin?" Kunninginn: „En þetta er orðið stóralvarlegt, maður“ Velvakandi: „Já, ástandið er ekki gott.“ Kunninginn: „Þetta er í raun- inni bæði skömm og skaði. Veiztu, hve mikinn hluta vinnulaunanna þarf að greiða í útlendri mynt?“ Velvakandi: „Nei, blessaður vertu.“ Kunninginn: „Þú hefur heyrt þetta með þegnskylduvinnuna.“ Velvakandi: Ha?“ Kunninginn: „Nú, hvað er þetta. Veiztu ekki, að mönnum hefur dottið i hug, að skylda alla unga menn til að vinna um tíma á fiskiflotanum." Velvakandi: „Nei, þetta hefur þig dreymt einhvern tíma, þegar þú hefur oltið sofandi fram úr rúminu." Kunninginn: „Er það nokkuð vitlaust að láta t. d. unga og röska menn á aldrinum 18—25 ára vera eina 12—18 mánuði á sjó? Jafn- aldrar þeirra erlendis eru í hern- um. Og ætli væri ekki líka gott, að þeir, sem eru einhvers staðar á milli þess að vera hálfþrítugir og fertugir, tækju sér nokkurra vikna skorpu einhvern tima tii að þvo af sér hátíðleika þess, sem er að þokast nær miðjum aldri og gigtinni?" Og svo brá kunninginn sér út fyrir dyrnar og var horfinn í bylinn. En Velvakandi fór að hugsa sér, hvernig hann og ýmsir aðrir myndu líta út um borð í vélbáti einhvers staðar úti á Sviði í myrkri, særoki og veltingi. Líklega lægju þessir sjómenn spýjandi fram á lunninguna í stað þess að vinna heiðarlega að því að afgogga. Þessi mynd er ekki sérlega glæsileg, og senni- legt er, að lítið gagn yrði að mörgum landkröbbum um borð í bátum og togurum. En skortur sá, sem nú er á íslenzkum fiskimönnum, er vissu lega mikið vandamál. Á sl. ári voru 1300—1400 Færeyingar á flot anum, og þurfti að greiða 15—20 milljónir króna af kaupi þeirra í erlendum gjaldeyri. Manneklan fer bráðum að verða erfiðara vandamál en peningaleysið, og er þá mikið sagt. Þegar þar við bætist fiskileysið, er ekki von á góðu fyrir útgerðarmenn, sjó- menn og allan landslýð. Á þingi kom í vetur fram frum varp til laga frá þeim Sigurði Ágústssyni, Birni Ólafssyni og Kjartani J. Jóhannssyni, þar sem lagt er til, að fiskimenn verði undanþegnir ríkissköttum. Það myndi gera atvinnugreinina eftir sóknarverðari. Þetta ráð og önn- ur, sem leiða til þess að menn sjái sér hag í að fást við sjó- mennsku, eru vænlegri til árang- úrs en þegnskylduvinna eða sjó- skylda. Liggja til þess ýmsar or- sakir, sem hér verða ekki frekar raktar. Aðalatriðið er þetta: Hér er um mikið vandamál að ræða, sem leysa verður fyrr en seinna. Til þess verður að beita aðferð- um, sem eru í samræmi við lög- málin á vinnumarkaðinum. verksmiðja yrði reist og að Reykjavíkurbær ætti skilyrðis- laust að eiga hana einn. Tíminn var mjög margoi'ður um þetta á þeim tíma. Þá taldi hann alveg óhætt að treysta á sildina í Hval- firði og hinn 5. apríl 1948 birti Tíminn mjög stórletraða fyrir- sögn á forsíðu svohljóðandi: „Það er skoðun mín að síldin komi í Hvalfjörð á hverju ári“. Þessi orð eru höfð eftir skipstjóra, er blaðið átti viðtal við. Þann 17. apríl sama ár segir svo Tíminn, að skiptar skoðan- ir muni vera um það, hvort rétt sé að bærinn gefi útgerðarfélagi kost á þátttöku í verksmiðjunni og síðan segir blaðið: „Allir munu sammála um nauðsyn þess að hér verði byggð síldarverksmiðja og er það þakk arvert að bæjarstjórnin skuli hafa unnið ósleitulega að mál- inu, enda þótt deilt kunni að vera um einstölc atriði“. Bærinn á að eiga hana einn Hinn 4. september 1948 segir Tíminn frá bæjarstjórnarfundi, sem var 2. september þar sem Faxa-verksmiðjan var til um- ræðu. Segir blaðið svo um af- stöðu fulltrúa Framsóknarflokks ins til Faxa á þeim fundi: „Á fundinum henti Sigurjón Guð- mundsson á, að rétt hefði verið að bærinn ætti verksmiðjuna einn“. Sigurjón Guðmundsson var þá, eins og áður segir bæjar fulltrúi fyrir Framsóknarflokk- inn, en hann er nú ráðsmaður Tímans. „Rakið gróðafyrirtæki*1 Það má halda lengra áfram að rekja dýrðarrollu Tímans um Faxaverksmiðjuna frá því fyrir 10 árum. Þann 16. apríl 1948 seg- ir blaðið m.a.: „Virðist hér vera um rakið gróðafyrirtæki að ræða fyrir bæinn, ef hann tekst einn á hendur að reka og reisa það“. Nú er hins vegar Faxaverk- smiðjan orðin að „hneyksli bæjar stjórnaríhaldsins", eins og Tím- inn tekur til orða í blaðinu í gær! Þetta eru hinar venjulegu Tíma-aðferðir. Þegar síldin óð uppi í Hvalfirði og allir voru sammála um að rétt væri að byggja verksmiðjuna, þá átti Tím inn ekki nógu sterk orð um, hversu sjálfsagt þetta væri og að bærinn ætti meira að segja að eiga verksmiðjuna einn! En þegar allar vonir hafa brugðizt, síldin hefur ekki komið, og tap orðið á verksmiðjunni, þá er öllu snúið upp á „bæjarstjórnaríhaldið" og málið gert að sérstöku rógsefni á hendur Sjálfstæðismönnum. Þannig er framkoma SÍS- flokksins í bæjarmálunum og ætti Reykvíkingum að vera aug- ljóst að þeir hafa ekkert með full trúa SÍS að gera í bæjarstjórn. — Eftir þann 26. janúar á enginn Tíma-maður þar að vera. Það ættu Reykvíkingar að sjá um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.