Morgunblaðið - 19.01.1958, Side 8

Morgunblaðið - 19.01.1958, Side 8
8 MORCllN RT. AÐIÐ Sunnud. 19. janúar 1958 Garðurinn við Fríkirkjuveg varð til við sameiningu margra garða í einn stóran og vel skipu lagðan garð. „Að annast blómgvaðan jurfagarð" á götum og stígum. f fyrrasumar var fullgerð skjólhæð í garðinum, en það eru höfuðerfiðleikarnir við ræktun á þessum stað, hve þarna er næðingssamt og jarð- vegurinn er heldur ekki góður. Þó hefur nokkuð verið úr því bætt með því að flytja nýja gróð- urmold í garðinn. Ef allt fer að vonum breytir Tjarnargarðurinn verulega um svip á næstu árum, það eru nú sjáanlegar framfarir á gróðrinum og við vonumst tii að á því verði framhald. Um Fríkirkjuvegsgarðinn er það að segja, að hann er nú nokk urn veginn í þeirri mynd, sem honum er ætlað að vera. Arnar- hólstúnið á að vera opinn og grasivaxinn staður í svipaðri mynd og nú er, eins konar minjar um hið gamla Reykjavík- urland, og merki um þjóðveginn forna, sem lá niður í bæ, sjást enn við Arnarhól. Gamli Gróðrarstöðvargarður- inn var umskapaður á sl. ári. Þá var hann opnaður almenningi í sambandi við 90 ára afmæli Einars Helgasonar garðyrkju- manns og kallast nú Einarsgarð- ur. Svo er komið að hinum helga stað í hjarta Reykjavíkur, sem er Austurvöllur, sagði Hafliði Jónsson. Austurvöllur liggur lágt og vill þess vegna oft vera á hon- um vatn. Þyrfti að hækka Austur völl, en það er rétt að geta þess, lögð“ frá náttúrunnar hendi. Það eina sem okkur ber að gera, er að klæða hana gróðri. Við eigum að varðveita hana fyrir ókomnar kynslóðir án allra meiri háttar mannvirkja, sem orkað geta tvímælis, en okkur er skylt að sýna henni alúð með því að hylja berangur hennar, og fyrirbyggja áframhaldandi veðrun og jarð- vegsfok. Og það er einmitt þetta sem við erum að gera um þessar mundir á Öskjuhlíð. Það er sann- færing mín að seinni tíminn verði okkur þakklátur fyrir. Nú í sumar verður sáð grasfræi í uppfyllinguna í Vatnsmýrinni, og garðskúrarnir úr Gróðrar- stöðvar- og Aldamótagörðum eiga allir að hverfa á þessu vori. Þess mun því ekki langt að bíða að samfellt grænt svæði verði frá Tjörninni upp á Öskjuhlíð. Klambratúnið Á þessu stigi er ekki mikið hægt að segja um framtíð Klambratúns vegna þess að enn hafa ekki verið teknar endanleg- ar ákvarðanir um skipulag svæð- isins, á grundvelli þeirrar sam- keppni, sem farið hefur fram um það. Á Klambratúni eru miklir möguleikar. Það er stórt svæði með djúpum jarðvegi, sem mætti breyta í fallegan garð. Fegrað í kringum opinberar byggingar Nú er reynt eftir föngum, að Rœktunin í Reykjavík er fil gagns og prý&i unni, en um hana verður ekki rætt hér. Tíðindamaður Morgunblaðsins hefur átt tal við Hafliða Jónsson, garðyrkjuráðunaut Reykjavíkur, og fengið hjá honum ýmsan fróð- leik um fegrun bæjarins og garð- rækt bæjarbúa. Það er eins með þetta efni og mörg önnur, sem varða Reykjavíkurbæ, að þeim verða ekki gerð nein tæmandi skil í stuttri blaðagrein. Hætt er við, að slík yfirlit verði oft á tíðum ekkert annað en upptaln- ing, eða lítt læsilegur sam- tíningur, sem sízt er samboðinn skemmtilegu og fróðlegu efni. Þess verður líka fljótt vart, þeg- ar farið er að tala við Hafliða Jónsson, að hann hefur frá mörgu að segja, enda er sú starfsemi, sem hann sér um, ákaflega marg- breytileg. En nú skal komið að efninu og hefst nú samtalið við Hafliða: Ræktunin eykst stöðugt Ræktunin eykst stöðugt, segir garðyrkjuráðunauturinn. Árið 1948, eða fyrir 10 árum nam rækt unin á opnum svæðum og í skrúð görðum alls um 5 ha. lands. Árið 1955 var þetta orðið þrefaldað, eða komið upp í 15 ha. og í lok síðasta árs upp í 20 ha. Þannig hefur ræktunin fjórfaldazt á 10 árum. Þessar tölur ná aðeins til þeirra svæða sem bæjarfélagið hefur ræktað. Hlutur bæjarbúa sjálfra í fegrun bæjarins fer hrað vaxandi og má sjá margan fagran skrúðgarð við íbúðarhús hér I Reykjavík. En bæjarbúar eru einnig ötulir við matjurtaræktun. Á sl. sumri munu hafa verið ræktaðar mat- jurtir í 49 ha. lands og höfðu 1256 bæjarbúar þá fengið sér út- hlutaða garðbletti til ræktunar. Kartöfluuppskeran mun sl. sum- ar hafa numið 10 þúsund tunnum og er það gott búsílag fyrir bæjar búa. Skrúðgörðunum fer sífellt fram Aðalgarðarnir eru Fríkirkju- vegsgarðurinn, sem var opnaöur fyrir 3—4 árum og Tjarnargarð- urinn eða Hljómskálagarðurinn, sem svo er kallaður. í Tjarnar- garði hafa miklar endurbætur verið gerðar og trjárækt verið aukin verulega. Vatn hefur verið lagt í garðinn og fyrirhugað er að gera þar miklar endurbætur Samtal við Hafliða Jónsson garðyrkjuráðunaut GRÆNU, ræktuðu blettunum í Reykjavík fjölgar sífellt og sumir þeirra hafa stækkað og eiga enn eftir að stækka til muna. Blómin, sem vegfarendur í Reykjavík sjá á ýmsum opnum svæðum, verða alltaf meira og meira áberandi með hverju sumri. Tegundum blómanna fjölgar árlega og litirnir verða margbreytilegri. Fyrir tilkomu blómanna og hinna grænu svæða í Reykjavík verða bæjarbúar fyrr varir vors- ins, en ella. Garðarnir við húsin taka líka árlegum framförum. Fleiri og fleiri bæjarbúar telja sér „yndis- arð, að annast blómgvaðan jurta- garð“. Trén hækka í görðunum, sem bæjarfélagið sér um, og ýms- ar nýjar tegundir bætast í hóp- inn. Hér er bæði um garðrækt í eiginlegum skilningi og skóg- rækt að ræða, sem eru til feg- urðar og skjóls í höfuðstaðnum. Fyrir utan Reykjavík sjálfa eru svo hin stóru garðlönd, sem bæj- arfélagið hefur úthlutað, en þar hafa bæjarbúar mikla matjurta- rækt með höndum. Svo eru sum- arbústaðalöndin, sem Reykjavík- urbær úthlutar uppi við Rauða- vatn og víðar. Loks er svo sjáif Heiðmörk, sem er sólskinsblettur Reykvíkinga úti í sjálfri náttúr- Fleiri og fleiri njóta sumars cg sólar í baðstaönum í Nauthólsvík. Austurvöllur. Þar er umgengnin bezt, enda telja Reykvíkingar hann eins konar „helgan stað“ í hjarta bæjarins. að þar er umgengnin bezt, þar er grasinu ekki spillt af traðki, og er sjáanlegt að bæjarbúar, vilja um- gangast þennan stað af nær- færni. Hvernig verður með Öskjuhlíðina? Á sl. sumri voru þúsundir trjá- plantna gróðursettar í Öskjuhlíð og einnig þúsundir harð- gerra, fjölærra jurta. Grasflöt var fullgerð meðfram hitaveitu- stokknum, og landið vestan við Leynimýri undirbúið til ræktun- ar. Vegabætur voru gerðar og uppfylling við geymana, og er nú komið tún í kringum þá. Ræktun Öskjuhlíðar verður haldið áfram af fullum krafti nú í sumar og hef ég í hyggju að gefa fólki kost á að koma þangað á góð- viðrisdögum og leika sér í töðu- flekkjum. Efast ég ekki um að það verði vel þegið, ekki hvað sízt af yngstu borgurunum. Nokkuð hefur verið um það rætt að nauðsyn beri til að efna til samkeppni um skipu- lag Öskjuhlíðar. Ég tel að Öskju- hlíðin sé nægilega vel „skipu- búa vel að landinu 1 kringum skóla og opinberar byggingar, enda sjást þess allvíða merki í bænum. Haldið verður áfram ræktun í kringum Heilsuverndar stöðina og vonandi verður farið á sama hátt með lóðina í kring- um Sundhöllina, en þar þarf að rýma til. Á lóð Austurbæjar- barnaskólans er búið að planta trjágróðri og nú verður væntan- lega farið að jafna lóðina og sá í hana grasfræi. Sérstakur þáttur í þessu er um- búnaður í kringum skóiana og má í því sambandi taka Laugar- nesskólann sem dæmi. f kringum skólann á að vera garður, sem gegnir ýmsum hluverkum, eða er í senn almenningsgarður, baj-na- leikvangur fyrir hverfið, kennslu garður fyrir skólann og útileik- vangur fyrir skólabörnin. Þarna er um nýtt fyrirkomulag að ræða. Nú er búið að framkvæma megn- ið af undirbúningsvinnunni og í vor verður plantað gróðri í þenn an garð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.