Morgunblaðið - 19.01.1958, Page 11

Morgunblaðið - 19.01.1958, Page 11
Sunnud. 19. janúar 1958 MORCUNBLAÐIÐ 11 Nú er búið að rífa Sölvhól, en fyrir 100 árum bjó mikill hluti bæjarbúa í slíkum húsakynnum. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 18 janúar 100 ára móti nú losnað við Hermann, ef hún tekur nógu eindregna ákvörð un um það við almennar kosn- ingar. Bæjarstprnar- kosningar á 100 ára fresti Margt er ólíkt með Reykjavík nú og var fyrir 100 árum. En svo vill til, að í janúar 1858 var kosið í bæjarstjórn, eins og einnig skal gera nú. Þá var aðeins sæti eins bæjarfulltrúa laust, og var kosið í það strax 2. janúar. Sá, sem kosinn var, hlaut 7 atkvæði. en 11 greiddu atkvæði alls af þeim 55, sem voru á kjörskrá. Við bæjarstjórnarkosningarnar í janúar 1958 eru hér í Reykjavík 39.657 menn á kjörskrá. Sú tala kann eitthvað að breytast, þegar kærur eru úrskurðaðar. Enn get- ur enginn sagt um, hversu margir munu að þessu sinni neyta kosn- ingaréttar síns. Vonandi verða þeir sem allra flestir. Munurinn á Sjálfstæðismö m- um og andstæðingum þeirra lýsir sér í ýmsu. Einna eftirtektarverð astur er hann þó í því, að Sjálf- stæðismenn óska þess, að sem allra flestir greiði atkvæði. And- bóta á frumvarpinu frá þvi, sem ] upphaflega var. Þá voru t. d. lagðar þungar sektir við því, ef eiginkona gerðist svo djörf að trúa manni sínum fyrir því, að hún hefði farið á kjörstað og neytt þar atkvæðisréttar síns. Sjálfsagt hafa margir stjórnar- gæðinganna verið farnir að hlakka til allra bitlinganna, sem úthlutað yrði, þegar fara ætti að framkvæma þvílíka löggjöf. En á þessu gugnuðu stjórnarherr- arnir, svo að nú er heimilt að veita allar upplýsingar um það, hvort maður sjálfur eða aðrir eru búnir að kjósa. Einungis má ekki skrifa þvílíkar upplýsingar niður inni í kjördeild. Afleiðing þeirrar breytingar verður sú, að kjósendur, sem bún ir voru að kjósa og áður höfðu líkur til þess, að vera ekki eftir það ónáðaðir af hálfu flokkaua um að sækja kjörfund, verða fyr- ir miklu meira ónæði en nokkru sinni fyrr. Lagabreytingin skapar því líkur fyrir auknum ófriði á kjördegi, þvert ofan í það sem sagt var. Eftir sem áður er heimilt að afla og veita allar venjulegar upplýsingar í heimahúsum og greiða fyrir flutningi kjósenda ingahömlunum er fyrst og fremst beint gegn þeim. Þeir munu svara fyrir sig á þann eina veg, sem verðugur er og núverandi vald- hafar skilja. Það er með því að fjölmenna á kjörstað og greiða atkvæði þeim sem allur fjöldinn telur helzt, að trausts séu verðir. Ef nógu margir kjósa, þá er sigur 'Sjálfstæðismanna hér í Reykja- vík vís. Enginn skyidi þó haldinn of mikilli bjartsýni. Margvíslegar hættur steðja að. . Veðrahamurinn að undanförnu sýnir, að vel getur á þessum árs- tíma viðrað svo, að verulega dragi úr kjörsókn. Af þessum sök um vildu Sjálfstæðismenn láta lögbjóða eða a. m. k. veita heim- ild til, að kjósa mætti á tveimur dögum. Upphafsmaður þeirrar skynsamlegu tillögu var Jón al- þingismaður frá Akri. A þetta mátti stjórnarliðið á Alþingi ekki heyra minnzt. Mikil kjörsókn er eitur í þess beinum og þess vegna sameinaðist allur sá hópur um, að fella tillöguna. En kjósendur munu ekki láta stjórnarliðinu takast að gera óveðrið að banda- manni sínum. Þeir munu sækja kosninguna af þeim mun meira kappi sem örðugleikarnir eru fleiri. ÞEIM, sem hlýddu á samtalið við Sigríði Helgadóttur á Grímsstöð- um í útvarpinu sl. miðvikudag, mun -seint falla það úr minni. Sigríður á til góðra að telja, var gift gegnum manni, reynzt merkiskona og margt j mætra manna rekur ætt sína til hennar. Þrátt fyrir erfiðleika og vonbrigði mannlegs lífs, getur hún þess vegna horft með ánægju yfir farinn veg. Sú vegferð er nú orðin löng, og einungis fáir endast svo lengi. Hagstofan hefur ekki í svipinn handbært, hversu margir-íslend- ingar séu 100 ára eða eldri. En 1. desember 1956 voru þeir 6. Hinn elzti þeirra var þá rúmlega 101 árs. Hann er enn lifandi og þvi nú kominn nokkuð á 103. árið Það er Kristján Jóhann Jónsson fyrrum bóndi í Lambanesi í Fljót um, margreyndur röskleikamað- ur, léttur í lund og 12 barna faðir, sem myndarlegur hópur er nú kominn af. Fylking þeirra, sem ná svo háum aldri, er að vísu ekki stór, en þó fer hún stækkandi. Fróðir menn telja t. d., að það hafi ekki verið fyrr en á sl. sumri, sem nokkur maður fæddur í Reykja- vík náði 100 ára aldri. Það var Pétur Hafliðason beykir, sem andaðist nú rétt fyrir áramótm. Pétur bjó þó ekki alla sína ævi hér í bæ, heldur fór víða um lönd. dvaldist t. d. um skeið í Suður- Afríku og sá því margt. En fyrir meira en 60 árum hélt hann aftur til föðurtúna, var búsettur hér í bæ lengst af síðan, og eru afkomendur hans gerðarfólk. Þess ber þó að minnast, að ekki er Hermann forsætisráð herra nú vegna vinsælda sjálfs sín eða Framsóknarflokksins. u val Hann nýtur ekki einu sinni ein- hefur ’sjálf I huSa stuðnings flokks sins, þótt svo sé látið í aimanna áheyrn. Og jafnvel þótt svo væri, þá fékk flokkurinn við síðustu kosn ingar ekki nema 15,6% atkvæða. Vegna kosningasvindlisins sýnir sú tala að visu ekki alveg rétta mynd af raunverulegu fylgi Fram sóknar. Víst er samt, að það er innan við 20%, þ. e. einungis Vs hluti kjósenda fylgir Framsókn. Stöðu sína hefur Hermajm því fengið með valdabraski og rang- indum. Að því leyti er munurinn á honum og Trampe fyrirrennara hans í stjórnarráðinu e. t. v. minni en í fljótu bragði virðist. Sannast þá enn franski málshátt- urinn, að því meira sem breytist, haldist allt í sama horfi. Reykjavík nú fjölmemtari r en allt Islaml rir arum rampe pa enn stiftamtmaður Þeir, sem lifað hafa síðustu hundrað árin, hafa þó ekki þurft að fara í aðrar álfur til að sjá miklar breytingar og margvísleg umskipti. Sigríður á Grímsstöð- um var t. d. orðin 16 ára á þjóð- hátíðinni 1874 og rúmlega tvítug, þegar Jón Sigurðsson forseti dó. Þegar hún fæddist, var Trampe greifi stiftamtmaður enn æðsti valdamaður innanlands. Hinn sami, er hleypti upp þjóðfund- inum 1851 og einna minnstra vinsælda hefur þess vegna notið af valdamönnum hérlendis. Nú er Hermann Jónasson tign- astur maður í stjórnarráðinu, hinum sömu vistarverum, þar sem Trampe réði húsum fyrir 100 árum. Fjarri fer þvi að öllum líki við Hermann, en engir mundu þó vilja skipta á honum og Trampe greifa. Enda urðu ís- lendingar að sitja uppi með Trampe, þótt þeir teldu að hann hefði freklega brotið á þeim lög og landsrétt. Þjóðin getur aftur á Trampe greifi. Hermann Jónasson. Ilúsráðendur i stjórnarráðinu með hundrað ára millibili. Að öðru leyti er mjög ólíkt um að litast nú eða var, þegar þeir, sem 100 ár hafa lifað, litu fyrst dagsins ljós. Þá voru allir íslend- ingar um 66.000. Nú munu þeir vera 165.500. Árið 1858 bjuggu í Reykjavík um 1400 manns, eða liðlega 2,1% allra íbúa landsins. Nú munu bú- settir hér um 66.800 manns eða um 40,4% allra landsmanna, Sú var tíðin, að sumir héldu landið ekki byggilegt fyrir mun færri menn en hér lifðu þó fyrir 100 árum. Nú liður þeim hundrað þúsundum, er bætzt hafa við á aldarbili, ólíkt betur en þeim sextíu og sex þúsundum, sem hér voru þá. Munurinn til bóta á lífskjörum er miklu meiri hér en í öðrum löndum, sem spurnir eru af. Til þeirrar gerbreytingar eru margar og ólíkar ástæður. Vöxt- ur og viðgangur Reýkjavíkur á ekki sízt mikinn hlut þar að. Von andi halda íslenzkar sveitir ætíð áfram að blómgast. Þar á ís- lenzk menning og lífsþróttur ræt- ur sínar. En íslendingar mega ekki vera án þess styrkleika, sem fólginn er í þéttbýlinu. Andi frels is og atorku, sem ætíð hefur mót- - að Reykjavík, hefur og ekki orðið j henni einni til góðs, heldur aliri 1 íslenzku þjóðinni. stæðingarnir hafa beyg af mik- llli kjörsókn og settu fyrir jólin af skyndingu lög, sem m. a. hafa þann tilgang að torvelda kjör- sókn. Upplýsingar má gefa Hinar nýju kosningahömlur eru ærið varhugaverðar, eins og þær eru. Þó knúðu Sjálfstæðis- menn fram ýmsar breytingar til á kjörstað og annað þvíumlíkt. Nauðsynlegt er, að kjósendur átti sig á þessu, því að viðbúið er, að stjórnarliðar, sem fæla vilja kjósendur frá kjörstað reyni að villa um fyrir þeim í þessum efnum sem öðrum. Óveður versta hættan Reykvíkingar munu áreiðan- lega gera sér grein fyrir, að kosn Ofurveldi SÍS lllviðri og ófærð eru og ekki einu bandamennirnir, sem stjórn arliðið treystir nú á. Einn af frambjóðendum Alþýðuflokksins sagði hinn 10. janúar í Alþýðu- blaðinu svo: „í dag verður sú skoðun al- mennari meðal Alþýðuflokks- manna, að SÍS hafi náð undir sig meira peningavaldi, en samrýmst geti lýðræðislegu stjórnarfari í eins litlu þjóðfélagi og íslenzka þjóðfélagið er. Ef SÍS safnar mest öllum atvinnurekstri og fjár magni á sínar hendur, fer að þrengjast um pólitíska frelsið.“ Þessi orð eru ekki sögð út í bláinn heldur af manni, sem gjör þekkir það, er hann talar um. Nokkrir hinna yngri forystu- manna Alþýðuflokksins náðu kosningu til Alþingis sumarið 1956 á vegum Framsóknar sem fulltrúar Hræðslubandalagsins. Þessir menn hafa sjálfir séð og auðvitað rætt það í sinn hóp, hvernig Framsókn hagar kosn- ingabaráttu sinni. Þar er einskis svifizt, allra sízt þess að beita fjármálavaldinu, sem SÍS hefur yfir að ráða. Þess vegna er játn- ingin frá einum af forystumönn- um hinna yngri í hópi Alþýðu- flokksins um, að „það fari að Framh. á bls. 12 Sambandshúsið stendur nú þar nærri sem Sölvhóll var áður. Stærðarmuniurinn er mikill, en þótt Fiamsóknarmenn telji flest önnur hús í Reykjavík of stór, þykir þeim sambandshúsið aidrei nógu stórt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.