Morgunblaðið - 19.01.1958, Side 18

Morgunblaðið - 19.01.1958, Side 18
18 MORGUN BLAÐ1Ð Sunnud. 19. Janúar 1958 Hlýtir hreyfillinn í bifreið yðar alla þá orku sem i eldsneytinu fellst? aukna orku og jafnari gang. Shell-benzín með I.C.A. hindrar glóðarkveikju og skammhlaup í kertum og kemur þannig í veg fyrir óþarfa benzíneyðslu og orkutap í hreyflinum. — Þér akið því lengri vegalengd á hverjum benzínlítra. SHELL-benzín með I.C.A. kraftmesta ðenzín sem völ er á Haraldur Böðvarsson : Suðvesfurlands-síldin SÍÐUSTU ÁRIN hefur veiði á þessari síld verið stunduð af miklu kappi, enda ekki að ástæðulausu, því éftirspurn til útlanda hefur verið mikið meiri Ien hægt hefur verið að fullnægja bæði fryst og söltuð. Veiðarnar fyrir áramótin gengu að vísu nokkuð skrykkjótt og á veðrátt- an að nokkru leyti sök á því. I Varðskipið Ægir leitaði síldar fyrir flotann um tíma og var | Jakob Jakobsson fiskifræðingur leitarstjóri, og má fullyrða, að þessi hjálp flotanum til handa hafi borið góðan árangur. í mis- jafnri tíð sérstaklega er mjög mikilsvert að rannsóknarskip eins og Ægir fylgist með síld- artorfunum og bendi flotanum á hvar síldina sé að finna, því annars getur farið mjög dýr- mætur tími flotans til spillis. Rétt fyrir áramótin var mjög mikið magn af síld á miðunum sunnan og suðvestan Reykjaness og kom fyrir að bátar töpuðu öllum netunum vegna ofveiði, en nokkru síðar hvarf síldin og fannst ekki aftur á sömu mið- um. En samt sem áður þá er síldin í sjónum og það er mjög nauðsynlegt að hefja skipulagða leit að henni á ný og til þess verður að nota varðskipið Ægi, sem bezt er til þess fallið og hafa Jakob fiskifræðing sem leit- arstjóra, og til þess að leitin beri tilætlaðan árangur, þá er nauðsynlegt að hafa einn eða tvo reknetabáta varðskipinu til aðstoðar, sem leggja netin þar sem varðskipið ákveður. Síldveiðar Norðmanna byrja venjulega eftir miðjan janúar og standa fram í marz, því síldin leitar upp á grunnmið til að hrygna um þetta leyti árs. Þetta er hér á landi órannsakað mál og síldveiðar hafa ekki verið stundaðar hér á þessum tíma árs, en allar líkur benda til þess að .hægt sé að veiða mikið magn af vorgotssíld einmitt á þessum tíma, því hún hrygnir hér senni- lega á sama tíma og norska síld- in. Ýmsir álíta, að vorgotssíldin hrygni sérstaklega á Selvogs- banka, en það eru fleiri staðir sem koma til greina, t. d. hraun- in í Faxaflóa og allt um kring Reykjanesið og víðar, en þetta er sérgrein fiskifræðinganna, sem ég hætti mér ekki úti í. Ef Ægir stundaði síldarleit næstu vikur mundi fiskifræðin fá mikil vægar upplýsingar m. a. um hrygningarstöðvar vorgotssíldar- innar. Vetrarvertíðin er nú að hefj- ast, en vegna tregðu sjómanna til að ráða sig á báta, sem stunda þorskveiðar með línu og netum, þá er sem stendur útlit fyrir að margir bátar komist elcki á sjó vegna manneklu, en miklar lik- ur eru til þess að hægt verði að fá sjómenn á reknetabáta, ef síld arleit Ægis bæri árangur og gæti bent á síldina á nærtækum mið- um. Hér er um svo mikið hags- munamál að ræða fyrir þjóðar- búið, að það má ekki láta þetta renna út í sandinn vegna hirðu- leysis og ódugnaðar. Að lokum vil ég benda á, að grunur minn um að hægt sé að veiða síld á þessum tíma bygg- ist að nokkru leyti á staðreynd- um frá umliðnum árum, þar sem komið hefur fyrir að síld hafi krækzt á öngul, flækzt í þorska- neti, aflazt í botnvörpu eða skol- að inn á dekk í úfnum sjó, á tímabilinu janúar til apríl og mælzt með dýptarmælum ver- tíðarbátanna. Gleðilegt ár. Akranesi, 11. jan. 1958. Sjálf- stæðisfólk SJÁLFSTÆÐISFÓLK er vildt aðstoða við skriftir er vinsam- lega beðið að hafa samband viff skrifstofuna í Sjálfstæðishúsinu. U fankjörstaðakosning ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavik hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst- húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin trá kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. dagl, sunnud. kl. t—6. e.n. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 1, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjór- fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—iO daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 00, 2 47 53 og 1 22 48. 2 LESnOK RAiRNAN ’A LESRÓK BARNANNA S stingur kettinum undir hempulaf sitt, og fer'síð- an af stað. Hann gengur nú allan daginn yfir skóga og eyðimerkur, þangað til hann að kvöldi kemur að bæ einum.Hann ber þar að dyrum, og kemur þar út gamall maður, sem segist vera þar húsráðandi. Drengur biður hann gistingar, en segir honum jafnframt, að hann hafi ekkert til að borga honum greiðann með. „Það verður þá að gefa þér næturgreiðann“, segir karl. Síðan leiðir karlinn hann inn í bað- stofu, þar sér hann tvær konur og tvo karlmenn, var önnur kona karls, en hin dóttir þeirra. Hann lætur síðan köttinn spretta undan kápulafi sínum og bregðurþáöllum í brún, því enginn hafði séð þess konar dýr áður. Er hann nú þarna um nóttina. Um morguninn er hon- um sagt, að hann skuli ganga til hallar konungs, sem sé þar skammt frá. Kóngur sá sé góður mað- ur, og muni hann eflaust gera honum einhvern | greiða. Síðan fer drengur af stað og gengur þangað til, að hann kemur til hallar kóngs. Hann gerir boð fyrir kóng, að hann vilji finna hann, en kóngur lætur segja honum, að honum sé leyfilegt að ganga inn í höllina á sinn fund, og gerir drengur svo. Þegar hann kemur inn í höllina, sitja meun yftr borðum. Hann heilsar kóngi og hirðmönnum hans, en eitt þykir honum furðu gegna og það er það, að harm sér heilmik- inn grúa af smákvikind- um í höllinni og erú þau svo nærgöngul kóngi og hirðmönnum hans, að þau hlaupa um borð og diska kóngs og eta krásirnar með honum. Bíta þau jafn vel á honum hendurnar, svo hann hefur engan frið fyrir þeim. Voru hendur kóngs og ýmissa hirð- manna blóðugar, og eru menn að reyna að verjast I fyrir þeim og ágangi þeirra, en veitist það mjög þungt. Drengur spyr, hverju þessi ófagnaður gegni, og hvaða kvikendi þetta séu. Kóngur segir honum, að þau heiti völskur, og hafi þær í mörg ár veitt sér árásir, en hann viti ekk- ert ráð til að afmá þær. í þessu hleypur köttur- inn fram undan kápulafi drengsins og að rottun- um; drepur hann þegar hverja af annarri, en fæl- ir hinar burt úr höllinni. Kóngur og hirðmenn hans undrast þetta, og spyr kóngur, hvaða dýr þetta sé; drengur segir, að það heiti köttur, og hafi hann keypt það fyrir 6 skildinga. Þá segir kóngur: „Fyrir hingaðkomu þína og heill þá, sem mér hefur staðið af þér, skaltu mega kjósa af mér það, sem þú vilt helzt, hvort þú vilt held- ur verða æðsti ráðgjafi minn, eða eignast dóttur mína, og fá ríkið eftir mig“. Drengur kveðst mundu kjósa sér dóttur hans og ríkið, fyrst hann mætti velja. Síðan er haldið brúð- kaupið, og að því enduðu, sendir drengur eftir bændum þeim, sem höfðu hýst hann, og gerir þá að ráðgjöfum sínum, þegar hann var kominn til ríkis, eftir lát kóngs. (Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar). Kæra Lesbók. Ég sendi þér hérna sögu, um hann Rauð minn og mynd af honum. Einu sinni keypti pabbi minn rauðan hest. Hann var með fallega, hvíta blesu. Svo er hann ljós kring um munninn og nasirnar og á fótunum niður við liófana. Rauður er heldur lítill hestur. Hann ei vagnhest ur, og 1 vi þarf oft að ná í hann. Þá er vorst, h.vað hann er styggui. En l'ann er ekki stygg- ur við img, af því að eg gaf honum brauð og vandi hann á að hænast að mér. Enginn getur náð honum, ef ég get það ekki. Ef hann sér ókunnuga ætla til sín, hleypur hann um alla girðinguna. Það kem ui fyrir, að ég næ hon- Kinversk gestafíraut Teiknið þessa mynd á stífan karton eða þunn- an pappa og klippið síð- an sundur eftir strikun- um. Þá hafið þið búið ykkur til skemmtilegt leikfang, sem heitir kín- verska gestaþrautin. Gestaþrautinni má raða upp á ótal mismunandi vegu. Úr henni má gera alls konar myndir, hús, margvíslega hluti, dýr og menn í alls konar stelling- «m. Þetta mun reyna á hugmyndaflug ykkar og æfa ykkur í hugkvæmni. Til þess að sýna ykkur ofurlítið af því, sem hægt er að gera, birtum við hérna myndir af nokkrum dansandi kínverjum. Kínverska gestaþrautin er ekki auðveld og fyrst í stað mun ykkur finnast árangurinn lítill. En haldið bara áfram. Æfingin skapar meistarann. um ekki, þegar ég gleymi að taka brauð með mér. Ég eigna mér Rauð. Píann er afar góður smala hestur, og ég fæ oftast að ríða honum við smala- inennsku. Mér þykir ákaflega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.