Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. marz 1958 PELS til sölu lítið notaður. — Upplýsingar í síma 11846. — Bilskúr Bílskúr óskast til leigu. Upp- lýsingar í síma 10006. Silver Cross barnavagn TIL SÖLU Selst ódýrt. Uppl. á Háteigs- veg 20. Sími 18309. Mercedes Benz 180 árg. 1955, sérlega vel með far- inn og skemmtilegur bíll, til sölu í dag. — Aðal BÍLASALAN Aðalstr. 16. Sími 3-24-54. Laufásvegi 60. Ifefur opnað aftur. — Nýtt Permanent. — Hárskol. Lán óskast Vill ekki einhver góður maður lána 5—6 þúsund krónur. Góð- ir vextir. Trygging. Tilboð merkt: „Mikil nauðsyn—8758“ sendist blaðinu. Saxofónn Er kaupandi að nýjum eða ný- legum tenór-saxofón. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld, merkt: — „Tenor — 8760“. ÍBÚÐ Þriggja til fjögurra herberg:a ibúð óskast strax eða 1. maí. Tilboð merkt: „V 150 — 8755“, sendist afgr. blaðsins fyrir 4. marz. — Félagslynd kona óskar að komast í samband við góðan reglumann 55—60 ára. (Helzt athafnamann), er hefði ráð á góðri íbúð í bæ;i- um, og óskaði umhyggju sem ráðskona og félagi eftir sam- komulagi. Tilboð sendist Mbl. til 10. marz, merkt: „Samhug- ur — 8759“. Ráðskona Myndarlega og góða stúlku vantar á heimili Sigurðar Nor- dals prófessor, Baldursgötu 33. Góð kjör. Aðeins tvennt í heimili. Nánari upplýsingar í síma 14217 milli kl. 5 og 7, síðdegis. — TIL SÖLU Fólk^bílar, vörubílar, sendibíl- ar, jeppar, langferðabílar. — Höfum kaupendur að flestum gerðum bifreiða, nýjum eða notuðum. — Bifreiðasalan Ingólfsstræti 4. Sími 17368. Bill til sölu lítið keyrður Fiat 1100. — Vel með farinn. Skipti á góðum 6 manna bíl koma til greina. — Upplýsingar í síma 12915. Stór stofa til leigu, hentug fyrir tvo. Að- gangur að baði og síma. Uppl. á Óðinsgötu 13, efri hæð. Kvensloppar hvítir og mislitir. — Morgunkjólar, kvennærföt. — sundskýlur drengja. Fallegar poplin-kápur og úlpur á börn. Verzlunin SÓLBORG Klapparstíg 40. (Grettisg., horn). Kynning Óska að kynnast stúlku 35—45 ára. A íbúð. Þær, sem vilja sinna þessu leggi nafn, heim- ilisfang og símanúmer til Mbl. fyrir 8. þ. m. merkt: „Traust- ur — 8761“. Þagmælzku heitið. Bifreiðar til sölu Moskwitz ’58, nýr bíll. Chevrolet ’50—’53. Fiat sendibíll ’54. Skoda station ’55. Austin 8 ’46, Dodge ’47 og jeppar. — Bifreiðasala Stefáns Grettisg. 46. Sími 12640. TIL LEIGU eitt til tvö herbergi og eld- hús fyrir konu eða ekkju — (má hafa eitt til tvö börn). Þarf að geta selt einum manni fæði. Uppl. og tilboð, merkt: „Húsleg — 8762“, sendist Mbl. fyrir 7. marz. Hárgreiðslunám Stúlka utan af landi óslcar eftir að komast í hárgreiðslu- nám. Húshjálp og barnagæzla gegn húsnæði koma til greina. Þeir sem vildu sinna þessu, sendi nafn og síma nr. til af- greiðslu blaðsins fyrir 10 marz merkt: „Prúð X — 8756“. Aiikíð við*kipt!n. — Angi^sio i Moii;uiinIaðiiiii JHorgimlíWiÖ Sími 2 24-80 Karl Halldórsson: Aðkallandi vandamá EINN af meginþáttum þess þjóð- félags er á lýðræði byggist og við Islendingar búum við, er sá að öllum skuli veitast kosninga- réttur og kjörgengi þegar tilskild um aldri er náð, einnig að allir ^éu jafnir fyrir lögunum. Þetta er talinn sjálfsagður rétt- ur, svo mikils metinn, að svipting hans vegna afbrota er meðal þyngri refsinga. En þrátt fyrir hin skýlausu ákvæði um kosningarétt og jafn- rétti fyrir lögum, hefur fram- kvæmdin verið og er á allt annan veg, þannig að tvímælalausu mis- rétti er beitt. Nú er það vitað að kjördæma- skipun landsins hefur um ára- tugi verið mjög umdeilt alriði meðal landsmanna og viðkvæmt mál, eins og oft vill verða þegar ákveðnir hópar og þá venjulega fámennir, hafa öðlazt sérréttindi á kostnað annarra og þar með skapað sér valdaaðstöðu gegn fjöldanum. Einnig er eðlilegt að nokkurn tíma taki fyrir stjórnmálamenn og landsfólkið allt að átta sig á hvernig réttlætinu verði bezt fullnægt í sambandi við áhrif kjósenda á skipun Alþingis og ríkisstjórnar. En áratugi ætti ekki að þurfa, og of lengi hefur málið dregizt. Nú er þetta þó þannig, að lík- lega enginn stjórnmálaflokkanna mun algerlega óskiptur í málinu og skýrir það nokkuð þann drátt sem á hefur orðið, að taka það til rækilegrar meðferðar. Hitt er aftur á móti v! ; ð einn flokkur sérstaklega, l. íur alla tíð lagzt gegn hvers konar breytingum á kjördæmaskipun landsins, sem miðuðu í lýðræð- isátt, en það er Framsóknarflokk- urinn. Enda hefur hann mest af ranglæli að verja í því sambandi, og á ef til vill líf sitt undir því, að það haldist. Kemur það glöggt í ljós, ef athugaðar eru siðustu alþingiskosningar, er sá flokkur fékk aðeins 12925 atkvæði, en 17 aiþingismenn, þegar Sjálfstæð isflokkurínn fékk við sömu kosn ingar 35027 atkvæði og aðeins 19 alþingismenn. A bak við hvern þingmann Framsóknarflokksins voru 760 kjósendur, en að hverj- um þingmanni Sjálfstæðisflokks ins stóðu 1843 kjósendur. Fyrir- myndar lýðræði það!!! Og þó var enn hærri tala atkvæða á bak við þingmenn hinna flokkanna. Hjá hinu svokallaða Alþýðubanda- lagi 1982 atkv. og hjá Alþýðu- flokknum 1894 atkv. Öllum er auðvitað ljóst rang- lætið. Spurningin er aðeins, á hvern hátt skuli úr bæta. Þrjár leiðir hafa aðallega ver- ið nefndar: Landinu öllu skipt í einmenningskjördæmi og engin uppbótarþingsæti. Landinu skipt í fá stór kjördæmi, og þá við- hafðar hlutfallskosningar. Land- ið allt eitt kjördæmi. Frá sr. Jónasi Gíslasyni hefur komið fram enn ein hugmynd, sem styðst þó að verulegu leyti við hugmyundina um stóru kjör- dæmin. öllum þessum leiðum fylgja annmarkar, en mismunandi mikl- ir. Verður nú reynt að athuga þá frá sjónarhóli þess sem þetta ritar. Það er þá fyrst einmennings- kjördæmin. Þeim er aðallega tal- ið tvennt til gildis: Tryggð áhrif strjábýlisins og skipun Alþingis og minni likur fyrir því að reist- ir verði margir flokkar og smá- ir. Hvað fyrra atriðið snertir, þá er það alveg ósannað mál, og bendir meir til áróðurs en rétt- lætiskenndar, og mun að því komið síðar. Viðvíkjandi sginna atriðinu, þá er það rétt, að mikl- ar líkur eru fyrir, að me.ð því móti skapist tveggja eða þriggja flokka kerfi í landinu, þó það geti einnig orðið á annan hátt. Þá eru ókostir einmenniskjör- dæmanna svo miklir, að vart er fært að taka upp slíkt fyrirkomu lag, og skal aðeins tilnefna tvennt: í fyrsta lagi. Gerum ráð fyrir að þrír flokkar aðeins bjóði fram til Alþingis. .Við kosningar gæti svo farið að einn og sami flokk- urinn næði í hverju kjördæmi 34% greiddra atkvæða, en hinir hvor um sig 33% atkv. eða 66% samanlagt. Útkoman yrði auðvit- að sú að einn flokkur með rúm- lega þriðjung þjóðarinnar að baki sér, fengi alla alþingismenn lands ins kosna. Af hundrað þúsundum kjósenda fengju sextíu og sex þúsund engan mann kosinn. Þetta er að vísu ólíklegt dæmi, en þó er það mögulegt. Og ef nú flokkarnir væru fjórir, gæti útkoman orðið ennþá hrapallegri. Einhver mun nú segja, að af þessu lærðu menn og skipuðu sér í tvo flokka. En er það nú vist? Atvinnuvegum landsmanna fjölgar, og þar af leiðandi sjón- armiðum. Og er það réttlæti, að aðeins sé um tvær leiðir að ve’ja fyrir þann sem neyta vill kosn- ingaréttar síns eða kjörgengis? í öðru lagi. Hreppapólitík ínn- an Alþingis og utan mundi auk- ast verulega, og er hún þó ærin fyrir. Hugsum okkur t.d. Reykja vík skipt í 15 kjördæmi. í þeim sætu menn af öllum flokkum. Af þvi mundi skapast togstreita CóB íbúð 4—6 herbergi og eidhús, helzt í suð-austurbænum, óskast til kaups. — Há útborgun. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, Norðurstíg 7 — sími 19960. Stólbn ésbast strax BCjöfverziuiiin Hrísateig 14. AðsfollarstúIka óskasf í röntgendeild Landspítalans sem fyrst. Laun samkvæmt launalögum. Frekari upplýsingar gefur deildarhjúkrunarkonan frk. Guðlaug Jónsdóttir, sími 24160. SKRIFSTOFA RÍKISSPlTALANNA. milli bæjarhverfanna, engum til góðs. Borgarstjórinn yrði varla öfundsverður. Néi, smáborgara- háttur á ekki heima á Alþingi. Þá eru það stóru og fáu kjör- dæmin. Þeirri hugmynd virðist hafa vaxið fylgi hin síðari ór, enda margt gott um hana að segja, og sennilega sú lausmn sem erfiðast væri að reka áróður gegn. Og þar sem allmikið hefur verið um þessa hugmynd ritað og rætt undanfarið, af vel færum mönnum, verður ekki frekar um hana fjölyrt hér, en snúið að síð- ustu leiðinni. Landið eitt kjördæmi. Sú stefna hefur átt örðugt uppdrátt- ar, og veldur því strjálbýli lands- ins. Auðvelt er að telja fólki í sveitunum trú um að það missi öll ítök á Alþingi, verði þeirri skipan á komið, kaupstaðabúar nái þá öllum völdum. Það er vit- að, hvaðan slíkur áróður er runn inn, rökin fyrir honum eru hins vegar léttvæg. Það er að vísu rétt, að fólk í fámennustu kjör- dæmunum hefði ekki lengur margfaldan kosningarétt á við aðra, heldur allir sama rétt, hvar sem þeir væru til heimilis. Ef slikt er ekki lýðræði, þá er erfitt að skilja það hugtak. Hvers vegna skyldi barnakenn- ari í Austur-Skaftafellssýslu hafa tífaldan kosningarétt ó við barnakennara í Reykjavík, eða tollvörður austur á Seyðisfirði elleffaldan kosningarétt móti starfsbróður sinum í höfuðstaðn- um. Þessir menn hafa nákvæm- lega sömu hagsmuna að gæta, vinna sömu störf, en eru gerðir ójafnir fyrir lögum. Ein er sú mótbára gegn þvi að landið sé eitt kjördæmi, að for- ystumenn flokkanna ráði þá al- gjörlega hverjir séu í framboði, og að strjálbýlið hlyti þá að verða útundan. Ekki eru það sterk rök. Vitað er að nú þegar ræður for- ystulið flokkanna framboðum í meginatriðum, enda hlýtur ætíð svo að verða, og þá vitanlega haft í huga hverjir séu sigur- stranglegastir. Mundi nú ekki það sama verða þótt landið væri eitt kjördæmi? Kemur t.d. nokkrum heilvita manni það til hugar, að við slík- ar kosningar sæjust ekki bændur í öruggum sætum á lista Sjálf- stæðisflokksins ásamt þeim mönn um öðrum sem ibúar strjálbýlis- ins gætu treyst? Vitanlega ekki. Og þótt ekki væri fyrir neitt ann- að,' þá væri flokknum fyrirsjáan- lega stefnt i voða, með slíku háttalagi. Enn er eitt fram borið í mót- mælaskyni, en það er að atvinnu vegir strjábýlisins verði hafðir útundan á Alþingi þannig kosnu. Ekki er nú traustið mikið. Hver vill halda þvi fram að Jón á Akri, Steingrímur Steinþórsson, Jón á Reynistað eða Páll Zóphó- níasson, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd, bregðist landbúnaðin- um vegna þess að þeir eru kosn- ir hlutfallskosningu? Ætli að það vefjist ekki fyrir einhverjum að koma með slíkt fram í dagsljós- ið, og standa við það. Þá er það flokkafjölgunin sem talin er vofa yfir, ef landið er eitt kjördæmi. Víst er á því nokkur hætta. En skorður mætti þó setja við slíku, með því t.d. að ekki skyldi stjórnmálaflokki leyft framboð til Alþingis, nema hann hefði sannanlega á bak við sig ákveðið magn atkvæða, sem fundið yrði að vel athuguðu máli. Þessar línur eru ritaðar með það fyrir augum, að vekja athygli ó aðkallandi vandamáli. Sá hátt- ur sem nú er ríkjandi varðandi kjör til Alþingis er ólýðræðisleg- ur og veldur spillingu í sambandi við afgreiðslu stórmála. Sú leið sem hér hefur helzt verið mælt með, er sú að landið verði eitt kjördæmi. Þá er næst komizt lýð- ræðinu. Hrepp^pólitík minnkaði, eða hyrfi með öllu. Störf Alþing- is yrðu rishærri en áður. Alþingi sjálft yrði stofnun fremur en áð- ur, stofnun frjálsrar hugsunar og víðsýnis. Hliðskjálf fulltrúa þjóð arinnar. Karl Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.