Morgunblaðið - 12.09.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1958, Blaðsíða 12
/ r MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 12. sept. 1958 Níelsína A. Ólafsdóttir Nokkur minningarorð „Horfinn er dagur, himinn er fagur“ Einkennilegt atvik bendir til þess, að þessi fyrsta ljóðlína í hinu fagra kvæði séra Lárusar Thorarensen „Horfinn er dagur“, hafi veriðnotuð sem fyrsta kveðja írá frú Nielsínu til ástvina henn- ar, nokkrum klukkustundum eftir að hún andaðist. Að þessu verður ekki nánar vikið hér, en þeir sem þekktu hana vita, að slík orðsending gæti mjög vel íallið saman við lyndiseinkunnir hennar, lífsskoðun, og framtaks- semi. Hún hafði aflokið hér miklu dagsverki, sem húsmóðir, eiginkona, móðir, og amma. Henni leið vel, var óvanalega heilsuhraust, lífsglöð og ánægð, og var líka öll hin síðari árin bor- in á höndum af dætrum sín- um, barnabörnum, og öðrum vin- um. Hún sagðist vel geta hugsað sér að verða hundrað ára, og fyrir tveim árum hafði hún orð á því að sig langaði að sigla til útlanda sér til skemmtunar. Hefði það skeð myndi hún eflaust hafa sent skeyti heim. Hversu fremur skyldi slík kona ekki senda vinum skeyti, er hún er horfin þangað sem: Ljósöldur giitra, litgeislar titra, ijósenglar vaka mér hjá“. Frú Nielsína var fædd í Hafn- arfirði 28. nóvember 1870, vant- aði því röska tvo mánuði í að verða 88 ára, er hún andaðist að kvöldi hins 6. þ.m. Jarðarför hennar hefur farið fram í kyrr- þey. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson, kaupmaður í Hafnar- firði, og kona hans Kristín Ólafs- dóttir, hreppsstjóra þar. Áttu þau saman átta böm, en sex af þeim náðu fullorðinsaldri: Ólaf- ur, fyrrum prófastur í Hjarðar- holti, Guðjón, verzlunarmaður, dvaldi lengst af í Ameríku, Lilja gift séra Lárusi Þorlákssyni, og að honum látnum séra Jósep Hjör leifssyni Kvaran, Guðrún, gift bakarameistara Daníel Bernhöft, Valgerður, gift Karli Nikulás- syni, dýralækni, og ræðismanni Frakka á Akureyri, og Nielsína, gift Daníel Daníelssyni fyrrum ljósmyndara, mun síðar nánar að því vikið. Frú Nielsína var hið síðasta systkina sinna í lifenda tölu. Tólf ára gömul missti Nielsína fiiður sinn, og upp úr því flutti móðir hennar til Reykjavíkur með börn sín, þau er þá voru hjá henni. Með nokkrum frávikum dvaldi frú Nielsína eftir það alla ævi sína í Reykjavík. í æsku naut frú Nielsína mennt unar, meiri en almennt gerðist. Hinn 4. nóvember 1892 giftist hún Daniel Daníelssyni þáverandi ljósmyndara. Reistu þau bú í Reykjavík. Hjónaband þeirra varð hið farsælasta, skilningur og gagnkvæm virðing, traust og einlæg vinátta batt þau órofa tryggðaböndum til hinzta sam- verudags. — Mann sinn missti hún árið 1937. Þau hjón eignuð- ust þrjár dætur, fæddar í Reykja vík, Guðrúnu, er giftist Þórarni Kjartanssyni kaupmanni, hinum merka sæmdar-, og atorkumanni, eignuðust þau hjónin 12 börn, hvert öðru mannvænlegra. Heim- ilið var einstætt, hópurinn var sem ein sál. Foreldra-dagsverkin hafa verið löng, hjónabandið var fegursta fyrirmynd, það vantaði aldrei neitt. Skýr dró skyndilega fyrir sólu. Húsbóndinn og faðir- inn var kallaður burt. — Móðirin sat eftir það sem ekkjudrottning í litla farsæla ríkinu, börnin eru nú uppkomin, hinir ágætustu borgarar lands síns. Hvílíkt dags verk einnar móður. Önnur dóttir- in er Solveig, gift Jóni B. Jóns- syni, starfsmanni í skrifstofu bæjarstjórnar Reykjavíkur um margra ára skeið, hinum dugleg- asta manni, eiga þau hjón eina dóttur barna. Yngsta dóttirin Kristín, giftist Agli Thorarensen kaupfélagsstjóra á Selfossi, eign uðust þau hjón fjögur börn, öll hin mannvænlegustu að gjörvi- leik og gáfum. Sámeiginlegt er með þeim dætrum Nielsínu og Daníels, að þær eru vel menntaðar fríðleiks- konur, góðum gáfum gæddar og njóta verðskuldaðrar virðingar allra sem þær þekkja. í endurminningum Daníels Daníelssonar „í áföngum“ kem- ur skýrt fram hve gáfur hans voru margþættar, og áhuginn mikill. Bóndi vildi hann líka vera, tók því á leigu Brautarholt á Kjalarnesi og bjó þar rausnar- búi í fimm ár. Munu þau ár hafa verið hin sælustu ár Nielsínu konu hans, enda þótt ærin væru störf hennar þar. Ófús mun hún hafa farið þangað, en ennþá ófúsari burtu. Nokkuð oft skiptu þau hjón um bústað, bg aðstæður mismunandi, en hvar sem Niel- sína átti húsum að ráða, þá gerði hún þar strax hið vinalegasta og fágaðasta heimili, svo heimils- prúð var hún og listræn. Hin síðustu 14 ár ævi sinnar hafði Daníel fasta stöðu sem dyravörður við Stjórnarráðið, fylgdi því starfi þægileg íbúð. Söngelsk var Nielsína mjög, öfluðu þau hjónin sér því hljóð- færis snemma j búskapartíð sinni. Dæturnar voru allar látr,- ar læra að spila á harmonium, söng og hljómlist vildi Niels'na hafa á heimilinu. Skapferli frú Nielsínu var með eindæmum gott, hún sást aldrei reiðast, hún kom sínu fram án þess. Léttlyndið og lífsgieðin hjálpuðu henni til að gera bjhrt og hlýtt í kringum sig. Fyrir utan heimilisstörfin, hafði hún allmikil afskipti af ýmsum félagsmálum kvenna. Mun hún hafa verið meðai stofn- enda og í stjórn Thorvaldsensfé- lagsins, ennfremur ein af stofn- endum Kvenfélags Fríkirkjusafn aðarins í Reykjavík og í þriðja lagi stofnaði hún ásamt fleirum | „Kvenfélag Kjalarness". Öllum þessum félögum ofraði hún um langt skeið mikilli vinnu og ó- eigingjörnu starfi. Frú Nielsina fór dult með trúarskoðanir sínar, en í verkum sínum sýndi hún hug sinn til kirkju og kristindóms. Eða getur nokkur móðir sem trú- laus er, sagt við barn sitt sem hún heimsækir veikt: „Þetta batn ar bráðum, ég bið fyrir þér á hverju kvöldi, og ég trúi því, að ég verði bænheyrð“. Frú Nielsína var fríðleikskona mikil, framkoman höfðingleg, hlý og frjálsmannleg. Hvar sem hún fór, var hún sómi íslenzkra kvenna sinnar tíðar. Hin síðustu j árin dvaldi hún hjá dótturdóttur sinni Gerði, og manni hennar Sveini Tryggvasyni framkvæmda stjóra, hafði frú Nielsína að mestu fóstrað frú Gerði, og tek- ið órjúfandi ástfóstri við hana. Hjá þeim hjónum kaus frú Niel- sína helzt að vera, og reyndust þau henni til hinztu stundar hin- i ir indælustu vinir, sem allt vildu I fyrir hana gera. Ættmennahópur frú Nielsínu var orðinn stór, og beinir afkom- endur hennar munu vera 53 að tölu. Dætur hénnar, og allur ætt- mennaskarinn mun geyma minn- ingu hennar með þökkum og virð ingu, og biðja henni guðsbless- unar, er hún hefur lyft vængjum, til flugs inn í eilífðarlöndin, til funda við makann, sem hún unni, og áður er þangað horfinn. , ★ Með frú Nielsínu er horfið héð- an hið síðasta af fóðursystkinum mínum, sem þessar línur skrifa. — Utan úr heimi Frh af bls 10 fótum. Á heimilum, þar sem sjón- varp er, hátta börnin yfirleitt seinna. Fæst börn á þessum aldri kæra sig um að hlusta á útvarp, en öll vilja þau horfa á sjónvarp, og foreldrarnir eiga erfitt með að neita þeim um það. Víða virð- ist sá háttur vera hafður á, að börnin séu tilbúin til að fara í rúmið klukkan átta, og síðan er þeim launað með því, að þau fá að horfa ofurlitla stund á sjón- varpið. Á sumum heimilum vita foreldrarnir af reynslunni, að börnin geta ekki lengi haldið augunum opnum og steinsofna við sjónvarpið eftir skamma stund. En allmörg fimm ára börn eru ekki í rónni, fyrr en þau hafa horft á þulinn í sjónvarpinu bjóða góða nótt. - ♦ - Börn, sem búa í sambýlishús- um mega yfirleitt ekki hafa hátt, og venjulega er börnunum lika skipað að vera stillt, þegar faðir- inn kemur heim. Víðast hvar er reynt að koma því svo fyrir, að börnin hafi sérstakt horn til að leika sér í. Fimm ára börn eru sjaldnast látin gegna nokkrum. skyldustörfum, í mesta lagi er reynt að fá þau til að raða leik- föngunum sinum. Þegar börnin eru orðin svo stór, að þeim er leyft að fara út á götuna, fylgist móðirin oftast ná- kvæmlega með ferðum þeirra. Þeim er skipað að vera í garð- inum eða á gangstéttinni í grennd við húsið. Þau mega ekki fara lengra en svo, að þau geti heyrt til móðurinnar, ef hún kallar á þau. Flestar mæður gá að- börn- um sínum á fimmtán mínútna fresti eða oftar. Börnin fá aðeins að fara ein ferða sinna, ef þau eiga að fara í leikskólann eða ef þau eru send út í búð. — ♦ - Vafalaust er það vegna hætt- unnar af umferðinni, sem flestar mæður -fylgjast svo vel með ferðum barna sinna, en einnig stendur þeim stuggur af ýmiss konar afbrotamönnum. Flestir foreldrar eru sammála um, aö í stórborginni séu svo margar hætt- ur á næsta leiti, að ekki sé hægt að láta fimm ára barn lengi eitt án eftirlits. Faðirinn áhugasamnr áhorfandi fyrst í stað Fyrstu tvö árin gegnir faður- inn yfirleitt því hlutverki í barna uppeldinu að vera áhugasamur áhorfandi. Leitað er ráða föður- ins, þegar alvara er á ferðum t. d. ef barnið er veikt. Þegar börnin stálpast og byrja að tala og leika sér af meiri skynsemi, sækjast feðurnir oft eftir því að annast þau. Yfirleitt eru feðurn- ir strangari og vilja framfylgja f nær sextíu ár hafði ég þekkt hana. Minningar um hana allt frá æsku minni, eru aliar hinar hug- ljúfustu. Ég þakka henni inniJega liðna tíma, Ijúfmennsku alla og vinarhót. Hún hafði í seinni tíð oft ósk- að þess að þurfa ekki að líða sjúk dómsþrautir. Henni veittist sú ósk sín, því að segja má að með brosi á brá, og fyrirvaralaust, hóf hún sig flugs upp í eilífðina ókunnu. Reykjavik, 10. 9. 1958. Páll Ólafsson. settum reglum. Fæstir foreldrar beita hörðu til að fá barnið til að hlýða, ef það skiptir ekki meginmáli. Þau setja sig í spor barnsins og reyna að skilja, að það er hægt að vera svo niður- sokkinn í að leika sér, að ofur- lítil stund líður, áður en barnið hlýðir skipuninni og fer að gera eitthvað annað, sem því leiðist. Virðingarleysi umborið að vissn marki Yfirleitt virðast foreldrarnir sætta sig við, að börnin sýni þeim virðingarleysi að vissu marki en þó aðeins innan veggja heimilisins. Foreldrarnir verða venjulega ekki æst út af því, að 5 ára snáði lætur út úr sér annað eins og: Haltu þér saman! Heimska kerling! En hvað þú ert vitlaus, pabbi! Hins vegar þola þeir börnunum yfirleitt alls ekki að sparka eða hrækja. Ef börn- in gera sig sek um að segja eitt- hvað ljótt við foreldra sína úti á götu eða í strætisvagni, verða þau illilega vör við það, að slíkt er ekki leyfilegt. Óviðkomandi fólki er ekki leyft að horfa upp á slíkt. Foreldrarnir þora ekki að treysta á það, að börn annarra eru sjaldnast betur upp alin eða hlýðnari. - ♦ - ' Þegar endanlega hefir verið lokið við að vinna úr rannsókn dönsku sálarfræðinganna, verða niðurstöðurnar sendar til Banda- ríkjanna. Það er reyndar ætlunin að endurtaka þessa athugun eft- ir nokkur ár til að geta' gert sér nokkra hugmynd um, hvaða áhrif hinar mismunandi aðferðir for- eldranna hafa haft. Sú athugun, sem þegar hefir verið gerð, leiddi í ljós, að for- eldrarnir velta mikið fyrir sér uppeldisvandamálum og hafa mikinn áhuga á þeim sjónarmið- um, sem koma fram í því efni á opinberum vettvangi. Meðal fullorðna fólksins gætir nokkurr- ar óvissu um, hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessum efnum. Hegði börnin sér áberandi illa í viðurvist annarra — þó ekki sé nema einu sinni — veldur það foreldrunum oft þungum áhyggj- um, þar sem þau kæra sig ekki um, að framkoma barnanna gefi tilefni til lítilsvirðandi ummæla. Eins og áður hefir verið sagt, eru foreldrarnir mjög háðir því, hvaða álit aðrir hafa á börnum þeirra. - ♦ - Segja má, að yfirleitt gæti meiri skilnings í barnauppeldi nú en áður, foreldrarnir ræða oftar við börnin og sinna þeim meira en áður tíðkaðist. Þetta er þrosk- andi fyrir litlu angana, og líf þeirra verður skemmtilegra og fjölbreyttara. Það er betra að vera barn nú en fyrir nokkrum áratugum síðan. Múrurar eðo menn vonir múrverki óskast strax við byggingu í Borgarfirði. Uppl. í síma 32856 í dag og á morgun. | Simi 15300 | Ægisgötu 4 Logsuða - verksmið.uvinna Maður vanur logsuðu óskast, ennfremur maður í verksmiðjuvinnu. h Rýmingarsakn heldur áfram Allir herraskór sem eftir ern teknir iram í dag Verð frá 150,oo — til 200,oo Verzlunin Carðastrœti 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.