Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 1
20 siður' \ Ný lífgunaraðferð, blásturs- •*' ) aðferðin hefur mjög rutt sér ( ■ til rúms á þessu ári. Hér var i S byrjað að kenna hana í vor, í ) í forskóla Hjúkrunarkvenna- ( ■ skóla íslands, og sést ein s ; námsmeyjan á mynd þessari i S framkvæma blástursaðferð- | • ina á gervisjúklingi, sem þær i ( kalla Sölku. Ýtarleg frásögn i S um lífgunarðaferðina birtist ■ J í blaðinu í dag á bls. 8. j Uggvænlegt landamæri ástand við Indlands Grunur leikur d um innrds kínverskra kommúnistaherja Stjórnarherir í Laos vinna á VIENTIANE, 26. ágúst (Reuter). — Formælandi landvarnarráðu- neytisins sagði í kvöld, að herj- um stjórnarinnar hefði tekizt að ná úr höndum kommúnista varð- stöð við Sop Vieng um 24 km héðan frá höfuðborginni. JE>á skýrði hann frá því, að nokkrar skærur hefðu átt sér stað um- hverfis Pakseng 48 km norðaust- ur af borginni Luang Prabang, þar sem konungur landsins hefur aðsetur. Samkvæmt bandarískum upplýs ingum er gert ráð fyrir að hópur bandarískra og franskra manna byrja þjálfun á herflokkum Laos stjórnar í næstu viku. Slík þjálf- un er að nokkru leyti þegar hafin og er herflokkunum m.a. kennd meðferð bandarískra hergagna, sem stjórnir Bandaríkjanna og Frakklands hafa samið um lán á. NÝJU DEHLl, 26. ágúst. •—• (Reuter). —• ÞVÍ var neitað af opinberri hálfu hér í borg í dag, að sönn væri fregn um að herlið kínverskra kommúnista hefði farið inn yfir norðaustur landamæri Indlands, í Assam ríki, og dregið þar að hún kínverskan fána. í fregninni hafði þvi verið haldið fram, að um 1000 kín- verskir hermenn hefðu yfirbug- að landamæraverði á þessum slóðum og farið eina mílu inn fyrir landamærin, skammt frá Bum La, sem er 45—50 mílur norður af Towang, eigi langt frá þeim stað, sem Dalai Lama fór yfir landamærin, á flótta sínum frá Tíbet. Opinberir aðilar voru mjög tregir til láta hafa nokkuð eftir sér £ sambandi við fregnina, en neituðu því þó, að slík innrás hefði átt sér stað. Þrátt fyrir það er sú skoðun mjög útbreidd, að engan veginn sé útilokað, að einhverjir árekstr ar hafi orðið við landamærin, sem afleiðing af harðnandi af- stöðu kínverskra kommúnista gagnvart Indverjum að undan- förnu, þó málsatvik séu ekki eins alvarleg og talið hafi verið í fregninni. Franska st jórnin ræðir Alsírmálið PARÍS, 26. ágúst: — Franska ríkisstjórnin kom saman til fund- ar í dag og er álitið að það sé merkasti fundur ráðuneytis de Gaulle, síðan hann tók við völd- um að nýju. Það var einkum Alsírmálið, sem til umræðu var á fundinum, og var rætt um leið- ir til þess að binda endi á styrj- öldina þar, sem staðið hefur í 4 ár. — Á morgun mun de Gaulle leggja upp í ferð til Alsír. Eisenhower: ítrekar stuðning við Vestur-Berlín Forsefinn kom fil Bonn i gærkveldi — Ræðir við Adenauer i dag BONN, 26. ágúst. — NTB-Reuter. DWIGHT D. EISENHOWER Bandaríkjaforseti kom hing. að til Bonn, höfuðborgar Vestur-Þýzkalands, snemma í kvöld og mun á morgun byrja hér þýðingarmiklar viðræð- ur sínar við evrópska ríkisleiðtoga og stjórnmálamenn, til undirhúnings fundum hans og Krúsjeffs í Washington um miðjan næsta mánuð. Það var Boeing 707 farþega- þota, sem flutti forsetann yfir Atlantshafið, en þetta er í fyrsta skipti, sem hann flýgur með þotu. Á landamærum Vestur-Þýzka- lands slóst heiðursfylking vestur- þýzkra orrustuþota í fylgd með flugvél forsetans, sem síðan lenti á Wahm flugvellinum í Bonn eftir 8 klst. flug beint frá Washington. Ákaft fagnað. Konrad Adenauer, ríkiskansl- ari, og hópur vestur-þýzkra stjórnmálamanna, kom á flug- völlinn þrem mínútum áður en flugvél Eisenhowers forseta lenti, til þess að taka á móti honum og fylgdarliði hans, en í því voru m. a. Christian Herter, utanríkis ráðherra, og John Eisenhower, majór, auk fjölmargra embættis- manna Þetta er í fyrsta skipti, sem bandarískur þjóðhöfðingi kemur til Þýzkalands og vai honum ákaft fagnað. Þegar dyr farþegaþotunnar höfðu verið opnaðar, kvað við 21 fallbyssu- skot til heiðurs Eisenhower, og er það í fyrsta skipti, sem vestur þýzki herinn heiðrar erlendan þjóðhöfðingja á slíkan hátt. — Strax á eftir gekk forsetinn fyrst ur manna út úr flugvélinni. Þeir ríkisleiðtogamir stóðu síðan ber- höfðaðir meðan þjóðsöngvar land anna voru leiknir. Ræður ríkisleiðtoganna. f stuttri ræðu, sem Adenauer hélt þessu næst, sagði hann m. a.. að í Vestur-Þýzkalandi væri litið á Bandaríkin sem helzta j Ó1 tvíbura yfir j | miðju Atlants- I \ haf i j s ^ S LONDON, 26. ágúst. (Reuter) ) i — Brezk eiginkona bandarísks~' J flugliða, July Ann Stivers, ól j S tvíbura í farþegaflugvél yfir s i miðju Atlantshafi á leið frá ■ | London til New York í nótt s S er leið. Svo vel hittist á, a5) i meðal farþeganna voru hjón, | ; sem bæði voru læknar og að- s S stoðuðu þau við fæðinguna) í auk flugfreyjunnar, sem var J ( reynd hjúkrunarkona. Tví- s S burarnir voru báðir stúlku-) í börn. Þær voru ásamt móður ( ( sinni lagðar inn á sjúkrahús s S í Gander, þegar flugvélin l.enti) • í morgun, en þá voru þær ( ( mæðgur allar við beztu heilsu. s S Móðirin var á leið til eigin- í ■ manns sins, sem hugðist taka ( ( á móti henni á Idlewild-flug- S v vellinum í New York ) foryzturíkið í baráttunni fyr- ir frelsi og friði. För Eisen- howers til Evrópu væri í þágu friðar og öryggis. Eisenhower tók einnig til máls, og komst hann m.a. svo að orði, að í Bandaríkjcunum væri nafn Adenauers tákn um viljastyrk þýzku þjóðarinnar í barátt- unni fyrir frelsi og öryggi. Hann sagði að bandaríska þjóð in mundi standa við hlið hinn ar þýzku í þessari baráttu, og ekki hvað sízt mundi hún Framh. á bls. 2. | Sólin kveikti 1 I eld ! ( DOVER, 26. ágúst (Reuter) s i — Hitinn var svo gífurlegur ) ) hér í dag, að eldur kviknaði ( ( í gömlu álmviðartré um miðj s S an dag og brann bað til ösku ) ) á örskammri stund. Þegar ( s þetta skeði var hitastigið um s S 30° á Celsíus. S V estur-Þýzkaland endurheimtir landamærahéruð HAAG, 26. ágúst (Reuter). —. Áreiðanlegar frengir herma, að hafnar séu samningaumleitanir r-illi Hollands og Vestur-Þýzka- Lsnds um að þeir síðarnefndu endurheimtu landamærahéruðin Eltan og Tuddern, sem Hollend- iingar öðluðust yfirráð yfir fyrir 10 árum og vera áttu skaðabætur til þeirra fyrir tjón það, sem nazistar ollu í landinu á styrj- aldarárunum. Um 10 þúsur.d manns búa í héruðum þessum, og bíð- þeir nú eftir að gert verði út um þjóðerni þeirra. Gert er ráð fyrir að hollenzki utanríkis- ráðherrann ræði við forvígis- menn vestur-þýzkrar sendi- nefndar eftir mánaðamótin. ★-------------★ Fimmtudagur 27. ágúst. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Rætt við Guðjón Guðlaugsson - um Viðeyjarsund. — 6: Nína Tryggvadóttir hélt þrjár sýningar erlendis á sl. ári. — 8: Ný lífgunaraðferð: blástursað- ferðin. — 9: Rogalandsbréf frá Á. G. E. — 10: Ritstjórnargreinin: Ei^n handa öllum. — 11: Bóndi í landhelgisflugi. — 11: íþróttir. *----------------------------* ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.