Morgunblaðið - 21.01.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1960, Blaðsíða 16
le MORCTJNfíLAÐlÐ Fimmtudagur 21. jan. 1960 enn. Allt saman svik og blekk- ingar. Útbúnaðurinn er til þess að hjálpa mér, ekki henni. Hé- gómi, til þess aS hafa hana ró- lega og annað ekki. Barnið þarfn ast þess ekki, heldur ég, vegna þess að Kekesfalva neitar að vera þolinmóður. Það var bara vegna þess að ég þoldi ekki þessa ■áleitni hans og þrjósku, sem ég varð að grípa til nýrra blekk- dnga. Hvað gat ég annað gert en hengt þennan mikla þunga á barnið, eins og maður setur fót- fjötra á erfiðan fanga? Þeir eru alveg óþarfir. .. Þeir kunna að styrkja vöðvana örlítið .. en ég •gat ekki annað gert .. ég varð að draga á langinn. Ég skamm- ast mín ekki hið minnsta fyrir þessd brögð mín. Þér getið sjálf- ur séð, hvað gagnleg þau eru. Edith telur sér trú um, að hún eigi margfalt léttara með gang, ef hún hefur þetta á fótunum. Faðir hennar fagnar þeirri hug- mynd, að ég hafi gert eitthvað fyrir hana. Allir dáðust hátt og í hljóði að þessum undursamlega ■snillingi og kraftaverkamanni og þér sjálfur leitið ráðs til mín, eins og ég væri véfrétt". Hann þagnaði, ýtti hattinum upp á höfuðið, til þess að geta 'strokið hendinni yfir sveitt enn- ið. Svo gaf hann mér illkvitnis- legt hornauga. „Ég er hræddur um að þér séuð ekki sem ánægðastur? Ég hef nú eytt áliti yðar á lækni sem hjálpara mannkynsins og uppsprettu sannleikans. í hinum ungæðislega ákafa yðar höfðuð þér mjög fráleita hugmynd um læknisfræðilegt siðgæði, en nú sjáið þér það í réttu Ijósi og haf- ið fengið megnasta viðbjóð á því. Mér þykir það leitt, en læknavís indin eiga ekkert skylt við sið- fræði. Hver sjúkdómur er í sjálfu sér stjórnleysisverk, uppreisn gegn náttúrunni og maður verð ur því að neyta allra bragða í baráttunni við hann. Allra bragða. Nei, enga meðaumkun með sjúklingnum — sjúklingur- inn setur sjálfan sig út fyrir lög og rétt, brýtur á móti lögum og reglum og til þess að endurreisa lög og reglur, endurreisa sjúkling inn sjálfan, verður maður, eins og í öllum uppreisnum, að geja miskunnarlausar árásir, nota hvert vopn sem fyrir hendi er, því að góðsemi og sannleikur hafa aldrei til þessa getað læknað einn mannlegan einstakling, hvað þá mannkynið. Ef blekk- ing getur læknað, þá er hún ekki lengur auvirðileg blekking, heldur virðingarvert læknislyf og svo lengi sem ég er þess ekki megnugur, að lækna hinn raun- verulega sjúkdóm, verð ég að minnsta kosti að reyna að hjálpa sjúklingnum til að lifa í voninni. Það er heldur ekki neinn leikur, hr. liðsforingi, að halda áfram að brjóta nýtt land í fimm ár, sérstaklega þegar maður er ekki of ánægður með list sína. Ég bið yður a. m. k. að hlífa mér við öllu skjalli". Litli maðurinn, sem stóð þarna andspænis mér, var svo æstur, að ég vissi fyrir vist, að ef ég gerðist svo djarfur að andmæla honum, þá myndi hann umsvifa- laust ráðast á mig. En á sama and artaki þaut blá leifturrák yfir myrkvað himinhvolfið og í kjöl- far hennar'fylgdi drynjandi þór- duna. Condor fór skyndilega að hlæja. „Þarna sjáið þér sjálfur, reiði himinsins gefur yður svar. — Jæja, jæja, aumingja drengurinn. Þessi dagur hefur orðið yður helzt til erfiður. Hver tálmyndin eftir aðra hefur verið skorin nið ur með líkskurðarhfiífnum. Fyrst þessi af ungverska aðalsmann- inum og svo hin af góðlega, óskeikula lækninum og hjálpara mannkynsins. En þér hljótið að skilja hvað lofsöngur gamla kjánans var mér til mikillar skap raunar. Þetta væmna smjaður er mér sérstaklega á móti skapi í sambandi við veikindi stúlkunn- ar, vegna þess að mér gremst það hve batinn er seinn og hæg- fara, vegna þess að ég skammast mín fyrir það, að hafa ekki enn getað gert neitt sem úrslitum réði“. Hann gekk þegjandi nokkur skref. Svo sneri hann sér að mér og ávarpaði mig I vingjarnlegri tón: „Meðal annarra orða — ég vil ekki að þér haldið, að ég hafi raunverulega „gefizt upp við fil- fellið“, eins og við læknafnir orð um það svo fallega. Það er ein- mitt nú, sem ég neita að gefast upp, jafnvel þótt hlutirnir haldi áfram að vera eins og þeir eru nú, í næstu tvö ár, fimm ár. — Annars vildi svo undarlega til, að ég las í gær — einmitt daginn eftir fyrirlesturinn sem ég var að segja yður frá — í frönsku læknariti, lýsingu á lækningaað- ferð, sem beitt var við fjórtán ára gamlan dreng sem hafði ver- ið algerlega máttlaus í tvö ár og ekki getað hreyft svo mikið sem einn lim. Prófessor Viennot tókst að bæta heilsu hans svo mjög, að eftir fjóra mánuði gat hann gengið upp á fimmtu hæð mjög auðveldlega. Hugsið yður bara aðra eins lækningu á aðeins fjór um mánuðum, í tilfelli sem þessu, tilfelli sem ég hef nú árangurslaust kákað við í fimm ár. Það munaði minnstu að ég missti alla von, þegar ég las þetta. Auðvitað hef ég ekki gert mér fulla grein fyrir þeim að- ferðum sem notaðar voru. — Viennot prófessor virðist hafa á einhvern undarlegan hátt sam- einað fleiri aðferðir — sólargeisl un í Cannes, sérstök áhöld og ákveðna sjúkraleikfimi. Vegna hinna takmörkuðu upplýsinga, sem ég hef fengið um þetta afrek prófessorsins, get ég að sjálf- sögðu ekki gert mér neina glögga hugmynd um það, hvort eða hvernig nokkur af hinum nýju aðferðum getur orðið Edith að haldi. En ég er nú þegar bú- inn að skrifa honum og biðja hann um nánari upplýsingar og það var einmitt þess vegna sem ég þreytti aumingja Edifch í dag með nákvæmri skoðun — maður verður þó að hafa einhverja möguleika til samanburðar. Á þessu sjáið þér að ég er engan veginn að lækka seglin, heldur gríp þvert á móti hvert hálmstrá. Það getur verið að einhverjar vonir fyrir okkur séu bundnar við þessa nýju aðferð — ég segi getur verið, meira segi ég ekki og hvað sem öðru líður, þá er ég búinn að þvaðra alltof mikið“. Við vorum nú næstum komnir til brautarstöðvarinnar. Samtali okkar myndi brátt Ijúka og þess vegna gerði ég nú síðustu tilraun ina: „Þér haldið þá, að....“ Stutti, kubbslegi maðurinn tók snöggt viðbragð. „Ég held ekki neitt“, hvæsti hann að mér. — „Hvað er það sem þið ætlizt til af mér? Ekki er ég í beinu símasambandi við guð almáttugan. Ég hef ekki sagt neitt. Ekkert ákveðið. Ég held ekkert, trúi engu, hugsa ekkert og lofa engu. Ég er auk þess bú- inn að kjafta alltof mikið. Og nú segi ég ekki orð meira um það. Kærar þakkir fyrir samfylgdina. Þér ættuð að flýta yður heim, áð- ur en óveðrið skellur á“. Svo flýtti hann sér, án þess að rétta mér höndina og sýnilega reiður — ég vissi ekki af hverju — til brautarstöðvarinnar. Spádómur Condors reyndist réttur. Óveðrið, sem við höfðum svo lengi fundið að var í vænd- um, virtist nú vera að skella á. Stórir skýjabólstrar virtust rek- ast saman, eins og þungir, svartir kassar, fyrir ofan titrandi trjá- toppana, sem öðru hverju voru I sveipaðir fölum, snöggum bjarma eldinganna. Það var rammur þef ur í röku loftinu, sem barst með stormhryðjunum. Borgin virtist gerbreytt og göturnar voru allt öðru vísi nú, þegar ég flýtti mér heim. Nokkrum mínútum áður lágu þær hljóðar og sofandi í fölu tunglsljósinu. Nú skröltu og glömruðu auglýsingaspjöldin, eins og hrædd eftir þjakandi draum. Það marraði ömurlega í hurðum og hvein í reykháfum. I mörgum húsum kviknuðu for- vitin Ijós og víða sáust hvítklædd ar mannverur loka gluggum sín- um vandlega, áður en óveðrið kæmist í algleyming. Hinir fáu, síðbúnu vegfarendur flýttu sér frá einu götuhorni til annars, eins og hraktir áfram af stór- viðri óttans. Jafnvel stóra aðal- torgið, þar sem flestar nætur mátti sjá all-margt fólk á ferli, var nú gersamlega autt og mann laust. Stóra ráðhússklukkan með sjálflýsandi skífunni starði heimskulega og tómlátt niður á hina óvenjulegu auðn. Aðalatrið- ið var, að vegna viðvörunar Condors kæmist ég nú heim áð- ur en óveðrið brysti á. Aðeins tvær götur enn og því næst yfir skemmtigarð borgarinnar til her- skálanna. Heima í herberginu mínu gat ég svo hugleitt alla þá furðulegu hluti, sem ég hafði heyrt og reynt nokkrar síðustu Skáldið ot| mamma litla i) Guð! Það er hundur að róta upp öllum 2) Ég skal taka í ,lurginn á dónan- 4) ef hann hefur ekki yfirgefið garðinn garðinum! um . . . . af frjálsum vilja innan 24 stuhda! a r L LÍ ó m NOT BLAMING ANVONE FOR CUTTING THE ROPE, BARRY...AT THE . MOMENT/ ) LIVING OFF THE COUNTRV MIGHT NOT TURN OUT TO BE SO BAP/ WELL, VOU'P BETTER START WORRVING ABOUT WHERE OUR NEXT MEAL IS COMING FROM TRAIL / OH, WELL...SOME OF US CAN AFFORD TO LOSE A LITTLE WEIGHT/ Ég er ekki að ásaka neinn um að hafa skorið á linuna, Baldur .. ekki enn. Þú ættir heldur að fara að hugsa um hvaðan við eigum að fá næstu máltíð. Það þarf ekki að vera svo slæmt að lifa á því sem landið gefur. Nú jæja, sum okkar mega við því að leggja svolítið af. klukkustundirnar. Litli garðurinn fyrir framan herskálana var alveg hulinn myrkri. Loftið var þungt og mollulegt undir titrandi lauf- tjaldinu. Stundum þaut snögg vindkviða í laufinu og á eftir fylgdi jafnvel enn ömurlegri kyrrð en áður, Ég greikkaði stöðugt sporið. Ég var næstum kominn að hlið inu, þegar einhver vera kom skyndilega fram úr skugganum frá einu trénu. Ég hikaði, en stanzaði þó ekki — þetta var sennilega aðeins ein af vændis- konunum, sem voru vanar að sitja fyrir hermönnunum hérna í myrkrinu. En mér til skapraun ar heyrði ég, að þessi mannvera kom hljóðlega á eftir mér og ég sneri mér hvatskeytislega við, til þess að segja þessarri ósvífnu skækju, sem lagði mig svona blygðunarlaust í einelti, ærlega til syndanna. En í bjarmanum frá eldingu, sem rétt í sömu ..... ^p&riö yðuj hinup á ttúlli tnargra v(:rzlan.a'. ÚÖMJÚOL fl ÖUUM tfWH! Attíturstrætr SHUtvarpiö Fimmtudagur 21. janúar. 8.00—10.00 Morrgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi — 8,15 Tón- leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 ,,A frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp (16.00 — Fréttir og veðurfregnir). 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- (Margrét Gunnarsdóttir). 18.50 Framhaldskennsla 1 frönsku. 19.00 Tónleikar: Dúettar úr óperum. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: A ferðalagi í Banda- ríkjunum (Jón Magnússon frétta- stjóri). 20.55 Einsöngur: Kristinn Hallsson syngur. Fritz Weisshappel leikur með á píanó. a) Kirkjuarían eftir Stradella. b) Tvö lög eftir Olaf Þorgríms- son: „Móðir mín“ og .Hirðinginn* c) „Hjá vöggunni* eftir Eyþór Stefánsson. d) „To the Forest" eftir Tjaki- kovskíj. 21.15 Upplestur: Steingerður * Guð- mundsdóttir leikkona les Skál- hlotsljóð Þorgeirs Sveinbjarnar- sonar. 21.35 Þýtt og endursagt: Hugleiðingar um Charlie Chaplin, eftir Paul Brunton (Einar M. Jónsson rit- höfundur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Sólargeisli í myrkri* eftir Friðjón Stefánsson (Inga Þórðardóttir leikkona). 22.25 Sinfónískir tónleikar. Hljómsveit útvarpsins í Búdapest leikur tvö verk eftir Haydn; ítalski hljómsveitarstjórinn Lam berto Gardelli stjórnar. Einleik- ari er rússneski trompetleikarinn Valentine Youdine. a) Sinfónía nr. 100 i C-dúr. b) Konsert fyrir trompet . og hljómsveit. 23.25 Dagskrárlok. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli skyggnist aftur í aldir“, eftir Cornelius Moe; X. kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Tónleikar: Lög úr óperettum. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Þorravaka: a) Lestur fornrita: Svínfellinga saga; I. Oskar Halldórsson kand, mag). b) Islenzkir kórar syngja. c) Vísnaþátturinn (Sigurður Jóns son frá Haukagili). d) Frásöguþáttur: Heimsókn í Hrafnkelsdal; —- síðari hluti (Hallgrímur Jónsson kennari) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Islenzk sveitamenning Jón H. t>orbergsson bóndi á Laxa mýri). 22.30 I léttum tón: Lög eftir Sullivan. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.