Morgunblaðið - 16.10.1960, Side 15
Sunnudagur 16. okt. 1960
MORGUlVliLAÐIÐ
15
/
FISCHERSMÓTINU lauk sl.
xnánudagskvöld með sigri Rob-
erts Fischers 3‘/2, 2. Ingi R. Jó-
hannsson 2Vz, 3. Friðrik Ólafs-
son 2, 4.—5. Arinbjörn og Frey-
steinn 1. f þessum þsetti aetla ég
að rekja skák þeirra Fischers og
Friðriks, sem var ein skemmti-
legasta skák mótsins.
Grétar A. Sigurðsson ritar
grein í Vísi þann 12. þ. m. unair
fyrirsögninni Steinitz-vörn.
f þessum greinarstúf beitir
Grétar prósentureikningi rnáli
sínu til sönnunar. Þessi útreikn-
ingur Grétars er byggður á hin-
um furðulegustu röksemdum, og
vil ég með bessum línum minum
drepa lauslega á útreikninga
hans.
Hann tekur til athugunar nokk
tir helztu skákmót og einvígi síð
ari ára samtals 1248 skákir, og
þá kemur í Ijós að einungis hef-
■ur Steinitz-vörn verið beitt
15-fimmtán-sinnum, eða 1,2%.
En eins og allir vita sem eitt-
hvað kunna fyrir sér í skák-
byrjunum, þá er ekki mögulegt
að beita Steinitz-vörn í spánsk-
um leik, nema hvítur velji
spánska leikinn!
Það er því i hött þegar Grétar
nefnir töluna 1248. Hann á að
telja skákirnar með spánskum
leik, og reikna svo hlutfallið
milli þeirrar tölu og 15 Ég vil
nefna eitt dæmi um það_ hversu
algeng Steinitz-vörn er í Kandi
datakeppninni í Júgóslavíu 1959,
þá var spánska leiknum beitt
13 sinnum, og þar af 3 sinnum
Steinitz-vörn, eða rösklega 2%.
Hvernig í ósköpunum er þá hægt
að segja að Steinitz-vörn sé
sjaldséð á síðari árum? Einungis
ef Grétar vildi finna hversu oft
spánski leikurinn hefði verið
notaður í þessum skákmótum,
sem hann nefnir i grein sinm í
Vísi, getur hann gengið út frá
tölunni 1248, því Steinitz-vörn
er bara afbrigði úr þeirri byrjun.
Ég hvorki nenni né viL eyða
dýrmætu plássi Skákþáttarins í
frekari röksemdafærslur fyrir
svo augljósu máli, og gef Grét-
ari síðasta orðið.
Hvítt: Robert Fischer
Svart: Friðrik Ólafsson
Sikileyjar-vörn
(Najdorf afbrigði)
1. e4 — c5
2. Rf3 — dG
3. d4 — cxd4
4. Rxd4 — Rf6
5. Rc3 — a6
6. Be2 — e5
7. Rb3 - Be 7
8. Bg5
Hernaðaráætlun hvíts er fyrst
og fremst fólgin í að þrýsta á
d6, auk þess sem stemmt er að
algjörum yfirráðum á d5 með
Rd2—c4—e3. Þessi aðferð náði
vinsældum eftir hinn óvænta
sigur B. Larsens yfir Gligoric í
Moskva 1956.
8...... — Rbd7
f>að kemur mér dálítið á óvart
að Friðrik skúli ekki velja leik-
inn 8. — Be6 sem er endurbót
Petrosjans.
9. a4 — n-o
10. 0-0 — hO (!)
Nákvæmara en leikur Gligoric
10. — b6. Eftir 11. Bxf6, Rxf6
þá jafnar svartur með Be6.
11. Bh4 — bG
12. Bc4 — Bb7
13. Dc2 — Dc7
14. Hf-dl — Hf-c8
Báðir aðilar hafa fylkt liði eftir
eðlilegustu leiðum í slíkri stöðu,
og má nú segja að byrjuninni sé
loldð, og við taki hin venjuiega
stöðubarátta miðtaflsins.
15. Rd2
Nú er Friðrik nokkur vandi á
hondum, bví Fischer undirbýr
Bb3 Rfl—e3. Eftir langa yfir-
vegun komst Friðrik að raun
um að g5! væri einasta úrræðið.
Wm
=iv::
:
Œ
Nú bjóðum við yður I»VOL á fallegum, handhægum plast-
flöskum, sem eru sérstaklega gerðar til þæginda fyrir yður.
Eins og reynslan hefur þegar sannað, þá er ekkert betra né
fljótvirkara við uppþvottinn en ÞVOL. Fita og önnur óhrein-
indi renna af diskum og glösum.
ÞVOL er betra en sápuspænir til að þvo ull, silki og nælon.
Það freyðir vel, þarf litla skolun og þvær í köldu sem heitu
vatni. ÞVOL inniheldur efni, sem skýrir liti í ullartaui.
ÞVOL er ótrúlega drjúgt.
ENGIN VERÐHÆKKUN
SÁPUGERÐIN FRIGG
ÞVOL Á PLASTFL ÖSKUM
INNIHALD 750 GR
15....... — S5(!)
16. Bg3 — RfS
17. f3 — Re6
18. Bf2 — Kg7
19. Khl
Þessi leikur virðist ekki nauð-
synlegur. Fischer teflir næsta
kafla skákarinnar nokkuð óná-
kvæmt, og tekst ekki að notfæra
sér veikleikana í svörtu stöð-
unni, sem sé d6, f5 og h5, enda
nær Friðrik lofandi frumkvæði,
sem að vísu rennur honum úr
greipum, vegna tímaskorts.
Tefldir voru 40 leikir á 2 tínium.
19...... — Rf4
20. Dc3 (?)
Friðrik álítur 20. Del! betri
leik, því síðar vinnur svartur
leik með Bc5.
20...... — d5!
21. exd5 — Bc5
22. Del — Bxf2
23. Dxf2 — Rf6xd5
24. Rc-e4 — f5
25. Re4-g3 — Hf 8
26. Bb3 — Hae8
Hvílik staða! Friðrik hefur
heppnast að snúa við blaðinu, og
nú er það Bobby sem verður að
gæta fyllstu varkámi ef ekki á
illa að fara. Þess ber þó að gæta
að Friðrik átti mjög lítinn tíma
eftir fyrir næstu 14 leiki.
27. Rd-fl — h5 ? ! !
ABCDEFGH
Hér kvaðst Friðrik hafa gleymt
Rd5, en þegar nánar er að gætt,
þá er opnun h-línunar mjög
hættuleg fyrir Fischer. í þessari
stöðu kom 27. — e4! mjög sterk-
lega til greina, því Hf8 og e8
verða þá mjög sterkir.
28. Rxh5-j--Kgö (!)
29. Rxf4 — Rxf4
30. Rg3 — g4
31. Re2 — Rxg2 (?)
Meistari Benóný Benediktsson
áleit að Friðrik ætti að vinna
með 31. — Hh8i og ekki fæ ég
betur séð en hvítur eigi erfitt
um vik.
32. Kxg2 — gxf3 +
33. Kfl — C4(?)
Blæmur leikur, sem leiðir til
taps. Betra var 33. — 14.
34. Dh4! — f4
35. Dg4+ — Kh6
36. Hd7 — fxe2 +
37. Kel — Dc5
38. Dg7H---Kh5
39. Dh7-J-Kg5
40. Hg7-|-Kf6
41. Hg6-|--KeS
42. Dg7-j--geflð
Skemmtileg bardagaskák með
flóknum möguleikum sem erfitt
er að tæma.
I. R. Jóh
bbbbbbbbbbbbbCbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
GLUGGAGIRÐI
G 1 u g g a 1 a m i r
Gluggakrækjur
Stormjárn
í úrvali.
gginQuvörur h.f.
Simi 55697
Lougaveg 178
b
b
b
b
b
b
b
b
b
i
j
b