Morgunblaðið - 19.01.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.01.1962, Qupperneq 2
2 MORCUNfíLAÐIÐ Föstudagur 19. Jan. 1962 Allir flokkar borgarstjdrnar telia launamun of lítinn — en kommúnistar einir viifa, að gengið sé að öllum kröf- um verkfræðinga Öflugar tæknideildir og verkefni unnin í ákvæðisvinnu Geir Hallgrímsson borgarstjóri skýrði frá því á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur í gær, að ríkisstjórnin mundi nú á þessu þingi flytja frumvarp um endur- skoðun laganna um bygginga- félög verkamanna, sem gerir ráð fyrir öflun aukins fjármagns til sjóða þeirra. Ennfremur skýrði borgarstjóri frá því, að borgarráð hefði ný- lega samþykkt að tillögu bog- arverkfræðings að fela nokkur afmörkuð verkefní verkfræði- fyrirtækjum einstaklinga. Þessi verkefni eru: 1) Skipulagsúr- vinnsla á tillöguuppdrá.ttum um skipulag Fossvogsdals. 2) Skipu- Iag á svæði við Reykjanesbraut og Hringbraut, þ. e. frá Umferð armiðstöðinni að Öskjuhlíð. 3) Skipulag frá gatnamótum Suð- urlandsbrautar og Kringlumýr- arbrautar og framlenging þess- ara urr.ferðaræða í Sætúni, Borg artúni og Skúlagötu. t borgarráði hafð' Guðmundur Vigfússon borgarfulltrúi komm- únista fallizt „eftir atvikum og miðað við þær aðstæður, sem skapazt hafa“, á, að þessi háttur yrði hafður á lausn þeirra verk- efna, sem um ræðir hér að fram- an, en á borgarstjórnarfundinum í gær notaði hann tækifærið til að ráðast á borgarstjóra og meiri hluta borgarstjórnar fyrir að hafa ekki gengið að öllum kröf- um verkfræðinga, þegar þeir hófu verkfall sitt á s.l. sumri. Spunnust af þessu allmiklar um- ræður um launamismun í þjóð- félaginu yfirleitt, en það var at- hyglisverðast við þær, að enda þótt borgarstjóri marginnti borg arfulltrúa kommúnista eftir þvi, hve margfalt kaup þeir teldu verkfræðinga eiga að hafa miðað við verkamenn, treystust þeir aldrei til að svara þeirri fyrir- spurn, en létu sér nægja órök- studd stóryrði um tilraunir borg arstjóra til að „rífa niður“ tækni- deildir borgarinnar, eins og Guð- mundur Vigfússon orðaði það. Guðmundur Vigfússon tók fyrstur til máls á fundinum í gær. Ræddi hann fyrst um hús- næðismál Reykjavíkurborgar í tilefni af því, að í borgarráði hafði verið lagt fram yfirlit byggingafulltrúa um byggingar 1 Reykjavík á árinu 1961. Kem- trr þar fram. að á s.l. ári var lok- ið við 100 íbúðum minna en á árinu 1960, og taldi GV þetta sýna glögglega þann mikla sam drátt, sem orðið hefði í bygg- ingastarfsemi hér í bænum á undanförnum 2 árum. Það þarf ekki lengi að leita orsaka þess arar þróunar, s.agði hann. Hér er fyrst og fremst um að kenna stefnu nú- verandi ríkisstjórnar. Flutti GV síðan tillögu í þrem liðum til úr- bóta á þvi slæma ástandi, sem hann taldi ríkja i byggingamál- um. lár GV: Stefna borgarstjóra „stórhættuleg“ ,f síðari hluta ræðu sinnar fjallaði GV svo um tæknideildir borgarinnar. Ræddi hann þá að- allega um hinar árangurslausu samningaumleitanir við verk- fræðinga, sem leiddu til þess, að þeir aflýstu verkfalli sínu. Taldi hann augljóst ,að borgar- stjóri hefði með tregðu sinni til •að semja við verkfræðinga verið að stuðla að framkvæmd þeirr- ar yfirlýstu hugsjónar sinnar, að bæjarfélagið ætti að hafa eins lítil afskipti af verklegum fram- kvæmdum og unnt væri. Kvað hann þetta stórhættulega stefnu á sviði skipulagsmála og verk- legra framkvæmda. Öfugþróunin hófst með vinstri stjórninni Geir Hallgrímsson borgar- stjóri tók næstur til máls og svar aði fyrst þeim kafla í ræðu GV, sem fjallaði um húsnæðismál. Kvaðst hann í sjálfu sér geta verið sammála um það, að þró- unin á undanförnum árum hefði ekki verið nógu ör í þá átt að út- rýma húsnæðisskorti og leita þyrfti leiða til þess að tryggja mætti einhvem lágmarksfj ölda nýrra íbúða á ári hverju, sem miðaðist við eðli lega fólksfjölg- un, útrýmingu og endumýjun heilsuspillandi húsnæðis og aðra eðlilega end- urbyggingu. Hins vegar, sagði borgarstjóri, er ég ósammála GV um orsakir þessarar þróunar. Benti bogar- stjóri á, að á árabilinu 1947— 1953 hefði tiltölulega fáar íbúð- ir verið hér í smíðum, en vegna forgöngu sjálfstæðismanna hefði fjárfestingarhömlunum verið af- létt og hagstæðari þróirn bafizt. Þessi þróun hefði náð hámarki árið 1955, þegar 1808 íbúðir voru í smíðum, en þegar á fyrsta valdaári vinstri stjórnarinnar hefði öfugþróunin hafizt, en það ár, árið 1956, hefðu 1675 íbúðir verið í smíðum, og á síðasta valdaári vinstri stjórnarinnar hefði þeim fækkað niður í 1253. Síðan hefði þessi þróun haldið áfram, en eina ályktunin, sem af því yrði dregin, að hún hefur haldið áfram f tíð núverandi rík- isstjórnar, væri sú, að henni hefði ekki enn sem komið er tekizt, að snúa við þeirri öfug- þróun, sem hófst á fyrsta valda- ári vinstri stjómarinnar. Þá taldi borgarstjóri einsýnt, að slagorð, eins og GV hafði flaggað með, gætu engu breytt til bóta í þessum efnum. Megin- atriði málsins væri það, að það þyrfti að skapa fjármagn áður en hægt væri að eyða því. Til þess að það mætti takast yrði að gera það eftirsóknarvert að safna saman fjármagni. Skýrði borgarstjóri síðan frá því, að ríkisstjórnin mundi á yfirstand- andi þingi flytja frumvarp um endurskoðun laganna um bygg- ingafélög verkamanna, sem fæli í sér, að aukins fjármagns yrði aflað til sjóða þeirra. Kvaðst borgarstjóri binda miklar vonir við þær ráðstafanir. Og af hálfu borgarinnar yrði allt gert til ^ramh. á bls. 23. Fimmfugur i dag ívar Guémundsson ÞAÐ ER ótrúlegt en satt, ívar Guðmundsson fyrrverandi rit- stjóri á í dag fimmtugsafmæli. A slikum aldri er nú að vísu ekki orð gerandi. Engu að síður verður gömlum samstarfsmönn- um og vinum hans hér heima hugsað til hans langt út í heim. En hann er nú eins og kunnugt er búsettur austur j höfuðborg Pakistans. ívar Guðmundsson réðist um tvítugsaldur sem blaðamaður til Morgunblaðsins. Síðar varð hann fréttaritstjóri blaðsins um ára- bil. Gat hann sér ágætt orð í öllum störfum sínum, var dug- andi blaðamaður og ritstjóri. Árið 1951 réðist hann síðan til Norræn stofnun fyrir- huguö í Reykjavík flLLAGA um að komið verði á Hefur nefod verið skipuð til at- fót Norrænni stofnun. í Reykja- vík var rædd á fundi norrænu menningarmálanefndarinnar, sem haldinn var í Voksennsen við Osló 28.—30. sept sl., en tillaga þessi var komm frá norrænu fé- lögunum. Norræna menningarmálanefnd in ákvað að hefja athuganir á máli þessu, og eiga þær m. a. að ná til hirnar norrænu menning arstarfsemi, sem þegar er rekin á íslandi, og rannsakað verður hvaða for;n bentugast þykir slíkri norrænni stofnun. Þá verða gerð- ar athugaair varðandi stofn- og reksturskostnað slíkrar stofnunn- ar.. Með til’iti til þess, að mál þetta komi fyrir Norðurlandaráð, sem næst kemur saman 17 marz n.k., ákvað menningarmálanefndin að byrjunarathugunum skuli lokið eigi síðar en í febrúarlok 1962. A NA 15 hnútor )í Snjé/toma V SSúrír V///rRtgn. tfu/daski/1Hj HmS 'y/li S V SOhnuttr • ÚSiWHh It Þrumur Wy/traU Hittski! \L&La(tS KLUKKAN 11 í gær var enn sama Norðaustan áttin um land alit með björtu veðri sunnanlands og vestan, en élj- um á stöku stað norðanlands og austan. Þær lægðir, sem sjást á Atlantshafinu eru all- ar á hreyíingu austur og norð- austur iyrir sunnan land og ættu að valda áframhaldandi norðausliægri átt. í Vestur- Evrópu er hins vegar ríkjandi suðvestlæg átt og fremur hlýtt. . hugunar á málum þessum og skipa hana prófessor Þórir Þórð- arson, Háskóia íslands, Bent A. Koch, aðalritstjóri, Kerstin Sönn- erlind, Stokkhólmi, og Helene Andersen, Oslo. Hinni íyrirhuguðu Norrænu stofnun í Reykjavík er ætlað það hlutverk að sameina norræna menningaistarfsemi á fslandi á einum stað og blása lífi í slíka starfsemi. Gert er ráð fyrir að stofnun þessi verði sjálfstæð sjálfseign- arstofnun, sem njóti styrkja frá Norðurlöndunum, bæði til að standa straum af stofnkostnaði og einnig til reksturs. Norrænu stofnuninni er m. a. ætlað að efna til bæði fyrirlestra og námskeiða þar sem kynnt yrðu tungumál hinna Norðurlandanna, menning og þjóðfélagshættir. Er gert ráð fyrir að við stofnunina verði safn bóka, timarita, blaða, kvik- mynda um ýmsa hluti o fl. Til þess að stofnun þessi geti þrifizt verður hún að hafa yfir að ráða viðunandi húsnæði fyrir áður- nefnt safn svo og til fyrirlestra- halds. Hin Nörræna stofnun í Reykja- vík yrði samræmandi afl í því menningarstarfi Norðurlandanna við ísland, sem rekið er af svip- uðum stofnunum þar. Stofnun þessi gæti einnig verið til gagns gestum frá hinum Norðurlöndun- um, einum sér eða í hópum, og á sama hátt miðlað upplýsingum til íslendinga. sem kynnast vilja Norðurlöndum af eigin raun. Þá gæti stofnunin starfað í nánum tengslum við skóla um allt fs- iand, t. d. með fyrirlestraferðum, útgafustarfsemi O. fl. Eins og að framan greinir eru allar áætianir og bollaleggingar um slíka norræna stofnun Reykjavík enn á algjöru frum- stigi. Er frétt þessi byggð á fréttatilkynningu frá norrænu menningarmálanefndinni. Sameinuðu þjóðanna í New York og vann við Upplýsingadeild þeirra. Nokkur ár var hann að« stoðarframkvæmdastjóri við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna í Kaupmannahöfn, Fluttist hann síðan aftur til New York og var m. a. blaðafulltrúi forseta Allsherjarþingsins árið 1960—1961. Á s.l, sumri var hon« um fengin forstaða fyrir upplýs- ingaskrifstofu SÞ í Karachi í Pakistan. Dvelst hann þar nú ásamt Barböru konu sinni og tveimur sonum þeirra. ív-ar Guðmundsson •r hið mesta lipurmenni, drengur góð- ur og kemur sér allstaðar veL Hann á því fjölda vina og kunn- ingja hér í fæðingarbæ sínum. Ritstjórn og starfsfólk Morgun- blaðsins árnar honum allra heilla fimmtugum og biður hann lifa vel og lengi. Heimilisfang hans í Pakistan er þessi: United Nations Informa- tion Center, Strachen Road, KaraChi, Pakistan. Yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarút- vegsins kosin VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur setið á fundum dag- lega að undanförnu. Samkomulag hefur ekki náðst um verðákvarðanir á vetrar- vertíðarafla. Verðákvörðuninni hefur þvi verið vísað til yfirnefndar sam- anber lög um Verðlagsráð sjáv- arútvegsins nr. 97/1961. Aðilar samþykktu einróma að fara þess á leit við bankafull- trúa Gunnlaug G. Björnsson, að hann taki að sér starf odda- manns í yfirnefndinni. Gunn- laugur hefur orðið við þessum tilmælum. Verðlagsráðið kaus síðan yfirnefndina á fundi sín- um í gær og er hún þannig skipuð: Gunnlaugur G. Björnsson, oddamaður, Helgi Þórarinsson, Sigurður Pétursson, Tryggvi Helgason og Valgarð J. Ólafs- son. — (Frá Verðlagsráði sjáv- arútvegsins) — Nýja.Guinea Frh. af bls. 1. senditækjum og vistum til 20 daga. —. í fregn frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, segir að J. Sœdarso, sem er varaformaður flotaráðs Indónesíu, hafi verið í tundur- skeytabátnum, sem sökkt var, Ekkert hefur frétzt um örlög hans, en indónesísk skip leita hans enn. Þótt Soedarso hafi ekki að þessu sinni átt að gera innrás í Nýju-Guineu hafi Indó- nesíustjórn skipað hann yfir- mann þeirra hersveita, sem ætl- aðar voru til iunrásar ef til kæmi, —-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.