Morgunblaðið - 19.01.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1962, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. jan. 1962 Hvernig bregst Krúsjeff við veikindum og elli? ♦ OPINBER embættismaður í Bandaríkjunum, eins og fleiri befur látið hugann reika til framtíðarinnar nú um þessi áramót, lét svo um mælt fyrir nokkrum dögum, að það væru sjúkir menn, sem stjórnuðu Rússlandi. Nikita Krúsjeff er á ári í húsi sínu við Svarta ef til vill aldrei tími til að hafið. Hann heldur færri „mara- þon“-ræður en áður og fer mun fyrr heim úr veizlum en venja hans var áður fyrr. Sendiherr- um vestrænna ríkja í Moskvu ber saman um, að Krúsjeff hafi verið óhress á að líta í síðustu Sir Winston Churchill og Franklin D. Roosevelt á Yalta ráðstefnunni. Tveim mánuðum síðar lézt Roosevelt. maður aldraður og farinn heilsu og fjöldi annarra ráðamanna rússneskra eru ekki við fulla heilsu. — Það væri nógu fróð- legt, sagði embættismaðurinn, að rannsaka hver áhrif sjúkir forystumenn þjóða hafa haft á grang mála síðustu ára.. ♦ Fáum dögum eftir að hinn bandariski embættismaður við- hafði þessi ummæli, barst fregn frá Moskvu, 4. janúar nánar tiltekið — um að Krúsjeff væri veikur, hefði fengið slæma in- flúenzu og neyðst til þess að fresta fyrirhugaðri ferð tii Hvíta Rússlands. ❖ Hversu alvarleg eru veik- indi Krúsjeffs? Hvað liggur að baki ummælum hins bandaríska embættismanns um heilsufar sovézka forsætisráðherrans og um áhrif sjúkra þjóðaleiðtoga á aiþjóðaviðburði síðustu ára. Bandaríslti embættismaðurinn vildi ekki láta nafns síns get- ið og heldur ekki skýra þessi tunmæli sín nánar að þessu sinni, «i þau urðu þó til þess, að blaðamenn tímaritsins U. S. News & World Report Ieituðu sér nánari upplýsinga um heilsu far Krúsjeffs og tóku saman í grein eftirfarandi: Síðustu sex árin hafa af og til borizt af því fregnir, að Krúsjeff þjáist af nýrnaskemmd eða skemmd í lifur — eða hvoru tveggja í senn. Árið 1956, þegar Krúsjeff var í Eng- landi, skýrði hann brezkum em- bættismanni frá því, að lifrin angraði sig illilega. Undir lok ársins 1960 hafði einn af sendi- herrum hlutlausu þjóðanna eft- ir sovézka forsætisráðherranum, að hann hefði aðeins annað nýr- að það væri ekki í sem beztu lagi. Segist sendiherrann hafa fundið það á ummælum Krús- jeffs, að hann teldi sig ekki eiga ýkja langt eftir ólifað. Þá hefur Krúsjeff sagt við opinber tækifæri, að læknar hans ráðleggi honum að forð- ast neyzlu áfengra drykkja og forðast að komast úr jafnvægi. Það eru ekki mörg ár síð- an Krúsjeff var kunnur fyrir þindarlausa drykkju — enhann hefur mjög gætt hófs í þeim efnum, síðustu árin, að minnsta kqsti í opinberum veizlum. Krúsjeff er nú nærri 68 ára gamall — og honum virðist hraka ört um þessar mundir. Hann tekur sér oftar frí en áður, dvelur nokkrum sinnum nýjársmóttökum og hafi farið snemma heim. Holdafar Krúsjeffs vekur at- hygli læknisfróðra manna. Hann er aðeins 165 cm. hár, en veg- ur 110 kg. — holdafar sem býð- ur hjartakvillum heim. Frol Kozlov, sem hefur verið Krús- leysa. Margir ern þeirrar skoðunar, að einræðisherra sem hniginn er á efri ár, en óskar að lifa lengur, muni hafa tilhneigingu til þess að forðast of erfið verk- efni. Þessir sömu menn telja ennfremur ólíklegt, að slíkur maður leggi út í vanhugsuð og ungæðisleg ævintýri svo sem t. d. að hleypa af stað kjarn- orkustyrjöld. Tíminn verður að skera úr um þetta. Ekki verður séð fyrir, hvernig Krúsjeff muni bregðast við Elli kerlingu og fylgismeyjum hennar. En þegar litið er til baka sjáum við, við nánari íhugun, að sjúkdómar og elli hafa haft djúp áhrif á gang heimsmálanna síðustu áratugi. — ★ — Árið 1919 fékk Woodrow Wil- son, þáverandi forseti Banda- ríkjanna hjartaslag, 62 ára gamall — og var þar með úr leik. Um þær mundir stóðu sem hæst átökin í öldungadeild Bandaríkjaþings um, hvort Bandaríkin skyldu gerast aðili að Þjóðabandalaginu. Og forset- inn lá lamaður í rúmi sínu og fékk ekkert gert. Kona hans og ráðherrar önnuðust störf hans í Hvíta húsinu í samein- ingu, en þau gátu ekki komið í hans stað til þess að hagnýta Woodrow Wilson og kona hans. — Hjartaslag meðan öld- ungadeildarþingmenn deila um aðild að Þjóðabandalaginu. jeffs hægri hönd og verið sem líklegur eftirmaður hans, er nákvæmlega eins byggður, — og hann fékk snert af hjartaslagi fyrir skömmu. — Þetta gefur þó vitaskuld enga ástæðu til þess að ætla, að Krúsjeff standi framarlega á grafarbakkanum eða sé hættu- lega veikur. Hins vegar er af þessu Ijóst, að hann er ekki það, sem kallast mætti. fílhraust- ur maður og að hann gerir sér áreiðanlega ljóst, að hann get- ur farið hvenær sem er. Hver áhrif skyldi nú þetta hafa? Ýmsir vestrænir stjórn- málamenn telja sterkar líkur fyrir því, að Krúsjeff kunni að taka mikið tillit til þeirrar stað- royndar að hann eigi e. t. v. skammt eftir ólifað. En þá er spurningin — mun hann með hliðsjón af framansögðu reyna að heyja kapphlaup við tím- ann og hraða fyrirætlunum sín- um, í von um að vinna stóra sigra, áður en stundin er kom- in, eða tekur hann hinn kost- inn — að hægja ferðina, taka minni áhættu og forðast að flækjast í einhverjum vanda- málum, sem honum vinnst svo sér þau tækifæri, sem buðust til málamiðlunar í deilunni. Af- leiðingin varð sú, að öldunga- deildin hafnaði því að gerast aðili að Þjóðabandalaginu. Má ugglaust telja, að hér hafi sjúk- Nikita Krúsjeff. — Lifur og nýru angra hann. dómur valdið því, að Banda- ríkjamenn ákváðu að standa utan Þjóðabandalagsins og stefndu að einangrun. Aldarfjórðungi síðar — í febrúar árið 1945 — fór Frank- lin D. Roosevelt, Bandaríkjafor- seti, til Yalta — til fundar við einræðisherra Sovétríkjanna, Josef Stalin. Á þeim fundi var gert samkomulag, sem fól í sér fjölmargar tilslakanir við Stalín — tilslakanir, em höfðu tórfelld áhrif á framgang kommúnism- ans á árunum eftir heimsstyrj- öldina. Yaltasamningurinn er mikilvægur þáttur í þeirri ógn- un, sem nú stafar af heims- kommúnismanum. Þá var Roose- velt forseti sjúkur maður, átti aðeins tvo mánuði ólifða og menn velta því enn fyrir sér, hver áhrif veikindi hans hafa haft á afstöðu hans á Yalta- fundinum. Stalín var aldraður og sjúk- ur maöur á síðustu stjórnarár- um sínum, þegar hann braut hvern alþjóðasamninginn á fæt ur öðrum, skapaði Berlínar- vandamálið, sem enn ógnar heimsfriðnum, og kynnti Kóreu- bálið. Þegar dauðinn sótti Stalín heim árið 1953 var hann 73 ára — heimurinn hafði þá enn • orð- ið fyrir miklum áhrifum af að- gerðum sjúks manns. — ★ — Maðurinn, sem kom Adolf Hitl er til valda í Þýzkalandi árið 1933 var hrörnað gamalmenni, Paul von Hindenburg, 85 ára að aldri. Hindenburg sem hafði getið sér mikinn orðstír sem hers- höfðingi í heimsstyrjöldinni fyrri, var forseti Weimar-lýð- veldisins árin sem Hitler og nazistar böðluðust til valda. Hitler og hans menn höfðu aldrei í kosningum náð meiru en 37% af atkvæðamagni og náðu aldrei meirihluta í þýzka þinginu. Arið 1932, þegar Hitler var í framboði til forsetakjörs á móti Hindenburg fékk hann aðeins 13,4 milljónir atkvæða af 36,4 milljónum greiddra at- kvæða og nazistar töpuðu fylgi í þingkosningum það ór. Hind- enburg sjálfur fyrirleit Hitler. Engu að síður lét hann þegar í upphafi ársins 1933 telja sig á að bjóða Hitler kanzlaraembætti — þar urðu þáttaskil í heims- sögunni. Hitler sjálfur var maður van- heill — bæði andlega og líkam- lega. Sem barn þjáðist hann af lungnasjúkdómi, sem hafði lagt föður hans í gröfina. Hann varð fyrir eiturgasi í heimsstyrjöld- inni fyrri og missti sjónina um skeið. Meðan Hitler var kanzlari, var hann tíðum undir áhrifum deyfilyfja, sem læknir hans gaf honum er illa horfði. Hann fór að fá kippi í andlitið, sem sífellt ágerðust. Hann átti vanda til æðislegra reiðikasta. 20. júní 1944 særðist hann af sprengj- tmni sem átti að verða honum að bana — en sprengjan olli lömun á hægri handlegg hans og skemmd á hljóðhimnum. Það var því heilsulaus maður til sálar og líkama sem hélt styrj- öldinni til streitu, þrátt fyrir augljósan ósigur. Hann framdi loks sjálfsmorð 30. apríl 1945. — ★ — Ef við lítum í kringum okk- ur í heiminum í dag sjáum við, að víðast eru það aldraðir menn sem skipa áhrifamestu valda- stöður. Sumir eiga við ýmiss konar sjúkdóma að stríða, en margir aðrir komnir svo til ára sinna, að eðlilegur ellihrörleiki hlýtur að vera farinn að segja eitthvað til sín. Josip Broz Tito, einræðis- herra Júgóslavíu, er 69 ára að aldri. Hann hefur viðurkennt, að hann eigi við gigt, nýrna- sjúkdóm og bakverki að stríða. Einnig hefur því verið haldið fram, að hann væri með krabba- mein. Annar kommúnistaleiðtogl, Mao Tse-tung í Kína, er 68 ára að aldri. Hann fékk hjartaslag fyrir 12 árum og er sagður berklaveikur. J awaharlal Nehru, forsætis- Framhald á bls. 13. Hálfníræður öldungur leggur kanzlaravöld í hendur líkam- lega og andlega veilum manni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.