Morgunblaðið - 19.01.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.01.1962, Qupperneq 13
Föstudagur 19. jan. 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Tveggja binda sýnisbók B'LAÐINU hafa borizt tvö fjöl- rituð bindi í stóru broti af riti |því sem prófessor Loftur Bjarna- son hefur tekið saman og gefið út undir nafninu „Anthology of Modern Icelandic Literature“. Er ritið gefið út á vegum Kaliforníu- íháskólans í Benkeley. Fyrra bindið er 182 bls. og tek- ur yfir tímabilið frá 1800 fram að fyrri heimsstyrjöld. í upphafi rit- ar prófessor Loftur Bjarnason stuttan inngang um íslenzkar nú- tímabókmenntir og birtir leið- beiningar um framibtirð íslenzkra MJitinimiwwc « Prófessor Loftur Bjarnason. f, nafna. Auk þess skrifar hann svo stutta kynningu með hverj- um höfundi. ★ Efni fyrra bindis í fyrra bindinu eru birt sýn- ishom úr verkum eftirtalinna höfunda: Bjarna Thorarensens, Jónasar Hallgrímssonar, Gríms Thomsens. Benedikts Gröndals, Páls Ólafssonar, Steingríms Thor steinssonar, Kristjáns Jónssonar. Matthíasar Jochumssonar, Jóns Stefánssonar, Gests Pálssonar, Þorsteins Erlingssonar, Einars H. Kvarans, Hannesar Hafsteins, Einars Benediktssonar, Þorsteins Gíslasonar, Guðmundar Friðjóns eonar, Guðmundar Magnússonar, Guðmundar Guðmundssonar, Kristínar Sigfúsdóttur og Jó- hanns Sigurjónssonar. Efnið sem valið er í þetta fyrra Ibindi er ljóð, smásögur og leik- rit, en skáldsögum sleppt. Eftir átta fyrstnefndu höfundana eru aðeins birt Ijóð. í>á smásögur eft- ir Jón Stefánsson (Þorgils gjall- anda), Gest Pálsson, Einar Kvar- an, Guðmund Friðjónsson, Guð- mund Magnússon (Jón Trausta) ©g Kristínu Sigfúsdóttur. Einnig eru birt ljóð eftir flesta bessa höf unda og eftir þá Þorstein Erl- ingsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Þorstein Gislason, Guðmund Guðmundsson og Jó- hann Sigurjónsson, en eftir þann eíðastnefnda er einnig birt leik- ritið „Fjalla-Eyvindur“. Meðal þýðenda má nefna Vil- hjálm Stefánsson. Watson Kirk- connell, Skúla Johnson, Jakofoínu Johnson, Paul Bjarnason, Guð- mund J. Gíslason, Runólf Fjeld- eted, Eirík Magnússon, Kemp Malone, Mekkin Sveinson Perk- ins, Magnús Á. Árnason og Henn- ing Kröhn Schanche sem þýddi wFjalla-Ey vind“ úr dönsku. Efni seinna bindis Seinna bindið er 237 bls. og tekur yfir tímabilið frá fyrri heimsstyrjöld fram til 1950. Eru þar bæði ljóð, smásögur, leikrit, Loftur Bjarnason tók saman ritgerðir og kafli úr skáldsögu. Höfundarnir í seinna bindinu eru: Unnur Bjarklind (Hulda), Tryggvi Sveinfojörnsson, Þor- steinn Jónsson (Þórir Bengsson), Jakob Thorarensen. Guðmundur Kamiban, Davíð Stefánsson, Gunn ar Gunnarsson, Guðmundur G. Hagalín, Kristmann Guðmunds- son, Halldór Kiljan Laxness, Hjörtur Halldórsson, Ólafur Jó- hann Sigurðsson, Agnar Þórðar- son og Stephan G. Stepihansson. Loks eru ritgerðir eftir Bene- dikt Gröndal, Kristján Eldjárn, Thor Thors, Alexander Jóhannes son og Stefán Einarsson. , Meðal verka sem birt eru má nefna leikritin „Höddu Pöddu“ eftir Kamban, og „Jón Arason“ eftir Tryggva Sveinbjörnsson, smásögurnar „Ást og blóm“ eftir Þóri Bergsson, „Svarið“ eftir Jakob Thorarensen „Feðgarnir" eftir Gunnar Gunnarsson, „Tófu- skinnið“ eftir Hagalín, „Svona er lífið“ eftir Kristmann Guð- mundsson, „Nýja ísland“ eftir Laxness, „Hengilásinn" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og „Þjófur- inií“ eftir Agnar Þórðarson. Auk þess er birtur kafli úr skáldsög- unni „Ef sverð þitt er stutt“ eftir Agnar Þórðarson. í bindinu eru ljóð eftir Huldu, Jakofo Thor- arensen, Davíð Stefánsson og Stephan G. Stephansson. Auk þeirra þýðenda sem að ofan eru nefndir hafa eftirtaldir menn gert þýðingar í seinna bind ið: Lee M. Hollander, Axel Ey- foerg, John Watkins, L. L. Bjarna- son, Sadie Luise Peller, Kolfoeinn Sæmundsson, Walter J. Lindal, Minna Wresohner, Richard Beck, Margrét Einarsson og Paul Schacfo. Þetta viðamikla rit hefur nú foorizt til fslands og er til sölu í bókaverzlunum. ★ Ritstjóri verksins Prófessor Loftur Bjarnason, sem valið hefur efni í ritið og annazt útgáfu þess. kennir bók- menntir við „United States Naval Postgraduate School" { Monterey í Kaliforníu. Hann er sonur Lofts Bjarnasonar, sem um margra ára skeið var fræðslumálastjóri í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Ýmsir eldri fslendingar munu kannast við hann frá því hann kom til að boða hér mormónatrú á árunum 1900—1904, og frá heimsókn hans á Alþingishátíðina 1930. Faðir Lofts trúfooða var Gísli Einarsson, Bjarnasonar frá Hrífunesi í Vestur-Skaftafells- sýslu. Bróðir Gísla, séra Bjarni Einarsson var um árabil prestur að Meðallandi f Vestur-Skafta- fellssýslu. Kona Gísla og amma próf. Lofts Bjarnasonar var Hall- dóra Árnadóttir, Ásgrímssonar frá Meðallandi. Móðir próf. Lofts er enn á lífi, og er hún af ensk- amerísku bergi brotin. Faðir hennar var John David Holladay ffá Santaquin í Utah. Loftur trú- boði lézt árið 1939. Próf. Loftur Bjarnason fæddist í Utah árið 1913, og fékk áhuga á íslenzkum bókmenntum meðan hann dvaldist hér á árunum 1930—31 í fylgd með föður sín- um. Sótti hann þá tíma í Háskóla Íslands hjá Sigurði Nordal og Alexander Jóhannessyni. Eftir að próf. Loftur lauk háskólanámi í Utah árið 1936 kom hann aftur til íslands og lagði stund á bók- menntir, sögu og málfræði við háskólann. Hefur hann haft vak- andi áhuga á íslenzkum málefn- um Æ síðan. TVIST TVIST-faraldurinn breiðist út frá Ameríku til annarra landa — og er misjafnlega vel tek- ið. Ungdómurinn gleypir við þessari nýjung og tvistar á hverju götuhorni og annars staðar þar sem færi gefst. Á Norðurlöndum hafa að undanförnu ferðast tvist- flokkur, þ. e. tvö danspör og hljómsveit, og kennt Norður- 1 landabúum að dansa tvist. Hefur flokkurinn ferðast um i ýmsar borgir í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og fengið góðar undirtektir. Og ekki er úr vegi að lýsa svolítið þessum fræga dansi. í fyrstu gat hver dansað og látið eins og hann langaði til, en nú hefur hann fengið fast form, og er vitað um a.m.k. dansarinn hefur fæturna samsíða og hreyfir þá til skiptis á hæl og tá, jafn- framt því sem hann færist til hliðar (sjá meðfylgjandi mynd, eftir takti, sem minn- ir helzt á reglubundið skrölt frá eimvagni. Handahreyfing arnar eru svipaðar og hjá hnefaleikamanni á æfingu. Einnig hreyfir dansarinn sig í mjaðmaliðunum og beygir sig í hnjánum. Eitt er það í tvist-dansin- um sem ekki leyfist í öðr- um dönsum. Herrann hefur leyfi til að ræna dömu ann- ars manns og fer hann þá að eins og hani, sem býr sig undir slagsmál. t' Hörð mótspyma í Frakklandi Tvistið hefur mætt harðri andspymu í Frakklandi og þykir Frökkum þessi dans — ef dans skyldi kalla — ó- franskur. En tvistæðið hefur gripið þar um sig eins og annars staðar og hefur á mörgum dansstöðum verið efnt til tvistkeppni. Það þykir í frásögur fær- andi, að sigurvegarinn í einni slíkri tvist-keppni missti af kvikmyndasamningi og auk þess lá við að hjónaband hans Dany Saval tvistar í næturklúbb færi út um þúfur. Sigurveg- arinn var Dany Saval. Walt Disney uppgötvaði Dany og bauð henni upp á samning. Hélt hún vestur um hcif og bjó sig undir að leika í nýrri Disney-mynd. En áður vann hún í næturklúbb í París og birtust myndir af henni í því efni. Leiddi það til samn- ingsrofa. Það fylgir sögunni, að Castelli, eiginmaður Dany, hafi orðið öskureiður út af þessu tiltæki frúarinnar. Svo tvistið varð Dany Saval dýrt spaug. i Svona á að dansa tvist s' 6 tilbrigði. Aðalhreyfingin er að sjálfsögðu vindingur (sbr. enska orðið twist), og grunn- ;( sporið kannast allir við: j .............: t 1 Grunnsporið í tvist ★ Kennir íslenzku í bréfaskóla Próf. Loftur býr nú í Montery í Kaliforníu ásamt konu sinni, Ruth (fædd Alexander), og 10 ára gömlum syni, Christopher. Kona Lofts talar íslenzku, enda var hún með honum þegar hann dvaldist hér í seinna sinnið, 1937—38. Sýnisbókin sem þróf. Loftur hefur gefið út miðar fyrst og fremst að því að kynna banda- rískum lesendum íslenzkrar bók- menntir síðustu hálfa aðra öld, en hún er jafnframt ætluð stú- dentum íslenzkra fræða. Auk þess kennir próf. Loftur íslenzku við bréfaskóla Kaliforníu-há- skóla. Hann er og kunnur í Banda ríkjunum fyrir bókadóma um íslenzkar bækur sem birzt hafa á ensku. Hann er varaforseti í „Society for the Advancement of Scandinavian Studies", sem er félagsskapur fræðimanna er vinn ur að kynningu á Norðurlöndum og menningu þeirra í Bandaríkj- unum og Kanada. — Krúsjeff Framh. af bls. 8. ráðherra Indlands, er 72 ára. Hægri hönd hans, Krishna Men- on er 64 ára og gekkst nýlega undir uppskurð við heilaæxli. Charles de Gaulle Frakklands forseti er 71 árs og mjög farin að förlast sjón. Konrad Aden- auer, kanzlari Vestur-Þýzka- lands er 86 ára gamall en virð- ist við furðugóða heilsu miðað við mann á þeim aldri. Chiang kai-shek, forseti Þjóð- ernissinna á Formósu, er 75 ára, Syngman Rhee var þröngvað úr forsetastóli í Suður-Kóreu hálf- níræðum. Forsætisráðherra Bret lands, Harold Macmillan, skort- ir rúm tvö ár í sjötugt og fyrir- rennari hans, Anthony Eden, varð að hætta stjórnmálastörf- um vegna heilsubrests. Á und- an Eden stjórnaði Sir Winston Churchill Bretlandi, þar til hann varð áttræður. Og við skulum snúa aftur til Bandaríkjanna. Á þeim átta árum, sem Dwight D. Eisenhower sat í Hvíta hús- inu fékk hann snert af hjarta- Stúlka 'óskast strax IMAUST slagi, heilablóðfalli og varð að gangast undir uppskurð við garnabólgu. John Foster Dulles var ut- anríkisráðherra meðan krabba- mein dró hann til dauða og eft- irmaður hans, Christian Herter, þjáðist af liðagigt. Og nú á hinn ungi og efnilegi Bandaríkjafor- seti — aðeins 44 ára gamall — við að stríða slæmsku í baki, sem er arfur úr heimsstyrjöld- inni síðari. Varaforsetinn Lynd- on B. Johnson, hefur fengið snert af hjartaslagi. Af öllu þessu virðist augljóst, að sjúkdómar og ellihrumleiki hafi óumdeilanlega nokkur á- hrif haft á þróun alþjóðamála og athugasemd hins bandaríska embættismanns um heilsuveila valdamenn og veikindi sovézka forsætisráðherrans sé athyglis- verð. Heimurinn verður að fylgj- ast með þvi, hversu háttar um heilsufar Krúsjeffs. Og ef Krús jeff deyr — hver kemur þá í hans stað? Annar sjúkur maður? Hæglátari leiðtogi? Eða ef til vill enn verri einræðisseggur, sem steypir heiminum út í styrj aldarfen. Menn muna enn hina hættulegu valdabaráttu, sem fylgdi í kjölfar fráfalls Stalíns og hvernig sú barátta hefur haft áhrif á þróun heimsvið- burða síðan 1953. Menn gera sér ljóst, að fráfall Krúsjeffs gæti haft í för með sér líka atburðarás. Því er spurt: Á vanheilsa aldraðs manns enn á ný að skapa þáttaskil í sög- unni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.