Morgunblaðið - 19.01.1962, Blaðsíða 18
:s
LW
MORGlNBLAfílÐ
Föstudagur 19. jan. 1962
GUÐMUN DAR
otRfaPORUGOTU 3 » SIMAR: 19032-368/0
Forfl Taunus ’59> 2ja dyra, —
fólksbifreið með útvarpi.
miðstöð og plötuspilara. —
betta er fallegur b’1' ný
innfluttur.
SHbilosiíia
C5UHED N/1U NDAR
BERGPÖRUQÖTU 3 • StMAR: 19032-36870
Volkswagen '57
Skipti möguleg á eldri bíl.
Tii sýnis og sölu i dag.
Austin A-70-’50. Verð kr. 25
þús.
Mercedes-Benz 190 ’57.
Plymouth ’56, má greiðast
með 10 ára fasteignabréfi.
Skoda Station ’58. Skipti
möguleg á eldri bdl.
Höfum kaupendur að flestum
tegundum bifreiða.
Gamla bílasalan
RAtJÐARÁ
Skúlagötu 55. Sími 16812.
lunemui
S/'/n/: 1114 4
við Vitatorg.
Volkswagen bus ’57.
Opel Kapitan ’56.
Opel Record ’60.
'Mercedes-Benz 180 ’55.
Mercedes-Benz 220 S. ’57.
Volkswagen ’58.
Opel Kapitan ’55.
Dodge ’55.
Studebaker, sportbíll ’54.
Bifreiðar þessar eru allar
í mjög góðu ástaidi.
Sílamiðstöðin VAGItl
Amtmannsstíg 2C.
Símar 16289 og 23757.
V olkswagen ’55, rúgbrauð,
mjög góður með nýrri véi.
Til sýnis og sölu í dag. —
Skipti koma til greina,
t d. á jeppa.
Sílamiðstöðin VAGM
Antmannsstíg 2C.
Símar 16289 og 23757.
0
Odýru prjónavörurnar
seldar i dag eftir kL 1.
Ullarvörubúðin
Þingholtsstræti 3.
vann hraðkeppni i kðrfu-
knattleik létt og öruggt
Vann Ármann i úrslitaleik 30-22
SIGURINN í hraðkeppnismóti
körfuknattleiksmanna lenti hjá
ÍR eins og reyndar mátti gera
ráð fyrir. Fátt var um ljósa
punkta í mótinu, leikirnir yfir-
leitt heldur slakir og langt fyr-
ir neðan getu, þótt sumir yrðu
allspennandi. „Ekkert er svo
með öllu illt að ekki boði nokk-
uð gott“, segir máltækið og það
sannast hér og á ég þar við tvö
,mý“ lið, sem fram komu
mótinu. Fyrst lið fKF, sem nú
hefur skipt um blóð svo um
munar, aðeins Ingi Gunnarsson
er eftir af gamla liðinu. ÍKF
byrjar vel með að sigra næst-
sterkasta Reykjavíkurliðið, KFR,
og greinilega eiga þeir fjölda
efna. í öðru lagi er það svo lið
KR, sem átti góðan leik gegn
Ármanni.
Óvæntasti sigurinn
Er litið var yfir lið ÍKF fyrir
leikinn gegn Ármanni, hefði eng
Félagslíi
Knattspyrnufélagið Fram
Knattspyrnudeild.
Æfingatafla fyrir innanhúss-
æfingarnar:
Meistarafl. og 1. fl., æfingar á
laugardögum í KR-heimilinu kl.
4.30; á sunnudöigum í Austur-
bæjarbarnaskólanum kl. 10 f. h.
og á miðvikudögum í Austur-
bæj arbarnaskólanum kl. 9 e. h.
2. fl. æfingar í Austurbæjar-
barnaskólanum á miðvikudögum
kl. 9 e h.
3. fl. æfingar í Valsheimilinu
á sunnudögum kl. 2.40.
4. fl. æfingar í Valsheimilinu
á sunnudögum kl. 3.30.
5. fl. æfingar í Valsheimilinu
á sunnudögum kl. 9.30 f. h.
3. og 4. fl., ath., að hverfa-
keppnin byrjar »k. sunnudag.
Nefndin.
Tilkynning
um afmælishátíð I. S. í.
Þeir, sem taka þátt í afmælis-
sýningu Í.S.Í. í Þjóðleikhúsinu,
eru beðnir að mæta í Þjóðleik-
húsinu nk. sunnud., sem hér
segir:
Þátttalkendur í sögusýningu
kl. 9 árdegis.
Þátttakendur í íþróttasýningu
kl. 10:30, árdegis.
í. S. í.
Skíðaferðir um helgina: Laug-
ardaginn 20. ian. kl. 2 Og 6 e.h.
Sunnudaginn 21. jan. kl. 9 f.h. og
kl 1 e.h. Firmakeppni Skíðaráðs
Reykjavíkur fer fram á sunnu-
daginn við Skíðaskálann í Hvera-
dölum. Nafnakall kl. 11 f.h. —
Mjög áríðandi að allir keppendur
Og starfsmenn verði mættir við
Skíðaskálann fyrir kl. 11 á sunnu
aginn. — Skíðaráðið biður alla
gamla keppendur um að mæta
_________Skiðaráð Reykjavíkur
:»KIP4UTGCRB RIKISINS
Ms. ESJA
vestur um land í hringferð hinn
21. þ. m. Vörumóttaka árd. í dag
til Patreksfjarðar Bíldud., Þing-
eyrar, Flateyrar, Súgandafjarð-
ar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Dal-
víkur, Akureyrar, Húsavíkur,
Kópaskers, Raufarhafnar og
Þórshafnar. Farseðlar seldir á
föstudag.
um getað dottið í hug að hinir
trngu leikmenn þess mundu
sigra, en það varð samt, og
sigurinn var sanngjarn. ÍKF
kom gersamlega á óvart og
staðan í leiknum var á tíma
22:11, en sigurinn varð þó
minni, 22:18 (13:7).
ÍKF er hér komið inn á rétta
braut, reynir að byggja upp
með ungum, áhugasömum mönn
um, en hvíla hina gömlu, sem
margir hverjir voru farnir að
lifa á fornri frægð. KFR hefur
líklega gengið sigurvisst til
leiks við ÍKV, enda leit út fyrir
viðureign Davíðs og Golíats.
KR með upprennandi lið
I öðrum leiknum sáum við
tvö lið, bæði á hraðri uppleið,
Ármenningana, sem eru þegar
orðnir eitt bezta liðið hér á
landi, og KR, sem sendir nú
meistaraflokk eftir langa hvíld
þess flokks, en meistaraflokkur
þeirra tók þátt fyrir nokkrum
árum, en með heldur lélegum
árangri.
Leikurinn var allan tímann
mjög spennandi og jafn. í hálf-
leik var staðan 10:9 fyrir Ár-
mann, en KR jafnar 11:11. Þá
er eins og Ármenningar gerist
óskeikulir í körfuköstum og 8
stig skora þeir á örskotsstund,
19:11. Þetta réði samt ekki úr-
slitum í leiknum, KR náði sér
vel á strik, náði að jafna á síð-
ustu mínútu, 23:23. Þriggja mín-
útna framlengingu unnu Ár-
menningar, en alls ekki bar-
dagalaust og leik lauk 29:27.
ÁR vann stúdenta, 30:17
Leikur ÍR og stúdenta var
einn sá lélegasti. ÍR náði for-
ystu og allan tímann var leik-
urinn þeim auðveldur. Hálfleik
lauk 16:6, en leikslok urðu 30:17.
Ármann vann nýliðana
af Keflavíkurflugvelli
Fjórði og næstsíðasti leikur-
inn milli ÍKF og Ármanns
leiddu í ljós yfirburði Ármanns
í keppnisreynslu, en Ármann
náði brátt þeirri yfirburða-
stöðu, sem nægði þeim til að
slappa af“ fyrir úrslitaleikinn
gegn ÍR. 1 hálfleik var 22:8, en
leik lauk með 27:17 fyrir Ár-
mann.
ÚRSLITIN:
Ármann ógnaði í fyrri hálfleik,
en ÍR hafði yfirburði þann siðari
ÍR stóð að því leyti betur að
vígi er til úrslita kom að hafa
leikið aðeins einn leik, þar sem
Ármenningar höfðu leikið tvo.
ÍR tók brátt tökin í sínar hend-
ur og skoraði tvær fyrstu körf-
urnar. Fyrri hálfleikurinn var
þó jafn, og lauk 12:10 fyrir ÍR.
Fyrri hluta síðari hálfleiks
léku ÍR-ingar sér bókstaflega að
Ármanni og sendu boltann hvað
eftir annað í körfuna án svars
frá Ármanni, og áður en varði
var jafn leikur orðinn að 23:10,
sem Ármenningarnir gátu ekki
dreymt um að jafna. Sigur fR
lá því beint undan og lokatalan
var 30:22.
1 liði ÍR var Þorsteinn enn
einu sinni „maður kvöldsins",
enda örugglega bezti körfuknatt
leiksmaðurinn okkar í dag. —
Helgi Jóhannsson er augljóslega
æfingalítill, átti þó góðan dag
og er nauðsynlegur maður í ÍR-
liðinu og skoraði hann 10 stig
fyrir lið sitt og var stighæstur
(Þorsteinn með 9 stig).
í Ármannsliðinu bar mest á
þeim Davíð Helgasyni og Birgi.
Ingvar fór einnig vaxandi er á
leið leikinn.
—jbp—
unnm raðnð
I riðluna
ALÞJÓÐA knattspyrnusamband-
sambandið samþykkti í dag að
Suður-Ameríkuliðunum skyldi
raðað í úrslitariðla heimsmeist-
arakeppninnar. Var þetta gert
að beiðni Chile, sem rökstuddi
beiðni sína með því, að keppnin
yrði skemmuiegri og tvísýnni ef
evrópsk og S-Amerísk lið mætt-
ust í öllum riðlum.
Argentína var sett í riðilinn,
sem leika á í Rancagua, Chile í
Santiago-riðilinn, Brazilía í Vina
Del Mar riðilinn og Uruguay 1
Arica riðilinn. ,,
-------------------
rr
40 þús. pund
A. THOMAS, sem er markhæsti
maður í ensku deildakeppninni
Og leikur með Scunthorpe í 2.
deild (hefir skorað 31 mark),
var í gær seldur til Newcastle
United.
Ekki var opinberlega gefið upp
hvert söluverðið var, en frétta-
menn segja að það hafi verið 40
þús. pund.
103 firmu taka þátt í
skíðakeppni á sunnudaginn
HIN ÁRLEGA firmakeppni
Skíðaráðs Reykjavíkur fer að
öllu forfallalausu fram n. k.
sunnudag i brekkunum við
skíðaskálann í Hveradölum. 103
fyrirtæki taka þátt í keppninni
og beztu skíðamenn bæjarins
leiða þar saman hesta sína.
Sem kunnugt er, er keppni
þessi forgjafarkeppni, og er
þess vegna ekki hægt að spá
fyrirfram um hver verður sig-
urvegari. 10 silfurbikarar (far-
andbikarar). verða afhentir að
lokinni keppni, við sameiginlega
kaffidrykkju í Skíðaskálanum.
Vænst er að umboðsmenn þess
ara fyrirtækja mæti við verð-
launaafhendinguna í Skíðaskál-
anum, aðgöngumiðar verða aí-
hentir hjá gestgjafa Skíðaskál-
ans.
Ferðir verða farnar frá BSR
kl. 9 f. h. á sunnudag og kl. 1
e. h. en fyrirhugað er nafnakall
kl. 11, við Skíðaskálann og mun
keppni hefjast að því loknu.
Mjög áríðandi er að allir starfs-
menn og keppendur mæti fyrir
þann tíma.
Allar upplýsingar um ferðir á
mótsstað eru veittar hjá BSR
sími 11720. Umboðsmönnum fyr-
irtækja verða afhentir farmiðar
á sama stað.
Afmælissýnine
í. S. í.
ÞÁTTTAKENDUR. eru beðnir að
mæta til æfinga í Þjóðleikhúsinu
n.k sunnudag 21. jan. sem hér
segir: Þátttakendur í sögusýn-
ingu mæti kl. 9,00 f.h. — Þátttak-
endur í íþróttasýningu mæti kl.
10,30 f.h.
Unglinga
óskast tíi að bera blaðið
út í eftirtalin hverfi
í eftirtalin hverfi
VIÐIMEL
HÁVALLAGÖTU
FJÓLUGÓTU
ofgttnfrlAMð1
LAUFAKLÚBBURINN
DANSLEÍKUR í Burst, Stórholti 1,
1 kvöld kl. 8.30.
STEINUNN BJARNADÓTTIR
leikkona skemmtir.
Góð hljómsveit leikur
Allir verkomnir meðan húsrúm leyfir
LAUFAKLÚBBURINN