Morgunblaðið - 19.01.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.01.1962, Blaðsíða 19
Fostudagur 19. jan. 1962 MORGTJNBLAÐIÐ 19 ~ Borgarstjórn Framhald af bls. 2. þess, að nægilega margar bygg- ingarlóðir yrðu fáanlegar. 1 vor yrði t.d. úthlutað lóðum fyrir 600 íbúðir á nýjum bygginga- svæðum, en auk þess væri verið að greiða fyrir auknum bygg- ingarframkvæmdum í eldri borg arhverfum. ur í höndum tæknideilda borgar- innar. Og auðvitað, sagði borgar- stjóri, er unnið að tæknilegum vandamálum borgarinnar jafnt ' og áður eftir að verkfræðingar afiýstu verkfalli sínu, ýmist í j tímavinnu eða ákvæðisvinnu, því j af 32 verkfræðingum sem starf- andi voru hjá borginni fyrir verk fallið, vinna nú 29 á vegum henn- ar. ★ Æskilegt, að sérfræðingum séu falin ákveðin verkefni Vék borgarstjóri nú að full- yrðingum GV um ófremdar- ástand það, sem hann taldi ríkja innan tæknideilda borgarinnar. Tilefnið væri það, að borgarráð hefði samþykkt að tillögu borg- arverkfræðings að fela einstök- um verkfræðifyrirtækjum og arkitektum þrjú afmörkuð verkefni, sem nánar var akýrt frá hér að framan, hver eru. Lagði borgarstjóri áherzlu á, að þetta væru allt skýrt af- mörkuð verkefni, sem hægt er að vinna að sjálfstætt, en að sjálfsögðu væri gert ráð fyrir, að þeir aðilar, sem tækju þau að sér hefðu samráð við tækni- deildir borgarinnar við úrlausn þeirra. Þetta þýddi alls ekki, að verið væri að leggja niður tæknideildirnar, eins og GV hefði gefið í skyn, heldur væri hér aðeins verið að létta af þeim verkefnum, sem ella hefðu dregizt á langinn. Auk þess kvaðst borgarstjóri telja það seskilega þróun, að sérfræðing- um á ýmsum sviðum séu falin tiltekin verkefni, en það breytti þó engu um það, að forystan í þessum efn im yrði eftir sem áð- — Þórður stób einn Framh. af bls. 20. öðrum bæjum, t. d. væri iðgjald af steinhúsi í Reykjavík 0,51%o, en í Hafnarfirði og á Akureyri 0,6— l%a. Lægi þannig ljóst fyrir að iðgjöldin væru mjög lág í Reykja- vík. Mjög lítil tjón hefðu orðið síðan bærinn tók við trygging- unum. Tjónabætur hefðu að með- altali numið 33,5% og síðasta ár líklega nálægt 2'3—24% af heild- ariðgjöldum en næsta aldarfjórð- ung á undan hefðu þau numið yfir 55% og eitt 5 ára tímabilið komizt upp í 145% heildarið- gjalda. Borgarstjóri gat þess, að bær- inn hefði í eigin áhættu árleg tjón allt að 12,5 millj. kr., þannig að sjóður sá. sem Húsatrygging- arnar eiga nú gæti tæmzt á tveim érum, ef stóróhöpp yrðu, enda væri brunabótamat ákveðinna fasteigna t. d. við Aðalstræti, Vonarstræti og Hafnarstræti frá B—12 millj. kr„ og Sænska frysti- húsið væn metið á tæpar 18 millj. Sjóðir húsatrygginganna hefðu verið lánaðir til hitaveitu- framkvæmda. Væri það mjög eðli legt, því að beztu brunavarnir að útrýma olíu- og kolakyndingu. Sjálfsagt yrði því hægt að lækka SðgjöJdin meir í framtíðinni, þótt það væri enn ekki tímabært, enda væri tillaga Þórðar Björnssonar Of seint fram komin, því varla væri leggjandi í þann kostnað að breyta iðgjaldaseðlum og senda nýja út, þar sem þetta skipti flesta íbúðareigendur ekki nema nálægt 40—50 kr., en væri að Bjálfsögðu tii nokkurra hagsbóta fyrir þá, sem stórar fasteignir eiga. Þórður Björnsson viðurkennir að brunatryggingariðgjöldin væru mjög lá í Reykjavík og fagnaði því, að hitaveitan fengi lán úr Húsatryggingarsj óði. Sagði Ihann bæj arfulltrúa kommúnista einu sinnj hafa flutt svipaða till. og þá hefði verið sagt, að hún ikæmi of fljótt fram. Spurði hann hver væri eiginl-ega hinn ré-bti tími fyrir slíkar tillögur og .svar- aði borgarstjóri því til, a-ð t.d. hefði 2. nó-v. verið ágætur tími, þegar ákvörðunin um gjaldið var tekin. Að umræðum loknum fór fram atkvæðagreiðsla um tillögu Þórð- er og greiddi hann henni einn atkvæði ög lét þess um leið getið, að beztu tillögurnar f-engju ávallt eitt atkvæði. Ac Of lítill launamunur Borgarstjóri benti því næst á það, að hefði verið gengið að kaupkröfum verkfræðinga, þá hefði það þýtt, að þurft hefði að taka alla launasamþykkt borgar- innar til endurskoðunar. Gat hann þess, að hámarkslaun for- stöðumanna borgarstofnana væru nú 9.500 kr. Hefði því komið þarna fram óeðlilegt misræmi, ef hámarkslaun verkfræðinga hefðu nú verið hækkuð upp í 17.000 kr. og jafnvel allt að 22 þúsund eins og beir gerðu kröfu til. Vakti borgarstjóri athygli á því, að meginástæðan til krafna verk fræðinga og háskólamenntaðra manna yfirleitt um hækkuð laun er sú, að of litlu munar á launum þeirra og ólærðra manna. Kvaðst borgarstjóri fúslega geta fallizt á þá skoðun, að þróunin undan- farna áratugj hefði stefnt í þá átt að gera launamuninn í þjóðfé- iaginu óeðlilega lítinn. Borgarstjóri beindi nú þeirri spurningu til borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins hvað þeir teldu eðlilegan mun á launum verk- fræðinga og verkamanna. Eru þeir sammála því, að verkfræð- ingar fái 3—5 sinnum hœrri la-un en verka-menn? Minnti borgar- stj óri nú á, að þegar vakið va-r máls á því, að hæstaréttardómar- ar hefðu otf lág laun, hefði Þjóð- viljinn hneykslazt mjög á slík-u tali, því að þeir hefðu a.m.k. tvö- föld verkamannslaun. Það mætti að vísu til sanns vegar færa, að alltaf væri nauðsynlegt að bæta kjör hinna lægslaunuðu, en allir hlytu þó að viðurkenna, að launa munurinn í þjóðfélaginu verður að ákveðast af verðmætasköpun- inni. Þetta hefðú t.d. forystumenn Sovétríkjanna gert sér ljó-st, því að óvíða væri meiri launamunur en einmitt þar. Sjálfstœðismenn vildiu og hefðu all-taf viljað, að menntun, dugnaður, vilji, vinna og hæfileikar einstaklinganna á- kveði það, hvað þeir beri úr být- um. Þessari stefnu hefðu komm- únistar hins vegar alltaf verið andvígir, og því væri nú auðséð, hvað fyrir þeim vekti með launa- kröfu-m. þeirra verkfræðinigum til handa. Þær væru bersýnilega gerðar í því skyni að efna á eftir til almiennra kauphækkana í land inu, sem atvinnuvegimir þola ekki, og koma þannig í veg fyrir viðreisnaráform núverEindi ríkis- stjórnar. Ac Rétt ráðstöfun Magnús Astmarsson (A) kvaðst telja það rétta ráðstöf- un, eins og á stæði, að fela ein- stökum verkfræðifyrirtækjum þau verkefni, sem hér um ræð- ir. Hér væri um að ræða verk- efni, sem safn- azt hefðu fyr:r og skipulags- deildinni væri ekki ætlandi að anna, þótt hún væri fullmönn- uð. Og það væri heldur ekki nauð synlegt, að skipulagsdeildin sjálf gæti annað öllum þeim verkefn- um, sem bíða á hverjum tíma. Þá kvaðst MÁ hafa tilhneig- ingu til að fallast á þau veiga- miklu rök, sem fram væru færð fyrir þeirri skoðun, að sú launa- jafnrétti-sstefna, sem hér hefur verið rekin á undanförnum ára- tugum, væri ekki rétt. Hins vegar kvaðst hann ekki reiðu-búinn til að falla frá þeirri stefnu með því að láta einstöku-m tiltölulega vel laimuðum stéttum haldast uppi að knýja fram á henni stórkost- leg„r breytingar. Ef hér þyrfti að breyta um stefnu, ætti að gera það með breytingu á launalög- unum. -Á Tvær leiðir. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S) benti á, að aðalvanda- málið, sem við er að etja í bús- næðismálum, er að afla fjár- magns. til lánastarfseminnar. Þessi vandi verð ur ekki leystur nema með tvennu móti, sagði hann: 1) með því að leggja á nýja skatta, 2) með því að taka fé til hennar af ÞorvaldurTjarílír sparifjármyndun krÍ5tjánS50n inni. Engin rík- isstjórn hefði treyst sér til þess á undanförnum árum að leggja á nýja skatta í þessu skyni, svo að í þessu efni yrði allt að byggjast á sparifjár- myndiminni. Sú stjórn, sem bezt stuðlar að sparifjármyndunin-n, stuðlar beat að lausn þ-essa vanda rnáls, sagði ÞGK. Því næst benti hann á, að þegar því kerfi var komið á fót, sem nú er grundvöllurinn undir lánastarfseminni til íbúða bygginga, hefði verið byggt á sparifé. Fjár hefði verið aflað með sölu bankavaxtabréfa, og mætti því nokkuð marka af því, hve mikið bankarnir hefðu keypt árlega af þessum banka vaxtabréfum. Árið 1955 hefðu þeir keypt fyrir 25 millj. kr., 1956 fyrir 41.9 millj. kr., 1957 fyrir 32.2 millj. kr. og 1958 fyr- ir 15.4 millj. kr., eða 63% minna en 1956. í tíð núverandi ríkis- stjórnar hefði hins vegar tekið að rofa til að nýju, því að árið 1960 hefði verið keypt fyrir 21.7 millj. kr. og fram í miðjan ágúst 1961 fyrir 30.7 millj. kr., eða á rúmlega hálfu ári fyrir 100% meira en á öllu síðasta valdaári vinstri stjórn- arinnar. Þessar tölur tala sínu máli, sagði ÞGK. Þær sýna glögglega,, hver mimur er á þró uninni nú og áður og hversu mismunandi áhrif stefna vinstri stjórnarinnar og stefna núver- andi stjórnar hefur. Þá benti hann á það, að árið 1958 hefði verið byrjað á 355 færri íbúðum en lokið var við á því ári og hefði þróun- in þá sýnt stórkostlegan samdrátt í byggingarstarfsem- inni. . Vék ÞGK nú nokkuð að til lögu þeirri, sem GV flutti um húsnæðismál og vakti athygli á því, að sú tillaga, sem h-ann nú flytti væri mjög svipuð þeirri tillögu, sem hann hefði flutt um 'húsnæðismál við 2. umr. um fjár 'hagsáætlun Reykjavíkurborgar í desembermánuði s.l. Þó væri hún í nokkrum veigamiklum atriðum frábrugðin þeirri tillögu. í fyrri | tillögunni hefði ekki einungis verið farið fram á lækkun vaxta niðu-r í 4% heldur einnig af þeim | lánum, sem veitt hefðu verið á undanförnum árum og lagt til, að lánstíminn yrði lengdur. Hon- - um hefði þá verið bent á, að með i þessu væri höggvið að rótum veðlánakerfisins og svo virtist nú vera sem hann hefði öðlazt skiln ing á þessum röksemdum. Mætti því ef til vill vænta þess, að hann gæti séð betur að sér, ef honum gæfist tóm til að hugsa málið enn á ný og því teldi hann rétt og legði til, að tillögunni yrði vísað til borgarráðs. Jr Afsláttur af taxta Ví Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri, tók nú til máls og svaraði fyrirspurn, sem fram hafði komið frá Guðmundi Vigfússyni um það, hver væru kjör þeirra verkfræðinga, sem nú ynnu á vegum borgarinnar. Upplýsti borgarstjóri, að þeir verkfræðingar, sem vinna í tíma vinnu, ynnu eftir taxta Verk- fræðingafélags Islands, en hins vegar væri ósamið um það, hver afslátturinn yrði, þegar unnið væri á skrifstofum borg- arinnar, og verkfræðingar hefðu þar afnot af áhöldum. Gat borg- arstjóri þess, að með 150 klst. vinnu á mánuði yrði kaup verk- fræðinga kr. 10.500,00 á mánuði með 40% afslætti af taxta, en kr. 17.500,00, ef enginn afsláttur væri af taxtanum, en þá stæðu verkfræðingar sjálfir straum af öllu gjaldi í lífeyrissjóð, orlofi og sjúkraforföllum. Þá kvaðst borgarstjóri telja rétt, að eftirleiðis yrði miðað að því, að verkfræðileg viðfangsefni væru unnin í ákvæðisvinnu, bæði innan borgarskrifstofa og utan þeirra. Og ég hygg, sagði borgarstjóri, að kostn- aður borgarsjóðs vegna greiðs-lu fyrir verkfræðistörf sé nú sízt meiri en ef farið hefði verið að ráðum fulltrúa Alþýðubandalags ins meðan á verkfallinu stóð og gengið að öllu-m kröfum verk fræðinga. Heilindi þessara borg- arfulltrúa mætti t. d. marka af því að við 2. umr. um fjárhags áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1962 í sl. mánuði hefðu þeir lagt til, að framlag til skrifstofu borgarverkfræðings yrði lsekkað um 300 þús. kr. Nú berðu þeir sér hinsvegar á brjóst og þættust vilja efla tæknideild- irnar, en hefðu þó fyrir skömmu sýnt þann vilja sinn í verki með því að leggja til, að framlög til þeirra yrðu stórlækkuð. Þórður sammála. Þórður Björns- son (F) lýsti sig samþykkan afgreið-sliu meirihluta borg arráðs á máli þes-su og kvaðsf andvígur til- lögu G.V. Kvað rnMon hann mega orða kjarnann í tillögu og málflutningi G. V. þannig, að hann vildi, að engir aðrir en fastir starfsmenn borgarinnar framkvæmdu skipu lag og væru þeir ekki nógu margir til þess að geta ann- að öllum þeim verkefnum, þá ætti einungis að slá því á frest. Það væri rétt að leggja bæri áherzlu á að efla tæknideildirnar, en hann væri sannfærður u-m, að eins Og mólin stæðu í dag væru ekki slíkir starfskraftar fyrir hendi hjá borginni og alveg óvíst, að úr því rættist á næstu árum. ■Jf Góð dæmi um óheilindin. Magnús Jóhannesso-n (S) vakti Ljósmyndari Mbl., Ól. K.M.,' tók þessa mynd í Landssíma- húsinu í gær í tilefni af þvi, að á mánudaginn verður nýi sæsíminn tekinn í notkun. Myndin er af starfsfólki tal- símasambandsins við útlönd, sem á vakt var í gær. Stúlk- urnar, sem sitja við nýja síma- borðið eru f.v. Benný Hannes- dóttir og Ellý Thomsen. Hinir eru f. v. Margrét Jónsdóttir, Pétur Brandsson, Valdimar Einarsson og Olga Ólafsdóttir. a-thygli á því, að þrátt fyrir allt tillögu-moð borgarfulltrúa Aljþýðu bandalagsms við 2. umr. um fjár- hagsáætlunina, hefðú þeir ekki þá borið fram neina tillögu um skipulagsmál eða eflingu tækni- deiida borgarinnar. Þvert á móti hefðu þe.r lagt til að framlag til sknfstofu borgarverkfræðings yrði lækkuð um kr. 300 þús. og að laun í skrifscofum húsameistara og byggingafulltrúa yrðu lækkuð um kr. 50 þús. Nú bæru þeir hins vegar fram sýndartillögur um efl- ingu tæknideiidanna, aðeins mán uði síðar, og á- sökuðu meiri- hluta borgar- stjórnar fyrir að vilja ekki semja um ' stórfeldar launahækkanir, -w- en fyrir skömmu hefðu þeir lagt ■HTJni til, að allt væri lækkað. Slíkur tillöguflutningur og málflutning- ur varpar vissulega skýru ljósi á yfirborðsmennsku þessara borg- arfulltrúa, sagði M.J. Geir HaUgrimsson, borgarstjóri, hafði lagt til að tillögur Guð- mundar Vigfússonar um skipulags mál yrði vísað frá og var sú til- laga samþykkt að viðhöfðu nafna kálli með 11 atkv. gegn 3. Einnig var samþykkt tillaga Þorvarðs Garðars Kristjánssonar um að vísa tillögu G. V. um húsnæðis- mál til borgarráðs. Magnus Jóhannesson Hríseying- ar bræða snjó ; Akureyri, 18 janúar EINS og kunnugt er af fyrri, fréttum í haust, flæddi sjór' yfir vatnshól Hríseyinga og gerði það með öllu ónothæft If-il matargerðar og drykkjar. Enn er slæmt ástand í drykkj-- arvatnsmálum Hríseyinga. — Saltbragð er enn af vatnin-u og er það ekki nothæft nema e. 't. v. til þvotta. Einn gamall' " brunnur er á eynni, sem ekki' hefur spillzt, og sækja menn gjarn.an vatn í hann, en vatns Ímagnið þar er lítið og nægir( ekki eyjarskeggjum. Verða fjölmargir að bregða til þess ráðs að bræða snjó í matar- *og kaffivatn Óvíst er hvenær' vatnsvandræði þeirra Hrísey- inga leysast. — St.E.Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.