Morgunblaðið - 09.11.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1962, Blaðsíða 2
2 MORGINBLAÐIÐ Fostudagur 9. nóvember 1962 Myndin var tekin við réttarhöldin nú í vikunni, og sýnir frú Vandeput (með hönd fyrir andliti), er hún brast í grát, vegna ræðu sækjandans. Réttarhöldin í Liege: IMikillar samúðar gæt- ir með frú Vandeput Liege, 8. nóvemiber NTB-AP í DAG var fjórði og síðasti dagur réttarhaldanna yfir Suzanne og Jean-Noel Vande- put, og þeim, sem taldir eru meðsekir í morðinu á dóttur þeirra hjóna, sem fæddist stór lega vansköpuð 22. maí í vor. Móðirin, Suzanne, hafði neytt thalidomide-lyfs á fyrstu mánuðum meðgöngu- tímans, og er stúlkubarnið fæddist, kom í ljós að alger lega vantaði handleggi. Tók móðirin þá til þess ráðs að gefa barninu stóran skammt svefnlyfja og stytta því þann ig aldur. Auík þeirra kjóna, liggja systir móðurinnar, Monique de la Marck, amima látna barn ins, Fernande Coipel, og dr. Jaques Casters undir ákæru fyrir að hafa verið í vitorði. Sækjandinn, Leon Cappy- uns, hélt í dag síðustu ræðu sína, þar sem hann rakti gang málsins fyrir kviðdómendum Hann varaði við þvi, að yrði Suzanne Vandeput ekki refs að, þá gæti það leitt til þess, að fleiri mæður, sem aettu ,,1ihaIidomid“-böm kynnu að gripa til svipaðra ráða. I>ví aðeins, að hægt væri að sýna fram á, að móðirin hefði framið verknaðinn í stundar brjálæði; vegna þess, að hún hefði talið Hfi sínu stefnt í voða, eða vegna þvingana eða hótana, væri hægt að sýkna hana. Hins vegar taldi hann, að ekkert af þessu gæti kom ið til varnar nú, hér hefði verið um að ræða morð að yf irlögðu ráði. Verjandinn, Jean Derwael, tók síðan til máls. Hann rakti þjáningar móðurinnar, þá skelfingu, sem gripið hefði hana, er hún sá, hvernig barn ið leit út. Hraikti verjandinn þá fullyrð ingu sækjanaans, að ekkert hefði verið reynt til þess af 1 hálfu foreldranna að ganga I úr skugga uim, hvort hægt i væri að setja gervihandleggi / á stú Ikuíbarnið. Sagði verjand J inn, að ráða hefði verið leitað \ hjá læknum, en þeir svarað því til, að gervihandleggi væri ekki hægt að festa ,,á ekki neitt“. Mál þetta hefur vakið heims athygli. í réttarsalnum hefur gætt mikillar ramúðar með hinum ákærðu, og hafa lög- reglumenn jafnvel tárast, en konur í áheyrendasal hafa grátið hvern dag réttarhald- anna. Kviðdómur mun fella úr- skurð á laugardag eða sunnu 1 dag. | Um hádegið í gær var frem íng land- og vestan. Á ur grunn íægð yfir nórðan- hafinu suður undan var há- verðu Grænlandshafi og þok þrýstisvæði, mun ka.dara, yfir aðist NA-eftir. Veður var milt Nor" .‘.ai. um. Lítur út fyrir. og stillt hér á landi, víðast 3 að þíðviðrið haldist enn um til 6 st. hiti, og nokkur rign- sinn uér á landi. Kommúnistar komnir í hár sam- an — hér eins og í Moskvu EINS og kunnugt er hefur Einar Olgeirsson lagt mikla áherzlu á það við umræður á Alþingi, að hin einia vörn, sem til greina kæmi, ef til styrj- aldar drægi, væri að sprengja flugvelliv. i loft upp og einn- ig að flytja Reykvíkinga út á landsbyggðina til að dreifa þjóðinná sem mest. Hannibal Valdimarsson hefur hins veg- ar tekið með léttúð á þessum málum og reynt að gera al- mannavarnir hlægilegar, m. a. með því að vitna til þess, að brezkur bankastjóri hafi drukkniað í loftvarnabyrgi sínu, er klóakleiðsla sprakk. Ekki hefur hann heldur látið Einar Olgcirsson í friði með skoðanir sínar, heldur sagði um þær eitthvað á þessa leið: Ég minnist ekki á þetta að sprengja flugvellina upp, „sem væri bæði fálm og stjórmleysi.“ En Hannibal er ekki einn um að angra Einar þessa dag- ana, heldur bætir Magnús Kjartansson þar gráu ofan á svart. Þannig eignaði hann Bjarna Benediktssyni í gær þá hugmynd Eirjars Olgeirssonar að vilja flytja Reykvíkinga á brott, og fer hann um hana hinum háðulegustu orðum: „....kveðst Bjarni vilja leggja á ráðin um almanna- 1 varnir, flytja lanidsmenn upp í óbyggðir eða urðu þá í kjöllurum og jarðhýsnm í von um að einhverjir ein- 1 staklingar geti tórt í eyddu landi þöktu helryki.“ Ekki þarf að taka fram, að Bjami Benediktsson frá- bað sér alveg heiðurinn af þessari hugmynid. Kvaðst hann vita, að sér og Ein- ari Olgeirssyni væri háð- um jafn illa við að vera rugl- að saman, og hví treysti hann því, að leiðrétting yrði birt í Þjóðviljanium í dag. Okfóberbok AO : Framtíð manns og heíms eítir franska vísindamanninn Pierre Rousseau þýðandi Dr. Broddi Jóhannesson ÚT ER komin hjá Almenna bóka félaginu bók mánaðarins fyrir októbermánuð. Er það bókin Framtíð manns og heims eftir franska vísindamanninn Pierre Rousseau, en þýðandi er dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri. Höfundurinn, Pierre Rousseau, mun vera í hópi fremstu rithöf unda heims, þeirra sem um vís- indaleg efni rita fyrir almenning. Hefur hann hlotið margs konar viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. hjá frönsku akademíunni tvisvar sinnum. Fyrir bókina Framtíð manns og heims, sem fyrst kom út 1959, hlaut hann Nautilus-verðlaunin frönsku. Bókin Framtíð manns og heims er ekki með öllu ókunn ísienzk um útvarpshlustendum, því að dr. Broddi las úr henni nokkra kafla í Ríkisútvarpið í fyrra vetur er vöktu mikla athygli. í bók þess- ari birtir höfundurinn athugani- Vesturveldin eiga London, 8. nóv. — NTB-AP 1 KVÖLÐ varð kunnugt efni skýrslu, sem tekin hefur verið saman af sérstakri alþjóðanefnd, er fjallar um herstyrk stórveld- anna. Þar kemur fram, að Sovétrík- in eigi aðeins 75 flugskeyti af þeirri gerð, sem hægt er að skjóta milli heimsálfa, þ.e. lang- drægustu flugskeyti, sem til eru. Hins vegar er styrkur Vestur- veldanna talinn mun meiri á því sviði, en þau eru talin eiga um 400—500 flugskeyti af langdræg- ustu gerð. Meðaldræg flugskeyti, af þeirri gerð, sem fiutt voru til Kúbu, eru hins vegar mesti máttur Sovétríkjanna. Eiga þau um 700 slík skeyti, að því er nefndin telur. Styrkur Vesturveldanna er hins vegar mun minni, eða aðeins um 250 skeyti af þessari gerð. Talið er, áð langdræg flug- skeyti Sovétríkjanna geti borið stærri atómsprengjur en skeyti Vesturveldanna af sömu stærð. Þá segir, að víst megi telja, að á sínar og niðurstöður um fram- tíð mannsins og alheimsins í Pierre Rousseau. íleiri stórar eldflaugar næsta ári muni Sovétríkin taka í notkun skeyti af endurbættri gerð. Aðalmunurinn, sem gerður er á varnarmætti stórveldanna er sá, að Rússar leggi aðaláherzlu á eyðileggingarmátt vopna sinna og góð samgöngutæki. Því sé nú unnið að endurbótum á flug- skeytunum og rannsóknum á því, hve mikilli eyðileggingu hægt sé að valda í einstökum löndum. — Enn fremur segir, að Rússar eigi nú um 15.000 flug- vélar og 10 kjarnorkuknúna kaf- báta. Aðaleinkenni varnarkerbs Vesturveldanna er sagt vera flugherinn og flugskeytaviðvör- unarkerfi, þ. e. radarstöðvar. Sovétríkin eru sögð hafa 3.6 milljónir manna undir vopnum, en Vesturveldin um 8 milljónir. Hins vegar eru um 7.7 milljónir manna undir vopnum í komm- únistaríkjunum. f nefndinni eiga sæti stjórn- málamenn, hernaðarsérfræðing- ar og sérfræðingar um utanríkis- mál. næstu framtíð. Koma niðurstöð ur hans vissulega mörgum á ó- vart — en þó virðist það þetta, sem koma skal, svo fremi sömu lögmál og afleiðingar gildi í fram tíð sem hingað til. Dr. Broddi Jóhannesson segir í formála fyrir verkinu: „Ég mun .... rekja með örfá um orðum nokkuð af því, er helzt kom mér til að greiða bók þessari leið til íslenzkra lesenda. Tel ég það fyrst, ab hún fjallar um ým- is þau ef.ii og noki.rr vana-mál, er drengilegustu hugsuðir sam- tíðarinnar glíma við af hvað mestri alvöru og alúð, en það annað, að framsetning höfundar er svo ljós, að hverjum sæmilega g.'eindui.i leikmanni er vorkunn arlaust að skilja hann. En miklu varðar, trúi ég, að bilið milli lærðra og leikra breikki ekki úr hófi fram, að hlutur alþýðu í markverðustu þekkingunni megi verða sem mestur á hverjum tima og þá ekki sízt á þeirri öld, er „allt er á lofti, sem hendur má á festa og mannsvoði má í verða“. Enn hvatti mig stórbrotin sýn l.jfundar i rúmi og tíma. „Maður, líttu þér nær,“ stendur þar. — „Maður, líttu þér fjær“, skyldi og standa þar“. Bókin Framtíð manns og heims er 258 bls. að stærð, prentuð í Víkingsprenti og Borgarprenti, en bókband hefur Bókfell ann- azt. Bókin hefur verið send um boðsmönnum AB út um land, en félagsmenn bókafélagsins i Reykjavík geta vitjað hennar á afgreiðslu félagsins í Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar. Fólkaflokk- urinn bætir við sig TórShavn, Færeyjum, 8. nóvem- ber — NTB SVO virðist við fyrstu tölur, aíS Fólkaflokkurinn hafi bætt fylgi sitt verulega í kosningun- um í dag. Fyl'gi sósíaldemó- krata og Sambandsílokksins virð ist óbreytt. Kjörsókn í Tórshavn var um 75%. Við síðustu kosningar var þátttakan aðeins um 65%. Er hér um verulega aukningu að ræða. Hollenzk „Miss World44 London, 8. nóv. — NTB. í kvöld urðu úrslit kunn í ,,Miss World" fegurðarsamkeppninni. Sig -v bar úr býtum tvítug stúlka frá Hollandi, Catharina Lodders. Nr. 2 varð „ungfrú Finnland" og nr. 3 „ungfrú Frakkland". — Næst komu þátttakendur Japans, Belgíu og Bandaríkjanna. Skýrsla um varn- ir stórveldanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.