Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 21. des. 1902 MORCUVntLÁÐlÐ 23 Lítt miðar í samkomu- lagsátt í Kongómálinu Leopoldvilie, Elizabethville, Washington, 20. desember, — AP-NTB — MOISE Tshombe, forseti Kat- anga, lýsti því yfir í ræðu, sem hann hélt í Elizabethville í dag. að þótt hann neyddist til að leggja Katanga í eyði, vegna ofbeldisaðgerða, þá myndu Katangabúar aftur taka höndum saman um t endurreisn lardsins. „Sú end- urreisn mun þó ekki fara í tilefni af varnaðarorðum Undirritaður hefur orðið þess Var, að þau ummæli hans í út- varpsþætti 19. þ.m., að orsökin að slysi á stórgripum í Borgar- firði í haust hafi verið „ófull- nægjandi frágangur á raflögn“ ihafa af einhverjum verið skilin á þá leið, að rafvirkinn, sem lagði lögnina í upphafi hafi „geng ið iila frá henni.“ Þess skal getið, að ekki var átt við það með téðum ummœl- um, heldiur hitt, að raflögnin, þegar slysið varð, var ekki eins og hún átti að vera. / Með þökk fyrir birtinguna. Guðmundur Marteinsson. fram með bandarískri fjár- hagsaðstoð“, sagði hann. Fyrr um daginn höfðu brotizt út óeirðir við sendi- ráð Bandaríkjsnna í borginni, og var m.a. beitt „Molotov- kokkteilum“, þ.e. bensín- sprengjum. Enginn mun þó hafa látið lífið í þeirri viður- eign. Þá segir í fréttum frá NTB í gærkvöldi, að nefnd banda- rískra hemaðarsérfræðinga sé lögð af stað til Kongó, til að kynna sér ástandið þar. í ræðu þeirri, sem Tshombe flutti í dag, var hann allharð- orður í garð Bandaríkjamanna. Hann sagði, auk þess, sem að ofan getur, að Katangabúar kynnu að verða að flýja land, e.t.v. til Rhódesíu eða Kongó. „Við eium vanir að lifa í skóg- unum“, sagði hann enn fremur, „eins og við höfum gert mánuð- um og árum saman. Það munum við gera, ef SÞ eyðileggja at- vinnumöguleika okkar“. Ásakaði hann Bandaríkin, og þá sérstak- lega ambassador þeirra í Kat- anga, fyrir að hafa dregið lausn Kongómálsins á langinn og hafa daufheyrzt við öllum tillögum, sem Katangastjórn hefði komið fram með, til að bæta ástandið. Fregnir frá Leopoldville herma hins vegar, að nú sé von á sérfræðingum námafélagsins Union Miniére til Leopoldville, og muni þeir ræða tillögur um skiptingu opinberra gjalda fé- lagsins milli Katanga og Kongó. Talsmenn félagsins í Brússel segja aftur á móti, að engar við- ræður sé enn hafnar, en þó sé ekki loku fyrir það skotið, að ræðzt verði við, þótt síðar kunni að verða. Sérfræðinganefnd Bandaríkja- hers, sem í dag fór til Kongó, mun dveljast þar í allt að eina viku. Ekki hefur af opinberri hálfu verið sagt mikið um verk- efni nefndarinnar, en hún mun þó einkum eiga að kynna sér, hvort ekki sé þörf meiri vopna þar. Formaður nefndarinnar er Lewis Truman, ættingi Tru- mans, fyrrverandi forseta. Átti hann viðræður við Adlai Stev- enson, aðalfulltrúa Bandaríkj- anna hjá SÞ, og U Thant, aðal- framkvæmdastjóra SÞ, áður en hann hélt frá New York. Talsmaður bandarísku stjórn- arinnar, Lincoln White, lýsti því yfir í Washington í dag, að ó- eirðir þær, sem efnt var til í Elizabethville í dag, og árásin á bandaríska sendiráðið, sýni enn betur, hver þörf sé á því að styrkja stjórn Adoula í Leopold- ville, þannig, að takast megi að sameina landsvæðin tvö. Þá sagði talsmaður frönsku stjórnarinnar í París í dag, að SÞ hefðu enga heimild til þess að krefjast þess, að meðlimaríki samtakanna greiddu kostnaðinn af herliðinu í Kongó. Tilefni þessara ummæla talsmannsins var samþykkt sú, sem gerð var á Allsherjarþinginu í gær, þess efnis, að einstök lönd lægju ekki á framlögum sínum. Tillagan var samþykkt, en Frakkar greiddu atkvæði gegn henni. Áfengisverzlunin lokar á hádegi ÚTSÖLUR Áfengis- og tóbaks verzlunar ríkisins verða opnar til kl. 12 á hádegi á morgun, laugardag, og sömuleiðis til kl. 12 á hádegi á aðfangadag. - Hvoð segja Framhald af bls. 13. tísk og voru byggð upp að nokkru leyti af manni, sem Angioletti hét, sem var fyrsti forseti samtakanna. Tilgang- ur samtakanna er að skapa ópólitískan vettvang þar sem rithöfundar geta kynnzt og ræðst við í bróðerni. Ég er sannfærður um að þetta mun reynast mjög gagnlegt. — Samtökum þessum er m.a. ætlað að koma til varn- ar rithöfundum, sem ofsóttir eru af stjórnarvöldum hvar sem er og verja frelsi þeirra til þess að láta í ljósi skoðan- ir sínar eins og guðsröddin í brjósti þeirra krefst. — í vor var haldið alls- herjarþing samtakanna í Florenz á ítalíu. Sat ég þing þetta ásamt Halldóri Kiljan Laxness. Þar var rætt um mál samtakanna, og einkum mikið rætt um skipti rithöf- unda við sjónvarp, kvikmynd ir og útvarp. •— Á þinginu kom fram mik il andstaða gegn ritskoðun í hvaða mynd sem hún birtist, hvort sem hún er til komin vegna stjórnmála- eða fjár- málaafla. Til þessara um- ræðna var boðið ýmsum þekktum kvikmyndahöfund- um, t. d. Pasolini, sem er mjög þekktur kvikmyndahöfundur og hefur nýlega gert tvær mjög umtalaðar kvikmyndir. Þá var þarna Tsjukrai, einn fremsti kvikmyndahöfundur yngri kynslóðarinnar í Rúss- landi. Hann gerði m. a. Sögu unga hermannsins, sem hér var sýnd í Bæjarbíó. Hann gerði einnig myndina Heiður himinn, sem er mjög djarft uppgjör við Stalínismann og mér skilst að ekki hafi verið auðvelt fyrir hann að koma þeirri mynd á framfæri á sín- um tíma. — Það er að rísa upp ný kynslóð kvikmyndahöfunda í Sovétríkjunum, sem ekki er rígbundin af flokkskontórum eins og verið hefur, og þessi kynslóð er farin að skapa manneskjulega list. Tsjukrai er þar einna fremstur í flokki ásamt Danieli, sem gert hefur mjög fallega kvikmynd um lítinn dreng, Serosja, eftir sögu Veru Panova. Sú skáld- kona hefur ekki alltaf verið að skapi hinna þröngsýnu flokkskontórmanna. Það má einnig sjá af ljóðlistinni í Sovétríkjunum að mikil ólga er í unga fólkinu og það sætt- ir sig ekki lengur við glassúr- borna plakatkúnst — Stendur hagur nútímalist ar með miklum blóma í Róma borg? — Já, tvímælalaust. Kóm er í vaxandi mæli að verða heimsmiðja í nútímalistum, einkum eftir umrótið í Frakk landi í sambandi við Alsír- styrjöldina o. fl. Bæði mynd- listarmenn, og ekki sízt rit- höfundar, sækjast nú mjög eftir því að vera í Róm. Og þar blómstrar nú t. d. kvik- myndagerðin aftur, og þar eru kvikmyndahöfundar eins og Fellini og Antonioni, sem mér finnst eitt mesta kvikmynda- skáld í Evrópu, en engin mynd hans hefir verið sýnd | hérlendis. Úr því rætist þó bráðum, því að Bæjarbíó ætl- ar á næstunni að sýna kvik- myndina Ævintýrið eftir hann. — Eru nokkur ný rit- verk eftir þig í uppsiglingu? — Já, maður er alltaf eitt- hvað að, og ég vonast til þess að ljúka við bók snemma á næsta ári. Seinni bókin er skáldverk, sem ég hefi í undir búningi um skeið. Annars er ég dauðhræddur við að tala um verk, sem ekki er fullunn ið, sagði Tbor Vilhjálmsson að lokum. Þess má geta að sl sumar birtist lofsamleg grein um Thor Vilhjálmsson í einu helzta bókmenntatíma riti ítalíu, L’Europa Lett- eraria. Höfuðskilyrði góðrar hárgreiðslu Óskadraumur hverrar konu er mjúkt, gljáandi og velsnyrt hár og óaðfinnan- leg hárgreiðsla, sem alltaf er auðvelt að láta fara vel, líka eftir hárþvott. POLYLOCK — höfuðskilyrði góðrar hárgreiðslu — er nýtízku hárliðun gerð í samræmi við óskir og kröfur nútíma konunnar. Fæst í öllum snyrtiverzlunum og apótekum. TELPUNNAR DRENGSINS JOLAULPA MEÐ HETTU. Ljósrauðar — bláarí Nælon — með Scott foamback — nælon- vattfóður — Regnheldar — þola þvott — hlýjar — FISLÉTTAR. Fást í: tBddí F Eftir Gufftnund Finnbogason landsbókavörð Aðalstræti 9 — Sími 18860. Ummæli nokkurra manna um 1. útgöfu MANNFAGNAÐAR. Þegar höfundur þessarar bókar spurði mig fyrir nokkr- um árum, hvernig mér litist á, að hann safnaði úrvali af tækifærisræðum sínum og gæfi þær út í bókarformi, svaraði ég hiklaust. „Þetta verður þin bezta bók,“ og við þessi ummæli vil ég standa nú, eftir að ég hef lesið þessar 52 ræður. dr. Sigurffur Nordal (í Vísi 26/8 1937). Það mun vera hverju manns harni á íslandi kunnugt, að Guðmundur hefur eina sér- lega gáfu til að halda snjallar ræður í mannfagnaði. Eg man ekki eftir að hafa verið þar staddur, sem Guðmundur hef- ur haldið tölu, að hann hafi brugðizt. Andríki hans er óvanalegt, fjörið eins og í ólmum hesti. Þegar vel liggur á honum, ærslast spaugsyrðin eins og fjaðrafok, flugeldar orðaleikja braga í öllum regn- bogans litum; kátlegar hug- dettur og Orð í óvæntum samböndum koma alveg flatt upp á áheyrandann og kveikja þetta undarlega fyrirbrigði, sem nefnist hlátur; á öðrum stöðum er í senn leikið á strengi gamans og alvöru af miklum fimleik. Dr. Einar ÓI. Sveinsson (í Mbl. 24/8 1997). Eg hygg, að margir, sem hafa gaman af því að „setja á langar tölur“ eins og sagt var um Hvamm-Sturlu, hefðu ábata af því að kynna sér þetta ræðusafn rækilega og setja sér fyrir sjónir, hvernig hægt er að segja það, sem segja þarf — og segja það snilldarlega — i stuttu máli. Pétur Sigurffsson, próf. (í Vísi 9/10 1937). Varla mun fara hjá því, aff bók þessi nái brátt vinsældum meðal íslendinga. Mun hún og lengi geymast seni metfé í vörzlum þeirra fyrir hvort tveggja: fjölskrúðugt efni og andagift höfundar og fágæt- lega vandaðan búning af hálfu útgefanda. Benedikt Sveinsson, alþm. (í Mbl. 26/8 1937).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.