Morgunblaðið - 22.12.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1962, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 5 svo mörg nöfn, að flest þeirra zn-unu ókunn íslenzkum lesend- um. Einn af mikilvaegustu skóla- stjórunum í Askov, Ludvig Sehröder, gaf út á sínum tíma mikið venk um lýðháskólahreyf- ingu Norðurlanda, en hjá þess- ari merkilegu frönsku konu hald ast vísindi og innlifun það fast í hendur, að bók hennar mynd- ar ennþá fullkomnari heild um lýðháskólahreyfinguna en bók Sehröders, sem þó starfaði innan vébanda þessara skóla í heilann mannsaldur. Athyglisvert er t.d. ihvemig hún lítur á togstreitu Svía og Dana um skoðanir Grundtvígs. Svíar vildu ekki láta á því bera að Danir ættu stærri veðurvita í heimi andans. Ailt frá dögum. Rudbecks hafði kappsemi við Dani' í þjóðfræð- um verið ymur sænska ídealism- ans, en þessi dimmraddaða undir alda var algerlega í mótsögn við Grundtvíg, sem áleit allan þjóð- argorgeir úlf í sauðargærum. Hins vegar urðu Svíar fyrr eða síðar að finna uppeldismálum sínum annan glæsibrag en þjóð- arskrumið, og þó lýðhásikólar þeirra yrðu með nokkuð öðru sniði en hjá Dönum, gefur hún það í skyn með notalegri kímni, að þeir á margan hátt séu meira grundtvígskir en lýðhá- skóiar Dana. Um Norðmenn seg- ir hún aftur á móti, að hinir þjóðholluistu menn þeirra hafi þegar frá upphafi haldist í hend- ur við skoðanir Grundtvígs. Um þetta ritar hún sérstaklega vel skrifaða kafla bæði um Björn- stjerne Björnssop og Christina Bruun, merkasta lýðháskólamann Norðmanna. Nú fer eklki hjá því að íslenzk- ur maður, sem um aldarfjórðung hefur starfað í nánu sambandi við lýðháskólana, athugi, hvort nokkuð muni um íslarnd finn- ast í hinni miklu fræðibók dr. Erica Simon. Lýðháskólahreyf- ingin fór, þegar hún greip sterk- ast um sig, ekki alveg fyrir neð- an garð hjá íslendingum. Nægir í því sambandi að nefna Guð- mund Hjaltason, Sigtrygg Guð- laugBson og Sigurð Þórólfsson. En þó Erica Sirnon komi ekiki auga á þó er hitt merkilegra að hún minnist ekki á Jón Sigurðs- son, þegar hún dregur upp sögu þjóðvakningartimabils Norður- landa og varpar ljósi yfir það, hvernig Grundtvíg hafði áhrrf á málefni þessara tíma sem for- mælandi lýðræðis og frelsis. Þetta gæti auðvitað komið £if þeim ásitæðum, að Jón Sigurðs- son var meira háskólamaður en lýðháskólafrömuður. En sama mætti segja um John Snellmann í Finnlandi og finnur hún þó í starfi hins finnska þjóðarfullhuga margvísleg áhrif frá stígandan- um í hugsjónaöldu lýðháskóla- hreifingarinnar. Hægt er lí'ka að nefna, að Jón Sigurðsson hneigð- ist eindregið að stefnu bænda- vinaflokksins danska og Balthaz- ar Christensens, um almennan kosningarrétt, en þannig frjáls- leg ákvæði höfðu þá um langan aldur verið höfuðmál Grundt- vígs. Hann var það frjálslyndur, að hann fyrstur allra manna í Evrópu stakk upp á því, að hin- um langnotuðu vígslu- og ferm- ingarvenjum yrði breytt, svo þeir sem óskuðu þess gætu gengið í borgarlegt hjónaband og látið ferma börn sín án íhlutunar kirkjunnar. ið upp af fornum útgáfum i sam- bandi við okkar land. Nægir þar að nefna „Moument de la myto- logi“ frá 1756, forna þýðingu á útgáfu Resens af „Laufás-Eddu“ „Lettres d'lslande (1841) eftir Xavier Marimer, sem kunnur er frá Heljarslóðaorustu Gröndals. Hún dregur þessar bækur í dilk til að sýna fram á íslenzkar lín- ur í teikningu hinna gömlu láér- dómsfræða, sem — sérstaklega á dögum Stórskandinafismans — nærðu hjá sér baVnalega hégóma girni við að útliða efniseinkenni grannans sem sitt te-gundar- merki. Það var þetta yfirvalds- dramb, sem Grundtvig kallaði „Rómar-andann" í norrænni menningu, og fyrir honum vakti að koma þannig bóklegri mennit- un fyrir kattarnef, en auka hins vegar þekkingu á sjálfu mann- lífinu, sem öllum ber að lifa á sem eðlilegastan hátt. Hún víkur aftur og aftur að þessu hlutverki uppalandans í kenn- Einasti fslendingurinn sem hin franska kona nefnir er Snorri Sturluson, og þó hún noti ekki beint gömul rit til áherzlu um þekkingu á íslandi, er það næsta furðulegt hvað hún hefur graf- Þessi franska kona hefur skrif að doktorsrit- gerð mikla um danska skáldið og hugsjóna- manninn: GRUNDTVÍG. Bók hennar hef ur vakið mikla eftirtekt í Frakk landi og hjá öðr um þjóðum, sem hafa ekki kynnt sér gildi frjálsra skóla. Bjarni M. Gísla- son rithöfundur lætur Morgun- blaðinu í té nokkrar íhugan- ir um bókina í þessari grein. ingum hans, og hún heldur öl'lu tii skila, sem öðrum hefur þótt torskilið í stefnu hans, velur eng in sýnishorn af handahófi, fellir ekki sleggjudóma, en læbur á- vextina tala í hundrað ára starfi lýðháskólanna á Norðurlöndum. Þegar ég í ágústmánuði 1962 hélt stutta ræðu um íslenzku heimiliskennsluna á lýðháskóla- móti Norðurlanda í Svíþjóð, vissi ég ekki, að hin bráðgáfaða franska kona, Erica Simon, var meðal áheyrendanna. En eftir á kynnti hún sig, og bað mig ein- dregið að útvega sét rit um ís- land, sem hún gæti lesið. Hún sagðist hafa rekizt svo oft á nafn sögueyjarinnar meðan hún sat að námi við háskólann í Upp- sölum, og seinna, þegar hún kast aði sér yfir hin grundtvígsu fræði. Og þetta haföi vakið hjá henni löngun til að kynnast sjálfu landinu og nálgast menn- ingu þess frá öðrum sjónarhól en hinum gömlu bókum sem hún hingað tii hafði lesið. I nýlega útkominni bók eftir hana, „De L,union Culturelle du Nord“ sést það greinilega, hvern hug hún hefur til íslands. í þessari bók hefur hún dregið saman sterkustu haldreipin í kenningu Grund'tvígs, og lætur hún óspart þé liði, sem að Íslandi snúa, auka á skapargildi skoðana hans og bera þeim vitni. Doktorsritgerð Erica Simon heitir „RÉVEIL NATONAL et cuil’ture populaire EN SCANDI- NAVIE.“ Hún hefur þegar vakið geysimiikla eftirtekt, og það er þegar búið að skrifa um hana á næstum öllum málum Evrópu. Þegar hún hefur þótt stórtíðindi, er ástæðan kannski sú, að allt ástæðan kannski sú, að skyldunám á það á hættu að verða vanabundið. Það leggst með tímanum kringum það nokk urs konar sveppur, „culurel lag“, sem veldur menningarlegum seinagangi. Maður hugsar meira um prófin en hin knýjandi vanda má'l dagsins. Og sérstaklega hafa landar hennar orðið hissa á því, að frjáls kennsla gæti byggt upp persónuleika vaxandi kynslóðar. í allri sálfræði- mennsku nútímans er mönnum orðið það óhugsanlegt, að hæigt sé að koma á heilbrigðri menn- ingu meðal einstablinganna, nema krufin sé til mergjar alls konar kynvilliháttur, hórdómur, þjófnaður, morð og margs kon- ar taugaveikisstúss. En dr. Erica Simon hefur sýnt fram á annað. Og þetta síðarnefnda halda máils metandi menn víðs vegar um Evrópu að ísland hafi varðveitt. Framtíðin á eftir að svara því, hvort svo sé! Bjami M. Gíslason. Nýkomið í miklu úrvali frá YARDLEY Ltd. London SNYRTIVÖRUR og GJAFAKASSAR fyrir dömur og lierra. Austurstræti 16. — Sími 1-98-66. ANGLI 8KYRTAN >f auðveld í þvotti >f þomai íljótt >f síslétt >f ventilofin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.