Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 11. júní 1963 IMORGVNBLAÐl-Ð 15 ARGENTÍNA heitir fyrsta skemmtiferðaskipið, sem kom til Reykjavíkur á þessu sumri. Það lagðist í Reykja- víkurhöfn snemma morguns í gær og fór aftur kl. 6 síðdegis. Farþegar með skipinu voru hátt á 4. hundrað, allt Banda- ríkjamenn. Skipið kom frá New York og fer svonefndan glíma, þjóðdansar og hrá- skinnaleikur. Og síðasti liður- inn í dagskránni var að skoða Þjóðminjasafnið og gera inn- kaup í bænum. Akraborgin ferjaði skemmti ferðafólki frá biyggju og út í skip og var í förum fram og aftur allan daginn. Það var skrafhreyfið fólk og glaðlynt, sem sté um borð í bátinn af afloknum skemmti- legum degi. Fólkið var á öll- um aldri en lítið um unglinga og börn. Það hafði ekki búizt við að sjá nýtízkulegar bygg- ingar eins og Hótel Sögu og Háskólabíó í landi eskimóanna og hafði því ferðin orðið þeim bæði gagnleg og skemmtíleg. „norðurhring“ með viðkomu Argentína í Reykjavíkurhöfn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í gær á íslandi, Noregi og til baka aftur. Skipið er væntanlegt aftur seinna í sumar með ann- an skemmtiferðahóp. ★ Reykjavík tjaldaði sínu feg- ursta meðan skemmtiferða- skipið stóð hér við, það rakn- aði úr skýjunum þegar leið á daginn og sólin hellti geislum sínum yfir borg og bý. Minja- verzlanirnar hengdu upp skinn og annan íslenzkan varn ing utan dyra til að laða að ferðamennina, en þeir brugðu sér úr bænum um leið og þeir stigu á land og höfðu ekki tíma til að verzla fyrr en rétt áður en þeir fóru, og mátti síðdegis í gær sjá margan út- lendinginn með skinnstranga, lopapeysur og fleira í bögglum undir hendinni. Sjö stórir áætlunarbílar fóru með skemmtiferðafólkið til Þingvalla. Fyrst var lista- safn Einars Jónssonar skoðað, þá drukkið kaffi í Hlégarði og síðan ekið til Þingvalla. Sagt var frá sögu staðarins að Lög- bergi, ekið inn að Öxarárfossi og í Nikulásargjá og síðan til baka. Þá fóru allmargir í litl- um bílum til Hveragerðis og hringinn um Krýsuvík. Ferðalangar snæddu á Hótel Sögu, þegar þeir komu í bæ- inn aftur; þaðan var haldið í Háskólabíó, þar sem sýnd var r 52 luku landsprófi við Gagnfræðaskóla Austurbæfar Akraborg flutti skemmtiferffafólkið milli bryggju og skips. Hér sjást nokkrir á þilfarinu aff afloknum skemmtilegum degi í landi. (Ljósm: Mbl. Ól. K. M.) Húsnæðisskortur um allan heim GAGNFRÆÐASKÓLA Austur- bæjar var slitið laugardaginn 1. júní. Sveinbjörn Sigurjónsson skólastjóri gaf yfirlit yfir störf skólans á liðnu skólaári og lýsti úrslitum prófa. Innritaðir nemendur á s.l. hausti voru 584, og var þeim kennt í 21 bekkjardeild. Fastir kennarar auk skólastjóra voru 27, en stundakennarar 8. Gagnfræðaprófi bóknámsdeild- ar luku 64 nemendur og stóðust allir. Hæstu aðaleinkunn hlutu Gísli Tómasson, 8,34, Sólveig Birgisdóttir, 8,30 og Ólöf Rafns- dóttir, 8,05. Landspróf 3. bekkjar þreyttu 52 nemendur, en úrslit þess eru enn ókunn. í almennum 3. bekkjardeild- um gengu 98 nemendur undir próf. Af þeim luku 83 prófi og þau Viðar Elísson, 8,91 og Auð- ur Haraldsdóttir, 8,65. Unglingapróf þreyttu 176 ne'm- endur. 156 luku prófi og stóðust. Efstur varð Erlendur Jónsson, hlaut 9,71, og er það hæsta aðal- einkunn á unglingaprófi, sem tekin hefur verið í skólanum. Tveir aðrir nemendur hlutu einnig ágætiseinkunn, þeir Sig- urður Sigurðsson, 9,05 og Óttar Guðmundsson, 9,02. Próf upp úr 1. bekk tóku 171 nemandi. Hæstir urðu Guðmund- ur Alfreðsson, 8,95 og Egill Þórð- arson, 8,94. Þrír hæstu nemendur á gagn- fræðaprófi fengu verðlaunabæk- ur frá skólanum fyrir ástundun og góðan námsárangur, ennfrem ur þeir nemendur 2. bekkjar- deilda, sem hlotið höfðu ágætis- einkunn, og loks hæsti nemandi í 3. bekk og 1. bekk. í lok ræðu sinnar kvaddi skóla stjóri hina ungu gagnfræðinga, þakkaði þeim góða framkomu í skólanum og minnti á, hve mikil- vægt það væri hverjum æsku- manni, að hann temdi sér þá lífsreglu að setja skylduna alltaf í fyrsta sæti, en tómstundagaman í sæti númer tvö. Síðan þakk- aði hann kennurum og öllu starfsfólki stofnunarinnar góða samvinnu og farsæl störf. Lauk svo 35. starfsári skólans. Á NÆSTU 40 árum verður að reisa jafnmargar íbúðir í heiminum eins og reistar hafa verið á s.l. 6000 árum, ef leysa á hin gífurlegu húsnæðisvanda mál, sem nú steðja að, segir í skýrslu sem Félagsmála- nefnd Sameinuðu þjóðanna lagði fram í lok ráðstefnu sinnar 10. maí. Á „þróunarára tugnum“, þ.e. milli 1960 og 1970, er í þróunarlöndunum einum þörf fyrir 20 milljón nýjar íbúðir. Nefndin sam- þykkti ályktun, þar sem þess er krafizt, að nefnd Samein- uðu þjóðanna um bygginga- og áætlunarmál semji m.a. ítarlega áætlun um hlutverk samtakanna á þessum vett- vangi og verði sú áætlun lát- in ganga fyrir öllum öðrum verkefnum nefndarinnar. - Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu ENSKIR KVENSKOR frá CSarks ný sending tekin upp í dag Skóval Austurstræli 18 \ Eymundssonarkjallara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.