Morgunblaðið - 22.05.1964, Page 17

Morgunblaðið - 22.05.1964, Page 17
Föstudagur 22. maí 19S4 MORGU N B LAÐIÐ 17 en honum höfðu Þjóðverjar rænt á hernámsárunum. Allir norrænu forsetarnir afhentu gjafir sínar með stuttri ræðu. Birgir Finnsson lagði áherzlu á, að íslendingar teldu sig skyldari norsku þjóðinni en nokkurri annari. — Lófaklapp er bannað í þingsköpum Stór- þingsins, en einhvern veginn fór svo að viðstaddir klöppuðu eftir afhendingu hverrar gjaf- ar — með leyfi Langhelle for- seta, sem afsakaði þessi „af- brigði frá _þingsköpum“ með því, að hér væri ekki um venjulegan þingfund að ræða. Langhelle þakkaði síðan gest- unum fyrir gjafirnar og kveðj urnar. „í>ær hafa glatt okkur ósegjanlega mikið,“ sagði forsetinn. Kl. 14.30 hófst hátíðarsam- koman á Eiðsvelli en þangað er meira en 60 km leið frá Osló. Boðsgestirnir og stór- þingsmenn óku í bílum, en konungur fór í Þyrlu, til þess að spara sér tíma. Þúsundir áhorfenda höfðu safnazt sam- an fyrir utan Eiðsvallarbygg- inguna áður en gestirnir komu, og hlustuðu í hátölur- um á ræður Langhelle og kon- ungsins, sem fluttar voru af mikilli mælsku. En samkom- unni var hagað eins og þing- fundi, og stjórnaði henni Alf Kjös, annar þingforseti. Var hinn gamli Eiðsvallarþingsal- ur svo þéttskipaður sem mest mátti verða, og fjórar bekkj- arraðir meðfram hvorum lang vegg, en samt munu ekki nema ca 200 manns hafa rúm- ast þar inni. Áð lokinni samkomunni hélt héraðsstjórn Eiðsvallar og Akurhúsfylkis „Eiðsvallar- mönnunum" veizlu, en kon- Framhald á bls. 23 Afmælishatíð norska þingsins eftír Skúla Skúlason þeim, sem af gömlum vana notuðu helgidagana til þess að draga sig út úr skarkalanum og fara á fjöll. Og þeir voru margir. Bílaeigendum fjölgar um tugi þúsunda á hverju vori og að sama skapi aukast þrengslin á vegunum. En lög- reglustjórinn í Osló sagði frá því í gærkvöldi, sýnilega hróð ugur, að þrátt fyrir bílafjöld- ann á vegunum muni ekki hafa orðið nema þrjú bana- slys um helgina og um tutt- ugu meiðsli, þar af ekki nema fá alvarleg, og þakkaði þetta meðfram starfsemi félagsskap arins „Trygg trafikk". Eins og endranær voru það barnafylkingarnar um götur borga og kauptúna sem settu svip á daginn. Þær voru í þetta sinn enn fjölmennari en vant er, þrátt fyrir miður ákjósanlegt veður. Að vísu rigndi lítið víðast hvar um landið, en gekk þó á skúrum sums staðar. En það var sól- arlítið, ekki hlýtt. Þrátt fyrir það tóku 30.000. börn þátt í skrúðgöngunni í Osló, frá 58 skólum. Og á þriðja tíma stóðu konungur og krónprins á hall- arsvölum og veifuðu og heils- uðu krökkunum, meðan fylk- ingin gekk framhjá. En svo að helztu atburðir afmælisins séu raktir í nokk- urn veginn réttri röð verður að byrja á laugardeginum. Þá var opnuð í Háskólabókasafn- inu umfangsmikil sýning ýmsra plagga frá 1814. Þar eru prótókollar og ræður frá Eiðs- velli, en frumhandritið að stjórnarskránni er vitanlega í öndvegi. Og þar eru handrit úr ríkisskjalasafni Dana, sem aldrei hafa áður út úr Dan- mörku farið. En Danir hafa lánað þessi dokument á sýn- inguna, þar á meðal hina frægu dagbók Christians Frið- riks (Chr. VIII) er hann hélt meðan hann var ríkisstjóri í Noregi. Þar rekur hann rás viðburðanna frá degi til dags. Sama dag fór fram athöfn norður á Dofrum, við þjóð- veginn þar sem hann er hæst- ur. Þar var afhjúpuð „Grunn- lovsvarde" (Stjórnarskrár- varða) hlaðin úr ótilhöggnu grjóti, 3 metra há, með skjald- armerki Noregs ofan á. Það eru 53 æskulýðsfélög með samtals 360.000 meðlimum, sem standa að þessum minn- isvarða, en fylkismaður Upp- landafylkis, Nils Handal, af- hjúpaði. Varðan stendur í rúm lega þúsund metra hæð yfir sjó, og á framhlið hennar er skjöldur með áletruninni: „Enig og tro til Dovre faller." Sjálfur þjóðardagurinn hófst með lúðrablæstri úr kirkju- turnunum og klukkan 9 hófst hátíðarguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni, að viðstöddum kon- ungi, stórþingsmönnum, gest- um Stórþingsins, sendiherrum erlendra ríkja, ríkisstjórn og öðrum. Smemo Oslóarbiskup sté í stólinn og valdi texta úr 100. sálmi Davíðs. Var ræða biskups mjög áhrifamikil og viknuðu sumir er hann minnt- ist þess, að í þessari sömu kirkju hefði Christian Friðrik ávarpað söfnuðinn úr kórdyr- um 25. febr. 1814 með orðun- um: „Bezta byrjunin er að byrja með Guði.“ Við orgelið sat Arild Sandvold. Meðan á barnaskrúðgöng- unni stóð tóku forsetar Stór- þingsins móti boðsgestum sín- um í þingsalnum, en þeir af- hentu gjafir. Fyrstur gekk fram Gustav Pedersen, for- maður Fólksþingsins danska og afhenti Langhelle þingfor- seta málverk af Christian Friðrik, en næstur kom for- maður finnska þingsins, Kau- no Kleemola, með listofinn dúk. Þá afhenti Birgir Finns- son, forseti sam. þings, mál- verk af Þingvöllum, en Gustav Sundelin gullpening frá sænska þinginu, sams konar og þann sem Svíar sendu Stór- þinginu á 500 ára afmæli sínu, Frá hátíðahöldunum Nesbyen, 19. maí. E I N N góður og gegn granni minn var að harma það núna á dögunum, að þann hátíðlega 17. maí, sem nú er liðinn, skyldi bera upp á hvítasunnu- daginn. Ég spurði hann hvort honum sárnaði að missa einn frídag, en ekki vildi hann með ganga það, heldur sagði: „Þetta gleypir hvað annað. Ef það væri venjulegur 17. maí mundi hvítasunnán gleypa hann, en úr því að það er þessi 150 ára 17. maí, þá gleypir hann hvítasunnuna." Og þetta reyndist rétt. Hvítasunnan hvarf í skugga þjóðardagsins, nema helzt hjá Birgir Finnsson t'lytur á varp Alþingis. ‘fnHHtllllUUIIIIIIIIItlllllHIIMIIIIIIIIHIitlilliilMIIMMIIIIIIIUttlUHtlllllllllllllllMllllillllllltlMlllUli'illlllitlltlillllttllllMltllllMtlliltltllHUIUIIIIIMUIIIIMIIIIIMIMIIIIIillllllllllilllKtHIIIIIMIHIIIIiiltlliflliillHlltlllllllHllilillllllHltllHIIIIIIHIIUIIIIIIKIHIIIIilllllllKHIHIIIHIIIIIIIIIIHIiilMtHIMItiUlltíIti Verðlaun fyrir litningarannsóknir Dr. Joe Hin Tjio heiðraðtir HINN bandaríski auðmaður Joscpb P. Kennedy, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Bret landi, eignaðist 9 börn með konu sinni eins og kunnugt er. Ein dóttirin, Rosemary Kennedy, sem nú er 44 ára gömul, hefur verið hálfa ævina á hjúkrunar- haeli vegna þess að hún er and- lega vanþroska. Sagt hefur verið, að Kennedy fjölskyldunni hafi ekki verið mikið um það gefið, að sjúkleiki stúlkunnar vitnaðist. En gamili maðurinn hugsaði málið og •agði síðan, eins og sjálfsagt var, að „hér væri engu að leyna“. Hann brá á það ráð, sem mörg um hefur gefizt vel, að reyna að snúa eigin böli með nokkrum hætti tii góðs — fyrir aðra. Árið 1946 hafði hann stofnað sjóð, The Joseph P. Kennedy jr. Foundation, tii minningar um elzta son sinn, sem féll í síðari heimsstyrjöldinni. Þessum sjóði lagði hann til mikilar fjárhæðir til hjálpar fávitum og rann- sókna á sjúkdómsböli þeirra. j Hefur stofnunin þegar veitt i seytján milljónir dollara í þessu i skyni, o<g eru menn á einu máli : um það, að þegar ha.fi verið gerðar mjög inikilvægar byrjun arrannsóknir. Það þótti aN-merkur atburður í Bandarikjunum i desember síðastliðnum, þegar Bandaríkja- forseti afhenti 6 vísindamönnum frá ýmsum löndum verðlaun úr Kennedysjóðnum fyrir framúr- skarandi rannsóknir á ýmsum sviðum varðandi sjúkleika van- getins fólks. Tók foisetin-n á móti verðlaunaþegum í Hvíta húsinu þann 6. desember, en síð- j an var haldið samkvæmi að við- j stöddum mörgum vísindamönn- um og öðru stórmenni og verð- ' Launin afhent þar. Hér verður Inga B. Árnadóttir eiginkona dr. Tjio. getið lítillega um nokkur atriði i rannsóknum þeim, sem verð- launaðar voru. Er þá fyrst að geta um rann- sóknir á litningum í líkamsírum um mannsins, því að þær eru hér að ýmsu leyti undirstaðan, sem frekari rannsóknir byggjast á. Á þeSsu sviði hlaut verðlaun- in dr. Joe Hin Tjio, sem starfar við National Institutes of Health í Bethesda í Maryland. Aratugum saman töldu vísinda menn að litningatala mannsins væri 48. En árið 1956 sýndi dr. Tjio fram á það, er hann starf- aði við erfðarannsóknastofnu.n- ina í Lundi i Svíþjóð, ásamt dr. Albert Levan, að litningatalan hjá heilbrigðum manni er 46. Vakti þetta mikla abhygli og varð m. a. til þess, að Banda- ríkjamenn buðu dr. Tjio til starfa vestanhafs. Ef til vil,l dett Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.