Morgunblaðið - 17.07.1964, Page 24
l*= LE KTROLUX UMBOÐIÐ
iAUGAVEOI 49 aíml 21800
bilaleiga
magnúsar
sklpholt 21
•lm«r; 21180-2118S
0 0 f) I
0 0 0
z z z I
■ w w
ífFl
sssl
Um þessar mundir er fólk að flytja úr léle ?um braggaíbúðum í nýju húsin á Meist-
aravöllum. Þetta er eins og að flytja úr hr eysi í höll. Við óskum fólkinu til hamingju
með nýju íbúðirnar og vonum að það megi vel njóta. Öðru mcgin sjáum við húsin
gömlu við Höfðaborg, en á hinni myndinni anddyri háhýsanna við MeisfaraVelli. Sjá
grein inni I blaðinu. — Ljósm. Mbl.: ÓI. K. Mag.)
Dauðaslys í
umferðinni
Tveggja dra drengur bíður bana
Á TÓLFTA timanum í gær-
morgun varð tveggja ára gamall
drengur undir bifreið á Lauga-
læk og beið bana.
Slysið varð um kl. 11.15 á móts
við verzlunina Anítu, Laugalæk
6. Þar stóð brauðflutningabíll
frá Mjólkursamsölunni, og var
verið að bera brauð úr honum í
mjólkurbúð, sem er í húsinu nr.
4 við Laugalæk. Þegar brauð-
burðinum var lokið, fór bílstjór-
inn inn í bílinn vinstra megin
(vinstri hlið bílsins vissi að gang
stéttinni) og settist undir stýri,
sem er vinstra megin í bílnum.
Hann kveðst hafa litið í kring-
um sig, þegar hann var setztur,
og í hliðarspegla, áður en hann
ók af stað. Kveðst hann ekki
hafa orðið var við neitt athuga-
vert og ekið burtu.
Þegar bíllinn var farinn, sást,
að lítill drengur lá í slóð bílsins.
Drengurinn, sem var tveggja ára
var með lífsmarki, er að var
komið, en meðvitundarlaus.
Hafði hann hlotið mi'Ma áverka,
aðallega á höfði. Hann var flutt-
ur í Slysavarðstofuna, ag lézt
hann þar.
Móðir drengsins var í mjólkur-
búðinni, þegar slysið varð. Hafði
hún skroppið andartak þangað
inn, en þegar hún kom út, lé
sonur hennar í hjólfarinu. Hér
var um einkason ungra hjóna að
raeða.
Einn sjónarvottur var að slys-
inu, eftir því sem lögreglan bezt
vissi í gær. Stóð hann fyrir utan
verzlunina Anítu, heyrði bílinn
aka af stað og sá hann renna í
burtu. Bílstjórinn varð einskis
var, eins og áður er sagt. Ók
hann ti’l brauðgerðarinnar og var
þar, er lö.greglan kvaddi hann til
yfirheyrslu,
Þetta er sjötta dauðaslysið í
umferðinni í Reykjavík á þessu
ári.
Hrikalegur
árekstur
MIKILL árekstur varð á mið-
vikudagsmorgun, þegar stóreflis
vörubíll skall aftan á veghefli á
Vesturlandsvegi. Vörubíllinn var
á leið fram úr vegheflinum á
50—60 km, ferð, en lenti af ein-
hverjum ástæðum aftan á skaf-
aranum. Áreksturinn varð gífur-
lega harður. Bæði ökutækin
brotnuðu mjög mikið, svo að
fiytja varð þau í burt með krana
bifreiðum. Talið er, að stýrisút-
búnaður vörubílsins hafi bilað
og valdið árekstrinum, sem olli
geysimiklum skemmdum.
Lóðaút-
hlutun ■
borgarráði
Á FUNDI borgarráðs sl.
þriðjudag var úthlntað lóðum
úndir 108 íbúðir í einbýlis-,
tvíbýlis- og raðhúsum við
Kleppsveg, Norðurbrún og Sæ
viðarsund. Fyrr á árinu hef-
ur verið úthlutað lóðum und-
ir fjölbýlishús í Elliðavogi og
Árbæjarblettum og hefur nú
samtals verið úthlutað lóðum
undir mörg hundruð íbúðir á
árinu.
Síðar á sumrinu verður
væntanlega úthlutað lóðum
undir einbýlishús og raðhús í
Árbæjarblettum.
Lóðaúthlutunin sl. þriðju-
dag var samþykkt með 4 atkv.
gegn einu. Fulltrúar Sjálfstæð
isflokksins og Framsóknar-
Íflokksins greiddu tillögum
Ióðanefndar um úthlutunina/
atkvæði, en fulltrúi kommún-j
ista greiddi atkvæði á móti. i
Langur sjúkra-
flutningur
UM FIMM-leytið á fimmtudags-
morgun lenti flugvél frá Flug-
sýn á Norðfirði. Var hún þangað
komin með lækni fra Reykjavík
þeirra erinda að sækja veika
konu. Konan hafði verið flutt
sjúk til Neskaupstaðar frá
Eskifirði. Komið var til Reykja-
víkur aftur seint á áttunda tím-
anum í gærmorgun og konan
fiutt í sjúkrahús.
Flugsýn flaug þrisvar austur
til Norðfjarðar á miðvikudag, og
var þetta sjúkraflug fjórða ferð-
ii:.
Hæstaréttarrit-
araerabættið laust
AUGLÝST hefur verið laust
embætti hæstaréttarritara, en
Hákon Guðmundsson, sem hefur
gegnt því, verður n.ú yfirborgar-
dómari. Er umsóknarfrestur ti!l
25. júlí, en staðan vei'ður veitt
frá 1. ágúst
iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiSiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
fSjötta banaslysið j
| af völdum umferðar 1 Reykjavík í ár |
| Jafnmörg og allt árið í fyrra f
| BANASLYSIÐ, sem varð í þau voru á öllu árinu 1963. |
1 gærmorgun á Laugalæk, Þetta er sjöunda banaslys- ^
1 þegar tveggja ára drengur ið af völdum bifreiða, E
1 varð undir bifreið, er sem rannsóknarlögreglan í j|
= sjötta dauðaslysið í Reykja Reykjavík rannsakar í ár, =
1 vík á þessu ári. Eru bana- þegar slysið á Þingvöllum s
s slysin í umferðinni þá orð- um síðustu helgi er talið =
| in jafnmörg árið 1964 og með.
*öitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii)iii»iiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiir.1
Bancasiys í Sun«£-
laug Akureyrar
Akureyri, 16. júlí.
ÞAÐ SLYS varð í Sundlaug
Akureyrar um kl. 15.30 í dag, að
sjö ára stúlkubarn beið bana.
Sennilega var um drukknun að
ræða, en ekki var þó kunnugt
í kvöld ’ um dánarorsök eða
tildrög slyssins.
Litla stúlkan var ásamt fjölda
annarra barna að leik í sund-
lauginni, og gerðu þau það m.a.
sér til gamans að stökkva af
laugarbakkanum eða lágum
stökkpalli út í dýpri enda laug-
Ekki steypt
í sumar
EKKERT verður nnnið í sumar
að því að steypa nýja Suður-
nesjaveginn (Keflavikurveg). —
Stafar það m.a. af því, að vinna
við undirbúning hefur gengið
seint, en götusteypuvélin stóra er
svo dýr í rekstri, að ekki borgar
sig að hefja vinnu með henni,
nema talsvert verkefni sé fram
undan. f sumar verður lokið við
alla „undirbyggingu" vegarins,
og snemma næsta vor á að hef j
ast handa af fullum krafti, svo
að verkinu verði lokið á tilskild-
um tíma, þ.e. haustið 1965.
Skiptafundur í
gjaldþrotabúi Ass
í DAG kl. 14.30 hefst skipta-
fundur hjá borgarfógeta í gjald-
þrotaibúi Verziunarinnar Áss, en
fyrirtækið hefur verið úrskurðað
gjaldþrota, einc og fram hefur
komið í fréttum. Innköllun hef-
ur nýleiga verið gefin út, en inn-
köllunarfrestur er ekki liðinn
(hann er fjórir mánuðir). Skuld-
ir fyrirtækisins munu nema um
átta milljónum króna.
Norðurlandskjör-
dæmi vestra
AÐALFUNDUR Kjördæmísráðs
Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra verður
baldinn í Víðihlíð, V-Húnavatns-
sýslu, sunnudaginn 19. júli n.k.
arinnar. Um einn og hálfur
metri var. af pallinum niður að
vatnsborði, en laugin var ekki
alveg full af vatni.
Laugarvörður hafði rétt 1
þessum svifum gengið kringum
laugina til eftirlits, en einskis
óvenjulegs orðið var.
Kona, sem þarna. var stödd,
fcafði veitt' telpunni eftirtekt
meðal annarra barna fáeinum
andartökum áður, en sneri sér
síðan frá örskamma stund. Þá
heyrir hún stúlku kalla, að
telpan liggi á botni laugarinnar.
Sá konan þegar, hvað orðið var,
varpaði sér umsvifalaust í laug-
ina og náði telpunni upp nær
samstundis. Hafði þetta engum
togum skipt.
Lífgunartilraunir voru þegar
hafnar á laugarbakkanum og
haldið áfram í sjúkrabíl á leið
til sjúkrahússins og í sjúkrahús-
inu, en þær báru en,gan árangur.
Engan áverka var að sjá á lík-
inu.
Vegna fjarstaddra ættingja
er ekki unnt að birta nafn litlu
stúlkunnar að svo stöddu.
— Sv. P.
Bíloskoðanin í
fullum gongi
Margar eftirlegu-
kindur
B ÍLASKOÐUNIN í ReykjavOt
stendur nú sem hæst yfir. Gert
er ráð fyrir, að 150 bílar séu
skoðaðir á dag. T.d. á í dag að
mæta með bíla, sem hafa skrá-
setningarnúmer frá R-6801 til
R-6450. Fleiri bílar eru þó skoð-
aðir daglega, eða um 200, vegna
þess hve margir bílar koma til
skoðunar, sem skrásettir eru
annars staðar á landinu. Bif-
reiðaeftirlitið tjáði Mbl. í gær,
að allt of mikið væri um eftir-
legukindur, þ.e. bíla, sem koma
ekki á tilskildum tíma til skoð-
unar. Lögreglan í Reykjavík
fær númer þeirra bíla gefin upp,
og leitar hún síðan bílana og
eigendurna uppL Þá er trassa-
ska.pur bifreiðaeigenda allt of
algengur otg einkennilegt, hve
sumum bílunum er mikið ábóta-
vant.