Morgunblaðið - 14.01.1965, Page 24

Morgunblaðið - 14.01.1965, Page 24
10. tbl. — Fimmtudagur 14. janúar 1965 Landhelgisddms eftirvæntingu „Línu>irengl44 við töku Péturs Halldórssonar? EINS og kunnugt er bíða tveir togaraskipstjórar dóms í Reykjavík vegna meintra landhelgisbrota. Togararnir, sem hlut eiga að máli, eru brezkur og íslenzkur, Robert Hewitt fró Lundúnum og Pét- ur Halldórsson, eign Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Robert Hewitt var tekinn af varð- skipinu Óðni 1,5 sjómílu inn- an við fiskveiðitakmörkin á Breiðafirði, en Pétur Halldórs son af Þór 2,8 sjómílur fyrir innan takmörkin út af Malar- rifi á Snæfellsnesi. Báðir voru togararnir teknir nú um helg- ina og eru staðarákvarðanir þær sem getið er um hér að framan og birtar voru í blöð- um samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar. Dóms í máli Péturs Hall- dórssonar er beðið með nokk- urri eftirvæntingu, þar sem ekki virðist liggja ljóst fyrir, hvort miðað hafi verið við rétta línu, þegar ákvörðunin um töku togarans var tekin. Þannig háttar til á þessum slóðum, að íslenzkum togur- um hefur verið leyft að veiða á því viðbótarsvæði, sem fékkst við samkomulagið við Breta 1961, allan ársins hring, fram til þessa dags. Ef miðað er við ytri línu þessa svæðis, sem Landhelgisgæzlan virðist gera, mun togarinn hafa ver- ið 2,8 sjómílur innan mark- anna, en sé miðað við innri línuna, mun togarinn hafa verið tæpa mílu fyrir innan (sjá kort). Hins vegar hafa skipstjórnarmenn á Pétri Halldórssyni, að því er for- stjóri Bæjarútgerðarinnar, Þorsteinn Arnalds, skýrði Morgunblaðinu frá í gær- kvöldi, gefið upp aðra staðar- ákvörðun, sem er utan við innri línuna og samkvæmt því á þeim stað sem íslenzk- um togurum hefur verið talið heimilt að fiska á frá 1961 og fram til þessa. — Þorsteinn skýrði einnig frá því að út- reikningar yrðu athugaðir nánar í dag. Þess má geta að Pétur Hall- dórsson var tekinn í morgun- sárið og hefur komið fram í réttarhöldunum að skipstjór- inn var þá sofandi, en stýri- maður á vakt. Ein af þeim ástæðum, sem valda því að dóms er beðið með eftirvæntingu er sú, að deilt er um hvorumegin mark anna Pétur Halldórsson var tekinn. Orin sýnir staðinn, þar sem bv. Pétur Halldórsson var tekinn, eftir því sem næst verður komizt. Ytri lína svarta reitsins sýnir fiskveiðitakmörkin eiris og þau von\ ákveðin með samkomulag- iiiu við Breta 1961, en innri línan fiskveiðitakmörkin eins og þau voru ákveðin með útfærslu landhelginnar 1958. Á hinu fleygmyndaða svæði milli línanna er íslenzkum togurum heim- ilt að veiða allt árið. Innan við þriðjungur saltaður af þeirri síld, sem búið er að semja um sölu á Suðurlandssíldin aðeins nógu.feit í Rúmeníusamninga AF SUÐURLANDSSILD er búið að salta rúmlega 50 þús. upp- saltaðar tunnur, sem er innan við þriðjungur af þeirri saltsíld, sem búið var að semja um sölu á, og aðeins fjórðungur eða % af því magni, sem menn gerðu sér vonir um að selja til útlanda af saltaðri Suðurlandssild í ár. Skv. upplýsingum frá Gunnari Flóventz, framkvæmdastjóra Sildarútvegsnefndar, var búið að semja fyrirfram um sölu á 160 þús. tunnum af saltaðri Suður- landssíld og áætlað var að geta selt 200—250 þús tunnur í ár. En hætt var við að semja um meira sölumagn, þegar í Ijós kom hve léleg vetrarvertíðin við Suður- land ætlaði að verða. Síldin færist austar I FYRRINÓTT var álíka mikil sildveiði á Meðallandsbugt og siðustu sólarhringa. Þeir bátar, sem ekki fengu afía þar, og nokkrir aðrir, héldu þó austur og köstuðu á síld í nánd við Tví- sker, um 120 málur austur af Vestmannaeyjum. Skömmu eftir kvöldmat í gær var vitað um a.m.k. 3 báta á leið til Eyja með fullfermi af þessum slóðum. Talsverðu magni síldar hefur verið landað í Vestmanriaeyjum síðustu daga og hafa frystihúsin þar hraðfryst um 230 til 250 tonn á sólarhring. Síldin mun nú um 12 til 14% feit og úrkast úr þeim afla, sem til vinnslu hefur verið tekinn, um 20 til 30%. Línubátarnir í Eyjum hafa aflað vel að undanförnu, eða frá 5 upp í 9 tonn. Þá hafa nokkrir bátar verið með troll og í fyrra- dag kom vélbáturinn Andvari, sem rær með sjálfvirkar hand- færarúllur, til Eyja með 27 tonn af ufsa. Enginri sáttafundur ENGINN sáttafundur var í gær í sjómannadeilunni og enginn fundur hafði verið boðaður í gærkvöldi. f gær var svo beðið með eftir- væntingu eftir úrslitum fitu- mælingar á síldinni, sem nú er að veiðast í Meðallandsbugt, ef vera kynni að þar fengist söltunarhæf síld. Voru fitumælingar gerðar hjá Rannsóknarstofnun sjávar- útvegsins og reyndist fitan að- eins 10,5%—14,3% og stærðin frá 21% til 36 cm. Reyndist meðalfitumagnið 12,8% og er síldin því miklu horaðri en síld sú sem veiddist á „Rauða torg- inu“. Þessa síld er þó verið að saita nú fyrir Rúmeníumarkað í Reykjavík og Hafnarfirði, en Rúmenar leyfa söltun allt niður í 10% feita síld, sem þeir kaupa. Hafði verið samið við Rúm- Framhald á bls. 23 Himiingar- athöfn um Thor Jhors UTANRÍKISRÁÐUNEYTTD efnir í dag til minningarathafn- ar í Dómkirkjunni nm Thor Thors sendiherra, og hefst hún kL 2 eJi. Dómprófasturinn séra Jón Auðuns, flytur miiui- ingiarræðuna. { ISjómaður horfinn RANNSÓKNARLÖGREGLAJN hefur lýst eftir 28 ára gömlum manni, sem er týndur. Maðurinn heitir Steinar Ágústsson óg fór hann frá heimili föður síns á Hverfisgatu 59 um kl. 15 þriðju- daginn 5. janúar sl. Frétzt hefur af ferðum Steinars að kvöldi sama dags, en ekkert síðan. Steinar er maður fremur lágur vexti, áberandi þrekinn, með mikið, skolleitt hár. Hann er tal- inn hafa verið klæddur dökkum fötum og ljósgráum frakka. — Þeir, sem gætu gefið upplýsingar um ferðir Steinars, eru vinsam- legast beðnir að gera rannsóknar lögreglunni aðvart. Bráðkvaddur í Austurstræti UM kl. 3 í gærdag varð maður nokkur bráðkvaddur í Austur- stræti. Hann hét Björgvin Gísla- son, sjómaður frá Norðfirði, sem starfað hafði í Reykjavík um tveggja ára skeið og búið á Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi. Björgvin féll á gangstéttina fyrir framan Landsbankann. Vegfar- endur kölluðu sjúkrabifreið á vettvang, en er á Slysavarðstof- una kom, var hann örendur. Björgvin var einhleypur, en á systkini á lífi. Kaup síldarfflutn- ingaskips ókveðín Mun dæla síldinni úr bátunum á miðum úti og flytja til Reykjavíkur SKÝRT hefur verið frá því áður í Morgunblaðinu, að Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf í Rvík hefði í hyggju að kaupa 3.500 tonna norskt olíuskip til sildar- Hlaö hf. byggir „mótel" í Hveragerði I GÆRKV ÖLDI var haldinn framhaldsstofnfundur Hlaðs hf. félags um veitinga- og gistihúsa- rekstur, sem ákveðið var að stofna í júlí sl. Hlutafé Hlaðs hf. er 7 milljónir kr. og verður fyrsta verkefni þess bygging veitinga- og gistihúss (mótels) í Hveragerði. í stjórn Hlaðs hf. voru kjörnir Konráð Guðmundsson, veitinga- maður; Halldór Gröndal, veit- ingamaður; Bragi Einarsson, Hveragerði; Steingrímur Her- mannsson, frkvstj. og Styrmir Gunnarsson stud jur. Til vara Hörður Einarsson stud jur. Á fundinum var gengið endan- lega frá samiþykktum félagsins en þar er m.a. gert ráð fyrir að opna megi félagið og bjóða út hlutafé meðal almennings. Konráð Guðmundsson skýrði frá undirbúningi að byggingu veitinga- og gistihússins í Hvera- gerði en Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, vinnur nú að teikning- um af því. Fundarstjóri á fundinum var Steingrímur líermannsson en fundarritari Grétar Br. Kristjáns son, lögfr. flutninga. Samningar um kaup þessi voru undirskrifaðir mánu- dag, þó með þeim fyrirvara, að skipið verði tilbúið til afhend- ingar í tæka tíð fyrir sumarsíld- veiðamar, en það er nú í leigu- siglingum um Karibahaf. Jónas Jónsson, forstjóri Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjurnar, skýrði Morgunblaðinu svo frá i gær, að ætlunin, væri að nota skip þetta til síldarflutninga, þannig að það dæli síldinni úr bótunum úti á miðunum með dælum, eins og tilraunir voru gerðar með um borð 1 Þyrli síðastliðið sumar, og flytji hana síðan til Reykjavíkur. Hann kvað mikið harðæri hafa verið í verksmiðjunum hér í Reykja- vík, þar sem 3 vertíðir hefðu brugðizt, fyrst haustvertíðin 1 fyrra, þá vorvertíðin síðasta og loks hefði haustvertíðin brugðizt gersamlega. Afkastageta beggja verksmiðja fyrirtækis Jónasar er um 9000 mál á sólarhring. Að lokum kvaðst Jónas harma það mjög, að loks þegar einhvex síld virðist vera komin, skulu vera harðindi af mannavöldum og Reykjavíkurflotinn bundinn við bryggjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.