Morgunblaðið - 08.07.1965, Qupperneq 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmludagur 8. júlí 1965
CEORCETTE HEYER
FRIÐSPILLIRINN
— Þetta er rómantískur staður. Ilingaff verffum viff aff fara ef
/iff verffum ástfangin hvort af öðru.
— Þú vjrðist alveg gleyma
þessari smánarmeðferð, sem ég
hef orðið fyrir. Hvað ætli
mamma segði, ef hún vissi af
þessu?
— Sleppum því. Þú mátt ekki
gera svona mikið úr þessu. Við
skulum í guðs bænum gleyma
því!
Hún var enn móðguð, en hún
sá fram á það, að ef hún héldi
málinu meir til streitu, mundi
það bara lækka hana í hans aug-
um. Verst þótti henni, að hún
hafði sýnt sig vera minni mann
en Soffía í þessu atviki, sem
gerzt hafði. Hún píndi sig til að
brosa og segja hreystilega: —
Þetta er rétt hjá þér, ég hef leyft
mér að taka mér þetta of nærri.
Þú skalt fullvissa hana frænku
þína, að ég ætli ekki að minnast
á það oftar.
Þetta fékk hún launað, því að
hann greip hönd hennar, og
sagði: — Þarna þekki ég þig aft-
ur! Ég vissi, að ég hafði þekkt
þig rétt!
8. kafli
Þær hittust ekki aftur fyrr en
daginn, sem farið var til Merton,
þar eð ungfrú Wraxton, sem þótt-
ist viss um, að hún væri orðin
illræmd, hafði tekið það ráð að
heimsækja systur sína í Kent,
sem var þekkt að því að láta
gesti sína vinna fyrir mat sínum.
Eugenia var nú ekkert hrifin af
að fara í sendiferðir fyrir frú
Ealing eða leika við afkvæmi
hennar, sem var stór hópur, en
hún þóttist viss um, að sér væri
ráðlegast að hverfa frá London,
þangað til hvíslingarnar væru
um garð gengnar. Þannig slapp
Rivenhall-fjölskyldan við refs-
ingarheimsóknir hennar í heila
sjö daga og það var næstum
nægileg uppbót fyrir það, sem
Soffía hafði gert af sér. Það
barst nú reyndar ekki til eyrna
frú Ombersley, en vitanlega vissi
yngri kynslóðin 1 húsinu um
það, og sumir urðu hneykslaðir,
en aðrir, einkum þó Hubert og
Selina töldu þetta hafa verið
sniðugt bragð hjá frænku. Ekki
hafði þetta nú neinar alvarlegar
afleiðingar, og enda þótt hún
yrði fyrir talsverðri stríðni af
hendi hins unga frændfólks síns,
beindist hugur þeirra brátt í
aðra átt. Miklu skemmtilegra
umræðuefni bauðst þeim fljót-
lega, í mynd Bromfords lávarðar,
sem kom snögglega inn fyrir
sjónhring þeirra og var talinn
að gildi jafn himnabrauðinu góð-
kunna, sem rigndi af himnum
ofan.
Bromford lávarður, sem var
næstum óþekktur hjá fína fólk-
inu, hafði nýlega, við lát föður
sins, erft lítilfjörlegt barónssetur.
Hann var eina barn foreldra
sinna, þar eð öll systkini hans
(sem fólk sagði ýmist, að hefðu
verið sjö eða sautján) höfðu dáið
1 bernsku. Líklega hefur það
verið þess vegna, að móðir hans
taldi sig ekki mega sleppa hend-
inni af honum, sökum lélegrar
heilsu hans. Að minnsta kosti
kom engin önnur ástæða fram,
enda þótt Soffía benti þeim nú
á, að gildvaxið sköpulag þyrfti
ekki að vera merki um sterka
heilsu. Hann hafði menntazt
heima og enda þótt einhverntíma
hefði verið ymprað á því að
senda hann til Oxford, hafði
tímabært kvef orðið til þess að
bjarga honum frá háskólanámi.
Bromford lávarður vissi vel, að
lungu erfingja hans voru eitt-
hvað veil, og móðir hans varði
til þess nokkrum vikum að út-
lista það daglega fyrir manni
sínum, að hann þyldi ekki lífið í
Oxford, og fékk hann þannig til
að hætta við þessa fyrirætlun.
Henry var því sendur, í fylgd
22
klerks nokkurs, sem móðir hans
treysti mjög á, til Jamaica, til
þess að dvelja þar hjá landsstjór-
anum, frænda sínum. Loftslagið
þar var sagt heilsusamlegt fyrir
veik lungu, og það var ekki fyrr
en Henry var búinn að vera fjóra
daga á sjónum, að móðir hans
uppgötvaði, að á Jamaica komu
stundum fellibyljir, sem ætluðu
allt að drepa. Það var nú orðið
of seint að kalla hann heim og
Henry var afskaplega sjóveikur,
en lenti í Port Royal og kenndi
þá alls ekki hóstans, sem
mamma hans hafði verið' svo
hrædd við. Enginn fellibylur kom
þarna, meðan hann dvaldi þar,
til að sópa honum á sæ út, og
þegar hann kom heim til Eng-
lands, rétt áður en hann varð
myndugur, var hann orðinn svo
feitur, að mamma hans gat ekki
annað eð hrósað happi yfir lukku
legum árangri tiltækis síns. En
hún tók bara ekki eftir því, að
þessi fjarvera hans frá henni í
hálft annað ár, hafði gert hann
því algjörlega fráhverfan að
gefa sig undir stjórn hennar og
vald. Sarnkvæmt ráði hennar fór
hann í þykkari sokka, batt trefla
um hálsinn, breiddi hlý teppi
yfir fæturnar á sér, og forðaðist
allan óheilnæman mat, en þegar
hún ráðlagði hoiium að fara ekki
í sollinn í London, sagði hann,
eftir nokkra umhugsun, að hann
vildi nú heldur eiga heima í Lon-
don, og þegar hún benti honum
á mjög álitlegt konuefni, þakkaði
hann henni fyrir, en kvaðst ekki
enn vera búinn að ákveða, hvers
konar konu hann vildi eiga.
Hann reifst ekkert út af þessu
en sneri bara þegjandi baki við
þessu álitlega konuefni og sett-
ist að í London. Móðir hans fór
að segja vinkonum sínum, að
Henry gæti látið laða sig en ekki
reka, en skósveinninn hans, sem
var hispurslaus í orðum, sagði
að hans hágöfgi væri bölvaður
þverhaus.
Hann hafði nú verið i borginni
að skemmta sér um nokkurt skeið
áður en Rivenhallfjölskyldan
hafði hugmynd um tilveru hans,
nema þá mjög óljóst. Kunningj-
ar hans (sem Hubert sagði, að
væru samvaldir leiðindapokar)
voru engir sérstakir kunningjar
fjölskyldunnar, og það var ekki
fyrr en hann hitti Soffíu í
Almackklúbbnum og dansaði við
hana, að hann birtist þeim í allri
sinni dýrð. Því að Bromford lá-
varður, sem lét hvorki á sig bíta
fegurð Ceciliu né forsjá móður
sinnar, ákvað þegar í stað, að
Soffía væri alveg tilvalin kona
handa sér. Hann kom í heimsókn
á Berkeleytorgið og einmitt þeg-
ar Hubert og Selina voru heima
hjá móður sinni. Hann stóð við í
hálftíma og veitti gestgjöfum
sínum ýmsan fróðleik, svo sem
um jurtalíf á Jamaica, áhrif
róandi meðala á mannlegan lik-
ama, og fjölskyldan hlustaði á
hann hissa og móðguð, þangað til
Soffía kom inn í stofuna. Þá upp- J
lukust augu allra og þau skildu, J
hvaða erindi lávarðurinn hafði
átt með því að heiðra húsið með
morgunheimsókn, og leiðindi
þeirra breyttust í illkvittnislega
kæti. Biðill Soffíu varð á svip-
stundu efni til allskonar glanna-
legrar gamansemi, og ungling-
arnir kepptust við að ljúga hann
fullan. Enginn strætasöngvari
mátti upphefja sína raust úti á
götunni, án þess að Hubert og
Cecilia segðu Bromford lávarði,
að þarna væri verið að syngja
ástaróð til Soffíu, og þegar mað-
urinn var forfallaður í þrjá daga,
sökum magaveikí, var sagt, að
hann hefði háð einvígi fyrir hin
fögru augu hennar, og sagnir
hans af Vestur-Indíum urðu svo
ægilegar í meðförum systkinanna
að frú Ombersley og ungfrú
Adderbury gátu ekki stillt sig
um að hreyfa mótmælum. En þó
að frúnni þætti þessi gamansemi
ganga heldur langt, þótti henni
í aðra röndina gaman að þessari
ásókn hans á frænku hennar.
Hann fór að koma í heimsókn af
minnsta tilefni, gekk daglega í
Garðinum, einungis til að geta
hitta Soffíu, bað mömmu sína að
koma sér í nánari kynni við frú
Ombersley og að bjóða Soffíu
með sér á hljómleika, þar sem
gamla tónlistin var leikin. Hann
var algjörlega ónæmur fyrir öllu
háði, og þegar mamma hans gaf
honum í skyn, að Soffía væri
varla hæf kona fyrir alvörugef-
inn mann, þar sem hún væri öll
i allskonar tiltektum og hégóma,
kvaðst hann áreiðanlega mundu
geta beint huga hennar inn á al-
varlegri brautir.
En hámark skemmtunarinnar
af þessu, fannst unga fólkinu, var
þó það, að Charles, sem var svo
frá'bitinn öllum látalátum og
gamansemi fór af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum að ala á
hans hágöfgi. Charles sagði, að
það væri ýmislegt gott til í
Bromford lávarði. Að tal hans
bæri vott um góða skynsemi og
lýsingar hans frá Jamaica mjög
eftirtektarverðar. En Selina (sem
Charles sagði, að væri orðin
óþarflega kjaftfor), sagði að
koma lávarðarins væri öruggt
merki fyrir Charles til að leggja
af stað í klúbbinn sinn.
Lífið þarna við Berkeleytorgið
var orðið fullt gamans og til-
breytingar og olli því bæði nær-
vera lávarðarins, undirbúning-
urinn undir dansleikinn, gesta-
straumurinn á hverjum degi og
tiltektir Soffíu. Jafnvel Omibers-
ley lávarður tók eftir þessu. —
Svei mér ef ég veit, hvað er
hlaupið í ykkur öll, því að hér
áður var hérna álíka skemmtilegt
og í dauðs manns gröf! sagði
hann. — Ég skal segja þér frú
mín góð .... ég held svei mér,
að ég verði að biðja hann York
að líta inn í samkvæmið okkar.
Ekkert formlegt, en ég trúi ekki
öðru en hann líti hér inn í hálf-
tíma eða svo.
— Ætlarðu að fara að bjóða
hertoganum af York á ballið
okkar? spurði frúin, alveg stein-
hissa. — Þú hlýtur að vera alveg
frá þér, góði maður! Tíu eða
kannski tólf pör í setustofunni
og eins og tvö spilaborð í Rauða
salnum! Þú lætur þér vonandi
ekki detta þetta í hug!
— Tíu eða tólf pör? Nei, Dass-
ett væri þá ekki að tala um rauða
dregla og garðtjöld, ef um svo
lítið samkvæmi væri að ræða,
sagði lávarðurinn.
Yið þessi ískyggilegu orð, fór
hrollur um frúna. Að því frá-
töldu, að hún hafði ákveðið dag-
inn og áminnt Ceciliu að gleyma
ekki að senda boð til leiðinlegrar
stúlku, sem var guðdóttir henn-
ar, hafði frúin ekki neitt hugsað
um þessa væntanlegu veizlu.
Hún herti sig nú upp í það að
spyrja frænku sina, hve margir
gestir væru væntanlegir, og þeg-
ar hún heyrði svarið, hafði hún
næstum fengið krampa. Hún
neyddist til að drekka styrkjandi
meðal í vatni, sem Cecilia hafði
þrýst í hönd hennar, áður en hún
fengi svigrúm til mótmæla. Svo
sat hún með meðalið og þefaði
af ediki, og hugsaði til þess með
hryllingi, sem Charles mundi
segja um þetta. Soffía var tutt-
ugu mínútur að gera henni
skiljanlegt, að úr því að Charles
yrði ekki látinn bera kostnaðinn
af þessu, þá varðaði hann ekkert
um það, en jafnvel þá óaði
frúnni við þeirri stund, er þetta
bærist honum til eyrna, og hún
gat varla horft á hann koma inn
í stoíuna, án þess að kippast við.
Svo vel vildi til fyrir fram-
gang fyrirtækisins, að Charles
hafði ekkert um það heyrt, þega-
ar hópurinn lagði af stað í heim-
sóknina til greifafrúarinnar af
Villacanas í Merton. Allt virtist
spá góðu .... greifafrúin hafði
skrifað frúnni mjög vingjarn-
legt bréf, og sagzt hlakka til að
sjá hana, og bað hana að hafa
eins mörg sinna skemmtilegu
barna með sér og hún vildi. Sólin
skein og engin hætta virtist á
neinum aprílskúrum, og ungfrú
Wraxton, sem hafði komið aftur
til borgarinnar í tæka tíð til að
taka þátt í þessari skemmtiferð,
var í prýðilegasta skapi, sem
jafnvel Soffía naut góðs af.
Þórshöfn
Umboffsmaffur Morgun-
blaðsins á Þórshöfn er Helgi
Þorsteinsson, kaupmaður og
í verzlun hans er blaffið selt
í lausasölu.
Reyðarfjörður
KRISTINN Magnússon
kaupmaffur á Reyffarfirffi, ei
umboðsmaffur Morgunblaðs
ins þar í kauptúninu. Að
komumönnum skal á þaf
bent aff hjá Kristni er blað
ið einnig selt í lausasölu.
SeyðisfjörðuL
UMBOÐ Morgunblaðsins
Seyffisfjarffarbæ er í Verzi
Dvergasteinn. Blaðiff er þai
einnig í laugasölu fram til
kl. 11,30 á kvöldin. „Bar
inn“, veitingastofa, hefi
blaðiff í Iausasölu.
AKUREYRI
Afgreiffsla Morgunblaðs
ins er að Hafnarstræti 9/.
simi 1905.
Auk þess að annast þjón
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur
eyrar-afgreiffslan mikilvæg
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð
urland allt. Þaffan er blaffið
sent meff fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kauj
staffa og kauptúna á Norffui
landi, svo og til fjölda ein
staklinga um allan Eyjaf jí
Á Egilsstöðun
HJÁ Ara Björnssyni i Egii
staðakauptúni er tekið
móti áskrifendum að Morg
unblaðinu. Þar í kauptún-
inu er Morgunblaðið selt
gestum og gangandi i Ás-
bíói og eins í Söluskála kaup
félagsins.
JAMES BOND
Ettir IAN FLEMINC
ÍECSET SESV/CE
AQENT MMES B0MP
' OUT TO SMfi&H
SUSS/AN A6ENT...
K AS
...H/HOBONP
POES NOT VET
ÁCNON /S THE
S/SL VESPE/Z
K * MATH/S Of THE PEUX/EMB BUZEHU tells h/m he has been allottep AV UNPEP-COVEP ASS/STHNr. . . Bur UE MJS BEEN STUPV/NS THE PUSS/ANASENT LE CH/EFPE /N THE CfíS/NOAT POyfíLE-L ES-EAUX
KT 25
James Bond, starfsmaður brezku unni segir honum, að honum hafi En Bond hefur að undanförnu gefið
leyniþjónustunnar, er á hælum rúss- verið fengin leynilegur aðstoðarmað- rússneska njósnaranum Le Chiffre
nesks njósnara.... ur, sem er, án vitneskju Bonds, stúlk- góðar gætur , spilavítinu Royale-les-
Mathis frá frönsku leyniþjónust- an Vesper. eaux.