Morgunblaðið - 24.09.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.1965, Blaðsíða 25
Föstucfagtir 24. sept. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 25 r Lækni'sfræðikennarinn var að sýna stúdentunum myndir af alls konar krankleika. — Þessi maður er haltur, sagði hann og benti á eina mynd- ina, sökum þess að annar fótur- inn er styttri en hinn. Hann snéri sér síðan að ein- um stúdentanna og spurði: — Hvað mynduð þér gera í slíku tilfelli, Halldór? Halldór hugsaði sig lengi um og svaraði svo: — Ég myndi vera haltur líka, býst ég við. örugglega vera farnir að taka sporið. — Þú varst að veiða í gær, ekki satt? — Jú, jú. .— Beit nokkuð á hjá þér? ’ — Það held ég nú. Það beit einn svo stór á, að mér var ó- mögulegt að koma honum upp fyrir borðstokkinn. — Þú segir ekki. Og hvað gerðir þú þá? — Ég gat ekkert gert, því hann kippti mér fyrir borð áður. — Og þú hefur náttúrlega rennblotnað? — O, nei, aldeilis ekki. Ég lenti á bakinu á fiskinum. SARPIDONS SAGA STERKA ~j<— —J<~ Teiknari: ARTHÍJR ÖLAFSSON Litlu eftir burtför Telamons konungs lét Sarpidon fara að kenna Serapus og hans mönn- um heilög fræði. Voru þeir um síðir allir skírðir og sátu hjá Merían jarli næsta vetur. Um vorið Iét jarlsson búa tólf skip úr landi og kvaðst ætla að sigla til Kríteyjar og vitja festar- meyjar sinnar. Serapus vildi eigi eftir verða og bjóst með jarlssyni. Lögðu þeir í haf, þá tími var til, og fengu góðan byr og lægðu eigi segl fyrr en við áðurnefnda eyju. Og sem Helanar spyr, hver þar er við land kominn, gengur hann með dóttur sinni Júlíu ofan til strandar. Verða þar mestu fagn aðarfundir. Leiða þau jarlsson heim til borgar og setja hann í hásæti. Rís þar upp vegleg veizla. Og sem menn sátu giað- ir og kátir, bar jarlsson upp bónorðið og bað Júliu sér til handa. Helanar tók því einkar vel og kvað engan mann á jörðu eins maklegan hennar að njóta sem hann. Júlía sagðist og eigi annan kjósa. Var nú aukin veizlan og snúið í brúðkaup, en brúðhjónin saman vígð með vegsemd og veraldar prýði. Stóð hóf þetta yfir í sjö daga og allir virðingarmenn með gjöfum út leystir. Eftir veizl- una býst jarlsson með konu sína til heimferðar og hefir nú sextán skip úr landi og fjögur þúsund manns, kveðja síðan Helanar og alla vini og vanda- menn; láta síðan í haf, þá byr gaf. JAMES ROND —X—• —X- -X- Eítir IAN FLEMING Le Chiffre og menn hans halda áfram ferðinni í dögun, með Vesper og Bond sem fanga. f fyrsta sinn síðan Bond var hand- samaður örlar fyrir hræðslu hjá honum. — Enginn veit hvar ég er, og enginn mun sakna mín í nokkrar klukkustundir, hugsar Bond. JtJMBÖ ——*— Teiknari: J. MORA Sjúklingurinn á stofu níu, þessl sem var með handleggsbrotið. Hann hefur handleggsbrotið sig aftur. Þetta kvöld virtist Júmbó óvanalega þreyttur og vildi fara snemma í rúmið, svo að leiðsögumaðurinn, sem í rauninni líktist fangaverði bauð góða nótt, strax og myrkt var orðið. — Sofið vel og látið ykkur dreyma um eitthvað skemmtilegt, sagði hann um leið og hann kvaddi. En Júmbó svaf einungis stutt. Eftir nokkrar mínútur stökk hann út úr rúm- inu. — Heyrðu kunningi, ætlarðu ekki að sofa? spurði Sporl og virtist stein- hissa. — Nei, ég hef mikilsvert stefnumói við þann, sem setti líf sitt í hættu mel því að láta yður hafa seðilinn. Við meg- um ekki láta hann bíða án árangurs. —* Nei, en hiauptu nú ekki af þér hornin sagði Spori í aðvörunartón. Og flýtU þér til baka. SANNAR FRÁSAGNIR --)< —Eítir VERUS — Jæja, herra minn. Hvað gengur að yður, spurði læknir- inn og neri saman höndunum. — Ef ég vissi það, læknir góð- tlr, myndi ég varla borga yður tíu krónur fyrir að segja mér það. — Geturðu hugsað þér nokk- urt merkilegra en úlfaldann, sem fór í gegnum nálaraugað. — Já, konuna mína. Hún veg- ur rúm 100 kg. og ég hef oft séð hana fara í gegnum vasána mína. — Ég fylgdi fallegu búðar- stúlkunni heim í gærkvöldi og stal einum kossL — Og hvað sagði hún? — Nokkuð fleira. JARÐSKJÁLTAMÆLAR — Vísindamenn nota jarðskjálfta- mæla til þess að ákveða styrk- leika og upptök jarðskjálfta. Viðkvæmustu mælar magna minnstu hreyfingu milljón sinn um. Þá hafa jarðskjálftamælar komið að miklum notum við olíuleit og rannsóknir á iðr- um jarðar. HRÆRINGAR — Meðfylgj- andi mynd sýnir línurit jarð- skjálfta ritað af mæli. Línurn- ar sem eru nærri láréttar eru eðlilegar hreyfingar jarðskorp- nnnar. Truflanirnar þar fyrir neðan sýna smávægilegar hrær ingar. Óreglulegu línurnar neðst á línuritinu sýna síðan jarðskjálfta, sem er mjög harð- ur. JARÐSKJÁLFTAVARNIR — Þó að menn hafi verið næsta varnariausir gagnvart jarð- staklega gott dæmi slíkra bygg skjálftum, hefur komið í Ijós að inga er Imperial hótelið i unnt er að gera hús þannig úr Tokíó, sem teiknað er af Banda garði að þau standist þá. Sér- ríkjamanninum Frank Lloyd Wright. Þetta hús var reist 1922 og stóðst jarðskjálftann mikla, sem varð í Japan arið 1923.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.