Morgunblaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1966, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐID Sunnudagur 2. október 1966 Krisfmann Guðmundsson skrifar um: Ljó&abækur á nýnorsku JUli HAGANÆS heitir ungur norskur blaðamaður, mikill að- dáandi íslands og var hér á ferð í sumar. Frá honum hefir lítið ljóðakver borizt mér til um- sagnar: „Aprilnetter", gefið út af Fonna Forlag. Hann yrkir aðallega um ást og náttúrufegurð. og yrkir vel, á fallegri nýnorsku. Málsmeð- ferðin er sérstaklega eftirtektar- verð, og tær einfaldleiki hend- inganna vekur athygli lesand- ans. Hafin er skáld, og hefur ákveðna skoðun á því hvernig kvæði eigi að vera: „Dikt skal vera ein draum i ange av blomar og blussandi rosor — Kring dagen ein glitrandi solregn-saum, tonar fra hjarte til hjarte. Syner sá sæle, og varme til einsame, frosne sinn — Lys over vegane vide, ein glött av det gudgjevne, fagre — til styrking i livsens kvide —“ Honum er sýnilega létt um að yrkja, en vandar þó vel verk- ið, og kann þá vandlærðu list að segja ekki of mikið. Og honum er einkar lagið að skapa ljóð- ræna stemmningu í fáum orð- um: „Din sjö er djup af gode ord. Din sjö har smak av stein og jord og nake land. Din sjö kan smile bleik og blá i stjernesand. Aprilnetter — kjölige, bláe av is i ungdoms hjarte — og flöymer i skumkvite blodvarme kyss over blömande strender av frost —“ Nálega hvert einasta af þess- um tuttugu og níu ljóðum er gott. — „Minne“, „Ver blome“, „Rosor í raud krystall", „April- netter“, „Kornsang", „Nysnö“, „Over myrullengar", „Snöblom", „Fire ár“ og „Islands rose“. Hið síðastnefnda er ástarljóð til fs- lands —' orkt áður en skáldið kom hingað: „Uröyvd rose under jókel. Blome-enger under is. Gröne vangar Sólbekkjaefni Nýkomið: MELAPAN - sólbekkja- efni — VATNSLÍMT. Hvítt og viðarlitir. Birgðir takmarkaðar. Vörugeymsla við Shellveg, Sími: 2 44 59. innom sundi duvandi i bris. Bláe randi opp or havet Slödre fiell, og bre i brand — Islands rose over kavet. er min draum om dette land “ „Ved bovdingbára" er gott ljóð, sterkt og ekta í stuttorðum einfaldleik sínum „Sámann i mairegn" er einnig mjög vel gert og fagurt, það gefur ógleymanlega mynd af norsku vori. Tvö síðustn kvæði bókarinn- ar: „Heimbygde vár —“ og „Du syng meg heim —“ eru ástar- ljóð til ættjarðar og æskusveitar. Hið fyrrnefnda er á Aurdals- málýzku, og ema kvæðið sem mér finnst helst til of langt, en samt vel gert, og meðferðin á málýskumu mjóg skemmtileg. „Du syng rneg beim“ er gull- fallegt, minnir eilítið á Vinje: „Her ser eg atter —“, en sýnir vel einlægai og hlýjan einfald- leik þessara ljóða. Signe Seim hefur gefið út á Det Norske Samlaget ljóðabók er nefnist „I stillaste timen." Um þessa skábikonu hefur norsk gagnrýni sagt að hún væri fyrst ög frernst kvenleg, og það er alveg rétt. Fyrsta bókin hennar heitir „Trö varlig min fot,“ og gæíi það einnig verið sannnefndí á þessu kveri. Hún fetar varlega og hefur ekki hátt. Málið er ekki eins giæsilegt og hjá Haganæs, en þó vel og smekklega með það farið. Þetta eru kvenleg ljóð um örlaga- stundir li'Vins, stúlkudraumar, hreinir og töfrandi Á öllu er tekið með mjúkum höndum, ekkert of sagt, en margt gefið skemmtilega í skyn. Sjálft efni kvæðanna liggur einatt falið milli lína, eins og t. d. í því fyrsta: „Den dyre sekund:“ „I stillaste timen dá árane lagdest í bát runda ringen seg heil og stramma si lekk e. tettare át. Siste dropen — og vatnet krusa seg seint til ro. Nærare livet kom ingen sekund. Berre den eine dyre sekund för timen slo.“ Hún kann að takmarka sig, eins og scst af perluljóðinu: „Den vakvaste tanke:“ „Du kom vel ti! meg ein moi gon dá fyrste strálane kledde vemod "ikring ditt kinn, og all denne dogg var blanke dropar or dramen min — du min vakraste tanke.“ Vel er í bókina valið, svo að nálega ekkert má missast. — „Tonen,“ „Seglaren," „Til möt- es,“ „Alt dette lauvet,“ „Vesle mi syster'* „Barnet og sanden," „Attom ein vinter," „Istempel," — allt eru þetta falleg og fjarska vel gerð Ijóð. Og öll eru þau hljóðlát, lesandanum finnst að ekki megi lesa þau hátt, þau minna á hvísl i rökkri. Aðeins eitt erindi líkist kveini: „Opi for ramnar og ynkande röyster ligg ho, mi löynde iukke og usæle sorg.“ En fegursta ljóð þessarar hug- Ijúfu bókar er, að mínu viti: „Draum ver vak,“ — og* einnig það „kver legasta." Arnljot Eggen er næsta ólíkur þeim tveim, sem að framan er um getið, harðari, þurrari, en hann vandar einnig verk sitt vel. Hann hefur áður gefið út þrjár ljóðabækur, en nýja bókin hans nefnist: „Eit hovud i havet, (Det Norske Samlaget.) Eggen liefur verið kallaður skynsemisdyrkandi, og víst er hann nokkuð nýtízkulegur —> sem engau veginn er sagt honum til lasts. Þoð bezta sem ég hef séð um ha:in skrifað eru orð norsks gagm ýnanda, er ekki lét nafns síns getið: „Hann er ný- tízkulegur, og notar sleggjuna á guði samtíoar sinnar. En undan sleggjunm fjúka neistar, sem eru næsta ónýÞ'zkulegir: neistar af anda og sál.“ Kvæði eins og „Logen,“ ,,Menneskepar,“ og „Berre,“ sýna að það er ekki ofmælt. Eri stundum fer beizkj- an með hann í gönur, svo að reykur kem ir í stað neista, eins og í kvæðinu. „Gode rád til sprellemann" og í „Folket.“ En oft tekst lionum býsna vel, sjá t. d. „Skan.laust:" „Eld utan röyk har eg aidri fátt tent- Mellom dei bleika av ánd ropte eg sknmlaust pá bröd. Blodet mitt raudna gjenorn dec kvitaste marmor. Der eg kom inn satte cg flekker pá altardukslinet. Med jord melloiri klcrne tyngde eg luftige syner. Jaga av krossfararsverd, av bomber og gass myldra eg fram att or taltause sprekker, grodde som ugras i herregardsparken, som hardnakka mugg over stereliteten. Stivbeint og uryddig stritta eg mot pá dei opp.-.ette skjerna, altid ein usikker faktor, aldrig deu heit eifektive robot, heller ein uventa vanske som brátt dukkar opp og veltar kalkylen. Den brysame oddetalsresten det evige Litskoct menneske l.rvpe) dei aldrig varl kvitt.“ Að öllu samanlögðu er þetta eftirtektarverð bók, þótt ekki sé ‘ höfundur hennar neitt stórskáld. ■H ENNÞÁ NÝR Volkswagen 1600 Okkur ®r ánaegja að tilkynna að auk 1600 (,Fastback“ getum við nú boðið 1600 A og 1600 L fólksbila, sem báðir eru með hinu sigilda útliti hins þekkta V. W. 1500. — Sameiginlegt með öllum V.W. 1600 bílunum er: — Loftkæld vél, sem staðsett er afturi — eins og i öllum gerðum V.W.-bila. — Samskonar grind. — Sjálfstæð snerilfjöðrun á hverju hjóli. — Jafnvægisstöng yfir afturöxli. — 12 volta rafkerfi. — Diskahemlar að framan. — Rúðu- sprautur — tveggja hraða rúðu- þurrkur. — Ferskfoftshitun. — Loft- ræstingarkerfi. — Stillanlegir fram- stólar. — Glæsilegt litaúrval bæði að utan og innan — og allur frá- gangur Volkswagenbila er frábær- lega vandaður. Komið, skoðið og kynn- ist Volkswagen 1600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.