Morgunblaðið - 22.02.1967, Síða 2

Morgunblaðið - 22.02.1967, Síða 2
* 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967. Mynd þessi er tekin í kvöldve rffarboði Edinborgarháskóla til heiffurs forseta íslands. Taliff frá vinstri: Cameron lávarffur, herra Ásgeir Ásgeirsson, próf. Michael Swann rektor Edinborg- arháskóla og Guðmundur í. Guðmundsson sendiherra íslands í Lundúnum. (AP-mynd). Þingsályktunartilaga Jónasar Péturssonar: Ný vegaiagning á Fjarðarheiöi JÓNAS Pétursson hefur flutt á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem skorað er á samgöngu- málaráðherra að láta nú þegar fara fram fullnaðarmælingar og áætlanir um nýja vegarlagningu yfir Fjarðarheiði milli Seyðis- fjarðar og Héraðs og sé gerð vegarins við það miðuð, að bif reiðasamgöngum megi halda uppi á þeirri leið hindranalítið á meðalvetrum um snjóalög. f greinargerð segir flutnings- maður m.a.: Samgönguleið Seyðisfjarðar á landi liggur um Fjarðarheiði til Héraðs. Alllangt er síðan veg- ur var lagður yfir heiðina. En hann er ófullkominn og liggur víða illa vegna snjóalaga. At- huganir standa nú yfir um nýtt vegarstæði, sem betur mundi verjast í snjóalögum. Það er mikil nauðsyn, að þessum at- hugunum og mælingum sé hrað að og ákvörðun tekin um, hvern ig veginn skal leggja, svo að hefja megi framkvæmdir sem fyrst. Seyðisfjörður er nú orðinn einhver mesti framleiðstlustað- ur á landinu, og mun t.d. út- flutningur þaðan nema 500-600 millj. kr. árlega. Slíkum athöfn um fylgir mikil umferð fólks og flutnings við staðinn. Liggur umferðin fyrst og fremst um Egilsstaðaflugvöll bæði vetur og sumar og um Fjarðarheiði. Flugvöllur er ekki á Seyðis- firði og aðstaða til þess nokk- uð erfið, þannig að aðalsam- gönguleiðin hlýtur að liggja um Fjarðarheiði. Þessa samgöngu- leið þarf að bæta, svo sem kost- ur er á, og til þess eru miklir möguleikar með þeim tækjum við vegagerð, sem nú er völ á. En fyrst er að ákveða vegar- stæðið og gera áætlun. Nauð- syn er, að það verði gert á þessu ári svo til framkvæmda geti komið sem allra fyrst. Engin lúsaT^raldur MBL. sneri sér til heilbrigffis- yfirvalda Reykjavíkurborgar til þess aff fregna af lúsafaraldri, sem orffrómnr hefur veriff á kreiki um aff gengi í Reykjavík, og fékk þær upplýsingar aff ekki væri um neinn faraldur aff ræffa. Vart hefði orðið innan við tíu lúsatilfella í þremur barnaskól- um í Reykjavík og hafa börnin þegar verið hreinsuð. Talið er að lús hafi verið útrýmt í Reykja- vík, enda ber varla við að hár- skerar tilkynni lúsablesa meðal viðskiptavina sinna, en þeim ber skylda til þessa. Hádegisverður með Fulbright Norrænt leiksijórn- mót holdið hér í sumnr FuSb^ghthjónin koma í dag J. WILLIAM FULBRIGHT, öld- ungadeildarþingmaffur, og kona hans, koma til Keflavikurflug- vallar kl. 9.30 árdeHs í dag, en þeim var boffiff til íslands til aff vera viðstödd hátiffahöld vegna 10 ára afmælis Fulbright-stofn- unarinnar hér á landi. Á móti þeim hjónum taka K. Penfield, sendiherra Banda- ríkjanna, og kona hans, og for- maður stjórnar Fulbright-stofn- unarinnar á íslandi, frú Winston Hannesson. Fulbright, sem er förmaður ut- anríkrsmálanefndar öldungadeild arinnar, mun heimsækja þá Bjarna Benediktsson, forsætis- ráðherra og Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra, í Stjórnarráðinu kl. 2.30 síðdegis. Kl. 4 síðdegis mun öldunga- deildarþingmaðurinn eiga fund með blaðamönnum í kennara- stofu háskólans og kl. 5.15 mun afmælis stofnunarinnar sem við hann er kennd, minnzt í hátíða- sal háskólans. Þar munu tala þeir Fulbright, James K. Pen- field og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, svo og Ár- mann Snævarr, háskólarektor. Kl. 8 síðdegis mun ríkisstjórn- in halda þeim hjónum veizlu. Fulbright-hjónin halda heim- leiðis kl. 5 síðdegis á fimmtudag, en þá um morguninn munu þau skoða sig um í Reykjavík og snæða hádegisverð að, Hótel Sögu í boði Íslenzk-ameríska félagsins. Frd Búnaðarþlngi Á FUNDI Búnaðarþings í gær- morgun voru kosnir varaforset- ar þingsins og ritarar. Eru það þeir sömu og áður; Pétur Ott- esen fyrri varaforseti og Gunn- ar Þórðarson annar varaforseti. Skrifarar: Sveinn á Egilsstöð- um og Benedikt á Kirkjubóli. Þá voru kosnar fastanefndir þingsins 15 að tölu. Þessi erindi voru lögð fram á þinginu: 1. Fjárhagséætlun Búnaðarfé- lags íslands fyrir árið 1967. 2. Frumvarp til laga um vinnuaðstoð til bænda í við- lögum. Lagt fyrir af stjórn Bún aðarfélags íslands. 3. Erindi Mjólkursamsölunnar um styrk til rannsóknar á júg- urbólgu í kúm. 4. Frumvarp til laga um breyting á lögum um lax- og silungsveiði. Sent af landbúnað- arneínd n.d. Alþingis. 5. Erindi Búnaðarsambandsins Austurlands um ferðakostnað dýralækna. 6. Erindi Búnaðarsambands Dalamanna um áburðarmál. 7. Frnmvarp til laga um breyt ing á umferðarlögunum. Sent af allsherjarnefnd n.d. Alþingis. 8. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um jarða- kaup ríkisins o.fl. Sent af fjár- veitinganefnd Alþingis. Skrifstofustjóri Búnaðarþings er Ásgeir L. Jónsson, en því starfi hefur hann gegnt í 15 ár. Fundarskrifari er Ragnar Ás- geirsson eins og áður. Ásgeir L. Jónsson að störfum á Búnaffarþingi. 11. tónleikar Sin- fóníusveitar Norrænt námskeið fyrir unga leikstjóra, hið svokallaða Vasa-seminarium, verður haldið í Reykjavík dagana 25. maí til 2. júní í ár. Þetta er í fyrsta sinn að námskeið þetta er haldið á íslandi, en áður hefur það verið haldið á öll- um hinum Norðurlöndunum, fyrst I Vasa í Finnlandi, þá í Lundi, Odense og í fyrra í Osló. Um 40 leikstjórar frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í þessu námskeiði, þar sem verða fyrirlestrar, umræður og vinnu æfingar og í þetta sinn fjallað um nútímavinnuaðferðir leik- stjóra og leikara. Meðal kunnra leikhúsmanna, sem búizt er við, að taki þátt- í umræðum og haldi fyrirlestra eru ítalski leikstjórinn, leikarinn og leik- ritahöfundurinn Dario Fo, brezki leikstjórinn Joan Little- wood og franski leikstjórinn Roger Planchon. Útlendu þátttakendurnir búa á Hotel Holt, en megnið af námskeiðinu fer fram í Lindar- bæ. í undirbúningsnefnd af fs- lands hálfu eru leikstjórarnir Baldvin Halldórsson, Benedikt Árnason, Gísli Alfreðsson, Helgi Skúlason og Sveinn Ein- arsson. 1 Umsóknir af íslands hálfu skulu stílaðar til fulltrúa ís- land í Vasanefndinni — Guð- laugs Rósinkranz Þjóðleikhús- stjóra fyrir marzlok. Roger Planclion HÁDEGISVERÐUR íslenzk-am- erískafélagsins og Fulbright stofnunarinnar til heiðurs J. W. manni og konu hans, verður í Súlnasal Hótel Sögu kl. 12.15, fimmtudag. Öllum er heimil þátt taka á meðan húsrúm leyfir, en tilkynna ber þátttöku í síma 23490 fyrir kl. 5 í dag (mið- vikudag). Frá Íslenzk-amerískaifélaginu. Týr-ICopavogi HALDINN verður fundur í stjórnmálanámsikeiði Týs, félags ungra Sjálfstæiðsmanna í kvöld. Fundurinn hefst kl. 20.30 í Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi og hef- ur Birgir ísl, Gunnarsson, hdl. framsögu. Félagar eru hvattir til að fjölmenna — Stjórnin. Harnarfjörður AÐALFUNDUR félagsins verður í kvöld. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa mun Pétur Bene- diktsson, bankastjóri, 2. fram- bjóðandi flokksins í Reykjanes- kjördæmi, ræða stjórnmálavið- horfið. Allt Sjálfstæðisfólk, kon- ur og karlar, er hvatt til þess að fjölme.nna á fundinn og taka með sér gestL 11. TÓNLEIKAR Sinfóníulhljóm- sveitar fslands, í HáskólabíóL verða annað kvöld, 23. febr. kl. 20.30. Gestur Sinfóníuhljómsveitar- innar verður austurríski píanó- leikarinn Jörg Demus. Ekki er ástæða til að kynna Demus nú sérstaklega, svo eftirminnilega, sem hann lék hér bæði með Sin- fóníuhljómsveitinni og á tón- leikum Tónlistarfélagsins fyrir tveimur árum. Beztu meðmælin er sú almenna hylli sem hann nvtur í tónleikasölum um viða J. Demus veröld og hinar eftirsóttu hljóm- plötur, __ sem hann hefur leikið inn á. Á fimmtudagskvöldið leik- ur ’hann annan píanókonsert Brahms, voldugasta pianókonsert sögunnar. Hitt verkið á efnis- Bohdan Wodiczko fantastique" eftir Berlioz. r ,jórn andi verður Bdhdan Wodiczko, en hann mun nú hverfa frá stjórnpalli hér um stund vegna utanfarar. (Frá Sinfóníuhljómsveitinni) f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.