Morgunblaðið - 22.02.1967, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1967.
BÍLALEIGAN
FERÐ
SfAff 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
MAGIMÚSAR
SKIPHOLTI 21 SÍMAR2U90
eftir lokun simi 40381
rn-OsiH11-44-44
\mium
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigan
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifaiið í leigugjaldi.
Sími 14970
BILALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
f ,■ -~*0UA ir/SA M
IfeuLtyœt?
RAUOARARSTlG 31 SlMI 22022
BÍLALEIGAN
EKILL sf.
Kópavogi.
Sími 40145
^ÞRBSTUR^-
22-1-75
BíLALEIGAN
GREIÐI
Lækjarkinn 6 — Hafnarfirði.
Sími 51056.
Þorsteinn Júlíusson
héraðsdómslögmaður
Laugav 22 (inng. Klapparstig)
Sími 14045 - Viðtalstími 2—5.
Mál málanna
Og enn skrifar öldruð
kona um kirkjumálin:
„Ég þakka útvarpinu fyrir
fræðandi erindi, spurningar-
þætti og annað mælt mál, sem
gagn er að. Svo kom sjónvarp-
íð með samtalsþátt um hugsan-
legar breytingar kirkjusiða við
messur. er ekki nema gott að
prestar vandi sem bezt þann
hluta kirkjunnar, sem þeir hafa
í höndum sér. Þetta er mál,
sem öllum kemur við.
Hver hálærður höfðingi og
fáfróður smælingi veit það, að
kristindómar hvers eins og
kjarni kirkjunnar er náðargjöf
frá Guði. Það er sú heilaga
perla, sem dregur að sér og
vinnur sitt verk í veikleika
mannanna, hvort sem þeir
veita því athygli eða ekki.
Prestar hafa þau dýrmætu rétt
indi, að þeim er trúað fyrir
Guðs orði, dyggð í sínu kirkju-
starfi og réttri kenningu. Svo
sagði einn þeirra forðum: „Ber
honum sízt, þess bið ég víst,
beizkan drykk hræsnis anda.
— Orðin hans hrein í allri
grein, fyrir utan mein, óbrjál-
uð láttu standa." H.P.
En Hallgrímur sagði líka:
„Reis þú við reyrinn brotna,
og rétt mér þína hönd“! Hann
vissi, að þar er aðeins Guð,
sem getur hreinsað sín musteri,
varðveitt þau frá hismi jarðn-
eskra viðbragða og gefið sín-
um lýð rétt úrræði. f bæna-
húsi Guðs er öll staða- og
mannadýrkun þýðingarlaus og
hættuleg. Enginn ætti heldur
að fara í kirkju til að sjá eða
hlusta á einhverja nýjung
sinna smekksatriða. Það er ein
afleit snara vors eðlis að hneigj
ast um of að öllum hégóma
ytri athafna og útlits. En ef
fólkið léti sér lengi nægja slíkt
til lífs, myndi. kirkjan okkar
'hrynja og annar andi taka þar
við.
Og nú skulum við athuga
sambýlið á því hættusvæði,
sem menn fara oft inn á, þeg-
ar þeir hverfa frá réttum á-
trúnaði. Hér starfa þrjár eða
fjórar kirkjudeildir — fyrir ut
an alla sértrúarflokkanna, og
óðum eykst sú hætta, að fólki
finnst það ekki endilega þurfa
á Guði að halda. Það treystir
bara á almætti ættingja sinna
og vina — að eftir dauða þeirra
hafi þeim aukizt svo afl á
himni og jörðu, að nú sé ekk-
ert hætt við því, að þeir sleppi
hendi sinni af þeim ættingj-
um sínum hér. Auðvitað er
þetta hálmstrá líflaust, en fell
ur þó í frjóa jörð annarra ó-
vita, sem einnig reyna að for
svara sína trú — sem hljóti
að vera hin eina rétta. Og allt
í lagi, því að hér er trúfrelsi
takmarkalaust.
Og svo er það okkar lélega
löggæzla. Engin lög hreyfa við
því ofdrykkjusvalli, sem nú er
orðin föst venja ög upphaf
flestra afbrota. Ríkið lætur
eina sína aðalverzlun ala of-
drykkjumenn á eitri — fyrir
peninga. Ánægjulega margar
milljónir hvert ár. En allan
kostnað, sem af þessu hlýzt,
eiga heiðarlegir menn að borga.
Svo bölva allir og segja: „Hér
er illu til sáð og mun illt af
hljótast", eíns og segir í forn-
sögum. Það er víst, að oft fara
vinnulaun fátækra manna fyrir
vin, þótt þeir viti, að heima
bíða hungruð börn og heilsu-
laus kona. Hvað svo um heim-
ilið? Ja, bærinn verður að sjá
um það.
Um 47 ára bil hef ég gripið
inn í störf ýmislegra bág-
staddra heimila og hvergi séð
jafnaugljósa eymd sem hjá
drykkjusjúku fólki. Þar er allt
heimilið meira og minna van-
sælt og vitskert. Þar eru venju
lega mörg börn, sem eiga al-
varlega bágt, og verða oft ann
að hvort örkumla vesalingar
eða óviðráðanleg. Æða svo út
á hin breiðu stræti afglapanna,
og hugsanavillur þeirra brjót-
ast út.
Þarna er hið argasta undur
áfengishættunnar, sem verður
framtíð allra þjóða hættuleg,
að unglingar skuli sækja 1 vín
og hneigjast svo ört til afbrota,
sjálfum sér og öðrum til tjóns.
Oft heyrast þær mannverur
öskra orð á þessa leið. „Ekki
hirða nú prestarnir mikið um
vein og vandamál þeirra þús-
unda, sem álpast í myrkrinu
fram af björgum og vita svo
ekkert hvað muni taka við eft-
ir dauðann. Hver á að svara
þv? Ekki hafa prestarnir nein
önnur rök en Biblíuna, eins og
frá sjálfum sér meira en þeir
aðrir menn, og mega þeir segja
vita um eilífðarmál Guðs. Þann
ig verða svo mörg vafamál við-
skipta okkar mannanna. En
enginn getur sagt, að Guð hafi
tekið anda sinn frá þessum
fallna hnetti né skilið okkur
munaðarlaus eftir. Landið okk
ar varðveitir Guð frá hernaði,
harðstjórn og hallæri. Hér eru
engin hættuleg dýr né plágur.
Og enn heyra menn heilögu
röddina: „Fylg þú mér! og fá
þann frið, sem trúin veitir.
Lengi hef ég umgengizt eitt
heimili hér, sem einkennist af
trú og siðgærði. Húsbóndinn
þar, Jón Betúelsson, var fátæk-
ur alþýðumaður, hafði ekki not
ið neinna skóla, en kunni Bibl
íuna frá barnæsku og bað Guð
um alla hjálp til að hlýða
henni. Þess vegna var hann
sönn fyrirmynd í allri hegðun
og góðvild til allra manna.
Þannig lifði hann og dó. En
minningin um þann góða mann
lifir, Guði til dýrðar og þakk-
lætis.
Einu sinni var fólk að sam-
ræðum við séra Bjarna vígslu-
biskup um það, hvað hann yrði
heppinn að hitta hinu megin
allt það fólk, sem hann hafði
skírt, fermt, gift og jarðað. Þá
sagði séra Bjarni: „Mér er það
mest áð hitta Drottin minn og
frelsara. Á hans vegum verður
öll min sæla og framtíð." Sæl-
ir eru þeir, sem deyja í Drottni!
Að lokum vil ég svo segja
þetta: Guði sé löf fyrir svar
séra Bjarna og fyrir alla þá
kristna trú, sem til er enn á
jörðu vorri.
Kristín Sigfúsdóttir.
frá Syðri Völlum.
Mörg fleiri bréf hafa borizt
um kirkju og kristni, en því
miður vilja fæstir bréfritara
láta birta bréf sín undir fullu
nafni. Þar eð þetta málefni hef
ur verið á dagskrá hér í dálk-
unum um nokkurra vikna
skeið teljum við að tími sé kom
inn til þess að skipta um um- '
ræðuefni munum við ekki
birta fleiri bréf að sinni um
þetta efni. Vonum við að höf-
undar þeirra bréfa, sem enn
eru óbirt, skilji þessa afstöðu.
Vonandi lætur þeim jafnvel að
skrifa um önnur málefni, sem
komast á dagskrá.
Ráðhús borgarinn-
ar
Lesandi skrifar:
„Og enn er ráðhús Tjarnar-
innar komið á dagskrá. Ég hélt
satt að segja, að sú vitleysa
væri sofnuð fyrir fullt og allt.
Það verður óskemmtilegt í
gamla miðbænum, þegar búið
er að taka fyrir allt útsýni til
suðurs — og sólskin vetrarins
— með þessu húsbákni, sem
rísa skal fyrir mestöllum norð-
urenda Tjarnarinnar.
Ég hef oft séð menn standa
við Tjörnina og njóta þess dýrð
lega útsýnis til suðurfjallanna
yfir Tjörnina og eins njóta alls
þess fuglalífs, sem þar er. Ekki
verður heldur með réttu hægt
að kalla miðbæinn gamla bæ-
inn, þegar búið er að rífa flest
öll þesrsi fallegu hús, sem hafa
prýtt hann, og reisa svo stór-
hýsi í nútímastíl í staðinn.
Ég held þessi fallegu gömlu
hús, eins og Iðnó og gamli
Iðnskólinn, ættu áfram að setja
svip á gamla bæinn. Aftur á
móti á að byggja þessi nýju
stórhýsi í þessum svokallaða
nýja miðbæ, sem verður þó
seint miðbær Reykjavíkur.
Mér sýndist strax, þegar öll
borgarstjórn Reykjavikur gat
orðið sammála um að byggja
ráðhús í Tjörninni, að þetta
hlyti að vera eitthvert óhappa-
verk, enda líklega einsdæmi,
að allir borgarfulltrúar væru
samdóma um jafnmikið stór-
mál.
Ég held, að borgarstjórn og
aðrir ráðamenn borgarinnar
ættu að athuga málið betur,
áður en byrjað verður að leita
að föstum botni Tjarnarinnar.
J. o.“
Klakahlaup í melum
á Hölðaströnd
UNDANFARNA daga hefur ver-
ið eins og sumartíð og jafnvel
klakahlaup í melum. 1 dag hefur
þó heldur syrt í álinn, en þó er
sæmilegt veður. Báturinn Frosti
sem strandaði á Innstalands-
skerjum var tekinn í slipp á
Akureyri og reyndist sama og
ekkert skemmdur. Er hann nú
byrjaður aftur á róðrum, en
fiskur er tregur.
Fyrra laugardag var haldið hér
fjölmennt þorrablót og nú síð-
asta laugardag var haldið upp
á 30 ára afmæli Verkakvenna-
félagsirvs Bárunnar á HofsósL Var
þetta f jölmenn skemmtun og
mjög vel heppnuð. 14 fyrstu ár
félagsins var formaður þess
Láney Kristinsdóttir nú búsett í
Hveragerði. Núverandi formað-
ur er Guðbjörg Guðnadóttir
Hofsósi. Félagið hefur auk kjara-
mála unnið að ýmis konar frám-
faramálum á Hófsósi, svo sem að
kirkjúbyggingu og skreytihgu
hennar.
Töluvert hefur verið um
krankleika í fólki, fyrst hlaupa-
bóla og síðan mislingar nú. Hef-
ur því læknirinn mikið að gera.
- I.O.G.T. -
Stúkurnar Víkingur, Andvari
og Dröfn, efna til skemmti-
fundar í Góðtemplarahúsinu
annað kvöld, fimmtudaginn
23. febr. kl. 8,30.
Fundarefni:
Erindi: séra Sigurður Haukur
Guðjónsson Litskuggamynda-
sýning: Njáll Þórarinsson sýn
ir litmyndir úr ferðlagi templ
ara á Hástúkuþingið í Sviss
sl. sumar, auk mynda af
heimsþekktum stöðum víða
um Evrópu. Tríó syngur við
gítarundirleik. Kaffi eftir
fund. Allir velkomnir.
Samstarfsnefndin.
I.O.G.T.
Stúkan Einingin no. 14. fellir
niður fund í kvöld. Félagar
eru beðnir að mæta á sameig-
inlegum fundum stúknanna í
G.T.-húsinu annað kvöld kl.
8,30.
Til sölu í Hraunbæ
5 herbergja íbúð, sem selst tilbúin undir tréverk og
málningu. Aðeins 6 íbúðir í stigahúsinu. Húsið er
þegar pússað og málað að utan, með tvöföldu verk-
smiðjugleri, og verður ibúðin tilbúin til afhendingar
15. marz n.k. — Upplýsingar gefur
Þorvaldur Lúðsvíksson, hrl.
Skólavörðustíg 30 — Símar 14600 og 16990.
2 JA-4RA HERB. ÍBÚÐ ÓSKAST
STRAX
EINHVER FYRIRFRAMGREIÐSLA
UPPLÝSINGAR í SÍMA 22805
7) ^
\ éiZi