Morgunblaðið - 22.02.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967,
5
Æskufólk fær aögang að tveim
samkomusölum í Templarahöllinni
BLAÐAMAÐUR við Mbl. skoð-
aði nýlega húseign Góðtemplara-
reglunnar, sem verið er að
hyg'g.ia á Skólavörðuholtinu á
horni Eiríksgötu og Baróns-
stígs. Hófust byggingar-
framkvæmdir í ársbyrjun
1963 og er unnið að því
að húsið verði fullgert á hausti
komanda. Mun æskufólk Reykja
víkur ásamt Góðtemplararegl-
unni hafa þar aðgang að tveim
ÚR
CLLUM
ÁTTUM
komusölum, en Góðtemplara-
reglan mun reka skemmtanir fyr
ir æskufólkið í samráði við
Æskulýðsráð Reykjaívikur. í
byggingunni hittum við fyrir
Svein Helgason, stórkaupm. sem
etr einn af Stjórnarmeðlimum
Templarahallarinnar. Hann sýndi
okkur húsið sem er þrjár
hæðir ásamt kjallara. Er það
mjög nýtízkuleg og falleg bygg-
ing.
í kjallar hússins, sem er um
520 ferm. verður samkomusalur
um 200 ferm. að stærð, stórt eld-
húsi, sem er fyrir allt húsið
(gengur lyfta frá því á efri hæð-
irnar), tvö snyrtiherbergi, mið-
stöðvarherbergi, herbergi fyrir
loftræstingartæki, sem eiga að
vera mjög fullkomin og skapa
mátulegt hita- og rakastig í söl-
um hússins. Þá eru þar einnig
tvö minni herbergi. — Á fyrstu
hæð hússins sem er um 420 ferm.
verður glæsilegur samkomusalur
með gluggum á þrjá vegu, suður,
norður og austur, og parketgólfi.
Þá verða þar tvö snyrtiherbergi,
fatageymsla og skrifstofurher-
bergi. Önnur hæð, sem er um
400 ferm., verður eingöngu til
afnota fyrir Góðtemplararegluna.
Þar verður fundarsalur, kaffi-
stofa, minni fundarherbergi og
skrifstofa Stórstúkunnar auk
tveggja snyrtiherbergja. Þriðja
hæð, sem einnig er um 400 ferm.
var fullgerð í júní sl. Er hún
mjög smekklega innréttuð sem
skrifstofuhæð og er nú leigð
Hagtryggingu H/F og Félagi ísl.
bifreiðaeigenda til 5 ára. Gat
Sveinn þess að hæðin væri leigð
nú til að létta undir reksturs-
kostnaði hússins.
Gengið verður inn í bygging-
una frá Eiríksgötu og komið inn
í fallega og bjarta forstofu. Létt-
byggður breiður stigi úr óeldfim
um harðvið, nær frá kjallaran-
um og upp á 3. hæð. — Verður
húsið allt olíukynt.
Sveinn veitti góðfúslega upp-
lýsingar um bygginguna og þá
starfsemi sem enn er vitað til að
rekin verður í húsinu. Fara hér
á eftir svör hans við spurning-
um blaðamanns.
— Um áramótin 1962—63 fóru
fram samningar við Borgarstjórn
um að Borgarstjórn keypti Frí-
kirkjuveg 11 af Góðtemplara-
reglunni og í ársbyrjun 1963 hóf-
um við byggingarframkvæmdir
á lóð þeirri er Borgarstjórn
Reykjavíkur hafði úthlutað Góð-
templarareglunni á Skólavörðu-
holti á horni Eiríksgötu og
Barónstígs. Hafa byggingafram-
kvæmdir staðið yfir svo til lát-
laust síðan eftir því sem pen-
ingar hafa verið til. Hefur þar
fyrst og fremst verið um að ræða
söluverð á eigninni við Frí-
kirkjuveg 11 ásamt byggingar-
sjóði, sem Góðtemplarareglan
átti. Ennfremur lán, sem húsráð-
ið hefur útvegað og nokkur
hundruð þúsund frá stúkum,
stúkuf élögum og vinveittum aðil-
um utan reglunnar í formi svo
kallaðra gjafabréfa, sem eru
undanþegin skatti. Stendur sú
söfnun ennþá yfir og er tækifæri
fyrir þá, sem vilja styðja og efla
bindindisstarfsemi að kaupa
þessi gjafabréf. Eru þau seld
m. a. á skrifstofu Stórstúku ís-
lands í Lækjargötu 10 a. Þá hefur
Borgarstjórn Reykjavíkur þegar
styrkt okkur með 200 þús. kr.
á ári sl. þrjú ár og Alþingi með
400 þús. kr. á ári tvö síðastliðin
ár.
— Áður en gengið var frá sið-
ustu fjárlögum ríkis og Reykja-
víkurborgar hafði húsráð Templ-
arahallarinnar átt mörg viðtöl
við borgarstjóra í sambandi við
fjárútvegun til byggingarinnar
og hafði hann alltaf tekið okkur
vel og viljað aðstoða okkur.
Stakk hann upp á að hann
og húsráð Templarahallarinnar
hefði samband við dómsmála-
ráðherra og fjármálaráðherra til
að athuga möguleika á því að Al-
þingi og Reykjavíkurborg hækk-
uðu byggingarstyrki hússins,
Reykjavíkurborg úr 200 þús. kr.
í 500 þús. kr. næstu 3 ár, Al-
þingi úr 400 þús. í eina milljón
í þrjú ár. Þannig að möguleikar
væru á því að koma byggingunni
í notkun á hausti komanda.
— Þaá hefur alltaf verið til
umræðu að í húsinu yrðu tveir
glæsilegir samkomusalir, sem
æskufólk þessarar borgar hefði
aðgang að ásamt Góðtemplara-
reglunni, enda mun hún reka
þarna áfengislausar skemmtanir
í samráði við Æskulýðsráð
Reykjavíkur. Ráðherrarnir tóku
málaleituninni vel og fengu Al-
þingi til að hækka styrkinn í
eina milljón. Ennfremur fékk
Borgarstjóri Borgarstjórn til að
hækka styrkinn í 500 þús. krón-
ur.
— Ég er ekki í nokkrum vafa
um það að ungt fólk getur
skemmt sér vel án áfengis sér-
staklega ef því eru sköpuð góð
Sveinn Helgason, storkaupmaður, einn af stjómarmeðlimum
Templarahallarinnar.
ý ' ■■
- •.;
k ' • ý
;
mmm
TemplarahöUin á Skólavörðuholtinu.
f Templarahöllinni er léttbyg gður breiður stigi af nýjustu
gerð. Er hann úr óeldfimum harðvið.
skilyrði. Góðtmplarareglan með
sitt litla húsnæði í Templara-
sundi hefur ekki getað nema
mjög takmarkað laðað unga fólk
ið til sín — að miklu leyti vegna
þess að húsakynni hennar hafa
ekki staðizt samkeppni við full-
komna skemmtistaði hér í borg-
inni, — og trúi ég því ekki að
æskan vilji helzt skemmta sér
þar, sem áfengi er haft um hönd.
Ég hef oft mætt á skemmtanir
hjá Ungtemplarafélaginu Hrönn
og séð hvernig unga fólkið þar
hefur skemmt sér vel og byggt
upp sin eigin skemmtiatriði,
frumleg og skemmtileg. ;— Ég tel
það hafa verið hamingjuspor,
þegar ég gerðist bindindismaður
fyrir 40 árum.
Postulínsveggflísar
Ensku postulínsflísarnar komnar aftur.
Stærð: 7%xl5 og 15x15 cm. — Gott verð.
LITAVER
Grensásvegi 22 og 24.
.- -.........................
Nauðungaruppboð
Velskipið Dalaröst NK-25, eign Meitilsins h.f., Þor-
lákshöfn verður að kröfu Fiskveiðasjóðs íslands og
Lúðvíks Gizurarsonar, hrl., selt á nauðungarupp-
boði, sem haldið verður í skrifstofu minni, Mið-
stræti 18 Neskaupstað, þriðjudaginn 28. febrúar
1967 kl. 14.
Uppboð þetta var auglýst í 57., 58. og ’9. tbl.
Lögbirtingablaðsins 1966.
Borgarfógetinn í Neskaupstað.
Farfuglar
Árshátíð félagsins verður í Lindarbæ föstudaginn
24. febrúar og hefst kl. 8,30.
Aðgöngumiðar fást í verzluninni Húsið, Klapparstíg. ■
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
STJÓRNIN.
Bezt ú ðuglysa í Morgunblaðinu