Morgunblaðið - 22.02.1967, Qupperneq 11
MOTtélTWRKÁÐTÐ. MtÖMlKUDAOtíR 22.'ÖEBKOAR 1967.
11
Viifangsefnin skortir hvergi
— ef maður fæst við að mála
— segir nýkomna aðmaráBsfrúin, Frances Stone
SUMAR konur, sem eru í
þeirri aðstöðu að þurfa sífellt
að vera að flytja sig um set
og koma sér fyrir í nýju um-
hverfl, hafa lag á að flvtja
með sér heimili sín. Þær
setja sjálfar sinn eiginn blæ
á umhverfið. Þegar sótt er
heim frú Frances Stone,
kona hins nýja aðmíráls á
Keflavíkurflugvelli, sést á
augabragði að þetta á við um
hana. Hún hefur flutt inn í
bústað, sem er fullbúinn hús-
gögnum. Hver tekur þar við
af öðrum og dvelur skamm-
an tíma. Fyrirrennari hennar,
frú Laura Waymouth, setti á
þessar stofur sinn létta
franska svip. Nú má sjá að
kominn er húsráðandi með
listaáhuga og listasmekk.
Enda er Francis Stone list-
málari.
Yfir sófanum hefur verið
komið fyrir margvíslegum
myndum og hlutum, gömlum
og nýjum. Þar er t d. mynd
frá Thailandi, tvær gamlar
teikningar frá 1825, eftirprent
un af málverki E1 Greco frá
Spáni, nútíma gleruppstilling
frá San Fransisco og tvær
englamyndir, svo eitthvað sé
nefnt. Þessu ægir ekki sam-
an, heldur mynda allir þessir
sundurleitu hlutir eina heild.
Allt er á sínum stað og gæti
ekki verið annars staðar. Frú
Stone kveðst lika hafa eytt
allri helginni áður í að raða
saman á gólfinu þessari sam-
steypu listaverka, áður en
afrið var að hengja þau upp.
Slík uppstilling kallast á er-
lendum málum „montage" og
þarf góðan smekk til, ef vel
á að fara. Þetta er fyrsta
verk frúarinnar á hverjum
stað, sem hún flytur til,
og aldrei verður þilið hennar
eins, þó prýtt sé með sömu
hlutum. Núna féll hún I þá
freistni að færa til mynd um
leið og hlutirnir voru færðir
upp á vegginn, og það reynd-
ust auðvitað mistök, segir
hún.
Aður en frúin tók að koma
fyrir hlutum sínum í stofunni,
valdi hún sér að vinnustofu
eldhús, sem vel mátti missa,
þar sem tveimur íbúðarhús-
um hefur verið steypt saman
fyrir bústað aðmirálsins, sem
gjarnan er ætlað að hýsa
gesti. 1 þessu aukaeldhúsi eru
að vísu isskápar, sem sótt eru
í matföng, en að öðru leyti
hefur frúin frjálsar hendur.
Hún hefur sett upp málara-
grind á miðíu gólfi, gert körfu
undan vínflöskum, að pensla-
grind og teborð á hjólum ber
það sem hún þarf á að balda
við verkið. — Þetta er bezta
vinnustofa, segir frúin, því
ég hefi alla þessa skápa
til að geyma i málningardótið
og góða aðstöðu til að hreinsa
penslana í vaskinum. En mesti
kosturinn er þó að í þessu
eldhúsi er bezta birtan í hús-
inu. Waymouth aðmíráll benti
mér strax á það, þegar við
komum, og hann hafði rétt
fyrir sér. Ég hlakka reglu-
lega til að fara að vinna hér.
En það vill dragast að kom-
ast í gang, alltaf virðist nóg
annað að gera. Auk þess þarf
ég að finna í Reykjavík góða
verzlun, sem hefur efni fyrir
listamenn. Mig langar til að
reyna ýmislegt nýtt, bæði
hvað snertir efni til að mála
á og með. Og frúin sýnir
okkur svolítinn rekaviðarbút,
sem hún hefur fundið og mál-
að á „íkon“, og kveðst hafa
heyrt að fjaran við Kefla-
vík sé hreinasta gullnáma
hvað slíkt snertir. Og hún hef
ur hirt hraunmola, sem henni
þótti fallegur.
— Þó maður verði aldrei
mikill listamaður, þá lærir
maður á því að fást við list-
sköpun að meta og hafa auga
fyrir fjölda fagurra smáhluta,
sem aðrir veita ekki athygli,
segir frúin. Það er d ýrmætt
þegar flækst er stað úr stað
að hafa sín eigin viðfangsefni.
Og þá er gott að mála. Það
er engin hætta á að mann
skorti áhugamál, hvar sem er.
Maður rissar, les sér til um
listir og málar svo reglulega,
ef hægt er. Þó hefi ég alltaf
verið að pakka niður og taka
upp að undanförnu, finnst
mér. En þá fer maður bara
að skoða annarra verk og nýt
ur þess, kaupir listaverka-
bækur og les sér til í lista-
sögu. Maður lærir af því að
skoða og ég hefi haft góð tæki
færi til þess. En ef ég dvelzt
einhvem tíma á sama staðn-
um, reyni ég að komast í ein-
hvers konar nám. Maður lærir
alltaf eitthvað nýtt hjá hverj-
um kénnara. Ég vár að vona
að ég gæti kannski lært högg-
myndalist meðan ég er hér.
Ef ekki, þá held ég bara áfram
að mála mín eigin verk og
vinna úr áhrifum, sem ég hefi
orðið fyrir. Maður þarf alltaf
einhvern tíma til að jafna sig
og finna sína eigin línu.
Við spyrjum frúna hvort
hún hafi málað lengi. Hún
kveðst hafa haft áhuga frá
því strax eftir að hún lauk
menntaskólanum. Þá vann
hún við teikningar fyrir arki-
tekta. — En þegar við bjugg-
margar aðferðirnar til að ná
fram áhrifum. Einu sinni mál
aði ég mikið geometrískt, en
nú reyni ég meira að hafa
einhverja hluti, þó myndin sé
að mestu abstrakt, segir hún.
Og frúin kveðst vera með-
limur í listafélögum eða lista-
mannasamtökum, eins og
mjög tíðkast meðal lista-
manna í Bandaríkjunum, sem
gjarnan mynda hópa, er hafa
reglubundnar sýningar sam-
an. Ég er t. d. í Art League
of North Virginia og Long
Beach Art Association, segir
hún. Við í fyrrnefndu sam-
Frú Stone hefur komið sér upp vinnustofu í eldhúsi.
um I Newport á Rhode Is-
land, hafði ég nægan tíma,
þvi drengirnir tveir voru í
skóla allan daginn og maður-
inn í burtu. Þá byrjaði ég að
læra að mála. Og meðan við
bjuggum í Washington var ég
svo heppin að komast til
beztu andlitsmálara á Aust-
ur ströndinni, þeirra Elaine
Hartly og Jerry Farnsworth.
Þá fékk ég fjögurra ára sam-
fellt nám. Og einnig gat ég
verið við nám í Corcoran Art
Gallery í Washington.
Aðspurð kveðst frú Francis
Stone mest fást við klippi-
myndir, olíumyndir og vatns-
litamyndir. — Annars eru svo
?
löndum, Grikklandi, Tyrk-
landi og lengi voru þau í Kali
forníu og Florida, þaðan sem
frúin er upprunnin og þar
sem þau eiga sér sitt hús ná-
lægt Jacksonville. — Nei, ég
kviði því samt ekki að koma
í, kaldara loftlag, svarar hún
spurningu okkar. Ég vissi
töluvert um hverju við væri
að búast áður en við komum.
Ég hafði lesið um landið, að
um það léki Golfstraumur-
inn og að hafnir frysu aldrei,
svo að ég var ekki hrædd við
ku’Hann. Og ég beld að það
verði hreint ævintýri að kynn
ast þessu landi. Ég var búin
að skoða myndir héðan og
hugsaði með mér, að gaman
yrði að mála hraunmyndanir
í þessari tæru birtu. Ég vissi
að þið eigið gamla skáldskap-
arhefð, en nýja myndlist. Og
ég er að lesa bók um gömlu
þjóðtrúna.
tökunum höfum eigin „gall-
erí“. Svo erum við beðin um
að hengja upp sýningar í ýms
um opinberum byggingum, í
veitingahúsum, bönkum og
víðar. Þannig nær maður til
stórs hóps af fólki með mynd-
ir sínar og þær finna leið til
kaupenda, sem lízt á þær. Og
í svona hópum hittir maður
fólk með sömu áhugamál, sem
hægt er að tala við um vanda
málin og listina.
Er við förum að spyrja hvar
þau hjónin hafi dvalið, kem-
ur í ljós að þau hafa nær
eingöngu verið í hlýjum lönd
um undanfarin ár, við Mið-
jarðarhafið, í Mið-Austur-
— Annars fékk ég nokkuð
hagnýta tilsögn í Washington
áður en ég kom, segir frúin
og hlær við. Ég hitti af til-
viljum tvær íslenzkar konur,
sem þar búa, og báðar hafa
fylgzt nokkuð með í listum
á fslandi, þar sem önnur er
systir Harðar Ágústssonar,
listmálara og hin á son,
Svavar Hansson, sem færst
við að mála. Þannig vildi til
að ég fór inn í eina af þess-
um stóru verzlunum, til að
kaupa mér fatnað fyrir ís-
landsferðina. Ég sagði a-
fgreiðslustúlku að ég væri að
fara til íslands og þá var strax
kallað á Hrefnu Frager. Og
dag nokkum þegar ég var
þarna stödd, kom önnur ís-
lenzk kona inn, Kristín að
nafni. Þær voru mjög
hiálplegar við mig og gáfu
mér ýms hagnýt ráð, svo
sem eins og að ekki
þýddi að kaupa regnhlíf á
Keflavíkurflugvelli, heldur
góðan höfuðklút vegna roks-
ins, stígvél væru nauðsynleg
o. s. frv.
— Eru drengirnir með
ykkur hér? Hvað eru þeir
gamlir?
— Þeir eru 15 og 17 ára
gamlir, 05 við tökum þá alltaf
með okkur. Þeir eru byrjaðir
i skólanum héma á flugvell-
inum, og þeim líkar mjög vel.
Meðan þeir eru í gaCTnfræða-
skóla, geta þeir gengið í skóla
hvar sem er. Hvað svo tekur
við, það sjáum við þegar þar
að kemur. Við gerum okkur
yfirleitt ekki mikla rellu
af hlutunum. Strákarnir
skemmta sér vel. Þeir eru
búnir að koma á hestbak, og
við hlökkum öll til að fara I
ferðalög um landið. Dagarnir
verða lengri og bjartari með
hverjum deginum sem líður,
svo þess er ekki langt að
bíða.
< >
< •
< <
Tryggið farítíma
Áætlunarflug Boeing 727 þotu Flugfélags
Islands hefst 1. júlí. Flugfélagið vill vekja
athygli væntanlegra viðskiptavina á, að
þeir geta tryggt sér far nú þegar með
Boeing 727 hjá Flugfélagi Islands ög
öllum IATA ferðaskrifstofum.
Boeing 727 mun halda uppi áætlunarflugi
á flugleiðum félagsins milli landa.
Aukinn hraði og þægindi.
Flugtími.
ReykjaVlk —Kaupmannahöfn 2 klst. 40 mín.
Reykjavík — London 2 klst. 30 mín.
Reykjavík —Oslo 2 klst. 10 mín.
Reykjavík-Glasgow 1 klst. 50 mín.
FLUGFÉLAC ÍSLANDS
MCJEJLAMJDAMFl
Áætlunarflug með
Boeing 727 hefst 1. júlí