Morgunblaðið - 22.02.1967, Page 16
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967.
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigur'ður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar^ og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
í lausasölu kr. á mánuði innanlands.
Áskriftargjald kr. lí>5.00 7.00 eintakið.
DUGANDI
BÆNDASTÉTT
¥ ræðu Ingólfs Jónssonar,
land'búnaðarráðherra, við
aetningu Búnaðarþings var á
mjög glöggan hátt gerð grein
fyrir ástandi og horfum í ís-
lenzkum landbúnaði. Ráð-
herrann ræddi framkvæmdir
í sveitum og ýmis mál er
varða landbúnaðinn mi'klu.
Er óhæfct að fullyrða að þessi
_ ræða landbúnaðarráðherra
hafi fyrst og fremst mótazt af
raunsæju mati og náinni
þekkingu á högum bænda og
afkomu landbúnaðarins. Það
mun nú almennt skoðun
bænda, að Ingólfur Jónsson
sé einihver farsælasti land-
búnaðarráðherra, sem stýrt
hefur þeim þýðingarmiklu
mál'um. Hann hefur allt frá
því að hann kom á þing beitt
sér fyrir fjölþættum umbót-
um í sveitum landsins. Sam-
vinna hans, sem landfoúnað-
arráð'herra við samtök land-
búnaðarins hefur einnig ver-
ið mjög heilladrjúg. Fyrir aðt
þetta nýtur Ingólfur Jónsson
almenns trausts fólks úr öl'l-
um flokkum í sveitum lands-
ins.
í ræðu sinni ræddi land-
búnaðarráðherra m.a. um
framleiðni og fjármunamynd
un í landbúnaðinum. Komst
hann þá m.a. að orði á þessa
leið:
„Enda þótt aðstaða sé mis-
jiöfn hjá ýmsum bændum,
verður þó að viðurkenna að
framleiðniaukning hefur orð-
ið geysilega hjá landbúnaðin-
um í heild. Framleiðsluaukn-
ingin síðari árin er mjög mik-
I vegna aukinnar framleiðni.
Fjármunamyndun í landbún-
aðinum hefur einnig orðið
geysim'ikil og stórstígar fram
farir átt sér stað. Fjármuna-
myndun í vélum og tækjum
landbúnaðarins hefur á ár-
unum 1962 til 1965 orðið
100% meiri heldur en hún
var á árunum 1956 til 1959.
Er þá reiknað með sam-
ræmdu verðlagi, bæði tíma-
biilin. Fjármunamyndun í
landbúnaðinum á árunum
1962 til 1965 hefur numið
1680 milljónum króna. Er það
vottur um hina geysilegu
framkvæmdir, sem orðið hafa
í öl'lum þáttum landbúnaðar-
ins.
Aukin lán úr stofnlána-
' deild landbúnaðarins hafa
m.a. gert framkvæmdirnar
möguilegar. Árið 1966 var ráð
stafað lánsfé úr stofnlána-
deildunum 154,1 milljón kr.
Er það lang hæsta fjárhæð,
sem veitt hefur verið á einu
á'ri úr þeirri stofnun.
Ræktun hefur stóraukizt
eins og kunnugt er, húsabygg
ingar, vélakaup og bústofns-
aukning vitnar um framfara-
hug og dugnað bændastéttar-
innar, sem verður henni til
mikillar sæmdar og þjóðar-
heiildinni til gagns og upp-
byggingar.“
Þessi ummæli Ingólfs Jóns-
sonar styðjast við fyTlstu rök.
Bændur hafa ekki látið sinn
hlut eftir liggja í þeírri miklu
uppbyggingu, sem átt hefur
sér stað í þjóðfólaginu á und-
anförnum árum. Þeir hafa
stórbætt jarðir sínar, aukið
ræktunina og byggt ný og
fuilkomin hús yfir menn og
skepnur.
Menn getur greint á um
stefnuna í landbúnaðarmál1-
um, eins og annað. Hitt get-
ur engum íslendingi dulizt að
brýna nauðsyn ber tid þess
að íslenzkur landbúnaður sé
vel rekinn og fjölbreyttur.
Hann þarf fyrst og fremst að
tryggja þjóðinni ' nægilegt
magn á hverjum tíma af holl-
um og nauðsynlegum mat-
vælum. Aðstaðan til útflutn-
ings landbúnaðarafurða er í
dag erfið. En fullkomnari bú-
skaparhættir og aukin tækni
geta skapað bætta aðstöðu í
þessum efnum, ef rétt er á
haldið, eins og Ingóifur Jóns-
son hefur þrásinnis bent á.
VELMEGUN
KOMMÚNISTUM
ÞYRNIR í AUGUM
lZammúnistar hafa enn ekki
sætt sig við þá staðreynd,
að lífskjarabylting hefur orð-
ið á íslandi í tíð núverandi
ríkisstjórnar og að velmegun
fólksins er slík, að það getur
leyft sér ýmislegt, sem áður
var á fárra færi, svo sem bíla
kaup, sjónvarpskaup, mynd-
arlegar húsbyggingar og
fleira-
Þessi öfund og i'lfeka komm
únista út í velmegun fólks-
ins kemur glögglega fram
'í sunnudagshugleiðingum
ikommúnfeitablaðsins síðastl.
sunnudag. Og af þeim er
ljóst, að fái kommúnfetar
tækifæri á ný til þess að hafa
áhrif á stjórn landsins, verð-
ur kjarninn í þeirri stefnu
sá, að fólkið hafi of mikla pen
inga mi'lili handanna til þess
að kaupa bíla, sjónvarpstæki,
'heimilistæki og önnur sjálf-
sögð lífsþægindi og þess
vegna beri að taka þetta fé
af fólkinu, ýmist með au'kn-
um sköttum eða öðrum þving
unarrráðstöfunnum. Þessi
hugsunarháttur skín greini-
t
X
*:•
Febrúaróeiröir stúdenta á Spáni
«
«
— og ástandið í verkalýðsmáium þar í landi
HÉR fer á eftir nokkuð stytt
samantekt út tveimur grein-
um eftir fréttaritara „Observ-
er“ á Spáni, annarri um
óeirðir þær er urðu í mánað-
arbyrjun með stúdentum og
lögrreg'lu, hinni um ástand og
horfur í verkalýðsmálum á
Spáni.
Miklar deilur eru nú á
Spáni innan iðnaðarins, meiri
en þar hafa orðið síðan borg-
arastyrjöldin geisaði og verka
menn um landið þvert og
endilangt rísa nú gegn vinnu-
veitendum sínum og mótmæla
ónógum vinnulaunum, hækk-
uðum framfærslukostnaði og
handtöku fjölda félaga þeirra.
Samstaða verkamanna £
deilum þessum hefur verið
áberandi og þá ekki síður
stuðningur stúdenta við mál-
stað verkamannanna. Að
miklu leyti má rekja hvort
tveggja til aukins málfrelsis
í landinu síðan þar komu til
framkvæmda í marzmánuði í
fyrrá ný lög um fréttadreif-
ingu og dagblaðaútgáfu, því
síðan hafa birzt í blöðum
langar og ýtarlegar frásagnir
af flestum þessum deilum
verkamanna við vinnuveitend
ur sína. Áður fyrr var oft-
ast hljótt um verkföll og önn-
ur tíðindi í verkalýðsmálum
og stundum liðu tvær vikur
áður en íbúar höfuðborgar-
innar fréttu af verkföllum í
Bilbao eða Oviedo.
Nú er þetta allt á annan
veg og t. d. bar það við nú
fyrir jólin er verkamenn í
stálverksmiðju einni í Echev-
arrí skammt frá Bilbao lögðu
niður vinnu til áherzlu kröf-
um sínum um hærri fram-
leiðsluþóknun og verksmiðju-
stjórnin rak 564 verkamenn
fyrir óhlýðni, ókurteisi og
vinnuhyskni af ráðnum hug,
að verkamenn víða annars
staðar brugðu skjótt við til
aðstoðar og m. a. sendu verka
menn í Madrid norður tölu-
vert fé til framfærsiu fjöl-
skyldum verkamannanna sem
sagt hafði verið upp en aðrir
buðust til að taka við börn-
um þeirra nokkurn tíma til
þess að létta undir með verka
mönnunum. Þeir létu heldur
engan bilbug á sér finna, en
fóru með málið fyrir dóm-
stóla og biðu þar reyndar
ósigur, því dómur féll á þá
lund að ákvörðun verksmiðju
stjórnarinnar var talin hafa
verið fyllilega réttmæt. Nú
munu flestir verkamannanna
aftur komnir til vinnu að
beiðni verksmiðjustjórnarinn-
En það sem mestu skipti
um átök verkamannanna í
Echevarría við vinnuveitend-
ur sína var ekki deilan um
hlutdeild þeirra í framleiðslu
ágóðanum heldur miklu
fremur, eins og leiðtogar
þeirra sögðu sjálfir, „að setja
niður fyrir fullt og allt órétt-
láta og ómannúðlega meðferð
á verkamönnum, sem svo allt
of lengi hefur tíðkazt hér í
landi“.
Stuðningur stúdenta við
kröfur verkamanna kom að
vísu ekki beinlínis á óvart,
en var miklu meiri en menn
höfðu gert ráð fyir. Það er
reyndar engin nýlunda að
spánskir stúdentar láti eitt-
hvað til sín taka í febrúar-
mánuði, þð hafa þeir gert ár
hvert að kalla síðan 1956 og
jaðrar nú sem næst við hefð
í spænskum stjórnmálum.
Febrúarmánuður er kjörinn
til allra stjórnmálaátaka, þá
eru engin próf framundan, ár
ið nýbyrjað og vor í lofti og
stígur stúdentunum til höfuðs.
Þetta er að sönnu næsta ófull
nægjandi skýring og svarar
engan veginn spurningum
manna um undirrót aðgerða
stúdentanna, hvað reki þá til
þess að hefja upp óeirðir í
febrúar, hvort heldur til
stuðnings verkamönnum og
kröfum þeirra eða til áherzlu
óska stúdentanna sjálfra.
Hitt er aftur á móti lýð-
um ljóst, að í átökum undan-
farinna ára hefur fjöldi stú-
denta lent í kasti við lög-
regluna og tala þeirra sem
telja sig eiga harma að hefna
eða móðgana á stjórnarvöld-
unum fer sívaxandi. Oft er
hér um að ræða þá úr hópi
stúdenta sem beztar þykja
hafa námsgáfurnar og líkleg-
astir eru taldir til einhverra
afreka síðar meir. Þeir eru
ófáir sem setið hafa í fang-
elsi vegna þátttöku í stúdenta
óeirðum eða verið reknir úr
skóla og neyddir til að leita
á náðir annars skóla en þess
er þeir höfðu kosið sér í upp-
hafi náms. Sumir hafa sætt
þeim kostum að fá ekki að
Ijúka prófum og eiga erfitt
uppdráttar um allan frama úr
því, og kemur sér afar illa
fyrir þá sem hugðu á embætti
á vegum ríkisins. Það fer
ekki milli mála að þeir sem
átt hafa í útistöðum við yfir-
völdin eiga ekki glæstar fram
tíðarvonir meðan núverandi
stjórn fer með völd á Spáni.
Ríkisstjórn Spánar er nú
að margra dómi eins og milli
steins og sleggju þar sem eru
verkamenn annars vegar og
stúdentar hins vegar og
þykir ekki spá góðum um ný-
byrjað árið. Er jafnvel haft
á orði, að sumir séu þeir í
stjórninni er sjái eftir því að
hafa breytt nokkuð í lýðræð-
isátt á undanförnum árum,
með prentfrelsis- og mál-
frelsislöggjöfinni nýju, íviln-
aninni til stúdentanna í fyrra
og heimild til að stofna sjálf-
stæð stúdentasamtök. Undan-
gengir atburðir hafa rennt
stoðum undir þann grun
margra að Spánn sé ekki
reiðubúinn til þess að taka
við lýðræði. Og um þann van
búnað er engum um að kenna
öðrum en núverandi stjórn
Spánar.
T
•**
lega í gegn í skrifum Þjóð-
viljans og hann er ríkur í
hugum margra forustu-
kommúnistaflokksins.
En hér kemur einnig fleira
til heldur en úrel'tur hugsun-
arbáttur gamalla og þreyttra
manna. Kommúnistar óttast
samanburðinn á þeirri vel-
megun, sem ríkir hér á ís-
landi og í öðrum vestrænum
iiöndum við þau takmörkuðu
l'ífsþægindi, sem stjórnarkerfi
kommúnismans hefur enn
getað boðið fólki upp á í
þeirn löndum, sem þeir ráða.
Þessi ólund út í velmegun
fólksins er raunar ökki ein-
skorðuð við kommúnista
eina. Framsóknarmenn sjá
einnig ofsjónir yfir þeirri
lífskjarabyltingu, sem orðið
hefur á síðustu 7 til 8 árum
og greinilegt er, af málflutn-
ingi þeirra, að þeir eru einn-
ig reiðubúnir ti'l þess að beita
ýmis konar þvingunarráð-
stöfunum til þess að koma í
veg fyrir, að almenningur
get-i ráðstafað sjálfsaflafé
sínu að eigin vild.
En þetta er einmitt megin-
munurinn á lífss'koðun Sjálf-
stæðismanna annars vegar og
viðhorfum kommúnista og
Framsóknarmanna hins veg-
ar. SjáTfstæðismenn eru
þeirrar skoðunar, að fólk eigi
rétt á að ráðstafa eigin afla-
fé að vild, þegar það hefur
greitt hóflegan hlut til sam-
eiginlegra þarfa þjóðfélags-
ins. Kommúnistar og Fram-
sóknarmenn telja að hið opin-
bera eigi að hafa vit fyrir al-
menningi í einu og öllu og
þess vegna öfundast þeir yfir
velmegun fólksins nú.
STUÐNINGUR
VIÐ SJÓMANNA-
SAMTÖKIN
IT'yrir tilblutan rfkisstjórn-
'*■ arinnar munu sjómanna-
samtökin nú fá verulega rétt
arbót, en samkv. frumvarpi,
sem ríkisstjórnin hefur lagt
fyrir AHþingi, munu sjó-
mannasamtökin fá hlutdeild
í úfcflutningsgjaldi til jafns
við þann hlut, sem Landssam
band ísl. útvegsmanna hefur
haft af þessu gjaldi, eða tæp
0,8%.
Gja'ld þetta mun renna til
þess að styrkja og efla starf-
semi sjómannasamtakanna og
er í alla staði eðlilegt og
réttlátt, að þau fái hlutdeild
í útflutningsgjaldi á sama
hátt og útvegsmenn.
Með þessari breytingu á
lögum um útflutningsgjald
af sjávarafurðum hefur ríkis-
stjórnin sýnt í verki velvilja
sinn gagnvart sjómannasam-
tökunum og væntanlega
munu menn sammáia um að
þessi hagsmunasamtök mesfcu
fiskimanna veraldar séu vel
komin að sliíkum stuðningi.