Morgunblaðið - 22.02.1967, Page 23
MORGUNBLAÐI®, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRUAR 19«7.
23
SÍÐAN
1 XJMSJÁ BALDVINS JÓNSSONAR
STORKOSTLEG
STUTTU áður en Petula
Clark söng lagið „Downtown"
fannst henni kominn tími til
að haetta að syngja„ekki haetta
að fullu en smátt og smátt.
Hætta að þeytast á milli
heimshorna, en í staðinn eiga
eitthvert einkalíf með fjöl-
akyldu minni“.
Þetta kom í samtalí sem
blaðamaður átti við hina
frægu stjörnu.
I dag er hún með efsta lagið
á vinsældarlistanum, og 28.
apríl sjwigur hún fyrir John-
son forseta í Hvíta húsinu.
Lag hennar, „This ls my
song“ var samið af Charlie
Chaplin sem titillag í mynd
hans „Greifaynjan frá Hong
Kong“.
Petulu gekk ekki sérlega
vel á framabrautinni, þar til
lag hennar „Downtown" kom
til sögunnar.
„Skyndilega var ég orðín
stjarna, ég hafði fundið nýja
heimsálfu til að sigrast á“.
Petula segist hafa byrjað að
syngja 7 ára gömul og að
henni detti ekki í hug að
hætta strax. Fyrir stuttu kom
það fram i Cannes, að plötur
Petulu seldust í meir en 7
milljón eintökum árið 1966, og
að engin önnur einstök stjarna
seldi jafnmikið af plötum.
Með eiginmanni sínum, sem
jafnframt er umboðsmaður
hennar á hún tvær telpur,
þriggja og fimm ára. Hún
segist aldrei hugsa um pen-
inga, af því fái hún ekkert
nema höfuðverk. Samt sem
áður græðir hún óhemju pen-
inga, og er þar enginn eftir-
bátur frægra kvikmynda-
stjarna eins og Sophiu Loren
o. fl.
Hún á hús í París sem kost-
ar £40.000 og sumarhús í
Vallauris á Riviera-strönd-
inni. Einnig á hún nýjustu
tegund af Rolls-Royce. Hin-
um miklu vinsældum, sem lag
hennar, „This is my song“
hefur fengið, gerði han mjög
undrandi. Lagið var upphaf-
lega ætlað fyrir franskan
markað, en upp á grín söng
hún það einnig á ensku, og
leið ekki á löngu þar til lagið
komst í efsta sæti,
Foreldrar hennar eru mjög
ánægðir, yfir hve dóttur-
inni gengur vel og hún hefur
samband við þau reglulega.
Hún segir að formúla fyrir
lögum sínum sé, léttur og líf-
legir taktur, góðir textar og
söngvar fullir af gleði, og eftir
vinsældunum að dæma virð-
ist formúlan vera rétt.
Hún var einnig spurð að
því, hvernig hún myndi taka
því, ef frægðin hyrfi á brott,
■Petula svaraði, að henni yrði
alveg sama, „þvi að ég á mína
fjölskyldu og það er fyrir
öllu“.
MICHAEL
CAINE
Aldur 33 ár.
Hæð 185 cm.
Háralitur: ljósleitur.
Augu- Blá.
Æviágrip. Bjó til einstaklega
góðar ávaxtakökur áður en
hann byrjaði að leika í kvik-
myndum árið 1953. Hann býr nú
í lúxus íbúð í London og segir að
aðalánægja sín í lífinu sé pen-
ingar, tea, hávær hljómlist
(músik) og að framleiða kvik-
myndir sjálfur.
Fyrsta stórmynd: The Ipcress
File.
Næsta mynd: Hurry Sundown.
SVÖR
VIÐ SPURNINGU VIKUNNAR
Svörin við spurningu vikunnar, um óróa unga fólksins er
kom á síðunni þernn 11. þ.m. voru öll á þann veg, að það
hefðu verið bítla-tónleikarnir, sem haldnir voru í Austur-
bæjarbíó. Þetta var það, sem allir vissu og það sem við vild-
um fá fram, var það, hvort eitthvað hefði verið gert á hlut
unglinganna, eða hvort þetta hefði verið nokkurskonar „út-
rás“ sem unglingarnir hefðu þurft að fá. Þó fengum við
eitt svar frá ungri stúlku ofan úr Mosfellssveit, sem telur
orsakirnar vera þessar: agaleysi á heimilum fjölmargra ungl-
inga, eirðarleysi sjálfra unglinganna, of mikil fjárráð ungl-
ingnna og að lokum, enginn samastaður fyrir unglingana.
Einnig taldi hún vera til mikilla bóta, tillögu tveggja þing-
manna um stórt samkomuhús fyrir unglingana.
ísland:
1. (1). I,m A Reliever .................. Monikees
2. (4). Oh What A Kiss ....... The Rocking G'hosts
3. (-). Party Line .................. The Kinks
4. (-). Let’s Spend the Night Together Rolling Stones
5. (3). Dandy ...................... The Kinks
6. (-). Rugby Tuesday ............. Rolling Stones
7. (2). Happy Jack .................... The Who
8. (6). In The Country ............. Cliff Richard
9. (7.) Friday On My Mind ...............Easybeats
10. (10). East West ............ Herman’s ^lermit’s
England:
1. (1). This Is My Song ............ Petula Clark
2. (4.) Reiease Me ...... Engelbert Humperdinck
3. (2). I’m A Believer .................. Monkees
4. (-). Here Comes My Baby ............. Tremeloes
5. (5). Let's Spend The Night Together . Rolling Stones
6. (8). I’m A Man ................. Spencer Davis
7. (3). Matthew And Son ............. Cat Stevens
8. (-) Panny Lanc/Strawberry Fields
For ever ..................... The Beatles
9. (-). Peek-A-Boo ........ New Vaudeville Band
10. (-). I Won’t Come In While He’s There Jim Reeves
„H0RNAUGAÐ"
KVIKMYNDAGAGNRYNI
UNGA PÓLKSINS
Björn Boldurston
Þórdur GuSmundsson
GÓÐIR lesendur. Áður er
kvikmyndagagnrýni okkar
hefst íhér á síðu unga fólks-
ins, þykir tilhlýðilegt að gera
grein fyrir tilbomu hennar
og markmiði. — Það er stað-
reynd, að æskan er sú kyn-
slóð, sem einna mest sækir
kvikmyndahús. Nú, þegar
þau eru orðin fjölmörg og úr-
val kvikmynda enn meira,
reynist því mörgum erfitt að
velja úr og hafna. Við mun-
um reyna, eftir fremsta
megni, að vera réttlátir og
koma á framfæri almennum
skoðunum verðandi kvik-
myndir .hverju sinni, ef það
mætti verða einhverjum til
gagns og ef til vill örlítillar
ánægju. Við munum leitast
við að hafa greinarkornin sem
fjölbreytilegust og aðgeng:-
leg og vonum að tilraunin
falli í góðan jarðveg.
Tónabíó: Vegabréf til vítis.
ítölsk, enskt tal, danskur texti.
Upphaf og söguþráður.
Bandaríkin og Rússland hafa
misst nokkra leyniþjónustu-
menn á dularfullan hátt. Leyni-
þjónustur beggja landa taka
höndum saman, um að koma í
veg fyrir frekara manntjón.
Bandaríkjamenn leggja til
hetjuna, setta til höfuðs glæpa-
flokki þeim, sem valdur er að
morðum leyniþjónustumann-
anna. Náunginn er harðdugleg-
ur, og svo snjall í höfðinu, að
ekkert kemur honum á óvart.
Meira þarf ekki að segja um
efni myndarinnar. Allir geta
ímyndað sér framhald sögunnar
og endalok.
Taka myndarinnar er nokkuð
mmm
Á LAUGARDAGKVÖLDIÐ var
fslandsmótinu haldið áfram, og
voru þá leiknir eftirtaldir leikir,
2. flokkur kvenna, Valur — Vík-
ingur og vann Valur þann leik
með eins marks mun, eða 4:3.
í annari deild kvenna vann
Breiðablik Grindavík 16:6.
í fyrsta flokki karla voru háð-
ir 2 leikir, F.H. vann Ármann
11:8 og Vikingur vann Val 13:10.
góð og litir ágætir. Efnisþráður-
inn slitnar nokkrum sinnum ger-
samlega í sundur, þannig að líkja
mætti við, að nokkrir kaflar
væru rifnir innan úr miðri
skáldsögu. Leikararnir eru flest-
ir ásjálegir, en leikurinn oft á
tíðum svo ósannfærandi að
spennan fellur gersamlega niður
í ekki neitt. Áhorfendur leyfa
sér til dæmis, að hlæja góðlát-
lega að mörgum glæsilegustu
höggunum.
Uppfærsla atriða virðist miða
að þvi að gera myndina for-
vitnilega, jafnt fyrir unga sem
gamla. Meðferðin er þó þannig,
að myndin verður ekki talin góð.
En allsæmileg kvöldskemmtun
er hún, fyrir tæpar fjörtíu krón-
ur.
Viðtöl.
Að sýningu lokinni leituðum
við álits tveggja kvikmyndahús-
gesta á því, sem fyrir augu hafði
borði. Kristján Jessén, nem-
andi í M.R., kvað of mikið af
grófum morðum og myndin I
heild væri lélegri en aðrar
ámóta. Sólveig Svavarsdóttir
áleit myndina ágæta, svona til
að koma manni í gott skap og
aðalleikarinn væri fallegur i
framan. Aftur á móti væri
myndin illa leikin. /•
SCPHIA
LOREN
Aldur: 32 ár.
Hæð: 172.5 cm.
Háralitur: Dökkbrúnn (hnetu-
brúnn)
Augu: Brún.
Æviágrip: Sophia Loren ólst upp
við mikla fátækt í Napólí, kom
fram í aukahlutverkum í kvik-
myndum 14 ára gömul, og varð
síðan fræg fyrir kynþokka. Hún
er, gift kvikmyndaframleiðand-
anum Carlo Ponti, og lifa þau
kyrrlátu heimilislífi og eru lát-
laus í klæðaburði.
Frægustu myndir: E1 Cid, The
Gun, Two Women, Marriage
Italian Style.
Næsta mynd: Countless from
Hong Kong.