Morgunblaðið - 22.02.1967, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967.
- KENNEDY
Framhald af bls. 10.
að um samsæri hefði verið
að ræða, en auðvitað hefði
Warren-nefndin átt að ve'a
mjög vakandi gagnvart þeim
möguleika sem öðrum.
Þá heldur Lane því einnig
fram, að það sé ekki einleik-
ið, hvernig farið hefur fyrir
svo mörgum þeirra, sem vic-
að var um eftir morðið, að
gátu gefið vitneskju um marg
víslega hluti til upplýsingar
á morðinu. Alls hefðu hvorki
meira né minna en 14 slíkra
manna dáið með undarlegum
hætti síðan 22. nóvember
1963.
Allir vita, hvernig fór fyrir
Oswald og Ruby, en svo eru
það öll hin. Lögreglumaður-
inn Tippit- var myrtur sama
dag og forsetinn var myrtur,
og telur Lane sig færa rök
að því, að Oswald hafi ekki
verið morðingi Tippits eins
og almennt hefur verið álitið
bæði af Warrennefndinni og
öðrum. Lane nefnir konu
nokkra, sem borið hefur, að
Oswald hafi ekki myrt Tipp-
It og skýrði þessi kona Lane
frá því, að lögreglumaður
hafi ógnað sér, eftir að hún
hafði látið vitnisburð sinn frá
sér fara. Annar maður, sem
var vitni að því, er Tippit
var myrtur, Warren Reyn-
olds að nafni, sá mann hlaupa
fram hjá, sem var með
skammbyssu. Lýsing hans á
byssumanninum var mjög frá
brugðin Oswald og því hefði
hann ekki verið fenginn til
þess að benda á sökudólginn,
er lögreglan lét hin ýmsu
vitni benda á þann, sem þau
þóttust hafa séð fremja verk
ið, úr hópi manna, eins og
venja er, þegar verið er að
rannsaka atburði sem þennan
(line-upp). Tveimur dögum
síðar var Reynölds skotinn í
höfuðið. Hann lifði þetta af
enda þótt hann lægi um skeið
fyrir dauðanum og var þið
skoðun hans, að á sig hefði
verið ráðizt, vegna þess sem
hann sá 22. nóvemlber.
Maður að nafni Darrel
Wayne Garr.er var síðun
handtekinn og ákærður fy.ir
morðtilraun á Raynold, en
síðan birtist dansmær nokkur
að nafni Bettý Mooney Mc
Donald með fjarverusönnun
fyrir Garner þess efnis, að
hann hefði verið um nóttina,
sem skotið var á Reynolds hjá
henni og var Garner síðan
látinn laus vegna framburðar
hennar einsamallar. Fáeinum
dögum síðar var ungfrú Mc
Donald (handtekin fyrir
ósæmilega hegðun og flutt til
aðalstöðva lögreglunnar í
Dallas — þar sem líkami
hennar látinnar fannst
klukkustund síðar. Sagði lög-
reglan að hún hefðd hengt
sig. Ungfni McDonald hafði
verið nektardansmær í nætur
klúbb Jack Rubys.
Mark Lane heldur því fram,
að vegna atburða af þessu
tagi, þá hafi íbúar Dallas, sem
vissu um eitthvað, sem var í
ósamræmi við hina „opin-
beru skoðun" á morðinu, orð-
ið hræddir við að gefa upp-
lýsingar sínar og hætt við
það þess vegna. Þannig hafi
maður að nafni. Domingo
Benavides, sem gat gefið
mjög mikilvægar upplýsingar,
samlþykkt að tala við Lane,
en kvöldið áður en til viðtals-
ins skyldi koma, birtust tveir
leynilögreglumenn frá lög-
reglunni í Dallas og hefðu
þeir skýrt milligöngumanni
þeirra Lanes og Benevides, að
ekkert gæti orðið úr viðtal-
inu og færi nú fram rannsókn
á starfsemi Lanes. Hinn sið-
astnefndi sá Benevides ekki
eftir þetta, en í ljós kom, að
hann hafði bókstaflega flúið
samkv. frásögn tengdaföður
hans, því að bróðir Benevides,
sem líktist honum mjög
hefði verið myrtur, eftir að
Benevides hefði sagt, að það
hefði ekki verið Oswald, held
ur einhver allt annar, sem
hann sá hlaupa burtu, þegar
lögreglumaðurinn Tippit var
myrtur. Þegar Benevides
þvarf á brautu, hefði annar
maður með suðuramerísku
nafni, sem líktist nafni Bene-
vides tekið við starfi hans.
Ekki voru liðnar nema fáein-
ar vikur, er sá maður var
skotinn í höfuðið, en hann
lifði það af. Lögreglan í Dall-
as hefur aldrei náð að hand-
taka þá, sem réðust á þessa
tvo menn.
Þá nefnir Mark Lane einn-
ig, að strax eftir að Jack
Ruby skaut Oswald, þá haíi
félagi Rubys, George Senator
að nafni, farið með tveimur
blaðamönnum til fbúðar
Rubys. Senator þessi hefur
síðar gefið í skyn, að hann
hafi vitað um áform Rubys
um að skjóta Oswald, áður
en úr því varð. Hvað Senator
sagði blaðamönnum er ekki
vitað, en innan fárra mánaða
voru þeir báðix dauðir. Ann-
ar þeirra fannst hengdur í
fbúð sinni, hinn var skotinn
til bana í herbergi blaða-
manna í opinberri bygginga á
Langasandi og sagði lögreglan
að sá atburður hefði gerzt
vegna mistaka.
William Whaley, leigubil-
stjórinn, sem átti að hafa ek-
ið Oswald frá staðnum, þar
sem forsetinn var myrtur,
beið bana í bifreiðaárekstri
og Lee Bowers, sem kvaðst
hafa séð, eins og greint var
frá hér að framan, reyk eða
skotglampa frá gras'hólnum
framundan bifreið forsetans,
lét lífið nokkrum mánuðum
eftir að Lane hitti hann að
máli og var það einnig í um-
ferðarslysL
Þannig rekur Mark Lane
hvert dæmið af öðru, sem
hann telur, að gefi til kynna,
að óþægilegum vitnum hafi
verið hiklaust rutt úr vegi af
þeim, sem greinilega var mik-
ið í mun, að hið sanna að
hans áliti kæmi ekki í ljós.
Alls hefðu 14 manns, eins og
greint var frá hér að framan,
sem veitt gátu upplýsingar,
látið lífið frá því 22. nóv.
1963, allir með óvenjulegum
hættL
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM
KVIKMYN ; - - -- * D 1 .. 1 R
Háskólabió:
NEVADA SMITH
Aðalhlutverk:
Steve McQueen,
Karl Malden,
Brian Keith o.fl.
FLESTIR munu minnast kvik-
myndarinnar „The Carpetbagg-
ers“, sem Háskólabíó sýndi síð-
astliðið sumar. >að er stórbrotin
mynd, eín af minnisstæðustu
myndum, sem hér voru sýndar í
kvikmyndahúsum síðastliðið ár.
Ofanefnd kvikmynd er gerð eft-
ir sömu sögu: „The Carpetbagg-
ers“ tftir Harold Robbins. Og
Nevada Smitíh er einn af helztu
persónunum í þeirri sögu. Munu
þeir, sem sáu Carpetbaggers í
sumar (eða „Fjármálatröllið"
ins og myndin er víst nefnd i
þýðingunni) enn minnast þess,
hve rækilega hann tók „uppeld-
isson“ sinn, Jónas Cord, í gegn
með hnefaslætti undir lok mynd
arinnar.
í ofannefndri mynd hefur ver
ið gripið niður framar í sögunni,
BRÆÐURNIR KAMPAKATU
TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN
; J A M E S
James Bond
FLEMING
f dulmálsskeytinu frá yfirmanni leyni-
þjónustunnar „M“ sagði ........
að leyniþjónustumennirnir hefðu gert
KVIKSJÁ
húsleit í skrifstofu Rufus B. Saye í Dem-
antahúsinu í Hatton Garden ......
og fundið þar fyrirmaeli til „Winters",
að hann ætti að myrða Tiffany Case.
Gefið mér samband við klefa ungfrú
Case. Fljótt!
FROÐLEIKSMOLAR
ítalinn var beztur
Þegar franski kardínálinn
Og höfðinginn Mazarin lét á
sínum tíma kalla á sinn fund
ítalskan leikaraflokk, sem
síðar átti eftir að verða þekkt
ur um heim allan, undir for-
ystu hins stórkostlega „Harle-
kin“ Dominique (1637—88)
var það ekkl án mótspyrnu
frá frönskum leikurum, sem
kröfðust þess hver og einn að
einungis væru töluð franska
á leiksviðinu. Þar sem hvorki
Mazarin né leikararnir gátu
útkljáð málið, fór það fyrir
hæstarétt þ.e.a.s. konunginn
— Lúðvík 14. Hann tók dag
einn á móti fulltrúum beggja
aðila, hinum vinsæla franska
leikara Baron og foringja
ítalska flokksins „Harlekin".
Þegar Baron hafði með mik-
illi mælsku mælt fyrir hönd
frönsku leikaranna, gaf kon-
ungur Dominique merki um
að nú væri röðin komin að
honum: — Hvaða mál óskar
hans hátign eftir að ég tali
ítölsku eða frönsku? spurði
Dominioue. — Talaðu hvaða
mál sem þú vila, svaraði kon-
unguriinn, og Dominique var
ekki lengi að koma með at-
hugasemd að nú þyrfti hann
ekki að segja meira því nú
væri málið unnið. — Þú hefur
rétt fyrir þér, svaraði konung
ur og brosti, — og ég stend
ætíð við orð mín.
tekinn sá þáttur úr ævi Nevada
Smiths — hans rétta nafn er
Max Sand — sem telja verður
dramatiskastan.
Faðir Sands var hvítur, en
móðlr hans Indíáni. Myndin
hefst á þvi, að þrir vopnaðir
bófar ríða fram á Sand skammt
frá heimili hans og spyrja hann
til vegar heim til föður hans.
Segjast vera gamlir kunningjar
hans úr borgarastyrjöldinnL
Grandalaus segir Sand þeim til
vegar, en ræingjarnir riða
áfram, taka hús á foreldrum
hans. og hyggjast pína föður
hans til að segja til gulls, er
þeir telja hann hafa falið. En
faðirinn veit um ekkert gull, og
þorpararnir skilja ekki fyrr v:ð
húsið en þeir hafa myrt hjónin
bæði við hinar hroðalegustu
pyndingar. Ríða síðan á braut.
Það er þannig köld aðkoma
fyrir Sand, þegar hann kemur
heim, og verður honum það
einna fyrst fyrir að bera eld að
heimili sínu og brenna húsið og
lík foreldra sinna til ösku.
Síðan fjallar myndin mestöll
um viðleitni hans til að Ieita
uppi þorparana þrjá og koma
fram hefndum á þeim með eig-
in hendi. Er sú viðureign öll
mjög spennandi, leikurinn berst
víða um Bandaríkin. Eitt sinn
fréttir hann af einum glæpa-
mannanna í fangelsi nokkru.
Hafði sá verið dæmdur fyrir
bankarán. Gerir Sand sér þá
•hægt um hönd og brýzt inn I
sama banka, til að komast 1
sama fangelsi. Síðan skipuleggur
hann flótta með morðingjanum,
og þegar frelsið blasir við, gerir
hann upp sakirnar við hann. —
Og þannig heldur leikurinn
áfram.
Þetta er ákaflega spennandi
mynd, í kúrekastíl, þótt ekki
verði henni jafnað til The Carp-
etbaggers. Efnið í Nevada Smith
er miklu einhæfara, fjallar eins
og áður segir mest um leic að
mönnum-^íil að myrða. Carpet-
baggers sýnir okkur hins vegar
miklu breiðari þjóðlífsmynd,
fræðir okkur um kaldrifjaða við
skiptahættþ auk þess sem ástir
og fjölbreytilegt tilfinningalif er
leitt fram á sviðið.
En því verður ekki neitað, að
Nevada Smitlh er á margan háti
vel gerð mynd innan síns tak-
markaða sviðs. Þótt hroðalegt
sé á að horfa, þá mun hið „viilta
vestur“ 19. aldar sýnt þarna 1
nokkuð raunsannri mynd. Leik-
ur er yfirleitt góður, og bardaga-
og átakasenur lifandi. Og eins
og áður getur, er mynd þessi
mjög spennandi nær allt í gegn.
Það er helzt undir lokin, að þar
kemur nokkur slaki á, en þá er
reynt að læða ákveðnum boð-
skap inn í myndina, sem er f
sjálfu sér góðra gjalda verður,
en mér finnst nokkuð misheppn
aður í útfærslunni, og lok mynd
arinnar eru sannast sagna nokk-
uð snubbótt. — Um þetta kunna
þó að reynast skiptar skoðanir,
og er sjón sögu ríkari.
Á undan myndinni voru birt
sýnislhorn úr ,Rauðu skikkjunni*
og þóttist ég þar kenna Borga.r
Garðarsson meðal annarra
kappa, en hann og Gísli Alfreðs-
son leika báðir í þeirri myn<L
Þar sem nú fer mjög að stytt-
ast í sýningar á þeirri forvitn»-
legu mynd, þá er líklega betra
fyrir þá, sem hafa hug á að sjá
Nevada Smith að draga það ekki
lengi úr þessu.