Morgunblaðið - 22.02.1967, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐMIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1967.
31
H.2.11Í7, KL.I/
V”
**• KLUKKAN 14 var A- ogNA- hins vegar eins til fimm stiga
Ý átt hér á landi. Á Kili og hiti og úrkomulaust. |
% Stórhöfða voru 8 vind'stig og Lægðin suður af landinu ❖
*;• víða 5 til 7. Norðan og austan grynnist en færist lítið úr
lands gékk á með éljum, og stað. Því er gert ráð fyrir %
$ þar Var víðast eins tií fimm hægri austlægri átt í dag og
❖ stiga frost. Sunnar.Iands var svipuðu veðurfari. .;.
*•* ♦*•
- ALÞINGI
Framhald af bls. 8
í sambandi við björgun eða að-
stoð, að það sé viðurkenningar-
vert. Þess vegna höfum við lagt
til að niður falli þau gömlu á-
kvæði, sem segja, að af hluta
áhafnar megi greiða, áður en
skipti fari fram, ákveðna fjár-
hæð að dómi skipherra, til
þeirra, er mest hafa lagt sig
fram við björgunina, én í stað-
inn komi ný ákvæði, sem heim-
ili yfirstjórn Landhelgisgæzlunn
ar að greiða af hluta landhelgis-
sjóðs ákveðna fjárhæð til þeirra,
er mest hafa lagt sig fram við
björgunina. Við gerum af ásettu
ráði ráð fyrir því, að það sé yfir-
stjórn Landhelgisgæzlunnar, sem
hafi þessa heimild, en ekki skip-
herrann, kannski í þeim tilfell-
um, sem þekkt eru, orsakað það,
að þeir hafa sjálfir skorizt úr
leik í sambandi við þessa viður-
kenningu, en það teljum við alls
ekki vera rétt og höfum þá fylli-
lega haft hliðsjón af þeirri
skyldu, sem á þessum manni hvíl
ir um borð í einu skipi og þó
kannski sérstaklega á skipum
Landhelgisgæzlunnar, þannig að
með því að setja þetta ákvæði
inn þannig orðað, teljum við
tryggt, að í þessum einstöku til-
fellum, sem gert hefur verið ráð
fyrir fram til þessa, að hægt
væri að verðlauna einstaklinga
um borð í þessum skipum, verði
það tryggt áfram, en við bætist,
að það sé hægt jafnframt að
tryggja skipherrann og ég held,
að það sé þannig í huga allra
þeirra, ''sem í allsherjarnefnd
deildarinnar eru, að það sé
þeirra vilji, að þetta sé fram-
kvæmt þannig. En fram til þessa
hefur eldra ákvæði gildandi laga
ekki verið notað.
- AFMÆLI
Framhald af bls. 14
störf hans hér áður og fyrr í
stúkunni, vill hann lítið um það
tala, en segir að þar hafi Krist-
jana kona sín unnið að ekki síð-
ur ásamt mörgu sínu nánasta
skylduliði, sitt framlag hafi ekki
verið meira en annara. Kona
hans er nálæg og brosir við og
þau hvort til annars. Hún varð
81 árs á s.l. ári. Þau eru búin
að þola margt og njóta margs
í sameiningu í 56 ár. Það er
áreiðanlega happasælast fyrir
hvern og einn að temja sér bind-
indi, segir Halldór, það er heilla-
ríkast fyrir einstaklinginn, heim-
ilið og þjóðfélagið, þó sumir
virðist vera á annari skoðun.
Við kveðjum og göngum út á
húströppurnar, orðið er dimmt af
nóttu. Það er svali af flóanum
og það heyrist bárugjálfur frá
vörinni. Það er ljós niður við
sjávarhúsið og verið er að gera
að afla. — Og þá er ein spurning
að lokum; hvað er að segja um
landhelgina og sjávarútveginn. —
Landhelgina, segir Halldór og
réttir úr sér, hærur hans bærast
í þorrakulinu er hann hvessir
gömul sjómannsaugu út yfir
náttmyrkann flóann. — Það er
búið að opna hana of mikið, fló-
inn okkar er ekki nógu vel var-
inn. Það á að loka fyrir snurru-
voðina, þetta er rányrkja gagn-
var ungviðinu og rányrkja borg-
ar sig aldrei, — en það eru nú
annars ekki allir sammála um
það, bætir hann við og brosir.
Við kveðjumst og ég stíg upp
í bílinn. Og er bíllinn rennur af
stað úr hlaðinu í Vörum minnist
ég þessarra 600 milljóna sem
ríkið okkar heimti inn af þegn-
um sínum síðastliðið ár fyrir
áfengi, og hversu mikið skorti á
að ungviðið, bæði í sjó og á
landi, nyti verndar þeirra
reyndu og vitibornu, — og mér
varð á að hugsa: Mundi Halldór
ekki vera mér samþykkur um
það, að þetta væri rányrkja líka;
— en það yrðu nú ekki allir
sammála um það heldur.
Ég flyt Halldóri í Vörum
heillaóskir og þakkir og vænti
þess að hann bíði fagurt ævi-
kvöld og að hann fái að sjá það
rætast að forráðamönnum þjóð-
ax; okkar lærist betur en nú er,
að vernda ungviðið, í sjó og á
landi, til aukinni velgegndar
landi og lýð um ókomin ár.
Indriði Indriðason.
- ÍÞRÖTTIR
Framhald af bls. 30
26—16 fyrir ÍKF og höfðu þeir
þá þegar náð því forskoti sem
tryggði þeim sigur. Ármenning-
arnir náðu reyndar að minnka
bilið undir lok leiksins en góð-
ur endasprettur ÍKF manna inn-
siglaði réttlátan sigur þeirra. Ár-
Lið Ármanns átti slæman leik
þetta kvöld og má sannarlega
gæta að sæti sínu í deildinni ef
ekki rætist úr leik þess, sem þó
eru líkur fyrir þegar Birgir og
Hallgrímur ná fullri heilsu. ÍKF
liðið sýndi mjög góðan baráttu-
vilja og léttan leik. Hilmar með
16 stig og Guðjón með 13, áttu
mestan þátt í skoruninni en liðið
I heild barðist mjög vel og
átti góðan varnarleik, ekki sízt
akkeri liðsins, þjálfari og upp-
byggjari gegnum árin, Ingi
Gunnarsson.
- 10 ÁRA AFMÆLI
Framhald á bls. 25
Mr. Carroll Foster, forstöðumað-
ur Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna,
Mr. Frank Ponzi, Iistfræðingur,
Mr. Charles E. Luckett jr„
sendiráðsfulltrúi,
Ragnar Stefánssón,
menntaskólakennari.
Varamenn eru Birgir Thor-
lacius, ráðuneytisstjóri, og Orton
Hicks, blaðafulltrúi.
Fyrsti framkvæmdastjóri
Menntastofnunarinnar var frú
Doris Finnson, til 1. apríl 1964,
en síðan þau John Berg (1964—•
1966) og frú Betty Þorgilsson.
Ennfremur starfar nú hjá Ful-
bright-stofnuninni frú María
Hreinsdóttir.
Fulbright-stofnunin minnist
10 ára afmælisins með sérstakri
athöfn í hátíðasal Háskólans,
miðvikudaginn 22. febrúar kl.
5,15, og verður aðalræðumaður
J. William Fulbright öldunga-
deildarþingmaður.
(Frá Fulbright-stofnuninni).
- KÍNA
Framh. af bls. 1
um frá Sinkiang í vestri til Heil
ungkiang við landamæri Síberíu.
Margt bendir og til þess að fjöl-
margir bændur og verkamenn
hafi yfirgefið vinnu sína í landa
mærahéruðunum.
Peking-stjórnin hefur nú byrj-
að að draga úr menningarbylt-
ingunni, þessu geysiumfangs-
mikla þjóðfélagstfyrirbrigði, þar
sem stuðningsmenn Maós, RauðU
varðliðarnir, hafa hrifsað valdið
úr höndum flokksins og embættis
manna hans um landið gjörvallt.
Boðar Dagbl.að Alþýðunnar, mál
gagn kommúnistaflokksins, nýtt
tímabil og virðist forsætisráðherr
ann Chou En-lai nú hafa töglin
og hagldirnar í landinu, en hann
hefur eftir öllu að dæma meiri
áhuga á raunhæfri stjórn en
stjórnmálalegum fræðikenning-
, um. Kemur þetta heim og saman
við það, að varnarmálaráðherran
Lin Piao er horfinn úr sviðsljós-
inu og hefur ekki til hans spurzt
í þrjá mánuði.
Moskvuútvarpið sagði í kvöld,
að hersveitir Maós hafi tekið á
sitt vald borg eina í Szechwan
héraðinu. Japönsk útvarpsstöð
Skýrði einnig frá því, að vand-
ræðaástand ríkti í héruðunum
Fukien og Shantung og í borg-
inni Tientsin. Moskvu-útvarpið
sagði, að í Honanhéraðinu hefði
herinn gengið í bandalag með
andstæðingum Maós í tveimur
stórum borgum. Útvarpið sagði,
að liðsauki hfði verið kvaddur í
flýti til hafnarborgarinnar Tients
in í NA-Kína, en stuðningsmehn
Maós gætu ekki náð þar undirtök
unum. Útvarpið skýrði einnig frá
fleiri héruðum í Miðaustur-Kína
þar sem ríkir hernaðarástand og
andstæðingar Maós hafa undirtök
in.
- GENF
Framh. af bls. 1
fyrir ráðstefnuna bent banda-
rískum embættismönnum á at-
hugasemdir Roschins varðandi
Vietnam-málið og bandarískar
heimildir segja, að ekki sé álit-
ið að þær muni standa í vegi
fyrir að sáttmálinn verði gerð-
ur.
Kiesinger forsætisráðherra V-
Þýzkalands sagði í ávarpi í v-
þýzka útvarpinu í dag, að bann
við dreifingu kjarnorkuvopna
væri ekki raunverulegt afvopn-
unarmál. Kjarnorkuveldin
mundu eftir sem áður halda hin
um miklu kjarnorkuvopnabirgð-
um sínum og þau gætu bætt við
þær hvenær sem væri. Hann
sagði að ríkisstjórn sín mundi
beita sér fyrir því að fyrirhug-
aður sáttmáli muni ekki hindra
v-þýzkar rannsóknir og efna-
hagsþróun.
„Við göngum ákveðnir að
þessu máli“, sagði Kiesinger, „og
munum ekki gangast inn á
neina hættulega samninga.“
Kiesinger sagði ennfremur,
að þótt hér væri ekki um af-
vopnunarmál að ræða gæti sátt
málinn ef til vill gert sitt til
að tryggja heimsfriðinn og leitt
til eftirlits með vígbúnaði, en
þá einungis með þeim fyrir-
vara að hagsmunir allra landa
verði teknir með í reikninginn.
Sagði hann, að hið raunveru-
lega vandmál og mikilvægasta
verkefnið á okkar tímum væri
að stöðva vígbúnaðarkapphlaup
kjarnorkuveldanna.
Meðal fundarmanna á Gen-
far-ráðstefnunni er sagt, að
vegna þess óróa, sem orðið hafi
hjá þjóðum, sem ekki hafa
kjarnorkuvopnum að ráða, hafi
Bandaríkin og Stóra-Bretland
ákveðið að leggja ekki fram
samningsuppkast gegn dreifingu
kjarnorkuvopna í byrjun ráð-
stefnunnar. Á meðan munu
Vesturveldin tvö með samninga
viðræðum reyna að bæla niður
óttann hjá kjarnorkuvopnalausu
löndunum við að sáttmálinn
muni þýða, að rannsóknir þeirra
á friðsamlegri hagnýtingu kjarn
orkunar verði stöðvaðar.
Kiannur blaðamaður
lórst í S-Vietnam
Saigon, 21. febrúar (AP).
HINN víðkunni blaðamaður og
rithöfundur dr. Bernard B. Fall
fórst, í dag af völdum jarð-
sprengju, er hann var á könnun-
arleiðangri ásamt bandarískum
hermönnum í norðurhluta S-
Vietnam. Dr. Fall var einn
f r e m s t i Vietnam-sérfræðing-
ur heims og fylgdist einnig með
erfiðleikum Frakka i Vietnam á
sínum tíma.
Dr. Fall. skrifaði bækur um
Vietnamstríðið: „The Two Vi-
etnams", og „Street Without
Joy“. Einnig ritaði hann bókina
„Indo-China at War“. Dr. Fall
er einn af fáum vestrænum
blaðamönnum, sem fengið hefur
tækifæri til að ræða við Ho Chi
Minh forseta N-Vietnam.
Dr. Fall var prófessor í alþjóð-
I legum viðskiptum við Howard
I háskólann í Washington D. C.
Dr. Bernard B. Fall
Vísa á bug fregn um
samningaviöræður
Hanoi, Saigon, 21. febrúar
AP - NTB.
HANOI-STJÓRNIN vísaði í dag
á bug fregnum um að hún ætti í
ieynilegum samningaviðræðum
við Bandaríkin. Sagði stjómin,
að fregn þess efnis, að fulitrúar
landanna tveggja ræddust við í
Nýju Dehii væri staðleysa einber.
Þessi yfirlýsing Hanoi-stjórnar-
innar kom aðeins einum degi eft-
ir að kinverska Alþýðulýðveldið
réðst heiftarlega á mögulegar
friðarumleitanir milli Hanoi og
Washington. Yfirlýsing kín-
versku stjómarinnar var birt í
Dagblaði alþýðunnar í Peking,
og er hún skoðuð sem mótmæli
Peking-stjórnarinnar gegn því að
Hanoi-stjómin semji, ef Banda-
rikjamenn hætti loftárásum á
N-Vietnam.
Frá S-Vietnam berast þær
fregnir að bandarískar sprengju-
flugvélar hafi gert árásir á stóra
n-vietnamska vöruflutningalest,
sem var að flytja vopnabirgðir
suður á bóginn. Eyðilögðu flug-
vélarnar 86 farartæki af þeim
127 sem í lestinni voru.
Að því er heianildir í Saigon
herma hafa 344 hermenn Viet
Cong og n-vietnömsku stjórnar-
innar fallið í smábardögum víða
um S-Vietnam síðan um helgi.
Sömu heimildir segja að banda-
rísk orrustuþota hafi verið skot-
in niður yfir N-Vietnam í dag og
sé áhafnarinnar saknað. Til þessa
hafa Bandaríkjamenn því misst
- NÝTT SKIP
Framh. af bls. 32
loðnunót, og fer að því búnu
á loðnuveiðar. Einig verður
þorskanót um borð.
- Skipstjóri á Bretting verður
Tryggvi Gunnarsson frá Brett-
ingsstöðum, 1. vélstjóri Sigurð-
ur Gunarsson, bróðir skipstjór-
ans, og 1. stýrimaður er Sævar
Sigurpálsson. Framkvæmda-
stjóri Tanga hf. er Sigurjón Þor
bervsson.
475 orrustuflugvélar í bardögum
yfir N-Vietnam.
- SEYÐISFJARÐ-
ARMÁLIÐ
Framh. af bls. 32
isfirði eftir innbrotið, en hann
er búsettur í Rvík. Mun hann
hafa haldið sig í höfuðborg-
inni síðan innbrotið var fram-
ið, en í fyrradag fór hann til
Austfjarða undir því yfir-
skini að fara til annars fjarð-
ar en Seyðisfjarðar.
í fyrradag fór snjóbíll
tvisvar yfir Fjarðarheiði, en
maðurinn var í hvorugt skipti
farþegi með bílnum. Hins
vegar sást hann í gærmorgun
rennblautur á Seyðisfriði og
leit helzt út sem hann hafi
gengið heiðina. Tók hann sér
far með snjóbílnum til baka
í gær.
Mbl. hafði í gærkvöldi tal af
Erlendi Björnssyni, bæjarfógeta
á Seyðisfirði og staðfesti hann,
að hann hefði beðið rannsóknar-
lögregluna um að kveðja mann-
inn til yfirheyrzlu.
Lögreglunni þótti ferðalag
mannsins svo grunsamlegt, að á-
kveðið var að kveðja hann til
yfirheyrzlu strax og hann kæmi
til Reykjavíkur, og í gærkvöldi
var maðurinn handtekinn að
heimili sínu hér í borg. Hann
hefur ekki játað neitt, en úrskurð
ur um gæzluvarðhald verður gef
in út í dag. Að sögn Sverris
Einarssonar fúlltrúa yfirsaka-
dómara leikur mikill grunur á
sekt mannsins.
í gærkvöldi var kveðinn upp
úrskurður um húsrannsókn hjá
manninum og fannst þá paki
merktur FÍ (Flugfél. íslands) og
í honum voru um 60 — 65 þúsund
krónur. Er það um það bil hélm-
ingur þess fjár, sem stolið var á
Seyðisfirði. Seðlarnir voru sum-
ir sviðnir og blautir, en einnig
var nokkuð af smámynt.
VANTAR
BLADBURÐARFÓLK
1 EFTIRTALIN HVERFI:
Sólheimar I Lambastaðahverfi Baldursgata
Stkipholt II Skólavörðustígur Kaplaskjólsvegur
Túngata Meðalholt Lautfásveg I
Sjafnargata
Talið við afgreiðsluna, sími 22480
i