Morgunblaðið - 04.05.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1967.
5
Leikfélag Akureyrar 50 ára
Hátiðasýning á Jónsmessu-
draumi eftir W. Shakespeare
LEIKFÉLAG Akureyrar var
srtofnað 19. apríl árið 1917 og er
því nýlega orðið 50 ára. Af því
tilefni sýnir félagið sjónleikinn
Jónsmessudraum eftir William
Shakespeare í íslenzkum snilld-
•rbúnjngi Helga Hálfdánarson-
ar, og er vandað til sýningar-
innar eins og framast var unnt.
Leikstjóri er Raghnildur Stein-
grímsdóttir, leiktjaldamálari
Aðalsteinn Vestmann og ljósa-
meistari Árni Valur Vigósson.
Dansa sömdu og æfðu Margrét
Rögnvaldsdóttir og Ragnheiður
Stefánsdóttir.
Hátiðasýningin verður laugar-
daginn 6. maí og einungis fyrir
boðsgesti félagsins. Laugardag-
inn 7. maí verður afmælishóf að
Hótel KEA, en frumsýning
sunnudaginn 8. maí. Af ýmsum
ástæðum verður að hraða sýn-
ingum, m.a. verða búningarnir,
sem flestir eru fengnir að láni
frá Englandi, ekki til afnota
nema maímánuð. Sýningum hef-
ir og seinkað vegna ýmissa ó-
happa og jafnvel slysa.
Jónsmessudraumur er 122.
verkefni Leikfélags Akureyrar
frá upphafi, og hátíðasýningin
verður 1223. sýningarkvöld fé-
lagsins. Ekki er svo að skilja,
að engin leikstarfsemi hafi ver-
ið hér í bænum fyrir daga Leik-
félagsins. Fyrst er vitað um sjón-
leikahald um 1850, er Narfi eftir
Sigurð Pétursson sýslumann var
sýndur. Margir einstaklingar og
áhugamannahópar hafa haldið
merkinu uppi á ýmsum tímurn,
slitrótt þó, og nokkur félög hafa
verið stofnuð beinlínis í því
skyni að gangast fyrir leiksýn-
ingum, svo sem Comediufélagið
(um 1864), Gleðileikjafélagið
(stofnað 1875), Gaman og alvara
(1882—1886) og Leikfélag Akur-
eyrar hið eldra (1907—1912). Þá
hafa Templarar oift stutt vel leik
listarlíf hér, m.a. reistu þeir á
sínum tíma (1906—1907) leikhús
það, sém enn er notað og jafnan
hefir verið aðalaðsetur Leikfé-
lags Akureyrar.
í fyrstu stjórn L.A. voru þess-
ir: Júlíus Havsteen, form., Hall-
grímur Valdemarsson og Sigurð-
ur. E. Hlíðar, en gjaldkeri utan
stjórnar var Jóhannes Jónasson.
Af stofnendum eru nú aðeins 3
á lífi, Gísli R. Magnússon,
Tryggvi Jónatansson (báðir á
Akureyri) og Hallgrímur Sig-
tryggsson, nú búsettur í Rvík.
Alls hafa verið 18 formenn,
lengsit Hallgrímur Valdemarsson,
hinn óþreytandi áhugamaður um
hag og gengi félagsins, sem lát-
inn er fyrjr nokkrum árum.
Leikstjórar hafa verið margir,
en flestum sýningum hafa stjórn
að þeir Jón Norðfjörð, Ágúst
Kvaran, Haraldur Björnsson,
Ragnhildur Steingrímsdóttir og
Guðmundur Gunnansson.
Heiðursfélagar Leikfélags Ak-
ureyrar eru fimm: Ágúst Kvar-
an, Björn Sigmundsson, Svava
Jónsdóttir og hjónin Sigurjóna
Jakobsdóttir og Þorsteinn M.
Jónsson.
Síðar 1 sumar mun koma út
veglegt og vandað a&nælisrit,
prýtt fjölda mynda, og sér Har-
aldur Sigurðsson um útgáfu
þess. Hann er jafnframt fram-
kvæmdastjóri afmælishátíða-
•haldanna.
Stjórn L.A. skipa nú: Jón
•Ingimarsson, formaður, Kjartan
Ólafsson, ritari og Kristján
Kristjánsson, gjaldkeri. Vara-
formaður er Guðmundur Gunn-
arsson.
Sv. P.
ALLTMEÐ
Berklavörn Reykjavík heldur
Félagsvist
í Skátaheimilinu við Snorrabraut laugardaginn
6. maí. — Síðasta spilakvöld vetrarins.
Góð verðlann. — Mætið vel og stundvíslega.
Afmælisrit IMenntaskól-
ans í Reykjavík 120 ára
RYA-TEPPIN
kotnin aftur í miklu úrvali 6 stærðir.
Ennfremur handofin indversk teppi
og skozkmynztraðar Wilton mottur.
Verzlunin IVfanchester
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 4.
SKÓLAFÉLAG Menntaskólans i
Reykjavík hefur gefið út af-
mælisrit í tilefni 120 ára afmæl-
is skólans. Forepj all skrifar
Baldur Guðlaugsson, inspector
scolae.
Nokkrir fyrrum nemendur við
skólann skrifa endurminningar
frá verunni þar. Eru það: Séra
Sigurbjörn Á. Gislason, dr. Sig-
urður Nordal, Sigurður Gríms-
son, lögfræðinígur, séra Gunnar
Árnason, Sigurður Stefánsson,
menntaskólakennari, Sverrir
Kristjánsson, sagnfræðingur,
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra, Skúli Thoroddsen,
læknir, Gunnar Norland,
menntaskólakennari, Thor Vil-
hjálmsson, rithöfundur, Vigdís
Finnbogadóttir, kennari, Sveinn
Einarsson, leikhússtjóri og
Böðvar Guðmundsson, stud mag.
Þá eru greinar eftir nokkra
núverandi nemendur skólans.
Baldur Guðlaugsson skrifar stutt
ágrip af sögu skólans, Pétur
Gunnarsson um Herranótt,
Mótmæla
„Kísilgúrvegi46
Mývatnssveit 21. apríl 1067.
ALMENNUR sveitarfundur
haldinn í Skjólbrekku 19. apríl
1967 vill harðlega mótmœla þéim
ráðstöfunum opinberra aðila, sem
hafa það í för með sér, að utan-
héraðsmenn taka atvinnu af
Þingeyingum, svo sem við lagn-
ingu hins svonefnda „kísilgúr-
vegar" og við byggingu íbúðar-
húsa fyrir kisilgúrverksmiðjuna.
Fundurinn telur það sjálfsagða
réttlætiskröfu, að heimamenn fái
að sitja fyrir allri slíkri atvinnu,
og að verk séu ekki boðin út fyrr
en fullreynt sé, að heimamenn
treysti sér ekki til þess að vinna
þaiu fyrir sanngjarnt verð —
enda er slí'kt í fullu samræmi við
gefin loforð ábyrgra aðila.
Ofanskráð tiUaga sem kom
fram á almennum sveitarfundi í
Mývatnssveit var samþykkt í
einu hljóði .Sveitarstjórn og aðr
ir aðilar sem að tillögunni stóðu,
óska eftir að Morgunblaðið birti
hana. — Jóhannes.
Daníel Þórarinsson um bókasöfn
og bókhlöðu skólans, Vigfús
Ásigeirsson um Framtíðina, Vil-
mundur Gylfason um Skólablað-
ið og hlutverk þess, Kristinn Ein
arsson grein er nefnist Litið við
á Landsbókasafni og Helgi
Skúli Kjartansson grein er nefnd
ist Menntaskólinn í Reykjavík
anno domini 1967. — Einnig er
í ritinu grein eftir Guðrúnu
Helgadóttur, fulltrúa og samtal
við Einar Magnússon, rektor,
skráð af Þórarni Eldjárn.
Ritið er 107 bls. að stærð í
stóru broti, prýtt fjölda mynd-
um.
Framkvæmdastjóri
sölumaður
Framkvæmdastjóri óskast fyrir fyrirtæki sem
verzlar með útgerðarvörur og aðrar skyldar vörur.
Nauðsynlegt að viðkomandi sé vanur sölumennsku.
Sameign gæti komið til greina.
Góð laun — frjálst starfsvið.
Umsóknir leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir
10/5 1967, merkt: „Framkvæmdastjóri — sölumað-
ur — 2493“. Með umsóknina verður farið sem
trúnaðarmál.
Verzlunarhúsnæði í Árbæjar-
hverfi til leigu
Höfum til leigu húsnæði fyrir verzlanir og þjón-
ustufyrirtæki í nýrri, glæsilegri verzlunarmiðstöð,
sem nú er að rísa í vesturhluta Árhæjarhverfis.
Húsnæðið er hentugt m. a. fyrir vefnaðarvöruverzl-
un, efnalaug, rakarastofu, hárgreiðslustofu, tann-
læknastofu, bóka- og ritfangaverzlun, snyrtivöru-
verzlun og blómabúð.
Þeir aðilar, sem óska nánari upplýsinga, svo og þeir,
sem þegar hafa óskað eftir aðstöðu í húsinu eru
beðnir að hafa samband við skrifstofu vora sem
veitir allar nánari upplýsingar.
□°D0JSS OD(0
D H □ HARALDUR MAGNÚSSON Viöskiptafræöingur Tjarnargötu 16, simi 2 09 25 og 2 00 25 ,
A NÆSTUNNI ferma aklp
vor til íslands, sem hér jegit:
ANTWERPEN:
Marietje Böhmer 13. mai
Seeadler 20. maí
Askja 23. maí **
Marietje Böhmer 91. bmí
HAMBURG:
Skógafoss 11. mal
Goðafoss 19. mai. *•
Skógafoss 30. maL
ROTTERDAM:
Skógafoss 8. maf
Goðafoss 16. maí **
Skógafoss 26. maí
LEITH:
Gullfoss 19. mai
I Mánafoss 23. maí •*
9 Gullfoss 12. júni
JLONDON:
3
J Mánafoss 5. maí •*
ií Marietje Böhmer 10. mí
j Seeadler 23. maí
j Askja 26. maí **
’ Marietje BÖhmer 2. júnl.
1 HULL:
Rannö 5. mal
Mánafoss 8. maí *•
Marietje Böhmer 18. mat
Seeadler 25. maí
Askja 29. mai **
j Marietje Böhmer 5. júnl
j NEW YORK:
| Brúarfoss 8. maí
Tungufoss 17. maí*
Selfoss 2. júní
! GAUTABORG:
Reykjafoss 18. mai
Fjallfoss 23. maí**
j Mánafoss 29. maí **
j KAUPMANNAHÖFN:
j Dettifoss 12. maí
j Gullfoss 17. maí
> Fjallfoss 20. maí *•
! Mánafoss 27. maí **
! Gullfoss 10. júní
J KRISTIANSAND:
j Reykjafoss 20. mai
j Mánafoss 24. maí *•
jOSLO:
Reykjafoss 22. maí
;BERGEN:
Fjallfoss 25. maí *•
í KOTKA
Dettifoss um 8. mai
Lagarfoss um 2. júnl
I VENTSPILS:
Dettifoss 10. maí
Lagarfoss um 38. mal
i GDYNIA:
Atzmaut 10. maí
Bakkafoss um 31. mal
í * Skipið losar á öllum aðaL
höfnum Reykjavík, íca-
firði, Akureyri og Reyðar-
firði.
Norðfirði.----—~
j •* Skipið losar á öllum aðal-
höfnum auk þess i Vest-
mannaeyjum, Siglufirði,
Húsavík, Seyðisfirði
Norðfirði.
Skip, sem ekki eru merkt
með stjörnu losa í Reykja-
VÍli.
EIMSKIP