Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1967.
Velf eröarmál Vestur-Skaftafells sýslu
— Rætt við Ragnar Jónsson
Eins og framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördaemi
ber með sér hefur Ragnar Jónsson skrifstofustjóri, áður verzlunar-
stjóri í Vík í Mýrdal, valizt í 4. sæti listans. Þetta er i annað sinn,
sem Sjálfstæðismenn í Vestur-Skaftafellssýslu velja hann sem aðal-
fulltrúa sinn á framboðslista til Alþingiskosninga í kjördæminu.
Ragnar er rótgróinn Sunnlendingur og hefur starfað í héraðinu
mestan hluta ævi sinnar. Ég býst við, að í Rangárvallasýslu og
Vestur-Skaftafellssýslu þekki hann nálega sérhvert mannsbarn, þar
sem hann hefur með störfum sínum áunnið sér staðfastar vinsældir
©g hvers manns traust. Er því engin þörf á að ég orðlengi meir
þessa kynningu, enþar sem fundum okkar hefur nú borið saman,
eins og raunar oft áður, býð ég honum sjálfum orðið og bið hann
að ræða hér í blaðinu helztu áhugamál þess byggðarlags, sem kjörið
hefur hann forgöngumann sinn og fulltrúa á opinberum vettvangi
stjórnmálanna.
Þú skipar 4. sætið eins og síð-
aist, Ragoar?
Já, og ég lít þar á mig sem sér-
stakan fulltrúa Vestur-Skaftfell-
inga, vegna þess að upphaflega
var ég valinn af þeim til að taka
þetta sæti, þegar Jón Kjartans-
son féll frá. Við vitum það báðir,
að héraðssjónarmiðin ráða mjög
miklu enn þá, þrátt fyrir stækk-
un kjördæmanna, og Skaftafells-
sýslan er í 4. sæti með sinn efsta
mann, á eftir hinum sýslufélög-
unum, vegna þess að hún er lang
fámenmist af þeim. Ég vil taka
það fram, að ég er mjög þakk-
látur fyrir það traust, sem mér
er sýnt af Skaftfeilingum, þar
sem ég hef srvo að segja ágrein-
ingslaust verið valinn í þetta
sæti. Mín aðsfaða er dáltíið sér-
stæð, að þvi leyti að ég hef
mjög oft verið inni á þingi síð-
aista kjörtímabil, og það kemur
til af því, að ég var bæði 1.
varamaður Sjálfstæðisþingmanna
maður landskjörinna.
Svo þú ert fyrsti vamamaður,
þegar einhver forfallast í þing-
flokki Sjálfstæðismanna?
Nei, aðeins ef einhver forfall-
ast af Sjálfstæðisþmgmönnum á
Suðurlandi og ef einhver for-
fallast af landskjömum þing-
mönnum flokksins. Ég er vara-
maður fyrir sjö þingmenn.
Nú, hefurðu þá ekki setið á
þingi mestallt kjörtímabilið?
Nei, en ég hef setið meira og
minna á hverju ári síðasta kjör-
tímabil.
Fyrir síðustu kosningar, þá
hittumst við Ragnar, og spjöll-
uðum um landsmálin, ekki sízt
þau, sem sérstaklega snerta Vest-
ur-Skaftafellssýslu. Margt hefur
nú verið framkvæmt síðan þá,
í framfaramálum héraðsins. Nú
þætti mér fróðlegt að heyra þig
tala um það sem nauðsynlegast
er að gera í hagsmunamálum
Skaftfellinga á næsta kjörtima-
bili.
Raforkumál
Vestur-Skaftfellinga.
Já, fyrst að við komum inn á
þetta, þá vil ég taka það fram,
að það var dálítið sérstætt, sem
gerðist við mína komu inn á
Alþingi; Ég flutti þingsályktun-
artillögu, þar sem skorað var á
ríkisstjómina, að láta fara fram
athuganir á möguleikum til þess
að varna skemmdum á mann-
virkjum og landi í hugsanlegum
flóðum, 9em leiddu af Kötlugos-
um. Ég flutti jómfrúræðu mína
einmitt í þessu máli, og það var
ekki liðinn sólarhringur frá því
ég flutti ræðuna, þar til Surtur
byrjaði að gjósa. Þessi tillaga
mín hlaut lika ákaflega skjóta
og góða afgreiðslu á þinginu, og
það er búið að gera þama tals-
verðar framkvæmdir. Meðal ann-
ars var byggður vamargarður
fyrir austan Vík í Mýrdal, og
tveir minni varnargarðar austur
í Álftaveri. Nú veit maður ekki,
hvort þetta kemur að gagni, en
það er þó viðleitni í þá átt að
bjarga mannvirkjum, ef koma
skyldi til stórkostlegra hlaupa á
Mýrdalssandi. Nú, það er nátt-
úrlega fjölmargt, sem fram-
kvæmt hefur verið á þessu kjör-
tímabiii í Vestur-Skaftafells-
sýslu, eins og annars staðar. Veg-
ir hafa verið stórbættir og brýr
byggðar og svo framvegis. En
stænsta málið fyrir austanverða
sýsluna er enn óleyst og það er
rafmagnsmálið.
Brautryðjendur á sinni tíð.
Eins og þér er náttúrlega
kunnugt, þá voru Vestur-Skaft-
fellingar brautryðjendur í raf-
væðingu til heimilisnota á sinni
tíð, og það var náttúrlega fyrst
og firemst vegna þess að þeir
áttu sín á meðal sjálfmenntaðan
rafmagnsfræðing, sem var ein-
stæður í sinni röð, Bjama í
Hólmi Hann virkjaði bæjarlæk-
ina hjá þeim í stórum stíl. En
þessar stöðvar voru allar litlar
og við það miðaðar að fólkið
hefði ljós og gæti eldað við raf-
magn. Nú er svo komið að þessar
byggðir, hreppamir fyrir austan
Mýrdalssand, hafa dregizt aftur
úr, og þannig eru þeir fyrstu
orðnir síðastir. Gömlu, litlu raf-
stöðvarnar þeirra hafa gengið úr
sér með árunum og eru hvergi
nærri orðnar fullnægjandi til að
mæta þeiæri rafmagnsþörf, sem
nú er orðin. Það yrði vitamlega
ákaflega dýrt að emdurbyggja
þessar stöðvar og hæpið að fást
mundi nóg afl, jafnvel þó beitt
væri nýjustu tækni við endur-
byggingu þeirra. Lækimir vilja
þverra, þegar þurrkar standa,
sérstaklega á vetuma þegar frost
eru, og þá yrði fólkið rafmagns-
laust.
Mér er kunnugt um það, að
fólkið í þessum hreppum bíður
nú í ofvæni eftir þvi að eitthvað
fari að gerast í þessum málum.
Rafvæðingu landsins á að verða
lokið árið 1970 og maður vonar
að svo geti orðið.
Þingsályktunartillaga,
Á þinginu þann 22. nóvember
1965, þá flutti ég ásamt þeim
Guðíaugi Gíslasyni og Sigurði
Óla Ólafssyni þingsályktunartil-
lögu um rannsókn varðandi lausn
á raforkuþörf Vestur-Skaftfell-
inga austan Mýrdalssands. Þar
segir: Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta rannsaka
til fullnustu, hvemig hagkvæm-
ast muni verða að leysa raforku-
þörf Vestur-Skaftfellinga, þeirra
sem búi austan Mýrdalssands,
og vinna að framgangi þess máls
svo fljótt sem auðið er.
f greinargerð segir enn frem-
ur: I Vestur-Skaftafellsisýslu eru
sjö hreppar, þar af tvedr fyrir
vestan Mýrdalssand, en fimm
fyrir austan Sandinn. Hreppam-
ir tveir í Mýrdal, Dyrhólahrepp-
ur og Hvammshreppur, hafa nú
fengið rafmagn frá Soginu. Hin
langa leið úr Mýrdalnum til
byggðauna austan sands er meg-
inorsök þests að raflínan er ekki
komin lengra en til Víkur. fbúar
sveitanna í austurhluta Vestur-
Skaftafellssýslu eru því mjög
afskiptir hvað raforku snertir
einkaistöðvar, sem reistar voru
og una því að vonum illa. Litlar
við bæjarlækina fyrir mörgum
áratugum allvíða á bæjiim í hér-
aðinu eru flestar orðnar mjög
úr sér gengnar og ófullnægjandi
með öllu. Sama máli gegnir um
díselstöðvar, sem menn hafa ver-
ið að koma upp hér hjá sér. Þá
eru og allmörg heimili, sem ekk-
ert rafmagn hafa, og er þeixra
hlutur vitanlega verstur.
Nú, þegar þessi þingsályktun-
artillaga var komin fram, þá
rauk Helgi Bergs upp til handa
og fóta. Ég flutti mína tillögu
22. nóvember, en 29. nóvember,
skrifstofusftjóra.
þá flytur Helgi Bergs frumvarp
til laga um rafvæðingu Vestur-
Skaftafellssýslu, þar sem hann
slær því föstu, að hrepparriir fyr-
ir austan Mýrdalssand skuli vera
búnir að fá rafmagn eigi síðar en
á árinu 1968, og frá Soginu.
Nú var mér kunnugt um það,
áður en ég flutti tillögu mína,
að fróðustu menn um þessi mál,
Ragnar Jónsson
þeir voru engan veginn vissir
um, að það væri 'heppilegasta
lausnin að fá rafmagnið frá Sog-
inu austur yfir Mýrdalssand, og
þess vegna flutti ég mína tillögu
í því foormi sem hún er. Það að
sérfræðingar um þessi mál, voru
ekki á einu máli um, að heppi-
legast yrði að fara með línuna
austur yfir sand, var fynst og
fremst vegna þess, hvað Mýrdals-
sandur er ákaflega ötryggur. Þar
geta komið stór jökulhlaup þó
ekki sé um gos að ræða, við
höfum reynt það. Og við vitum
það, að þegar allt byggist orðið
á rafmagni, þá veldur það stór-
kostlegri truflun að missa raf-
magnið, þó ekká sé lengur en í
nokkra klukkutíma, hvað þá þeg-
ar það skiptir dögum. Nú, svo
er þessi leið frá Vík og austur
yfir Mýrdalssand mjög löng og
raflínan mundi verða dýr.
Þessi tiilaga mín var sam-
þykkt á síðustu dögum þingsins
vorið 1966, og síðan skipaði raf-
orkumálaráðherra nefnd til þess
að rannsaka þessi mál. Nefndin
var skipuð eftirtöldum mönnum:
Jakobi Gíslasyni raforkumála-
stjóra, Eiríki Briem landsvirkj-
unarstjóra og Valgarði Thorodd-
sen rafmagnsveitustjóra ríkisins.
Þeissi nefnd fór austur í Vestur-
Skaftafellssýslu sumarið 1966 og
hélt þar fimd með hreppstjórum
og oddvitum hlutaðeigandi
hreppa. Síðan aflaði nefndin sér
ýtarlegra upplýsinga um tunrædd
byggðarlög, býli og búsetu og
annað slíkt, sem áhrif kynni að
hafa á rafvæðingu þessara sveita,
og auk þess lét nefndin gera
skýrslu um allar vatnsaflsstöðv-
ar, sem starfræktar eru á svæð-
inu, en þær munu vera um 50,
flestar gamlar og mjög lélegar.
Bndanleg greimargerð frá
nefndinni um þessi mál liggur
ekki enn fyrir, en hún vinnur
af kappi að álitsgerðinni, skilst
mér. En hlutverk mefndarinnar
er vandasamt og margs komar
útreiknimga þarf hún að gera.
Eftir því sem á horfist munu þrír
möguleikar koma til greina: Há-
spennulína frá Vík að Kirkju-
bæjarklaustri með dreifilínu út
um sveitimar, þ. e. Sogsrafmagn.
1 öðru lagi díselrafstöð á Kirkju-
bæjarklaustri, með dreifilínum,
og í þriðja lagi virkjun í Tungu-
fljóti í Skaftártungu með dreifi-
línum þaðan.
Ég held að mér sé óhætt að
fullyrða það, að virkjun í Tungu-
fljóti muni reynast miklu dýr-
ari en hinar leiðirmar tvær, hvor
sem farin kynni að verða.
Á þessu umrædda svæði fyrár
austan Mýrdalssand eru um 120
býli, og auk þess 13 aðrir raf-
magnsnotendur. Ég vil ekkert
fullyrða um, hver kosturinn
verður tekinn, en mér þætti ekki
ótrúlegt, að fyrst yrði reist disil-
rafstöð á Kirkjubæjarklaustri,
og það segi ég meðal annars
vegna þess, að eftir því sem ég
hef kynnt mér, þá mun þurfa að
verða þar vararafstöð þó að horf-
ið verði að því ráði að leggja raf-
línu auistur yfir Mýrdalssand. Og
þetta er mikið ódýrara, að mér
skilst, að leiða rafmagnið frá
díselstöð til að byrja með, og
þetta yrði vitanlega alveg full-
nægjandi fyrir fólkið þama. Raf-
magnsveitur ríkisins mundu
reisa stöðina og reka hana, og
rafmagnið yrði með sama verði
Og það væri, þó það yrði frá
Sogimu.
Ég get ekki fullyrt, hvenær
nefndin leggur fullnaðarálit sitt
fram, en hún hefur tjáð mér, að
hún vinni að því af fuUum krafti
og muni geta skilað áliti áður
en langt um líður, endanlegu
áliti.
Ég gat þess í uppha.fi þessa
viðtals, að ég liti á mig sem sér-
stakan fulltrúa Vestur-Skaftfell-
inga á framboðslistanum. Og ef
svo skyldá nú fara eftir þessar
kosningar, að ég yrði meira eða
minna inni á þingi, þá verður
þetta mál, rafmagnsmálið, það
mál, sem ég mun umsvifaiaust
fara að berjast fyrir, og ég mun
ekki hvarfla frá því fyrr en bú-
ið er að leysa það farsællega og
á viðunandi hátt fyrir fólkið. Og
það er óhætt að fuUyrða það,
að ég nýt í þessu máli stuðnings
allra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurlandskjördaemi
og Sjálfstæðisflokksins í heild,
ég held að á því sé ekki nokkur
vafi
Það mætti baeba því við hér,
að trúlegt er að innan tíðör
verði rafmagnið lagt aiustur yfir
Sand frá Soginu eða frá Búr-
fellsvirkjun, en mér fyndist ekki
ótrúlegt að díseLstöð á Kirkju-
bæjarklaustri yrði fyrsta lausn-
in.
Þá vil ég ennfremur segja
það, að ég er sannfærður um,
að ef sú ríkisstjóm sem nú er,
situr áfram eftir kosningar, þá
verða rafmaignsmál Skaftfellinga
leyst mjög fljótt. Og ég vil gjarn-
an geta þesis, fyrst við erum að
ræða um þessi mál, að ríkiis-
stjómin hefur unnið mjög vel
að þeim á undanfömum árum,
og því til sönnunar vil ég geta
þess, að afl almenningsrafstöðva
jókt á tímabilinu 1960—66 um
tæp 40%, og á sama tíma þá
lögðu rafmagnsveitur ríkisins
2000 kílómetra langar háspennu-
línur, og er það nærri 100%
aukning vegalengdar. Núna hafa
um það bil 97% þjóðarinnar raf-
magn, og ég held ég hafi tekið
það fram áðan að árið 1970 eiga
þau 700 sveitabýli, sem enn bafa
ekki rafmagn, að vera búin að
fá það.
Hvað 9e.girðu um það, Ragnar,
að við snúum okkur nú að sam-
göngumálunum í Vestur-Skafta-
felisisýslu?
Samgöngumálin.
Samgöngumálin hafa alitaf
verið nokkuð erfið í Vestur-
Sfeaftafellssýslu. Héraðið er
þannig, það er skorið eundur
af söndum, hnaunum og jökul-
vötnum. En undanfarið hefur
verið unnið geysilega mákið að
samgöngubótum, svo að í þeim
efnum hefur gerbylting átt sér
stað. Það er búið að brúa eigin-
lega allar ár, og margar þessar
brýr eru nýjar. En þó er það
svo, að brúin á Jökulsá á Sól-
heimaisandi, sem byggð var 1921
og 22, og ýmsir héidu á sinum
tíma að alls ekki gæti staðið, að
hún er nú að gefa sig og hefur
bilað núna með stuttu millibili
tvisvar sinnum, oem efcki er
reyndar óeðlilegt, því að stöpl-
arnir eru steyptir þama ofan í
auriinn, og menn höfðu engin
tæki til að retoa niður staura
undir stöplana eins og nú er gert,
heldur var aðeins grafið eitt-
hvað ofan f aurinn, og þar er
reyndar ótrúlegt hvað brúin hef-
ur lengi staðið, En nú er svo \
komið að hún getur bilað hve-
nær sem er, og þá eru allar sam-
göngur við sýsluna á landi lok-
aðar.
Var það ekki þessi brú, sem
bilaði núna í vetur?
Jú, hún bilaði í vetur. Og hún
verður endurbyggð núna í sum-
ar, og áætlað er að það verfe
muni kosta 12 milljónir króna.
Svo er önnur brú, & Eldvatnl
í Sfeaftártungu, sem byggð var
í fyrra, mjög glæsileg brú, það
tókst svo illa til með hana að
hún hrundi ofan í vatnið, vegna
þess að undiretöður grófust I
sundur. Hún er byggð á hraiuni
og miðstöpullinn stóð á hraun-
kletti miklum, sem þaroa hefur
staðið síðan í Skaftáreldum og
engum datt í hug að mundi
bresta, enda er brú lengi búin
að vera þarna, og hún hefur
staðið áf sér aJLa vatnavexti og
allar hamfiarir, gamla brúin. En
svo var hún orðin ónýt, og það
var byggð þaroa mikið voldugri
hrú. Og þá geriist það í hlaupi f
vetur,að þessi stöpull sópast f
burt og enn fremur hrauriið, sem
eystri endd brúarinnar var
byggður á, brotnaði niður. Það
kom í ljós, að hraunið hefur
runnið þarna yfir mjög þykkt
jarðlag, og þegar vatnið kemst
undir hraunið þá sópaist jarð-
vegslagið burt og hraunjaðar-
inn brotnar undan brúarsporð-
inum. Þessa brú verður að end-
urbyggja í sumar, og hún er
áætluð þrjár milljónir króna.
Svo eru tvær brýr aiustur f
Fljótshverfi, sem eru orðnar
gamlar. Það er brúin á Hvertis-
fljófii, hún er núna á vegaáætlun
og á að byggjast 1968, og svo er
önnur minni brú á Brunná, sem
er nauðsynlegt að endurbyggja,
en það er ekki stórt mannvirkL
Brúin á Geirlandsá, var byggð
úr timbri á stríðsárunum af
vanefnum, og það er aðkallandi
að byggja hana á næstu árum
líka.
En hvað segir þú um tengingu
vegarins kringum landið sunnan
jökla? Heldur þú að það sé fram-
kvæmanlegt fyrirtæki?
Hringbraut um landið.
Vegurinn sunnan jökla.
Eftir þvi sem verkfræðingar
vegamálastjóra, sem fylgzt haifa
með Skeiðarársandi, segja mér,
þá mun þetta vera orðið fram-
kvæmanlegt. Nú er verið að brúa
Jökulsá á Breiðamerkursandi og
því verður lokið í sumar. Þá er
eiginlega búið að ryðja úr vegi
öllum farartálmum austan að,
og er þá orðin greið leið austain
úr Hornafirði alla leið vestur
að Skeiðarártsandi. Nú, á Skeið-
arársiandi eru vatnsföll, sem eru
viðsjál. Núpsvötnin vestast, þaiu
hafa hlaupið oft, en á síðari ár-
ur virðast þaiu vera hætt að
hlaupa eða að minnsta kosti virð-
ast hlaupin ekki lengur vera
neitt hættuleg, og verkfræðing-
arnir telja að það sé ekkert
stórvirká að brúa þau og halda
þeim nokkurn veginn í símum
farvegL Svo er kvísl, sem
heitir Súla, hún er þarna austar
á siandinxim, og hefur verið að
hlaupa, en er nú meimlaus, jöte-
ixllinn hefur verið að ganga sam-
an og hlaupin eru orðin miklu
minni en þau voru áður. Svo
er Sandgígjukvísl, hún virðist
vera orðin alveg í föstum far-
vegi. En náttúrlega er Skeiðará,
sem er og verður mesta vanda-
málið. Hún hleypur annað kast-
ið og þá á hún það til að breyta
jafnvel um farveg. Hún hljóp I
fyrra, en það hlaup var ektei
svo mikið, eftir því sem verk-
fræðingamir segja mér, að það
befði verið hættulegt fyrir brýr.
Mér hefur líka verið tjáð það af
kunnugum mönmtm, að jöfcullinn
hafi gengið það mikið saman —
Skeáðarárjökull, að ekki sé lítet
því eins mikil hætta á því og
áður, að ám hkuupi hingað og
þangað undan jöklinum, — hún
komi nokkum veginn orðið und- :
Framhald á bls. 23