Morgunblaðið - 25.10.1967, Side 1

Morgunblaðið - 25.10.1967, Side 1
28 SÍÐIJR 54. árg. 242. tbl. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1907 Prentsmiðja Morgunblaðsins EINS og- Mbl. skýrði frá í gær kom upp eldlur í vélbátnum Straumnes SH 109, þegar báturinn var að veiðum á Breiðafirði isl. laiugardag. Tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins og sökk Straumnes um 8 mílur úti af Elliðaey. Hér er Straumnes i ljósum logjum nokkru áður en báturinn tók að sökkva. Á blls. 3 í dag birtir Mbl. myndaröð, sem sýnir Straumnes hverfa í djúpið. (Ljósm.: Leif Bryde loftskeytam.) „Samvizkulaus afbrotamaður" Berlín, 24. okt. (NTB) TALSMAÐUR austur-þýzku ör- yggisiþjónustunnar skýrir frá þvi í dag að maður sá, sem flýði í fyrri viku yfir til Vestur- Þýzkalands og Bandaríkjamenn sögðu vera háttsettan starfs- mann sovézku leyniþjónustunn- ar, sé í rauninni þekktur, þýzk- fæddur glæpamaður. Öryggisþjónustan boðaði til blaðamannafundar í Austur- Berlín í dag til að skýra þett.a mál, og sagði talsmaðurinn að flóttamaðurinn, sem bandaríska utanríkisráðuneytið sagði vera Evgeny Runge ofursta, væri eng inn annar en Eugen Runge, „samvizkulaus afbrotamaðiur", þýzk-ættaður, og hefði til skamms tíma búið í Austur- Berlín undir nafninu Willi Gast. Sagði talsmaður öryggisþjón- ustunnar að bandaríska leyni- þjónustan hefði dregið Runge „eins og fuglinn Fönix upp úr öskunni“ til að réttlæta hand- tökur fimm manna í Bonn, sem haldið væri fram að væru félag- ar í sovézkum njósna'hring. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið tilkynnti hinn 16. þ.m. að Runge ofursti væri kominn til Framhald á 'bls. 21. Jones í fangelsi New Jersey, 24. okt., AP. LEIKRITASKÁLDIÐ Leroi Jones var handjárnað fyrir rétti í Morristown í dag og varpað í fangelsi fyrir mótþróa og virð- ingarleysi, sem hann sýndi dóm- Stórtjón Egypta við Súez-skurð — ísraelsmenn eyðileggja tvær olíustöðvar Egypta — Egyptar segjast hafa eyðilagt ísraelska orrustuþotu og 4 skriðdreka — S opnahlé komið á Tel Aviv, Kaíró, Washington, 24. okt. (AP—NTB). it EFTIRLITSNEFND Sam- einuðu þjóðanna tókst að koma á vopnahléi við Súez- skurð síðdegis í dag eftir að Egyptar og fsraelsmenn böfðu háð harða stórskota- liðsorustn þar í þrjár klukku- stundir. it ísraelsmönnum tókst að eyðileggja tvær stórar olíu- hreinsunarstöðvar hjá borg- inni Súez við suðurenda Thomson til Rhodesíu skurðarins, en í stöðvum þessum hefur verið unnið um 80% þess niagns af brennslu- olíu og benzíni, sem notað er í Egyptalandi. Er þetta því mikið áfall fyrir efnahag Egypta. it Egyptar segjast hafa skot- ið niður ísraelska orustu- þotu af Mirage-gerð og hæft fjóra af skriðdrekum ísraels- manna. it Frá Washington bárust fregnir í dag um að Banda- ríkjamenn hefðu ákveðið að hefja á ný sölu ákveðinna og takmarkaðra tegunda vopna til ísraels og fimm Araba- ríkja, þó ekki til Egypta- lands. Átökin við Súez-'skurð hófust að þessu sinni klukkan 14,30 eftir staðartíima, og kennir hvor hinum um upptökin. Israels- menn segja að Egyptar hafi hafið skotihríð frá íallbysisu'virkj um í Port Ibrahim, hafnarhverfi Súezborgar. Svöruðu ísraels- menn með ákafri skothrið úr fallbyssum og sprergjuvörpumi. og beindu skiotum sínum aðal- lega að olíuhreinsunarstöðvunum tveimur, sem brátt stóðu í björtu báli. Stöðvar þessar eru báðar eign egypzka ríkisms, og þang- að barst óunnin olía frá egypzk- Framhald á bls. 21. urum og kviðdómendum. Jones, sem er blökumaður, er ákærður fyrir að hafa ásamt öðrum, egnt til kynþáttaóeirðanna miklu í Newark í sumar. Jones sagði fyrir réttinum, að hann vildi ekki láta hvíta menn dæma sig. Hann sagði, að þetta væri ekki réttlátur dómstóll og dómararnir væru ekki hæfir til að rannsaka mál sitt. Orðrétt sagði Jones: „Þið eruð ekki bræð ur mínir, þið eruð kúgarar mín- ir. Ég vil ekki verða dæmdur fyr ir þessum kengúrurétti. Ég er farinn". Að svo mæltu hélt hann til dyra, en var handtekinn áður og settur bak við lás og slá. Jones er m.a. ákærður fyrir að hafa borið vopn án leyfis í Newark. Réttarhöldin yfir honum voru færð frá Newark til Morris- town, að beiðni lögfræðinga hans, er óttuðust, að hann mundi ekki fá hlutlausa kviðdómendur þar í borg. Fundinum í Luxembourg lokið Bar ekki tilætlaðan árangur Lundúnum, 24. okt. — AP FORSÆTISRÁÐHERRA Stóra- Bretlands, Harold Wilson, lýsti því yfir í dag, að Bretar mundu ekki láta hræða sig frá að reyna að fá aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu, jafnvel þótt tilraun irnar sæktust erfiðlega. „Við er- um reiðubúnir til samningavið- ræðna nú“, sagði Wilson. Hann skýrði frá því, að George Brown, utanríkisráðherra, mundi skýra nánar frá þessum tilraunum, þeg ar hin neikvæða afstaða Frakka á ráðherrafundi EBE-landanna í Luxembourg, hefur verið rann- sökuð. Wilson bætti því við, að hann vildi að það kæmi ljóst fram, að umsókn Breta um að- ild að EBE væri í undirbúningi og mundi halda áfram að vera það. Ráðherrafundinum i Luxem- bourg lauk síðdegis í dag og þykir ekki hafa heppnast eins Framhald á bls. 21. Lundúnum, 24. okt., AP. WILSON, forsætisráðherra, skýrði frá því á þingi í dag, að samveldismálaráðherrann Ge- orge Thomson, mundi leggja af stað til Afríku í kvöld og ef til vill hitta að máli forsætisráð- herra Rhódesíu, Ian Smith. Wil- son sagði, að Thomson mundi því aðeins ræða við Smith og aðra leiðtoga Rhódesíu, að Sir Humphrey Gibbs, landsstjóri, mælti með því. Thomson mun í för sinni hitta að máli forseta Kenya, Jomo Kenyatta, forseta Malawi, Hast- ings Banda, og forseta Zambíu, Kenneth Kaunda. — Hann mun væntanlega fara til Salisbury 8. næsta mánaðar. Varð 6 manns að bana í morðæði Lockhaven, 24. okt. AP-NTB ÆÐI rann á fertugan hand- iðnaðarmann, Leo Held, í gær, þar sem hann vann í pappírsverksmiðju í smáborg inni Lockhaven í Pemnsyl,- vaníu-fylki, og varð hann sex starfsfélögum sínum að bana í æðinu. Held er fjögurra barna faðir og er honum lýst sem hversdagslega rólyndum manni. Ileld starfaði á tilrauna- stofu verksmiðjunnar. í gær- morgun mætti hann til vinnu sinnar með tvær skammbyss- ur, sem hann leyndi innan- klæða. Fyrirvaralaust dró hann upp skammbyssurnar og skaut til bana fimm sam- starfsmenn sína og særði aðra fjóra. Síðan ók hann til flugvall- ar í nágrenninu og skaut þar á og særði nágranna sinn, sem hafði ekið honum til vinnu um morguninn. Eftir það réðst hann inn á heim- ili kunningjafólks síns, Quiggle-fj'ölskyldunnar. Heim ilisfaðirinn reyndi að varna •honum inngöngu en Heid skaut hann þegar til bana og særði síðan konu hans al- vaTÍega. Tugir vopnaðra lög- reglumanna voru þá komnir á vettvang og veittu þeir Held eftirför út á óbyggt svæði við flugvöllinn og neyddu hann þar til uppgjafar. Skot úr rifflum lögreglunnar lentu í handleggjum og kviði Helds, og liggur hann nú milli heims og helju í sjúkrahúsinu í Lockhaven ásamt sex mikið særðum fórnarlömbum sín- uim

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.