Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, 3UNNUÐAGUR 22. DESEMBER 1968 27 Gandreið á kúlupenna og ritvél (Vegir e&a vegleysur og óhófseyðsla á almannafé) 'Þa.'S er mjög eðlilegt, að fó'lk almennt, finmist gott og jafnvel nauðsynlegt, að hafa góðar og „varanlegar" götur í sínu byggð arlagi. Þá þykir og sjálfsagt, að vel lagðar gangstéttir séu beggja vegna við slíkar götur, Ekki kemur mér til hugar að lasta slíkar framkvæmdir, því að þær eru óhjákvæmilegar í nútíma þjóðfélagi, sem ekki vill teljast vanþróað. En mér hefur alltaf skilizt, að umræddar fram kvæmdir séu ákaflega kostnaðar samar og að hinn almenni borg- ari greiði þann kostnað, með sköttuim sínum og öðrum álögum. Á hann því heimtingu á, að slík verk séu unnin með eins mikiili vandvirkni og samvizkusemi og kostur er. Öll aukaútgjöld, vegna vanrækslu og sviksemi, eru jafn an illa séð af almenningi, sem alltaf verður að borga brús- ann, þegar í raunir rekur. Það á ekki að véra hægt að léggja endalaust hærri skatta og þyngri álögur á borgarana vegna óráð- siu bæjar- og sveitarfélaga ífjár má'lum. En hvernig er á þess- um málum haldið hér á landi víðast hvar? Ekki þarf annað en líta í kringum sig, með opin augu, til að sjá að víða er pott- ur brotinn í þessu efni. Og vegna þess, að ég hef til umráða góða sjón, sæmilega skynsemi, heilan kúlupenna og nothæfa ritvél, þá ©tla ég að nota þetta allt til að koma hugsunum mínum á fram færi og vona að þær veki sem flesta til íhugunar: Fyrst langar mig til að vita, hvað hinn al- menni borgari kállar varanlega vegi? Er það vegur, sem með stórvirkum vélum er balbikaður í ár og kostar tugi milljóna, en er orðinn eins og versti fjalla- vegur eftir 2—3 ár? Ekki þarf anniað en kíkja á veginn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar til að sjá það, sem margir kalla „varanlegan veg“. Þrem árum eftir að slitlagið er sett á hann, er hann orðinn eins og skóræfl- ar, sem eru í stöðugri sólningu. Hvað skyldi verkið hafa kostað mikið á sínum tíma og hvaðan skyldi það fé hafa upphaflega komið? Þessu getur hver bjáni svarað, án nokkurra erfiðleika. En hver skyldi vilja axla á- byrgðina á slíkum gjörðum? Ætli menn hafi ekki tilhneigingu til að vísa hver frá sér, þegar í ó- efni er komið? Segja má, að það séu mannleg viðbrögð. En í þvi sambandi kemur mér í hug það, sem kona ein sagði við mann sinn: „Það eru nú ljótu vinnu- brögðin hjá þessum klæðskerum nú til dags. Þetta er í sjöunda sinn, sem ég sauma þessa tölu á írakkann þinn“J Já, það getur oft verið þægilegt, að koma eigin mistökum yfir á annarra herðar. Hvernig skyldi sttanda á því, að Fjarðargatan í Hafnarfirði, sem malbikuð var með ærnum kostnaði, fyrir rúmlega tveimur árum, er nú orðin eins og stag- bætt netadrusla? Það stafar með al annars af því, að daginn, sem slitlagið var lagt, rigndi meira en venjullega. Var það furða, þótt mér blöskraði slík vinnu- brögð og slík sóun á almanna fé? En mér var sagt, að þar í bæ hefðu bæjarstjórnarkosning arnar staðið fyrir dyrum og skyldi þessu verki ljúka fyrir þær. Hafa bæj'arsitjórnir óbundn ar hendur um, hvernig fé al- mennings er sóað? Skyldi sá frambjóðandi hafa fallið í áliti hjá kjósendum sem hefði láttið þau boð út ganga,“ — að því miður væri ekki, vegna veðurs, hægt að ljúka við malbikun FjarðargötunnEir fyrir umrædd- ar kosningar, en verkinu haldið á)^am, strax og veðurskilyrði yrðu bagstæð —“? Ég efast um, að nokkur maður hér á landi $é svo ríkur, að hann hafi efni á að svara þessu neitandi. Ef þa- nig hefði verið að farið, -er 'ékki ó'líklegt, að Fjarðargatan væ' i enn sem ný. Pétur Káraison í Innri-Njarð- vík, sem í fjöilda ára hefur set- ið á malbikunarvél Aðalverktaka og hefur all mikla reynzlu í öllu, sem að malbikun lýtur, hef ur tjáð mér, að ef malbik á að endast eitthvað að ráði, verði, þótt undirvinnan sé fyrsta fiokks að leggja slitlagið í þurru og heitu veðri og því endingarbetra verði það, sem hitastig veðurs- ins sé minna undir 15 gráðum á C. Séð það hins vegar tagt £ rigningu eða kulda, (jafnvel í frosti, eins og stundum á sér stað), verði það aldrei lengi við lýði og er það mjög trúlegt. Ekki er „potturinn" heilli hér í Keflavík en annans staðar á landinu, né handvömmin minni. Á undanförnum árum hafa marg ar götur hér verið endurbættar með malbikun, sem þó hefur enzt ver en skyldi. Geri ég ráð fyrir að fyrirhyggja hafi ekki alltaf verið fullkomin, né alla jafnan malbikað við beztu aðstæður. Hafa Aðalverktakar yfir'leitt séð um þessar framkvæmdir fyrir bæ inn, enda eru þeir búnir full- komnum tækjum till slíkra verka og hafa orðið mikla reynslu á þessu sviði. Heyrt hef ég, að gleymzt hafi að taka það fram í samningum, að umræddir verk takar væru skaðabótaskyldir gagnvart tjóni, sem þeir yllu við umræddar framkvæmdir. Ef þetta er saJtt, lendir það á bæn- um (okkur íbúunum), að greiða fyrir þau mistök, sem kunna að verða og eru jafnan talsverð slíkum framkvæmdum samfara. Á liðnu sumri voru margar göt- ur endurbættar hér í Keflavík og þá aðallega með svo kal'iaðri olíumöl, sem lítil reynsla er kom in á enn, fyrir íslenzka sbaðhætti og veðurfar. Hefur mér skilizt, að hún sé talsvert ódýrari en malbikun, en vafalaust miklu endingarminni, miðað við að mal bik sé lagt við beztu skilyrði. En svo hef ég einnig heyrt, að lagning olíumáiarinnar sé bráða birgða ráðstöfun, sem síðar verði malbikað yfir. Væri betur, ef það drægist ekki lengur en til næsta sumars og fyrr má það ekki ger- ast, því að sumarið er eini heppi iegi tíminin til malbikunar og þá í þurru og hlýju veðri. Hvernig skyldu vinnubrögðin hafa verið við þessar framkvæmd ir á liðnu sumri? Jú, það var skipt um jarðveg (að sjálfsögðu) í öllum götunum og til þess not- aðar stórar jarðýtur og aðrar þungavinnuvélar. Grafið var nið ur á fast og jarðveginum ekið burt. Síðan var fylit upp aftur með möluðu grjóti o.s.frv. En nokkrum dögum eftir að gengið hafði verið frá götunum og þær opnaðar ti'l umferðar, var byrjað að grafa þær upp aftur.á einum eða fleiri stöðum. Hvernig skyldi standa á því? Sennilega hefur það ekki hvarflað að ýtustjóran- um á sínum tíma að skólpleiðslur frá húsum gætu legið út í göt- urnar. Og þótt hann nú vissi það, hefur hann sjálfsagt ekki látið sér til hugar koma, að slík- ar leiðslur væru svo veikbyggð ar, að þær þyldu ekki átakið, sem tönnin á 9 tonna jarðýtu veitir. En að öllum líkindum hef ur hann hvorugt vitað, því að öðrum kosti hefði hann, sem einn af skattþegunum, farið að öllu með gát og þá um leið sparað bæjarfélaginu ærin auka útgjöld, sem uppgröftur gatna að nýju hlýtur að hafa í för með sér. Látum nú vera, þótt skólprör- in brotni í slíku jarðraski, sem á hefur verið minnst. En að at- huga það ekki og lagfæra ef með þarf, áður en götumar eru fylltar upp aftur, það er óaf- sakanlegt kæruleysi. Það er varla hægt að ætlast til þess, að verk stjórarnir séu með nefið niður í öllu eða sitji á ýtutönninni á með an hún vinnur, til að sjá um, að spjöll séu ekki unnin á ýmsum leiðslum, sem í götunum leynast. En ekki væri til of mikils ætlast þótt þeir athuguðu gaumgæfilega hvort eitthvað hefði gengið úr skorðum, áður en endurbygging gatnanna hæfist. Hlerað hef ég, að fyrir hreina tilviljun hefði húseigandi við eina af þessum lendurbættu götum tekið eftir (því, að þrjú af skólprörunum frá húsi hans, (sem reyndar er fjög )urra íbúða raðhús, með sameigin legri skólpleiðslu), voru brotin í tgötunni og ef hann hefði ekki Jhaft orð á því.við umráðamann Jverksins, mátti búaat við, að þar Jhefði skapast grundvöllur fyrir Jöðrum uppgreftri síðar. Svona ýinnubrögð er aldrei hægt að fela til lengdar, því að „blóð- tappi í æðakerfi skólpsins" seg- ir fljótlega til sín, með fyrir- sjáanlegum afleiðingum. Að sjálfsögðu voru búin til niðurföll (6“ steinrör) með vissu millibili beggja vegna við göt- umar. En hvemig var svö geng ið frá þessum niðurföllum, aem eiga að fyrirbyggja, að þegar stórrigningar ganga yfir, verði göturnar ekki eins og útisund- lauga? Því miður voru ekki til varanlegar ristar í öll opin, þeg- ar slitlagið var lagt og hvað var þá tekið til bragðs? Voru notaðar bráðabirgða ristar eða hreinlega settir tappar í opin? Nei, ekki aldeilis! Séu niðurföll in í Faxabrautinni, milli Sunnu brautar og Hringbrautar athug- uð, kemur í ljós, að blessuðböm in í nágrenninu hafa útilokað, að skrattinn eða aðrir óvættir Framhald á bls. 28 HilEIEIElEIGjElblblEIElEjtalljlElulLjitjHjlGlElElEIElbiljlElElElElBIBI ig ig 13 / 13 jgNYTT! frá Bretlandi | |Rafmagnorgelid l^—ilijlnphnræ g 13 ‘ jg ★ Mö tengja vid útvarp eda magnara ★ ★ Tvær stillingar - „vibrato”-MM/VlH— 13 n,flat” jg ★ ★ ★ Fer eins og eldur ! sinu um allt Bretland 13 H Hliódfœri 13 | unga fólksins ratsiahe J3 .............. LAUGAVEGI 47 SÍMI T1575 13 EIilslslslslsIsIsIslEÍIslIiIalslstiiIsIsEilslsIsIIiIsliiiSlsIlIB B 13 19 13 13 13 13 13 13 13 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.