Morgunblaðið - 04.01.1969, Page 13

Morgunblaðið - 04.01.1969, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1969 13 Vestur-Þjóðverjar fylgj- andi inntöku Breta í EBE en vináttan við Frakka er mikilvœgari YFIRLEITT eru Vestur-Þjóðverj ar því eindregið fylgjandi, að Bretar fái inngöngu í Efnahags- bandalagið. Vinátta Frakka er þó Vestur-Þjóðverjum enn mikil- vægari og það er ein helzta ástæðan fyrir því, að Frökkum hefur tekizt að koma í veg fyrir inngöngu Bretlands í EBE. Þetta kom m. a. fram í erimdi. sem dr. Alexamder von Hase flutti fyrir nokkru á hádegis- verðarfundi hjá félögunum Varð- bergi og Samtökum um vest- ræna samvinnu. Taldi hann, að sú skoðun væri útbreidd í Vest- ur-Evrópu, að Bandaríkjamenn myndu ekki vilja grípa til kjarnavopna, ef Rússar réðust á Vestur-Þýzkaland, höldur beita þar öðrum venju'legum nútíma- vopnum. Þetta væri sennilega ein helzta ástæðan fyrir við- leitni Frakka til þess að koma upp eigin kjarnavopnum, sem þeir hefðu til þe&s að hræða Rússa frá hvers konar árás á Vesrtur-Evrópu. Frakkar myndu þá ek'ki hika við að beita þess- um vopnum, því að þar yrði um að ræða baráttu upp á líf og dauða fyrir þá sjálfa, en ekki er víst, að Bandaríkjamenn myndu líta svo á, hvað sjálfa sig snerti. Enda þótt Vestur-Þýzkaland væri efnahagslega sterkara en Frakkland, þá hlyti Frakkland óhjákvæmilega að hafa forys’t- una í Efnahagsbanalaginu á undan Vestur-Þjóðverjum og væru ástæðurnar fyrst og fremst þessar: 1. Nazistafortíð Þýzka- lands, 2. Skipting Þýzkalands, 3. Berlín. Frakkland ætti ekki við vanda mál svipuð þessum þremur að glíma og því væru Frakkar í allt annarri og betri aðstöðu til póli- tísks forystuhlutverks í Vestur- Evrópu nú en Vestur-Þýzka- land. Dr. von Hase gerði grein fyrir stöðu stórveldanna nú á dögum og sagði þar m. a., að rúm, iðn- aður og mikill mannfjöldi væru einkenni og forsendur stjórvelda nútímans. Stórveldi 19. aldiarinn- ar, Bretland, Frakkland og Þýzkaland fullnægðu þessum þremur forsendum ekki og það væri ástæðan fyrir því, að þau væru 2. flokks stórveldii nú. Banidaríkin og Sovétríkin hefðu öll þessi þrjú skilyrði til að bera í ríkum mæli. Kína réði yfir miklum mannfjölda og stóru landsvæði. þegar öiflugur iðmaðui væri kominn þar á fót, sem vel gæti orðið fyrir lok þessarar ald- ar, yrði Kína vafalítið eitt mátt- ugasta stórveldi heims. í viðtali við blaðamann Morg- unblaðsins eftir fundinn rifjaði dr. von Hase upp uppreisnartil- raun þá, sem gerð var gegn Hitl- er 20. júií 1944, en faðir hans, Paul von Hase, sem var yfirher- stjóri í Berlín, var tekinn af lífi fyrir þátttöku í tilrauninni og fleiri náir ættingjar. Sjálfur var Alexander von Hase sem þá var 19 ára, settur í fangelsi og bróðir hans yngri, sem þá var aðeins 7 Dr Alexander von Hase. ára, var settur í fangabúðir naz- ista. Var Alexander hafður í SS fangelsi í Berlín Moabit og telur hann það undur, að hann skyldi lifa hinar skelfilegu loftárásir á borgina, því að aldrei var farið með fangana í fangelsinu í loft- varnabyrgi, er loftárásir dundu yfir. SS verðirnir flýttu sér þangað sjálfir.en skildu fangana eftir í læstum klefum og létu þar að auki þá von í ljós, að yrði fangelsið fyrir sprengju, sem kom fyrir hvað eftir annað, þá yrði það til þess að granda föngunum. Á milili þeirra, sem að upp- reisnartilrauninni stóðu, Dg Vest urvaldanna hafði verið komið á sambandi, þannig að Allan Dull- es, yfirmaður njósnakerfis Banda ríkjanna í Evrópu, viss’i um fyr- irhugaða uppreisnartilraun og enn fremur, að þeir, sem að henni stóðu, vildu gefast upp fyr ir Vesturveldunum. Skyldd bar- dögum hætt stig af stigi, þannig að fyrst skyldu Þjóðverjar hverfa burt úr Frakklandi, en Vesturveldin hætta loftárásum á Þýzkaland. Uppgjöfin fyrir Vesi urveldunum átti ekki að verða skilyrðislaus. Þannig var hún bundin því, að Rússar fenigju ekki að ryðjast inn í Mið- Evrópu. Áætlun uppreisnarmanna varð andi Þýzkaland var fyrst og fremst þessi. 1. Tekið skyldi aftur upp rétt- arfar í landinu, sem byggðist á lögum og rétti. 2. Fangabúðir nazista skyldu lagðar niður og föngum þar veitt frelsi. 3. Ríkisleynilögreglan, Gesta- po, skyldi handtekinn og sömu- leiðis yfirmenn SS. a 4. Nazistaflokkurinn skyldi leystur upp. 5. Frjálsar kosningar skyldu fara fram í landinu. Afleiðing- arnar af þessu hefði það náð fram að ganga, hefði m. a. verið: Óeirðir við kínverskt sendirdð 1. Samkomulag hefði tekizt með Þjóðverjum og Vesturveld- unum. 2. Rússum hefði ekki tekizt að vaða inn í Mið-Evrópu og gera hana að áhrifasvæði sínu. 3. Þýzkaland hefði verið gert að lýðræðisríki. 4. Þýzkaland hefði gengið í bandalag með frjálsum ríkjum Evrópu, en hugmyndir svipaðar hugmynd Roberts Schumanns um sameiningu Evrópu efnahags lega og stjórnmálalega voru mik ilvægur þáttur í fyrirætlunum uppreisnarmanna. Sagði dr. Alexander von Hase að lokum, að það hefði verið s'kammsýni, að neita boði upp- reisnarmanna, en það var gert af hálfu Vesturveldainna. Fyrir bragðið varð miklu erfiðara um vik um alla andstöðu gegn Hitl- er, Hefði þettá náð fram að ganga, liti Evrópa allt öðru visi út nú, s’em hverjum manni mætti vera augljóst. Kommúnisminn hefði ekki náð að breiðast út til Mið-Evrópu og löndin þar myndu ekki vera það stórveldi sem þau eru nú. Nýju Delhi 30. des. NTB TÍBETANSKIR flóttamenn réð- ust í dag inn í kínverska sendi- ráðið í Nýju Delhi á Indlandi og gerðu þar mikinn óskunda, brutu húsgögn og skrautmuni og að minnsta kosti einn starfs- manna sendiráðsins hlaut nokk- ur meiðsl. Lögregla kom fljótlega á vett- vang og reyndi að fjarlægja ó- eirðaseggina, sem reyndu árang- urslaust að rífa niður kínverska fánann á byggingu sendiráðsins. Fyrr í dag hafði verið efnit til almenns mótmælafundar á öðrum stað í borginni til að láta í ljós andúð á kjarnorkusprengjutil- raun Kínverja fyrir nokkru, en tíbetönsku flóttamennirnir tóku sig síðan út úr hópnum og héldu til sendiráðsins. Flóttamönnum í Evrópu fjölgar Obeiserver/Max Wilde. SÍÐAN Rússar hernámu Tékkóslóvakíu í ágúst síðast- liðnum hefur Flóttamanna- nefnd Evrópulanda verið beð- in um hjálp til handa fleira fólki en nokkru sinni síðan uppreisnin var gerð í Ung- verjalandi fyrir tíu árum. Nefndin, sem nýlega sat sitt 29. þing í Genf gerir ráð fyrir að hjálpa um 80 þúsund mann eskjum að flytja búferlum á næsta ári, þar af verða 48 þús. flóttamenn. Bretland, sem fylgdi fordæmi Svíþjóðar og Frakklands á síðasta ári og sagði sig úr nefndinni, því það leit út fyrir að fólksflutn- ingar væru að minnka, hug- leiðir nú aðstoð við flótta- menn frá Tékkóslóvakíu, sem eru aðallega í Austurríki, Vestur-Þýzkalandi og Sviss. Flestir þeirra vilja flytjast til Ástralíu, Suður-Afríku, Kanada og Bandaríkjanna. I lok þessa é,rs mun nefndin hafa hjálpað 4.500 Tékikósló- vökurn að komast frá Eivrópu, og gert er ráð fyrir að 10 þús- und bætist við á áriinu 1969. Formaður nefndarinnar, B W. Havemánn, segir þó að þessi tala geti stórhækkað, ef stjórn málaástandið breytist til hins verra. Annað flóttamannavanda- mál, sem nefndin hefur með að gera, og sem lítið er vitað um almennt, er stöðugur straumur Kúbumanna til Spánar. Flóttamenn þaðan eru um 800 á mánuði, og flestir vilja komast til Bandaríkj- anna og nú 16 þúsund í við- bót, sem hafa fengið vegabréf til Spánar í Havana, eru væntanlegir á næstu mánuð- um. Nefndin fær líka sífellt fleiri hjálparbeiðnir frá fólki í öðrum austurevrópulöndum en Tékkóslóvakíu, og einnig frá fólki sem tilheyrir þjóð- leguim og trúarlegum minni- hlutum í löndum nær og Norður-Afrífcu, „Eðlilegir“ fólksiflutningar frá Evrópu eru einnig að aufcast og — fyrir utan Suður- Ameríkuáætlunina — verða þeir yfir 25 þúsund sem flytj- ast búferlum á þessu ári. Sér staklega varð vart við aukn- ingu í Grifcklandi, og á Ítalíu ef talin eru með fórnarlömb jarðs'kjálftanna miklu á Si'kil- ey, 1967. Þau lönd sem aðal- lega er flutt til eru Ástralía, og Suður-Afríka þar sem bú- seta hefur verið auðvelduð. Sérstök áætlun var gerð fyrir Suður-Afríku, og miðar hún að því að fá þangað menntaða og sérhæfða Evrópu búa, sem geta hjálpað efna- hags- og þjóðfélagslegri þróun áleiðis. Nefndin hefur þegar fengið rúmlega 20 þúsund um- sóknir á þessuim grundvelli. Á þessu ári er vitað um rúm- lega 1500 sérhæfða Evrópu- búa sem hafa flutt til Suður- Amerífcu. Eftir sjö ára starf, hefur nú Haveman, sem er Hollending- ur, sagt af sér formennsku og í stað hans hefur verið valinn John F. Thomas, frá Bandaríkj unum. Hann er sem stendur forstöðumaður Flóttamanna- deildar bandarísku hjálpar- stofnunarinnar í Vietnam, þar sem hann reynir að finna bót á vandamáluim 1200 þúsund flóttamanna S/ys um borð í togara NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, sem Guðjón Jónsson, sjómaður, Reykjavík, höfðaði gegn Bæjar- útgerð Reykjavíkur til innheimtu skaðabóta, er hann taldi sig eiga rétt á, vegna slyss, er hann varð fyrir um borð í einum af tog- urum BÚR. Málavextir eru þeir, að þriðju daginn 11. september 1962 var B.V. Skúli Magnússon að veið- um á Nýfundnalandsmiðum og var Guðjón Jónsson, stefnandi málsins, að störfum á þilfari. Hafði hann verið skipverji á tog- urum af og til í 4 ár., Er verið var að taka inn bakborðsyörpu skipsins, vildi það til, að með hemni komu upp gamlar netakúl- ur, er vafizt höfðu utan uim róp- keðjuna. Er kúlurnar komu upp á borðstokkinn, sprungu a.m.k. tvær þeirra og lentu brot úr þeim í vinstri hendi stefnanda. Hlaut hann af því meiðsli á hendi og brotnaði litli fingur. Þegar eftir slysið var búið að sárum stefn- anda og var hann frá vinnu það sem eftir var ferðarinnar. Komst hann undir læknishendur hinn 20. september, er skipið kom til Reykjavíkur. Kom fram að um brot inn í lið var að ræða á fremstu kjúku litla fingurs vinstri handar. Mál þetta var rekið í tvennu lagi í héraði, þ.e. sakarefni var skipt á þann veg að sérstaklega var fjallað um bótaskylduna og síðan á eftir um bótafjárhæð. Stefnandi taldi að BÚR bæri óskipta sakarábyrgð á slysi þessu. Taldi hann að slya þetta hefði orðið fyrir handvömm og van- gæzlu skipstjórnarmanna og skipverja, sem BÚR bæri ábyrgð á. Var því haldið fram, að eng- inn hefði í raun og veru stjóm- að verki, er verið var að hífa vörpuna. Þá var því haldið fram, að stefnandi hefði verið að vinna að hættulegum störfum, en auk þess hefði hér verið um að ræðia bilun eða tjón á hlutum, enda yrði að telja að BÚR bæri ábyrgð á tjóni, sem yrði með þeim hætti að hlutir splundruðust snögglega við að verða fyrir hnjaski. BÚR krafðist sýknu í málinu og taldi að slysið hefði orðið fyr- ir hreina óhappatilviljun og væri hvorki að kenna lélegri verk- stjóm né galla á skipinu eða tækjum þess. Umræddar alumini umkúlur hefðu verið aðskotahlut ir, sem komið hefðu upp með vörpu skipsins og yrðu skip- stjórnarmönnum og þeim, sem ábyrgð bæru á störfum þeirra, á engan hátt um kennit. Þá var því andmælt að reglur skaða- bótaréttar Um hættulegáii ait- vinnurekstur kæmu hér til á- lita. Niðurstaða að því er bótaá- byrgðina snertir, varð sú sama í Hæstarétti og fyrir héraði. Seg- ir svo í forsendum héraðsdóms- ins: „Það er ekki óalgengt við togveiðar að gamlar netakúlur komi upp með vörpu og togvír- um og er ekki um slíkt að sak- ast við skipsstjórnarmenn. Það er regla á íslenzkum togurum, að bátsmaður stjórni verkum á þilfari á annarri vökunni. Það er ekki í ljós leitt að nein van- gæzla hafi verið höfð við að hífa vörpuna með togvindunni, og verður í því sambandi að leggja til grundvallar, að vindan hafi veirið stöðvuð, er Guðmundur Helgason, bátsmaður, fór að að- stoða stefnanda við verk hans. Það er ljóst að netakúlurnar, sem vafizt höfðu utan um róp- keðjuna, hafi skapað stefnanda nokkra erfiðleika við verk það, sem hann átti að framkvæma, og hefur hann við það þurft að vera alveg við kúlurnar. Stýrimanni þeim, sem á stjórnpalli var, og var sjónarvottur að atburðinum, var kunnugt um vissa eiginleka, sem slíkar netakúlur kunna að háfá og hætta getur stafað af, þótt ebki hafi honum verið kunnugt um, að slys hafi áður af hlotizt. Gaf hann þó stefnanda ekki fýr- irmæli um að framkvæma verk- ið á annan hátt, seim þó átti að vera hægt. Verður því að telja að ekki hafi verið viðhöfð nægi- leg aðgæzla við stjórn verksins og því verði að leggja á stefnda (þ.e. BÚR) óskipta fébótaábyrgð á tjóni stefnanda af völdum slyss ins.“ Niðurstaða málsins í heild varð súj að Bæjarútgerð Reykjavíkur var dæmd til að greiða Guðjóni Jónssyni kr. 30.000.00 í skaðabæt ur ásamt vöxtum og málskostn- aði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.