Morgunblaðið - 19.02.1969, Síða 10

Morgunblaðið - 19.02.1969, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969 „Nú fer að færast líf í allt Spjallað við sjómenn í önnum við Reykjavíkur- og Hafnarfjarðarhöfn ÞAÐ var engin lognmolla yfir athafnalífinu í Reykjavíkur- og Hafnarfjarðarhöfn í gær, þegar við fórum þar um og ræddum við sjómenn, sem voru í óða önn að búa báta sína og sleppa. Doði verkfalls ins var úti, vélar bátanna voru komnar í gang og unnið var við hin ýmsu veiðarfæri á bryggjunum og í bátunum. Lína, troll, Ioðnunætur og net voru jöfnum höndum drifin á sinn stað og einn og einn bát- ur brunaði út úr höfninni á miðin. Hafnarsinfónían var hafin á ný, öldugjálfur, véla- skellir, vörubílaurg og bómu væl, mávagarg, mannanna hjal, blót og skipanir. Blóðrás þjóðfélagsins var að færast í eðlilegt horf aftur. Sjómenn voru ekki á eitt sáttir, en flestir voru ánægðir að komast á sjó aftur. Fer hér á eftir spjall, sem við áttum ▼ið nokkra sjómenn: skipstjórana, hvernig þeim lík- aði lyktirnar á verkfallinu. — Mér líkar vel, að verk- fallinu skuli vera lokið, sagði Friðrik. En mér þykir mjög fyrir því, að ekki var hægt að nota samningaleiðina til þrautar. Hvað um það, eitt- hvað varð að gera og þetta varð ofan á. Annars treysti ég ekki á neitt núna, því mér heyrist nokkur hugur vera fyr ir öðru verkfalli. — Ertu hlynntur því? — Nei, alls ekki. Við erum búnir að þola nóg í bili. Nú er bezt að taka til höndunum eins og hyer getur. — Við trollskipstjórarnir er um ánægðir með að komast út, sagði Gunnar. Við erum búnir að missa dýrmætan tíma úr, bezta tímann, því nú fer loðnan að koma og þurrka sjóinn fyrir okkur. Ég fer út í kvöld eða í fyrra málið. Og þú getur bókað, að ég er ánægður með að komast á sjóinn aftur og upp að þrem ur mílunum. „LÖG ERTJ LÖG“ Jóhann Guðbrandsson skip- stjóri á Árna Magnússyni var að spjalla við aðra sjómenn á Grandanum, þegar okkur bar að. Þeir voru að tala u-m sjó- inn og veiðarfærin, allir að búa sig til róðra af fullum krafti. Við spjölluðum við Jó- hann: — Við förum í nótt, beint á loðnuveiðar. Strákarnir eru að sækja nótina núna. — Við förum suður fyrir land strax í nótt. Við erum 12 á. — Maður verður að beygja sig undir þessi málalok í kjara baráttunni núna. Lög eru lög. Friðrik Asmundsson. ÁNÆGÐIR Friðrik Ásmundsson, skip- stjóra á Steinunni RE, hitt- um við upp á bátadekki, þar sem hann virti stoltur fyrir sér mikinn og eldrauðan tank. — Hvað er nú þetta, spurð- um við. — Aaukaolíutankur, svaraði Friðrik, eins og ekhert væri sjálfsagðara en hitta eldrauð- an aukaolíutank upp á báta- dekki. Við þóttumst auðvitað alvan ir slíku, en Gunnar Þórarins- son, skipstjóra á Þórarni ÓI- afssyni, bar þarna að í sömu mund og hvíslaði hann því að okkur, að Friðrik ætlaði auð- vitað að sigla á Holland — það blauta Holland! Hins vegar sagði Friðrik okkur, að hann ætlaði á net í fyrramálið. Við spurðum þá unum um borð, því að sá guli bíður, sagði Kristinn. — Við förum á net frá Reykjavík og líklega förum við fyrst á Breiðafjörðinn. Það er gott að þetta er komið af stað aftur, en hængurinn er bara sá að við förum út á verri kjör, en við höfðum í fyrra. Kristinn Sölvason. — Við erum 13 á og verð- um á útilegu. Það er gert að um borð og við löndum síð- an hjá Isbirninum. MEÐ EINHVERJUM RÁÐUM Emil Þórðarson, skipstjóra á Reykjanesi GK, hittum við í Hafnarfirði. Skipverjar hans voru að taka net um borð og fylgdist Emil með verkinu. Trollið gert klárt á bryggjunni. — Nei, ekki strax. Ætli ég haldi mig ekki norðan við Nesið fyrstu lotuna. Eirikur Jónsson og Björn Jónsson (t. v.) — Það var ekkert annað að gera úr því sem komið var, sagði hann. Með einhverjum Gunnar Þórarinsson. Jóhann Guðbrandsson. — Jú, víst er maður orð- inn leiður í landi og mér finnst að við höfum lítið skor ið upp í þessu verkfalli. — Við löndum bara eftir því hvar veiðist. f Vestmanna eyjum, Grindavík eða Reykja vík. — Mér heyrist það á und- irmönnunum að þeir séu ánægðir, en yfirmenn eru ekk ert ánægðir svo sem, en það þýðir ekkert annað en að vera hress, við náum okkur örugg- lega niður á réttum aðilum síðar í þessari launbaráttu. „SÁ GULI BÍÐUR" Kristinn Sölvason 2 .stýri- maður á Ásberg var að vinna á bryggjunni við að koma net um og netasteinum um borð. Það var handagangur í öskj- unni við að koma veiðarfær- Emil Þórðarson. ráðum varð að koma flotan- um af stað. — Hvert leitið þið fiskjar? Suður fyrir land? EKKI ÞURFTI AÐ GANGA Á HLUT SJÓMANNANNA Við gripum Eirík Jónsson, skipstjóra á Ásgeiri RE, og Björn Jónsson, skipstjóra á Ásberg RE, glóðvolga, þar sem þeir stigu út úr hvítri „lúxuskerru“ á Grandanum. — Þetta verkfall varð að leysa, sagði Eiríkur, en hitt er annað mál, að ekki þurfti að ganga á hlut sjómannanna eins og gert var. Útgerðar- menn hefðu líka getað gefið eitthvað eftir. — Annars er ég ánægður með að komast út aftur, bætti Eiríkur við. Ég er búinn að vera til sjós síðan ég var 14 ára og eftir stutta dvöl í landi langar mig alltaf á sjóinn aft- ur. Björn tjáði sig samþykkan Eiríki í þessu. Mér finnst, að þið blaðamenn, sem skrifið um sjóinn og útveg, ættuð að kotma með okkur á sjó og fá svolitla nasasjón af því, sem þið eruð að skrifa um, sagði hann og glotti við. Eiríkur hló og kvaðst vera Birni „koll ega“ sínum alveg sammála í þessu. Hann kvaðst hafa sjón- varp um borð, ef blaðamenn- irnir fengju sig fullsadda af dekkinu! Við gerðum okkar bezta til „að líta sjóaralega út“ og kváð umst hafa séð, að þeir ætluðu báðir með net. — í útilegu? — Já. Við förum með 7 tross ur hvor og ætlum að reyna að draga daglega og slægja og ísa um borð, sagði Björn. Ætli við reynum ekki að vera 5-6 lagnir í einu. — Og hvert skal halda? — Það má enginn segja, hvert farið verður, svaraði Ei ríkur. En við verðum líklega með netin eitthvað fram í maí. „NÚ FER AÐ FÆRAST LÍF f ÞETTA" Karl Sigurgeirsson 2. vél- stjóri á Faxa frá Hafnarfirði var að taka vatnið um borð og aðrir skipsmenn voru að gera klárt á dekki og ganga frá því síðasta, sem þurfti að ditta að áður en lagt yrði úr höfn. í vélarhúsinu um boið í Faxa var um að litast eins og í sýningarglugga vélarverk- smiðju. Allt var svo hreint og snyrtilegt að það var erfitt að ímynda sér að nokkur vél hefði verið látin í gang. — Ertu ekki ánægður að komast á sjó aftur, Karl? — Jú það er gott að kom- ast á sjóinn aftur. — Hvernig leggst þetta f þig? — Þetta leggst ágætlega í mig, vertíðin og allt saman. Þetta er búið að vera alveg voðalegt í verkfallinu. Það er bara ekki hægt að vera svona í verkföllum, það er ekki hægt að lifa með því móti. Þó að maður væri ekki ánægður með allt í þessum samningum, þá hefur margt lagast, en ég er fegnastur því að það var tekið af skarið svo að róðrar gætu hafizt aft- ur. Ef það hefði dregizt öllu lengur hefði alveg eins verið hægt að kútta á hálsinn á manni. — Farið þið á net? — Já, við förum á net og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.