Morgunblaðið - 19.02.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1909. Um Þórólf frá Auðnum sextugan og sitthvað um Þingeyinga — STÓRVTRKINN og margra manna makinn á ritvelli ís- lenzkrar sagnfræði, Þorsteinn Thorarensen, hefir nú gert Þing eyingum svo mikil og merkileg sikil í síðustu bók sinni, Gró- andi þjó'ðlífi, að ég trúi naum- ast, að þeim sé frekara lof hollt um sinn. Þó get ég ekki á méi setið að stelast til að minnast eins Þingeyings, sem stendur á tímamótum í dag, jafnvel þótt penni minn kunni að glamra og surga eins og skerandi mæði- veikistrengur hjá hljómkviðu og lofsöngi Þorsteins til hins Guðs útvalda þingeyska þjóðflokks Sjálfur hugmyndafræðingur þingeyskra samvinnumanna, göf- ugmennið og gáfnaljósið, Bene- dikt frá Auðnum, var afi þess, sem er sextugur í dag. Hann er Þórólfur Jónsson, bygginga- meistari í Kópavogi. Ef holl og ópólitísk samvinna („team- work“) á nokkursstaðar meiri rétt á sér nú, þá er það í einu mesta vandamáli nútímaþjóðfé- lags: Brokk- og skokkgengum byggingafðnaðinum. Þar gilda ekki lengur nein úreilt og ein- strengingsleg prímadonnuvið- horf gamalla og rotinna sérgæð- istíma. Heilbrigt samstarf þari að skapast milli ráðamanna og nýbyggjenda, arkitekta og bygg- ingameistara, allt niður til aum- aista naglahreinsarans. Því lagði ég eftirfarandi spurningu, í leit að yfirsmið, fyrir raunsæjan at- hafnamanninn Þorvald í Síld og fiski, er ég hugðist hefja bygg- ingu nýrrar málaravinnustofu: „Segðu mér, Þorvaldur, hvern- ig maður er Þórólfur bygginga- meistari fré Auðnurn?" „Hann Þórólfur hefir byggt allt fyrir mig, yfir svínin mín á Vatns- leysuströnd, yfir gesti mína í Hótel Holti og yfir fjölskyldu mína í Háuhlíð og ég get ekki hugsað mér vandvirkari og heið- arlegri mann. Hann á sér bara einn ófyrirgefanlegan ókost“, svaraði Þorvaldur. „Og hver er nú 'hann, me'ð ieyfi?“ spurði ég. „Hann er Þingeyingur!“ svaraði matkóngurinn mifcli stutt og lag- igott. „Það tel ég manninum til inntektar, en annað verra til frátektar”, gusaði ég úr mér. „Og hvað er nú það?“ spurði Þorvaldur forviða. „Hann er bú- inn að vinna auðmanni eins og þér allt of lengi, þar sem sjaldn- ast skortir silfrið og fær örugg- lega „blod pá tanden" og smyr of þykkt á brauðsneiðar borgun- ar og reifcningshalds.“ Þar held ég, að mér hafi eitthvað orði'ð á í messunni, því að ég held, að Þorvaldur hafi ekfci afþingeying- að Þórólf með öllu, að minnsta kosti finnst mér það þegar ég fer lauslega yfir vinnunótur hans, þótt mér ofbjóði bygginga kostnaðurinn í hei'ld í dag. Þórólfi frá Auðnum kynntist ég fyrst fyrir tæpum fjörutíu árum. Við vorum samvistum á sama bænum í sjálfu gáfnabelt- inu eða vöggu vitsmunanna, Þingeyjarþingi, á Halldórsstöð- um í Laxárdal. Hann var kaupa- maður, en ég kúarektor. Þetta var á kreppuárunum. Þá gladd- ist þetta gó'ða fólk í Laxárdaln- um yfir litlu og var nægjusamt og þakklátt þótt illa áraði. Háar kröfur og keðjuóskir þekktust ekki, hástemmd heimtufrekja og allskyns óskir, sem seint Fyrirtæki d 50 þús. kr. Pöntun á framleiðsluvörum að upph. 120 þ. fylgir. Engin sérþekking nauðsynleg. Leigu húsnæði. Leggið nafn og símanúmer á afgr. Mbl. fyrir 23. febr. merkt „Framleiðsla 6161“. verða uppfylltar og stórdraum- ar, sem aldrei geta rætzt. Æv- arandi orsök óánægju og von- brigða, sem bægja sjálfri lífs- hamingjunni frá. Ef geist bar að garði um hábjargræðistímann var varpað frá sér orfi og ljá og farið í eina bröndótta í hlað- varpanum, þar sem Þórólfur lagði flesta gesti í léttum hæl- krók eða klofbragði og kveðjur manna og orðræður fóru fram í áhrifa forskriftar hans og rit- handarstíls meðal fjölmargra Þingeyinga allt fram á þennan dag. Þórólfur hefir einnig frá- bæra rithönd eins og afi hans. Ekfci var Benedifct frá Auðnurn hár í loftinu þótt langt kæmist. Svo er um marga ættmenn Þór- ólfs, sem sjálfur er meðalmaður á vöxt. Margir einkennast þeir frændur af lipurð, léttleika og langlífi. Þeir eru margir listræn- Þórólfur Jónsson, byggingameistari kvi'ðlingum og forneskjuskotnu máli. Þá var iðulega slegið upp veiziu og Bergþóra húsfreyja bauð upp á niðursoðið lamba- kjöt eða glænýjan silung úr ánni ásamt „rabarbarakompott" og flauelsgraut í eftirmat, sem rann satínmjúkt niður í maga. Þetta þótti hápunktur þingeysfcr- ar matseldrar „í þann tíð“. Eft- ir á að hyggja held ég, að þetta afskekfcta dalafólk hafi verið stórum hamingjusamara í hjarta, rórra á taugurn og bjartara í sinni en obbinn af höfuðstaða- búurn velferðarríkisins í dag, þótt það byggi vi’ð ólíkar aðstæð- ur og óLíkt færri tækifæri til lífsbjargar, menntunar og bættra lífskjara. Það söng sína söngva og framleiddi sjálft sína skemmtan, las öll býsn og fór í saklaiusa leiki. Benedikt frá Auðnum, afi Þórólfs, er sagður hafa numið heimsmálin þrjú til lestrar af eigin rammleik: ensku, þýzku og frönsku, auk Norður- landamálanna Ensfcir veiðimenn og laxalordar dvöldust í dalnum flest sumur á afanverðri öldinni, sem leið og allt fram á þessa. Benedikt nam því snemma að mæfla á enska tungu. Þessum þingeysfca afdalakarli öðlaðist þannig sýn til umheimsins, svo að erlendir umbrota- og menn- ingarstraumar léku um hann út um gervallt hérað. Hann mun og sem unglingur hafa numið margt hollt og þjóðlegt af séra Jóni Jómssyni á Grenja'ðarstað, afa konu sinnar. Séra Jón var faðir Halldórs í Geitafelli, tengdaföð- ut Benedikts. Hann var og faðir Gyðnýjar mestu sbáldikonu síð- xxstu aldar og faðir Björns rit- stjóra á Akureyri, stofnanda elztu starfandi prenitsmiðju landsms. Þau systkin voru fleiri og áttu merka aifkomendur. Enginn Íslendingur mun hafa skrifað fegurri rithönd en Bene- dikt frá Auðnurn, enda gætir ir, ljóðelskir með afbrig'ðum og hámúsikalskir. Einn var svo kvensamur, þótt stuttur væri, að honum þótti ekki ferð farin til búðar nema krækt væri sér í kvenmann að hverju skralli lokmu. Þá brá svo við eiitt sinn, er hann fylgdi ungri fráskilinni ekkju heim af dansleik, að hún bauð honum til stofu. Kvaðst hún þurfa að bregða sér and- artak frá til að tygja sig, meðan hann háttaði sig á legubekkn- um. Að vörmu spori birtist ekkjan aftur me'ð tvo unga syni sína, smápolla, sinn á hvorum handlagg og segir við þá af móð- urlegri umlhyggju um leið og hún bendir á þennan smávaxna, grannholda og vífna Þingeying, kviknakinn á legubekknum. „Drengir mínir, svona lítið þið út fullorðnir, ef þið takið ekki inn lýsið ykkar á hverjum morgni!" Þessi geníaia saga, sem er of snjöll til að vera sönn, er án efa skáilduð af viðkomamdi Þimgeyimgi, eins og flestar Skota- sögurnar frægu, sem verða til í fyndnu og hugmyndaríku heila- búi Skotanna, sem hafa sjálfa sig einatt að skotspæni í stað náungans. Þannig verður meira a'ð segja ein og ein „þimgeysk lofthistoría" til heima í héraði, þótt suma djúpspekingana þar skorti skopskyn. Maigir eru þeir Auðnafrænd- ur fullkomnistar eða gernýting- ar (perfectionistar) að eðlisfari, enda bregður kjörorðunum: „Ekkert fúsk“ oftlega fyrir í orð- ræðu Þórólfs á vinnustað. Væri óskandi, að fleiri hefðu slíik einkunnarorð að leiðarljósi og lifðu þar sjálfir eftir. Þá væri þessi undarlega útkjálkaþjóð öðruvísi stödd í efnaihagsmálum í dag. Þórólfur hefir lifað svo vammlausu og snyrtilegu lífi og atltof óaðfinnanlegu, að naumast er unnt að grípa til sterku lit- anna og breiðu pennslanna, þeg ar bregða skal upp mynd af hon- um og lífshlaupi hans. Þar er enga krassandi, glannalega glaumgosadrætti að finna. Myndrænt mannlíf og mótsagna- kennt er mun meira ríkjandi meðal einstaklinga vestar á norð- urkjálkanum og þá einkanlega meðail hinna frjálslegu og „skrauti búnu“ Skagfirðinga og hávaðasömu og „hasarderuðu" en höfðinglegu Húnvetninga. Þar eru oft mannleg örlög hvað stórbrotnust og girnilegust til fró'ðleiks og frásagnar. Félagshyggja, gáfur og hug- sjónaglóð samfara talsverðum Golíatkomplex hafa lyft Þing- eyingum upp úr þrengingunum og hátt yfir meðalmennskuna. Þeir komu stærstir og mestir allra landsmanna, að sögn Þor- steins Thorarensens, út úr hörm- ungum og hordrepi síðustu aldar, bjartsýnir, þróttmiklir og frísk- ir þótt þeir byggju eina harð- býlustu sýslu þessa lands. Þegar ég heyri hinna vösku og fram- sæknu aldamótamanna getið detta mér jafnan Þingeyingar fyrstir í hug. Þá fór frelsis- og framfaraiþeyr nýrrar aldar um hugi og hjörtu allra sannra Þingeyinga. „Þá riðu hetjur um héruð" og munnmælasagnir herma, að í hrifningarvímunni og heilagri samvinnu kynjanna hefðu jafnvel vísar að nýrri kyn- slóð orðið til á hnakknefinu. Og geri aðrir merakóngar betur og það eftir allan mannfellinn og eymd aldarinnar, sem leið. Þeir eru íslenzkastir allra íslendinga. Meðal þeirra er að finna hinu einu og sönnu akademíu íslenzkrar tungu. Hvaðan haldið þið, að blessuðum forsætisráðherranum okkar og hans fyndna og frum- lega bróður, Pétri Ben, komi málkenndin og orðkynngið? Hvaðan nema frá þingeyskum föður, einum mesta orðsins manni síðustu kynelóðar, hvort sem var á mælt mál e'ða ritað. Hvernig haldið þið, að ræðu- bragur og málstíli borgarstjór- ans okkar væri í dag, ef hann hefði ekki á sumrum í æsku dvalizt meðal frænda sinna í Reykjahlíð við Mývatn og hlaupið fyrir jarmandi rollur um Dimmuborgir og drufckið í sig þingeyskt málfar? Ekki silor- legt borgarstjórauppeldi það. Og nú á að kæfa þar a'llt í kísil- gúr, rétt eins og reist væri grút- arverksmiðja á sjálfri háskóla- lóðinni við Hringbraut. Jónasi frá Hriflu fannst skyndilega Sveinn í Völundi éinn snjallasti uppalari þessa lands, þegar hann sendi syni sína óvænt í sveit norður í Þingeyjarsýslu. Já, og ve*i á minnst, hva'ð um alla orð- igmóttina og kjarnyrta málfarið og pennana þeirra þingeysku nafnanna, Jónasar frá Hriflu og Jónasar útvarpsstjóra, að ó- gleymdum þeim gáfaðasta og bezta þeirra allra, málsnillingn- um Þórarni Björnssyni, skóla- .meistara og þeim metnaðarlaus- asta, ofvitanum Kristjáni Karls- syni rithöfundi, sem hefði getað sprengt alla gáfnavísitölumæla í Ameríku, ef hann hefði kænt sig um. Nú, nú og ekki er nú held- ur amalleg íslenzkan á sál- kreppu- tilfinninga- og tauga- bókum Karls Strands, yfirlækn- is nýju deildarinmar í Fossvogi, sem menn eru farnir að kalla „Karlsruhe" eða „Strand Hotel“. Hann hefir dvalizt á erlendri grund í meira eii aldarfjórðung og engu týnt niður af þingeysk- unni. Svo ekki sé nú minnst á alla reykvísku hálf-Þingeying- ana, sem leika sér að meðferð móðurmálsins, þá ritihöfundana Thor Vilhjólmsson, Jónas Áma- son og Stefán Jónsson, frétta- mann os.frv. Þingeysfcu snilling- anna, Jóhanns Sigurjónssonar og Guðmundar á Sandi og allra hinna þarf ekki að geta, sem eru setztir á skáldabekk sígildra fyrir löngu. Og síðast en ekki sízt má gleyma fyndnasta manni þjóðariinnar, sem situr heima I héraði, Agli Jónassyni frá Húsa- vík. Ég held, að íslenzkukennsla á blaðamannanámskeiðum gæfi bezta raun, ef söfnuðurinn væri sendur til langdvalar norður í Þingeyjarsýslu. Þeir Þingeying- ar birgja okkur upp með orðs- ins mönnum líkt og Irar »g Walesmenn hafa gert við Eng- lendinga. Og aumingja ég, sem rembist við að skrifa án þess að hafa dropa af þingeysku blóði í æðum. Eftir slíka uppljóstran ættu gó’ðir lesendur að sjá, að þessi langi loflopi minn um Þór- ólf frá Auðnum og frændur hans er þó aillavega eitthvað allt ann- að en þingeyskt sjálfshói og grobb. Að lokum hverfum við heim að Auðnum til uppruna afmælisbarnsins, þar sem Laxá- in streymir um lyngivaxinn dal- inn, yndisfríð og unaðsblá. Þar sem fólkið í dalakyrrðinni nær einum jafn hæsta aldri í öllu landinu. Hildur móðir Þórólfs dó á síðastliðnu sumri 93 ára göm- u'l. Hún var systir Huldu skáld- konu (Unnar Bjarklind). Níutíu og þriggja ára ending virðist I fljótu bragði talsvent algeng tfðni í kyninu, svo brugðið sé fyrir sig hátíðlegu vísindamálL Þannig varð Benedikt afi hans 93 ára og séra Jón á Grenjaðar- stað va-rð einnig 93 ára, eins og sjá má í íslenzkum ævisikrám prófessors Páls Eggerts Ólason- ar. Guðný frá Geitafelli, amma Þórólfs var á 92. aldursári, er hún gaf upp öndina og systur hennar tvær dóu um nírætt. Ameríkanar segja sveitamenn ná að jafnaði fimm árum hærri aldri en borgarbúar víða fyrir vestan. Norður í Laxárdai I Þingeyjarsýslu hygg ég, að þeir fari mun lengra fram úr borg- arbúum í þessu tilliti, þótt mig skorti allar vísindalegar tölur. Þeim vil ég benda á, sem heill- ast af töfraheimum ættfræði, mannfræði og persónufróðleiks, að Jón á Auðnum, fa’ðir Þórólfs, var af Hraunkots- og Sílalækj- arætf og af kynkvísl Hólmavaðs- manna kominn. En Hildur kona hans af Mýrarætt, Grenjaðar- staðarætt og Jóakimungum á Þverá í Laxárdal, svo eitthvað sé tínt til. Þagar Jón bóndi dó heima á Auðnum, fyrir einum fimmtán árum, á átttugasta og sjöunda aldursári, hafði ekki dauðinn riði’ð þar um hlað í tæp 85 ár, eða síðan 1870, er Arngrímur málari, sonur alþýðu- skáldsins Skarða-Gisla missti fyrri konu sína, Margréti. En sá stórmerki mannamynda- og altarisbrSknamálari, söngma'ður, sundmaður og drykkjumaður, rennismiður, bókbindari og timbursmiður, Arngrímur, reisti fyrstu málaravinnustofu á Is- landi yfir sig á öldinni sem leið. Það var við túnfótinn á Tjörn I Svarfaðardal. Og úr því að ver- ið er að stikla á þeim stóru, sem naumast verður umflúið þegar Þingeyings er getið, er ekki úr vegi að upplýsa til gamans, að þetta tæplega hundra'ð ára igamla „stúdíó“-kríli Arngríms málara hefir nú þjónað því hlut- verki um undanfarin ár að vera sumarbústaður núverandi forseta Islands. Þannig fá stundum ald- in hús og ellihrum sitt „come- back“, endurstigningu og öðlast nýtt líf og nýja frægð með nýj- um tíimum og breyttum viðhorf- um eins og sum ólíklegustu smíðisverk mannanna. Eg óska afmælisbarninu frá Auðnurn af alhug til haminigju í dag, eiginkonu og börnum igaéfu og igengis og að öll þau mörgu hús og stórhýsi, sem Þór- ólfur hefir byggt og á eftir að reisa megi standast tímans tönn, trausit og varanleg og þjóna hollu hlutverki. Auðnan frá Auðnum fylgi þeim öllum! Ég óska fjöl- skyldunni allri, að „maðurinu með ljáinn“ verði latur og sfð- búinn í hlað, eins og áður fyrr í fegurðiinni og friðnum heima á Auðnum. örlygur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.