Morgunblaðið - 19.02.1969, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.02.1969, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19, FEBRÚAR 1969. 13 MMIM Ríkisstjdrnin lét einskis ófreistað til að leysa deiluna — átti hlut að samkomulaginu um veigamesta deiluatriðið — frumvarpið um lausn verkfallsins að lögum FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um lausn á deilum sjómanna og útvegsmanna var afgreitt sem lög frá Alþingi um kl. 4 í fyrrinótt, eftir miklar umræður í neðri deild. Eins og fram hefur komið lýstu Framsóknarmenn yfir því að þeir mundu ekki standa í vegi fyrir frumvarpinu og sátu þeir aliir hjá við atkvæðagreiðsluna. Svipaða afstöðu tók Hannibal Valdimarsson og sat einnig hjá við atkvæðageriðsluna. Fimm þingmenn Alþýðubandalagsins greiddu atkvæði gegn frumvarp- inu og lausn deilunnar. Voru það Lúðvik Jósepsson, Geir Gunnars son, Magnús Kjartansson, Stein- grímur Pálsson og Eðvarð Sig- urðsson. Var frumvarpið endan- lega afgreitt með 19 atkv. gegn 5. Eggert G. Þorsteinsson sjávar- útvegsimálaráðiherra fylgdi frum varpinu úr hlaði í neðri deild, og við fyrstu umræðu málsins töluðu auk hans Lúðvík Jóseps- son, Þórarinn Þórarinsson, Hanni bal Valdimarsson, Eðvarð Sig- urðsson og Magnús Kjartansson. Sjávarútvegsnefnd deildarinnar fjallaði síðan um málið og komu fram þrjú nefndarálit. Guð- laugur Gíslason mælti fyrir nefndaráliti meirihluta nefndar innar, Björn Pálsson fyrir áliti 1. minnihluta nefndarinnar og Lúð vík Jósepsson fyrir áliti 2. minni hluta nefndarinnar. Við umræðuna flutti Bjarni Benediktsson ræðu og kom m.a. fram í henni að við lausn deil- unnar gerði ríkisstjórnin það sem í hennar valdi stóð til að koma á sáttum, og fékk lausn á mikilvægasta atriði deilunnar, matarpeningunum. Fer hér á eft- ir útdráttur úr ræðu ráðherra. í ræðu sinni sagði forsætisnáð- herra m.a.: Stjórnarandstæðing- ar hafa gagnrýnt að stjórnar- flokkarnir hafa ekki tekið mik- inn þátt í þessum umræðum, og sumum öðrum svipuðum. Það er rétt að upplýsa, sem raunar mun hafa komið fram í umræðunum áður, að ég átti í dag tal við for- menn stjórnarandstöðuflokkanna um afgreiðslu þessa máls, og 'icr þess á leit að greitt yrði fyrir því að málið fengist afgreitt í dag eða nótt, og voru höfð góð orð um það. Við sem kunnugir erum þing- störfum, þekkjum að til þess að mál nái skjótum framgangi verð ur ríkisstjórn og stuðningsflokk- ar hennar að taka tiltölulega lít- inn þátt í umræðum. Þetta er gömul reynsla, ekki aðeins frá núverandi stjóm, ég minnist þess t.d. að Hermann Jónasson hafði orð á þesisu á sínum tíma, bæði á hans stjórnartímabili og vinstri stjórnar árunum. Til þess ber einnig að líta, að ég skil það svo, að samkomulag hafi orðið milli mín og forustumanna stjómarandstöðuflokkanna, að núueinhvern næstu daga yrði al- mennar umræður um vanda efnahagímálanna, og þá einnig þennan þátt þeirra. Ég tel því eðlilegt að menn bíði með al- mennar umræður þangað til, og reyni að greiða fyrir þessu m'áli. Það er rétt, sem ég tók fram við samkomu þingsims eftir jólafrí, að í þessari deilu virðist hafa borið mun minna á milli, heldur en fyrirfram hefði mátt ætlá eftir ummælum stjórnarand stæðinga, bæði fyrir áramótin og öðru hvoru mú. Menn geta haft og hafa mismunandi afstöðu til sjávarútvegslaganna, ®em sett voru í desember, en það verður að viðurkenna, að samningarnir og samningaumleitanirnar, se.m nú hafa átt sér stað, eru allar innan ramma þeirra laga og meg inatriði þeirra laga eru grund- völlur þessara viðræðna. Það er ekki verið að reyna að brjóta þau lög á bak aftur með þessum samningum og heldur ekki með kröfugerð. Hitt er svo anmað mál, og ég legg á það áherzlu, að þetta er mjög þýðingarmikið atriði, og sýnir — ein-s og ég sagði á dög- unum — almennari skilning á erfiðleikunum, heldur en ýmsir virðast halda að sé fyrir hendi. En með þessu er auðvitað ekki allur vandi leystur. Eftir sem áð- ur stendur það .eilífa vandamál, hvar séu mörkin milli þess, sem atvinnurekendur telja sér fært að greiða, og þess, sem verka- fólkið telur sér nauðsynlegt að fá. Hvorug skoðunin þarf að veraaf nokkrum illvilja. Hvort tveggja getur verið sett fram í fullkomlega góðri trú, en þarna eru venjulega mismunandi skoð- anir fyrir hendi, sem getur tek- ið langan tíma að komast að nið- urstöðu um. Það er rétt, að ef sjávarútvegslögin hefðu ekki ver ið sett í desember, þá mumdi vandi okkar vera miklu meiri en hann er nú. Þá væri enginn fjánhagslegur grundvölluir fyrir útgerð hér á landi yfirleitt, og það sem nú er um deilt er auð- vitað smáræði miðað við það, sem þá var leyst. En engu að síður liggur það nú fyrir, að aðilar hafa haft mjög ólíkar skoðanir á því, hvað hægt vaeri að greiða. Ég tel sjálf ur, að það hafi verið hægt að komast að samkomulagi í þess- ari deilu fyrr, og ég hef marg lýst því yfir, að ég hafi haft trú á því að þarna ætti að vera hægt að finna lausn. Það má segja, að með meiri atorku, hefði verið hægt að knýja fram lausn fyrr, ef til vill með skipun sáttanefndar, eins og sumk hafá nefnt hér nú. Við töldum samt, að eftir atvikum, þá mundi það ekki hafa þýð- ingu. Og við getum sagt það, að öllum öðrum ólöistuðum, þá muni enginn íslendingur þekkja betuT til sáttastarfs, eða sé hæfari til þess að leiða aðila í deilum til sameiginlegrar niðurstöðu, held ur en Torfi Hjartarson, sem að þessi vann nú af sínu vanalega þolgæði og hafði sér við hlið ágætan mann með nokkra reynslu að baki. Ég tel mig muna það rétt að Torfi Hjartarson hafi sagt í við- tali við eitt blaðanna, að mál Bjarni Benediktsson þetta hafi verið í hálfgerðum baklás alla tíð. Ef til vill hafa stjórnarandstæðingar eitthvað fyrir sér í því að sjávarútvegs- lögin hafa skilið eftir nokkra þrjósku í hugum sumra manna, þrátt fyrir nauðsyn þeirra, og hafi þess vegna átt óbeinan þátt í því, að erfiðara hefur vérið að fá lausn á ýmsu í þessari deilu, sem okkur virtist ekki hafa ýkja mikla þýðingu. Ég verð að játa, að það hefur raunverulega ekki verið hægt að festa hendur á hvað það er sem raunverulega beir á milli í deilu yfinmanna og útgerðarmanna, eftir að hásetar sömdu. Og það er athyglisvert, að í sjónvarps- viðtali sl. föstudag sagði einn mannanna, sem lagt hafði sig Oraunhæfar tillögur um lækkun útflutningsuppbóta gjaldeyristekjur af útfluttum land- búnaðarafurðum námu 541 millj. sl. ár Töluverðar umræður urðu á Alþingi í gær og fyrradag um frumvarp er Bragi Sigurjónsson hefur borið fram um breytingu á lögum um framleiðsluráð land búnaðarins oig fl. Vill Bragi með frumvarpi sínu, að útflutnings- uppbætur á landbúnaðarafurðir verði lækkáðar til mikilla muna, og sagði hann í framsöguræðu sinni, að á undanförnum árum hefðu íslenzkir bændur fram- leitt til útflutnings verulegt magn landbúnaðarvara sér og þjóðarheildinni til óhagræðis. Mundi láta nærri að ríkissjóður þyrfti að greiða á næsta ári um 300 milljónir króna tig bænda vegna þessarar útflutningsfram- leiðslu. Þeir Bjartmar Guðmundsson og Pálmi Jónsson mótmæltu frum varpi þessu harðlega. Sögðu þeir að hér væri um að ræða ómak- lega árás á bændur, sem bæri þess vitni að flutningsmaður hefði ekki gert sér grein fyrir mikilvægi landbúnaðarins, sem hefði verið, væri og yrði ein af helztu máttarstoðum íslenzks þjóðfélags. I sama streng tók einnig Stefán Valgeirsson. Pálmi Jónsson kvaðst mundi greiða því atkvæði að frumvarp þetta kæmi fyrir nefnd, en lengra næði sinn stuðningur ekki við þáð. Frumvarpið fæli í sér, að fé til útflutningsuppbóta yrði skorið niður um hekning. Öllum ætti að vera ljóst hversu slík til- laga væri óraunhæf, ekki sízt þar sem landbúnaðurinn hefði átt við örðugleika að etja undan- farin 2 ár, sökum afar óhag- stæðs tíðarfars. Pálmi mótmælti þeim ummælum flutningsmanns frumvarpsins, að bændur væru ráðvillt stétt, sem fyndu jörð- ina skrfða undan fótum sér. Sagði Pálmi að urnmæli þessi væru alls ómakleg. Bændastéttin hefði jaifnan unnið að því að bæta landið og gera það byggi- legra. Hún væri þjóðholl stétt, sem hefði framleitt til mikils hags fyrir þjóðarbúið. Það væri einniig óraunhæft áð deila á bændastéttina fyrir offram- leiðslu, þar sem nú lægi fyrir að mjólkurframeiðsan heflði dreg izt svo mikið saman, að flytja yrði mjólk a-lla leið frá Húsavík til höfuðborgarsvæðisins. Það væri rétt, að framleiðsla sauð- fjárafurða væri 13-14% fram yfir innanlandsneyzlu, en þá bæri einnig að líta til þess, að eftir gengisfellinguna hefði verð hluitfall breytzt þannig að á er- lendum mörkuðum fenigist allt að 80% af innanlandsverði. Á síðasta ári hefði verið fluttar út landbúnaðarafurðir fyrir 541 millj. króna, og sagði Pálmi, það augljóst, að nokku'ð mundi sjá á fyrir þjóðarbúið ef það yrði af þessuim gjaldeyristekjum. Bjartmar Guðmundsson sagði, Pálmi Jónsson. að svo virtist sem flutningur þessa frumvarps og siú stefna sem fram kæmi hjá fluitnings- manni þess, væri angi af þeim boðskap sem fluttur hefði verið af einstökum mönnum nú í seinni tíð, þótt þetta væri í fyrsta sinn sem hún kæmist inn á Allþingi. Kenningin væri sú, að á íslandi væru of margir bændur og þar af leiðandi væru þeir baggi á þjóðinni. Bjeirtmar sagði, áð sú offram- leiðsla sem löngum væri vitnað til heyrði nú til liðinni tíð, og óðum færðist í það horf að fram- leiðsla bændanna yrði aðeins fyrir innanladsmarkað. Hann benti einnig á það að í skýrsiu Hagtfðinda kæmi fram að nautgripum hefði fækkað um 7298 á árunum 1965—1967 og á mjög fram við að leysa deiluna, að nú yrði að taka málið allt dl meðferðar frá upphafi. Byrja á deilunni aftur, eins og hún stóð í byrjun. Það má segja, að mál þessi hafi verið sótt af nokkru kappi, og kann þar að ráða um, eins og ég sagði áðan, að mönnum hef- ur ekki líkað sjávarútvegslögin, þótt þeir hafi fallizt á meginfor sendur þeirra og tekið þaiu gild sem undirstöðu. Ég vil undir- strika það, að án sebningar þess- ara laga þá var um algjöra og fyrirsjánlega stöðvun að ræða, og auðvitað var þar ekki verið að ganga á rétt sjómannanna efnislega, vegna þess að hvorki þeir, né neinir aðrir, eiga rétt á því að fá aukin hlunnindi sökum slíkrar neyðarráðstöfunar sem gengislækkun er. Það er eðlilegt og sjálfsagt að ríkisvaldið, sem ákveður gengislækkunina, ákveði einnig hvernig þeim hlunnindum, sem hún skapar, sikuli skipt niður, til þess að þa/u komi að því gagni, sem til er ætl ast. Hitt er svo annað mál, að segja mátti að þarna væri hart að farið, og samningamir voru vissulega felldir úr gildi, en menn fengu rétt til þesis að leita réttar síns með samningsupp- sögn, ef þeir vildu. Eins og oft vill verða, hefði mátt leysa þetta m'ál ef samn- ingsaðilar hefðu sýnt meiri skiln ing á báða bóga. E'f útgerðar- menn hefðu fyrr fallizt á lífeyr- issjóðinn en þeir gerðu, og ef það hefði verið ljósara, hvað fyr ir nokkrum hluta samningshóp- anna hinna vakti í raun o,g veru, þá hygg ég, að þessari deilu hefði verið hægt að fá lokið fyrr. Varðandi hlut rikisstjórnarinn ar, þá er það sannast að segja, að hún og umboðsmenn tóku að sér að leysa vandasamasta þátt deilunnar, spurninguna um mat- arpeningana, og það er siður en svo, að þar hafi verið reynt að leika á aðila, eins og einn stjórn arandstöðuþingmaður hefur ver- ið að halda fram. Tillögurnar voru gerðar með góðu samþykki aðila, og þegar þeir skoðuðu mál ið, þá sannfærðust þeir um, að Framhald á bls. 27 Bjartmar Guðmundsson. sama tíma hefði sauðfé fækkað um 19 þúsund. Saigði Bjartmar að ástæða væri til að ætla að gripunum hafi enn fækkað frá því hámarki sem var þegar bezt áraði. Þá saigði þingmaður, að ein- stökum bygg'ðarlögum væri það Hfsnauðsyn að fólki fækkaði ekki þar. Þeir sem hæst létu og töluðu um of marga bændur, gerðu sér enga grein fyrir því hvaða ástand mundi skapast ef fólki fækkaði í sveitunum. Þorp og kaupstaðir úti á landi stydd- ust áð verulegu leyti við fram- leiðslu sveitanna og er fækkaði í þeim mundi einnig fækka á þessum stöðum. Taldi Bjartmar að kenningar fluitningsmanns frumvarpsins ætti sér litla stoð í raunveruleikanum og sagði, áð Islendingar þyrftu að halda vel á tiil þess að bændastéttin yrði ekki of fámenn og framleiðsla hennar ónóg fyrir innanlands- markaðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.