Morgunblaðið - 19.02.1969, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGÚR 19. FEBRÚAR 1969.
Fréttir af helztu viðhurðum
meðal Vestur-íslendinga
- Við höfum enga...
Framhald af bls. 1S
forseta, því að mjög víða séu
þær í þolanlegu og sumstað-
ar í góðu samræmi við þeirra
hugmyndir, bæði á sviði inn-
anríkis- og utanríkismála.
Það, sem helzt veldur þeim
áhyggjum, er, hve framfarir
á sviði þjóðfélagsumbóta í
tetjórnartíð Johnsons standa
skýrar eftir. Á þessu sviði
verður erfitt fyrir Nixon að
ná jöfnu við Johnson. Það
verður þó að teljast víst að
hann muni af öllum mætti
reyna að dragast ekki of
langt aftur úr, því að slíkt
myndu demókratar mjög nota
sér til framdráttar í þing-
kosningunum 1970 og svo for
setakosningunum 1972. Tal-
fræðilega getur Nixon ekki
sigrað án þess að verða ó-
samkvæmur sjálfum sér, en
hann vonast til að geta sýnt
þjóðinni fram á að góð ríkis-
stjórn sé betri en ótakmark-
aður fjáraustur. Hann mun
því reyna að kom sínum
umbótum fram í mynd betri
skipulagningar fremur en
auknum fjárframlögum.
ÓLJÓS MYND
Myndin er ekki mikið skýr
ari á sviði utanríkismála. f
vikunni áður en Johnson lét
af embætti lét hann í ljós
bjartsýni um lausn Vietnam-
deilunnar og friðarumleitan-
dr í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs. Það kann að
vera að Nixon muni leggja
til atlögu við þessi vanda
mál fljótar og með meiri á-
herzlu, vegna þess að hann
er ekki bundinn neinum göml
um skuldbindingum. Ef eitt-
hvað má ráða af kosninga-
rgsðum hans gæti komið til
mála að stjórn hans tæki for-
ystu í málamiðlunarumleitun-
um, en slíkt var stjórn John
sons mjög hikandi við. Stjórn
málafréttaritarar segja sumir
hverjir að hægt hafi verið
að lesa úr síðustu kosninga-
ræðum Nixons örlitla og ó-
ljósa vísbendingu um að til
greina kæmi síðar meir að
hann sætti sig við einhvers-
konar aðild kommúnista að
stjórn S-Vietnam að stríðinu
loknu, en þetta er eins og allt
annað heldur óljóst og ekki
hægt að draga af því neinar
ákveðnar ályktanir.
Eins og málum er nú hátt-
að eiga stjórnmálafréttaritar-
arnir kannski hvað erfiðasta
tíma framundan. Þeir vita yf-
irleitt lítið og skrif þeirra og
lummæli eru heldur innan-
tóm. Þjóðin sjálf virðist ró-
leg og vill gefa Nixon tíma
til að átta sig. Hversu lengi
hveitibrauðsdagarnir munu
Standa veit enginn, en það
verður gaman að fylgjast
með þróuninni næstu mánuð-
ina og þá sérstaklega hvern-
ig þjóðin tekur undir kjör-
orð Nixons, sem kannski má
þýða á íslenzku „Fram, fram
í einni fylkingu".
BLAÐ Vestuir-íslendinga Lög-
berg—Heiimskringla segir nýlega
frá helztu viðburðuim meðad ís-
lendinga vestan hafs á sl. ári og
tínuim við hér upp úr því nokkr-
ar fréttiir:
Á náumda ársþingi Þjóðrækn-
isfélags fslendinga í Vestur-
heimi var sr. Philip Pétursson
endurkosinn forseti og stjómar-
nefnd endurkaus þá Gísila skéld
Jónsson og Harald Bessason
prófessor ritstjóra Tímarits fé-
lagsins. Heiðursfé'laigar Þjóð-
ræknistfélagsins vom kjömir
þeir Emil Jónsson, utanríkisráð-
herra íslands, dr. George John-
son menntamálaráðherra Mani-
toba og séra Philip M. Péutrs-
son, forseti Þjóðræknisfélagsins.
Arman þingdaginn var fylikis-
stjórn Manitobafylkis formlega
afhenrt höggmynd af dr. Vil-
hjálmi Stefánssyni, sem gjöf frá
Þjóðræknisfélagimu og öðrum
aðiium, sem situtt hafa það mál.
IIÆTTIR PRESTSKAP
Dr. Valdimar J. Eylands lét
22. september að eigin ósik af
störfum eftir 30 ár sem prestur
Fyrs'ta lúterska safnaðar í Winni
peg, og voru þau hjónin kvödd
með fjölsóttri veizlu. Hefur dr.
Valdimar með mörgum hærtti
áratugum saman komið við sögu
Vestur-íslenzkra félagsmála,
enda er hann fyrrverandi for-
seti ihins evamgelígka-lúterska
Kirkjufélags Isl andimga í Vest-
urheimi og Þjóðræknisfélagsims.
Þann 1. aprííl var sr. Kolbednn
Sæmundsson, Searttle í Waáhimg-
ton hylltur af fjölmienni á áitt-
ræðisafmæli sínu, en hann hefur
m. a. þjónað íslenzkum söfnuð-
um bæði í Manitoba og N. Da-
kota við miklar vinsældir.
Einn Vestur-íslendingur varð
100 ára 3. júlí. Það er Jóhann
Pétur Sæmundsson í Árbong í
Manitoba, sem fæddur er að
Grjóti í Þverárfhlíð í Mýrarsýslu
og fluttist il Vesturheims 1899
og bjó fyrst í Dafcota til 190i,
er hann fór til Nýja íslands og
nam land í Geysisbyggð í
grennd vi® Árborg.
HLUTU ÝMISKONAR SÆMD
Ýmsir Vestur-íslendingar hafa
á árinu hlotið virðingarstöður
og margskonar sæmd: Norman
S. Bergman, forseti verzlunar-
ráðs í Manitoba var sfcipaður í
nefnd til að ramnsaka ástand og
framtíðanhorfur iðnaðar og
verzlunarmála í fyfkinu.. Roslyn
Storry, dótturdóttir hjónanna
Björns heitins Guttormssioinar og
Helgu konu hans í Winnipeg,
- SKARTGRIPIR
Framhald af bls. 14
27,22 karataj sem verður vænt
anlega nokkuð ódýrari og fer
væntanlega á um 15 milljónir
króna. Einnig eru þarna perl-
ur, smaragðar, safírar, eyrna-
lokkar o.fl., og er búizt við
harðri samkeppni á uppboð-
inu. Hefur Christie's látið
prenta uppboðsskrá með lýs-
ingum á gripunum á ensku,
þýzku, frönsku og ítölsku.
hlaut Fergusson verðlaunin fyrir
framúrskarandi píanóleik á
hljómlistarhátíð Manitobafylfkis.
Dennis N. Ma'gúnsson í Winnd-
peg hlaurt heiðuirsviðurfkenninigu
„The Queems University Gold
Medall in Law“, er hann laiufc
laganámi, en hafði áður hlortið
tvo gullpeninga á námsárunum.
Stefán Glenn Sigurðsson, soniuir
Stefáns og Sylviu Sigurðsson í
Riverton hlaut 2500.00 dala náms
verðlaun til framhaldsnáms í
hagfræði á Mc-Gill háskólanum.
Sömgkonan Evelyn Allen í
Winnipeg, sem oft hefur sungið
á íslend ingasamkomum, var
kjrin til að vera fulltrúi Mani-
toba og eimsömigvari á þremur
meiriháttar útisamikomum í
Ottawa, sem utanríkisr'áðuneytið
efndi til 1 tilefni af 101 árs af-
mæli Kanada. Magnús Theodore
Paulsson, fósitursonur Maignúsar
og Guðnýjar Paulsson var kjör-
inn formaður The Toronto of
Trade Club. Sigurður Sigmunds-
son í Vancover, sem 1913 fluttist
með foreldrum sínum Jóhanni
og Þórdísi Sigmundsson vestur
um haf, vair skipaður aðalfor-
stjóri B-ritisih Columbia Hydro
and Power Autihority. Carl
Magnús Thorsiteinsson, er lauk
meistaraprófi í rafmagnsiverk-
fræði, hlaut 3600 dala niáms-
styrk frá National Reseroh Coun
sil til framhaldsnáms. Magnús
Eliasson var kosinn í bæjarráð
í Winnipeg. Enyd Sigurðsson var
fcosinn forseti „Thie Canadian
University Yearhooik Associa-
tion“ á fundi félagsins í Edmon-
ton. Steimm O. Thompson, sem
árum saimian var læknir í River-
son og fylkisþinigmaður frá
Gimli 1945—58 hlaut Golden Boy
verðlaunin. Og Harold Ólafsson,
sem er 45 ára gamalll sonur
Kristjáns Ólafssonar og konu
hans, var 'kosimm í bongaréð í
Viotoria B. C.
HEIÐURSFÉLAGI MEÐAL
SKURÐLÆKNA
Þá er frá því skýrt að Dr.
P. H. T. Thoriiáksson í Wimmipeg
hafi í oiktóber verið bosinn heið-
ursfélaigi 1 „The International
College of Surigeons" á allsiherj-
arþingi 'þess fél'agsskapar í
Tokyo í Japan í viðurkenning-
arskyni fyrir mi'kilvæg störf
hans á srviði læknavísinda og
heilbriigðisimála.
William D. Valgarðsson hlault
fyrstu verðlaum fyrir kvæði sitt
„Paul Isfeld: Fishenraan" í al-
þjóðaljóðasamkeppni, er efnt var
til af Rocfhiester Festival of
Religious Art, og mun það síðar
birtasit í safni úrvalsljóða. Stuttu
síðar blaut hann 720 dollara frá
Canada Council til sumardvalar
að Gimilli til þess að vinna að
ljóðabók um Winnipegvatn og
umibverfi. Ennfremur voru hon-
um síðar á árinu veitt 660 doll-
ara námsverðlaun á Ríkishá-
sfcóliamum í Iowa, en þar er hann
kennari jafnrframt því sem hann
stundar íramhaldsniám í bók-
memvtum.
Og nú í janúarblaðinu er
skýrt frá því að Dr. Helgi Aiust-
mann hafi verið skipaður að-
stoðarráðlherra í landhúnaðar-
deild Manitoba, og að Traute
Wollenberg, sem sé ein af all-
mörguim srtúlikum, sem lesa forn-
íslenzfca og norræna méilfræði
Hannes J. Magnússon
Öldufall áranna
Endurminningar frá ævistarfi
Barnablaðið Æskan.
Rvík 1968.
ÞETTA er 3. bindið af æviminn-
ingum höfundar. Hetjur hvers-
dagslífsins kom út 1953. Þar
segir frá bernsku og bernsku-
draumum, en jafnframt er bókin
lýsing á lífsbaráttu og kjörum
allrar alþýðu. Á hörðu vori
(1958) heldur þjóðlífslýsingunni
áfram, en heitið er þó framar
öllu tákn unglingsáranna á þeirri
tíð, þegar útþrá og menntunar-
löngun var fjötrað viðjum ör-
birgðar og einangrunar. I Öldu-
falli áranna segir frá ævistarfi
fullþroska manns, kennarans og
skólastjórans. Verkið í heiid er
nálægt 1000 blaðsíðum.
Öldufall áranna hefsrt á för
ungs kennara til Austfjarða,
þar sem hann hefir fengið kenn-
arastöðu. Þar hefst starfsferill
hans fyrst að marki, þó að eitt
farkennaraár sé á undan geng-
ið. Hann dvelur ekki ýkja mörg
ár í Búðakauptúni, en þa>r öðl-
ast hann þó kennarareynslu, þar
mótast viðhorf hans til barna,
þar hefst starf hans í þágu bind-
indishreyfingarinnar, þar finnur
hann konuefnið og stofnar sitt
eigið heimili. Samt festir hann
þar ekki rætur. Hugur hans leit-
ar norðvestur yfir heiðar og ör-
æfi, til kvöldstjörnunnar yfir
Skagafirði, stjörnunnar sem
hann sá í skýjarofi villtur og
örmagna í fönn og náttmyrkri á
leið um Vestdalsheiði til Eiða-
skóla. Hann tók því fegins hendi
tilboði um kennarastöðu á Akur-
eyri; það var þó alténd nær.
Hér líða svo árin við starfs-
annir og heimilisyndi. Hinn ungi
kennari er virkur í félagsmálum,
einkuim bindindisstarfinu, hann
stofnar tímarit handa bömum
(Vorið), sem nú hefir komið út
í 35 ár. Nokkru síðar hefir hann
forgöngu um útgáfu tímarits um
uppeldismál, Heimili og skóli,
sem hann hefir ritstýrt meira en
aldarfjór'ðung. Ofan á það bæt-
ast margþætt ritstörf önnur og
félagsstörf.
Bókin er þó engin skýrsla um
störf, heldur frásögn af lífi
manns, sem margt hefir reynt.
Höfundi er léð sú list að geta
hafið hversdagsleikann upp í at-
hyglisverða og hugþekka frá-
sögn. En hann fær líka sjálfur
margt að reyna, ljúft og sárt.
Um sára reynslu fjallar kaflinn
Ævintýrið um lífið og dauðann,
þar sem höfundur syrgir dóttur
sína unga á hugljúfan hátt. Sá
kafli þykir mér fallegur. Svo er
og um suma þætti frá sjúkra-
vist höfundar sjálfs erlendis.
Hlýr og fallegur er einnig kafl-
inn um Akureyri, Bærinn okkar,
þó að mér þyki upptalning
virðulegra borgara óþarflega
löng.
sem bluta af námsefni til meist-
araprófs í germönskuim fræðum
við Manitobaháskóla hafi hlotið
500 dala styrk úr Minininigarsjóði
Þorsteins Gísflas'onar.
Starfsannir og hjónabands-
sæla megna ekki að sefa útþrá
drengsins frá Torfmýri. Örlitla
svölun fær hún, þegar hann fer
til Dánmerkur á kennaranám-
skeið við hinn fræga lýðháskóla
Askov. Sjónhringnr hang rýmk-
ast, hann kynnist merku fólki og
heyrir skýrar hinn þunga nið frá
elvi sögunnar. Hópurinn leggur
í ferðalag frá Askov og kemur
áð dansk-þýzku landamærunum.
Þetta er sumarið 1937, veldi og
vaxandi yfirgangur Hitlers vek-
ur nokkurn geig í landamæra-
héruðum, þar sem dönskumæl-
andi minnihluti — „sagt er, að
um 90% af íbúunnum væru
Þjóðverjar“ — berst hetjulega
fyrir verndun þjóðernis síns.
Samúð höfundar er öll með Döra-
um, sem vonlegt er, en frásögn
hans af aðdraganda styrjaldar-
innar 1864 er kannske ekki vel
í sátrt við sagnfræðina. í þessari
utanfararsögu er fallegur kafli,
sem lýsir vel mannúð og samúð
höfundar, Sonur götunnar. Höf-
undur fléttar þar kunnáttusam-
lega saman kímni sína yfir til-
gangslausri smámunasemi og
samúð með átakanlegri ógæfu.
Þar sem hann nostrar við ávarps-
orð í fyrirlestri, hvort betur fari
áð segja Ærede tilhörere eða
Kære nordiske venner, trufla
hann sárir tónar frá fiðlu um-
renningsins, sem berast inn til
hans; þeir túlka „eyddan draum,
sem eilífð ei borgar“ og minna á
örlagaþunga óhamingju, sem
óhóf og staðfestuleysi geta vald-
ið.
„Fyrir örfá'im mínútum hafði
þessi piltur verið listamaður,
sem hlaut aðdáun áheyrenda
sinna, sem höfðu í bili gleymt
af hvaða húsi hann var. Nú var
hann aumur betlari — niður-
lægður og lítilsvirtur. — Hafði
hann kannske verið að segja
okkur þessa sögu fyrir nokkr-
um mínútum?"
I þessari hjartagæzku höfund-
ar felst nokkur hætta fyrir sjálfs-
ævisöguna. Hann leitar kostanna,
en dregur fremur fjöður yfir
brestina. Þetta gerir frásögnina
a'ð vísu prúðmannlega, en um
leið dálítið einhæfa. Bókin er
ofhlaðin af nöfnum vina og
samstarfsmanna og allir hljóta
þeir góða einkunn, líkt og böm
hjá mildum kennara. Eg held,
að höfundur vari sig ekki á því,
hve örðugt er að skrifa um sam-
tíðarmenn svo að úr verði bók-
menntir. En það á kannske vfð
um margan ævisöguhöfund.
Eins þáttar sakna ég í bók-
inni, sem hefði átt að geta orðið
litríkur og skemmtilegur; það eru
börnin og vi’ðskipti höfundar við
þau. Hann minnisrt oft á það, hve
sterkur þáttur þau hafi orðið i
lífi sínu, hve mikla gleði og
styrk í starfi þau hafi veitt sér.
En börnin sjálf koma hvergi
fram svo að heiti geti. Á einum
stað getur hann þess, að hann
hafi neyðzt til að víkja drerag
úr skóla. Bak við slík atvik
liggja örðugleikar og barátta,
sem væru vel frásagnarverð.
Framhald á bls. 27
HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams
Vel gert Danny, hún var ekki einu sinni
svo lengi í sjónum að lagningin færi úr
skorðum. Fólk sem býr í stuttum snekkj-
um ætti ekki að leggja þessar löngu
gönguferðir á sig. 2. mynd) Hver heldur
þú að hún sé Try? Einhver sem Athos
notar til að telja peningana sína? 3.
mynd) Ég heiti Axtella Athos herra . .
Þér verður vel launað fyrir að bjarga
mér . . . ég er mjög auðug.
Öldufall áranna